Morgunblaðið - 19.06.1963, Side 2

Morgunblaðið - 19.06.1963, Side 2
 2 MORGVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 19. júní 1963 Forskriftabók Krúsjeffs komin út KVEÐJUATHOFN um blökkumannaleiðtogann Med- Moskvu, 18. júní AP - NTB. • FORSÆTISRÁÐHERRA Sovétríkjanna, Nikita Krús- jeff hefur gefiS út bók, er fjall ar um hið háleita markmið bókmennta og lista. Moskvu- blaðið Pravda skýrði frá bók- inni í dag, meðal annars í rit- stjórnargrein. Það vekur nokkra athyffli, að bókin kem- ur út samdægurs, sem mið- stjórn sovézka kommúnista- flokksins kemur saman til íundar til þess að ræða ýmis innanríkisvandamál — þar á meðal frelsi listanna í komm- únísku þjóðfélagi. í ritstjórnargrein Pravda segir, að bók forsætisráðherr- ans muni verða sovézkum lista mönnum tryggur vinur og veg vísandi og nauðsynlegur ráð- gjafi. Hún muni miðla vitur- legum ráðum flokksins til þeirra göfugu listamanna, er vilja gegna þeirri háleitu köil- un að hefja máLstað kommún- israans tii vegs og virðingar. ekki náð sambandi við hitt geim- farið. Er talið hugsanlegt, að einhver bilun hafi orðið á radio- sambandi Vostok 6., einkum þar sem ekki var minnzt á það í fréttasendingu Tass, en sagt á hinn bóginn, að radiotæki Vostok 5. væru í fullkomnu lagi. Ekki er lengur talið að þriðja geimfarið verði sent á braut í þetta sinn. í fregnum frá Washington er haft eftir vísindamönnum, að ekki sé ólíklegt að geimförin lendi á næsta sólarhring. Tals- maður bandaríska utanríkisnáðu- neytisins var að því spurður í dag, hvernig Bandaríkjastjórn myndi bregðast við, ef geimfar B.ykovskís lenti á bandarísiku yfirráðasvæði. Svaraði hann því til að í slíku tilfelli yrði allt gert, sem unnt er, geimiaranum til aðstoðar. gar Evers, sem myrtur var 12. þ.m. fór fram að heimili hans í Jackson í Mississippi sl. fimmtudag. — Meðfylgjandi mynd var þá tekin og sýnir hún ekkju hans og bróður kveðja hann hinztu kveðju. Um helgina var kista Evers flutt til Washington, en í dag, miðvikudag, verður útför hans gerð. Jarðsett verður í Arlington grafreitnum, sem er heiðursgrafreitur her- mann^ á Súgandafirði Tveir ungir piltar farast Ben Gurion og Ólafur Thors „i fremstu röö sem mikil- menni og elskulegur maður" DAVID Ben-Gurion, forsætis- ráðherra ísraels, hefur nú ákveðið að láta af störfum forsætisráðherra. Hefur verið frá því greint, að ástæðan sé ekki stjórnmálaleg, heldur liggi persónulegar ástæður til 1 grundvallar. Flokkur Ben- Gurions, hinn sósialdemokrat- iski Mapai-flokkur, mun á- fram fara með völd og er búizt við að arftaki hins aldna foringja verði núverandi fjár- málaráðherra, Levi Eshkol. David Ben-Gurion er 76 ára að aldri og hefur verið einn þekktasti þjóðarleiðtogi ver- aldar. Hann var leiðtogi í bar- áttu Gyðinga fyrir stofnun Israelsríkis og hefur verið for- sætis- og landvarnamálaráð- herra allra ríkisstjóma lands- ins að einni undanskilinni. Hann hefur setið í þjóðþingi ísraels síðan 1948 að undan- skildu stuttu tímabili, verið foringi Mapai-flokksins, sem er stærsti stjórnmálaflokkur Iandsins. Jafnframt því sem Ben- Gurion lætur af forsætisráð- herraembætti hafði hann í hyggju að draga sig út úr stjórnmálabaráttunni. En sam flokksmenn hans lögðu hart að honum að sitja áfram á þingi og hefur hann nú fallizt á það, enda þótt hann láti af ráðherraembætti, eins og fyrr segir. I fyrrahaust kom David Ben-Gurion ásamt konu sinni í opinbera heimsókn til ís- lands og var hér vel fagnað. Ræddi hann við ríkisstjórn tslands og að þeim fundi loknum sagði Ólafur Thors, forsætisráðherra, í viðtali við Mbl.: „Af þeim mönnum, sem Óg hef hitt á lífsleiðinni, virð- ist mér Ben-Gurion í allra fremstu röð sem mikilmenni og elskulegur maður“. Ben-Gurion og frú sátu boð forsetahjónanna að Bessastöð- um og heimsóttu ýmsa merk- isstaði í fylgd íslenzkra ráð- herra. Skoðuðu gestirnir m.a. Þjóðminjasafnið og Háskóla íslands — og fóru til Þing- valla í fylgd Ólafs Thors, for- sætisráðherra. Á Þingvöllum spurði frétta- maður Mbl. Ben-Gurion: Eruð þér bjartsýnn á framtíð ísra- els?“ Og ráðherrann svaraði: „Já, það er ég. Ég er Gyðing- ur. Þér munduð líka vera bjartsýnn, ef þér væruð Gyð- ingur og byggjuð í ísrael“. Þetta stutta en ákveðna svar segir meira um Ben- Gurion en margt, sem um hann hefur verið skrifað í lengra máli. Hið þrotlausa starf hans og þrautseigja hef- ur einkennzt af bjartsýni og trú á málstaðinn. Hið unga Ísraelsríki á sennilega fáum jafnmikið að þakka og David Ben-Gurion. Frh. af bls. 1. Forsetakjöri frestað í bæjarstjórn Hafnarfjarðar HAFNARFIRÐI — f gær var boðað til fundar í bæjarstjórn og átti þá að kjósa forseta hennar og ýmsar nefndir. Ekkert varð þó af fundi, því að í upphafi hans kom fram tillaga frá bæj- arstjóranum, Hafsteini Baldvins- syni, um að fresta honum þar til í næstu viku. Var sú tillaga sam- þykkt af öllum fulltrúum bæjar- stjórnarinnar, en hún er skipuð fjórum Sjálfstæðismönnum, þremur Alþýðuflokksmönnum, einum Framsóknarmanni og ein- um Alþýðubandalagsmanni. Tilefni þess að fundinum var I frestað, er, að ekki hefir verið nyndaður meirihluti síðan slitn- upp úr samstarfi Sjálfstæðis- la og Framsóknar snemma „ ..<;ssu ári. Mun nú næstu daga verða athugaðir möguleikar á myndun meirihluta í bæjar- stjórninni og verður því að vera lokið fyrir júnílok. — G. E. — Geimfararnir Blaðið átti í gær tal við Sturlu Jónsson, hreppstjóra, sem hafði tekið skýrslu af þeim vitnum, sem urðu að þessu slysi. Sagði hann, að Jónas Sigurðsson, sem byr í yzta húsinu á eyrinni, hafi orðið þess var á þriðja tíman- um að mann rak út á fleka, og fór hann að vekja menn til að fara honum til bjargar. Einnig sá hann mann fara fram hjá hús- inu út á hafnargarðinn. Var það Sigurður Guðmundsson, sem var um nóttina að vinna að beitn- ingu og hefur einnig séð til ferða flekans. Sonur Jónasar, 12 ára gamall, hljóp út á hafnargarðinn. Sá hann þá stígvél og úr Sigurðar Guðmundssonar liggja þar, og mun hann hafa lagt það af sér áður en hann kastaði sér til sunds. Þegar drengurinn kom að, var Sigurður kominn að flekan- um. Hékk hinn maðurinn hálfur út af honum og á grúfu, en Sig- urður var uppi á flekanum og að reyna að draga hann upp. Drengurinn kallaði til hans að von væri á hjálp, og segir að Sigurður hafi svarað veikri röddu að sú hjálp yrði að ber- ast fljótt, því þrek þeirra væri á þrotum. Annar horfinn Þegar menn komu að á mót- orbát, var Sigurður einn og með- vitundarlaus í sjónum, en hinn pilturinn horfinn. Gerðar voru lífgunartilraunir og var Sigurð- ur farinn að anda, eftir að kom- ið var með hann í land. En skyndilega hætti andardráttur- inn. Sigurður hafði höfuðáverka og er ekki enn vitað hvort það varð hans bani eða hvort hjart- að hefur bilað. Hinn pilturinn hefur ekki AÐFARANÓTT laugardagsins fórust tveir ungir menn á Súg- andafirði. Er nokkuð óljóst hvern ig slysið bar að höndum, en tal- ið að Þórir Gestsson, sjómaður frá Isafirði, hafi farið á sjó á pramma og rekið út fjörðinn, og hafi Sigurður Guðmundsson, stúd ent frá Flateyri, kastað sér í sjóinn af brimbrjótnum til að bjarga honum. Var sá fyrrnefndi horfinn er hjálp barst, en Sig- urður lézt eftir að komið var með hann í land, sennilega af höfuðhöggi. Sigurður Guðmundsson Þórir Gestsson fundizt, þó slætt hafi verið á staðnum og skátar gengið fjörur út með firðinum báðum megin, að Galtartöngum og að Sauða- nesi. Er talið fullvíst að á pramm- anum hafi verið Þórir Gestsson, sjómaður frá ísafirði. Hann hafði komið með fleirum frá Isafirði á dansleik á Suðureyri, sem var lokið fyrr um nóttina. Og þrátt fyrir leit, hefur hann ekki kom- ið fram. Sigurður Guðmundsson var 1 vetur við nám í frönsku og heim- speki í Háskólanum og þótti af- bragðs námsmaður. Hann var I sumarvinnu á Suðureyri. Báðir piltarnir voru einhleypir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.