Morgunblaðið - 19.06.1963, Side 3

Morgunblaðið - 19.06.1963, Side 3
Miðvikudagur 19. iúni 1963 lUORCVWniÁÐlÐ 3 17 I I ■ J'ÚNÍ í REYKJAVÍKj FAGURT veður og bjart var í Reykjavík hinn 17. júní. Þótt ekki væri tiltakanlega hlýtt í veðri, ntun óhætt að segja að sjaldan eða aldrei hefur veð- urlag verið betra þennan dag í Reykjavík. Ólafur Jónsson, formaður Þjóðhátíðarneíndar Reykjavík Mannfjöldinn á Lækjartorgi stundarfjórðung i fyrir kl. 11 að kvöldi 17. júní. Fagurt veöur og fjölmenn þátttaka stjórn Karls Ó. Runólfssonar og Páls Pampichlers Pálsson- ar. ★ Eftir hádegi hófust skrúð- göngur. Var gengið fró þrem- ur stöðum, Melaskóla, Hlemmi (Vatnsþró) og Skólavörðunni og safnazt saman á Austur- velli. Fyrir göngunum fóru reykvískir skátar. ★ Kl. 13.40 var hátíðin sett við Austurvöll. Gerði það Ólafur Fólk í Lækjargötu um kvöldið 17. júni. ur, tjáði Morgunblaðinu í gær að þátttakan í hátíðahöldun- um hefði aldrei verið fjöl- mennari. ★ Hátíðahöldin hófust með því, að kirkjuklukkum Reykja víkur var samhringt kl. 10 um morguninn. Stundarfjórð- ungi síðar lagði forseti borg- arstjórnar, frú Auður Auð- uns, blómsveig á legstað Jóns Sigurðssonar í gamla Mela- kir k j ugar ðinum. Klukkan hálfellefu léku lúðrasveitir barna og unglinga við Grund og Hrafnistu undir Jónsson, formaður þjóðhátíð- arnefndar, en síðan var geng- ið 'í Dómkirkjuna. Þar flutti herra vígslubiskup Bjarni Jónsson prédikun. Stundarfjórðung yfir klukk- an tvö gengu forseti íslands herra Ásgeir Ásgeirsson, og forsætisráðherra, Ólafur Thors, í fylgd nýrra kven- stúdenta að styttu Jóns Sig- urðssonar. Lagði forsetinn blómsveig við fótstall stytt- unnar. Þessu næst flutti forsætis- ráðherra, Ólafur Thors, ræðu af svölum Alþingishússins. ★ Þá flutti Kristín Anna Þór- arinsdóttir, leikkona, „ávarp fjallkonunnar". Var það ljóð sem Gestur Guðfinnsson hafði ort. ★ Klukkan þrjú hófst barna- skemmtun á Arnarhóli og var þar geysilegur mannfjöldi. Á fimmta tímanum lék Lúðrasveit Reykjavíkur á Austurvelli. Síðan var haldið inn á Laug- ardalsvöll. Er of langt mál að rekja hér, hvar þar fór fram, enda dagskráin áður prentuð í Morgunblaðinu. ★ Um kvöldið var kvöldvaka á Arnarhóli, og flutti Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, þar ræðu. Valdimar J. Lín- dal, dómari frá Winnipeg, flutti kveðju frá Vestur-íslend ingum. — Gamanþáttur o.fl. var til ekemmtunar. Að lokum var dansað á þremur stöðum í Miðbænum fram til kl. tvö eftir miðnætti. ★ Að venju settu nýstúdentar svip á hátíðahöldin, en að auki voru Vestur-íslendingar fjölmennir í borginni um kvöldið. Þegar Ieiklnn var mazúrka í Lækjargötunni, dansaði eldri kynslóðin hann, en sú yngri tvistaði með ágætum. Dansinn dunar dátt á mótum Vonarstrætis og Lækjargöti STAKSTEIHAR „Hugarfarsbreyting" Greinilegt er, að kommúnist- um er orðið fullljóst, hve litils stuðnings barátta þeirra fyrir vamaleysi landsins og hlutleysi nýtur meðal þjóðarinnar. SI. sunnudag birtir „Þjóðviljinn“ eina af sínum raunalegu forystu-- greinum um „sjálfstæðisbarátt- una“, þar sem segir m. a.: „f þeirri sjálfstæðisbaráttu, sem fslendingar hafa háð þau 19 ár, sem liðin em síðan lýðveldi var endurreist, eru það þannig ekki sjálfir samningarair við Bandarikin, Breta og Atlantshafs bandalagið, sem eru hættulegir, svo mjög sem þeir hafa þó þrengt að hugmyndum hinna beztu ís- lendinga um sjálfstætt og óháð friðarríki. . . . Hættan er fólgin í þeirri hugarfarsbreytingu, sem orðið hefur hjá valdamönnum þjóðarinnar og verulegum hluta almennings á tæpum tveimur ára tugum“. Vaxandi stuðningur Það er rétt hjá „Þjóðviljanum1*, að mikil hugarfarsbreyting hefur orðið hjá öllum almenningi hér á landi undanfarin ár hvað snertir viðhorf hans til þátttöku þjóðarinnar í vestrænni sam- vinnu og þá sérstaklega vamar- samstarfinu. Að vísu hefur meiri- hluti þjóðarinnar frá öndverðu verið hlynntur þátttöku í þessu mikilvæga samstarfi, en andstöðu gegn því gætti þó framan af inn- an allra stjómmálaflokkanna. Nú gætir þeirrar andstöðu alls ekki lengur innan Sjálfstæðisflokks- ins og Alþýðuflokksins. Hins veg ar verður hennar nokkuð vart inn an Framsóknarflokksins, enda hafa forystumenn hans beinlínis unnið að því að laða til sín það fólk, sem andvígt er hinu vest- ræna samstarfi. Sá flokkur, sem hafði brottrekstur vamarliðsins að sínu eina stefnumáli, „Þjóð- vamarflokkurinn“, hefur nú ver- ið lagður niður. Mest hefur and- staðan þó verið innan Kommún- istaflokksins, en jafnvel kommún istar verða sífellt áhugaminni í baráttunni gegn vörnurr. landsins, og er ekki óliklegt, að það sé ein mitt sú staðreynd, sem veldur rit- stjórum „Þjóðviljans" þyngstum áhyggjum. Vonleysi kommúnista Vonleysi kommúnista um, að þeim megi takast það ætlunar- verk sitt að koma varaarliðinu úr landi hefur lýst sér á margvísleg- an hátt. f vinstri stjórninni sam- þykktu kommúnistar það orða- laust, að fallið væri frá brott- rekstri vamarliðsins, sem stjóm- arflokkarnir höfðu samþykkt og var ein helzta forsendan fyrir samstarfi þeirra og minntust síð- an ekki á vamarmálin allan þann tíma, sem þeir áttu sæti í ríkis- stjóm. Það er líka auðséð á ýms- um ummælum forystumanna kommúnista, að þeir láta sig dvöl vamarliðsins litlu skipta og hafa gefizt upp á andstöðunni gegn henni/ Þannig er t.d. sagt frá ræðu eins helzta forystumanns kommúnista á Austurlandi, Jó- hannesar Stefánssonar í Neskaup stað á flokksstjórnarfundi „Sósí alistaflokksins“ í desember 1958, i leyniskýrslum SÍA, Rauðu bók- inni, bls. 113: „Taldi hann herstöðvamálið vera algjört aukaatriði og kvað menn hafa litlar áliyggjur af slíku í Múlasýslu. Kvaðst hann leiður á nöldri um þetta mál og fáránleg sú hugmynd að ætla að setja slíkan hégóma á oddinn, hvað þá fara fram á þjóðarat- kvæðagreiðslu um það“.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.