Morgunblaðið - 19.06.1963, Page 10

Morgunblaðið - 19.06.1963, Page 10
10 MORCZJNBLAÐIÐ Miðvikudagur 19. júní 1963 — Aukinn afsláttur Frh. af bls. 1. Það ber vitni um bættan hag al mennings í borginni, að unnt er í senn að halda uppi fullkomnri þjónustu og auka framkvæmdir við fullnaðarfrágang gatna í samræmi við 10 ára áætlunina. Um leið er unnt að veita hærri afslátt á útsvörum en áður hefur þekktzt hér í borg. Þá hefur ver ið lagt fé til hliðar til greiðslu ó- hjákvæmilegra yfirstandandi kauphækkana. f gær var boðað til aukafundar í borgarstjórn Reykjavíkur. Á dagskrá var tillaga borgarstjóra, sem samþykkt hafði verið í borg arráði, þar sem lagt er til, að út- gjaldahlið fjárhagsáætlunar fyr ir 1963 verði hækkuð um 30 millj. kr. til þess að mæta væntanlegum kauphækkunum borgarstarfs- manna og útgjöldum vegna auk- inna framkvæmda við fullnaðar frágang gatna. Útsvörin hækki því um sömu upphæð. Tillaga þessi var samþykkt í borgarráði með 3 tkvæðum gegn 1 atkvæði kommúnista. Framsóknarmaður- inn, Kristján Benediktsson, sat hjá, án þess að gera- fullnægj- andi grein fyrir afstöðu sinni. Frávísunartillaga Guðmundar Vigfússonar (K) var felld með 3 atkv. gegn 1. Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, flutti ítarlega framsöguræðu fyr ir þessari tillögu, sem var eina málið á dagskrá. Hann sagði fjár hagsáætlun borgarinnar, sem samþykkt var í desember sl. hafa verið miðaða við kaupgjald og verðlag, eins og það var á þeim tíma. Nú væri hinsvegar augljóst, að kaupgjald yrði hærra, en gert hafi verið ráð fyrir í áætiuninni. Gera megi ráð fyrir, að um helmingur kaupgreiðsl- anna renni til borgarstarfsmanna, en helmingur til annarra starfs- manna borgarinnar, sem taki kaup skv. samningum stéttarfé- laga. Geir borgarstjóri sýndi glögg- lega fram á nauðsyn þessarar hækkunar og væru þrjár leiðir hugsanlegar til þess að mæta þessum vanda. Borgarstjóri sagði m.a.: „Enn er mjög á huldu úm kaup hækkun borgarstarfsmanna 1. júlí n.k. Fyrir kjaradómi hefir ríkisstjórnin boðið um 20% með alhækkun. Yrði hækkunin« sú sama hjá borgarstarfsmönnum, mundu útgjöld borgarsjóðsins aukast um 9,1 millj. kr. Starfs- menn ríkisins hafa hins vegar krafizt um 80% kauphækkunar, en slík hækkun myndi þýða að því er borgarsjóð varðar 36,4 millj. kr. í aukin útgjöld. Væntan lega verður niðurstaðan einhvers staðar þar á milli“. „í heildaráætlun um gatn>- gerð á árunum 1963—1972 er gert ráð fyrir 62 millj. kr. framlögum á yfirstandandi ári. Reikna má með 10% hækk un þessarar áætlunar frá því að hún var gerð í apríl 1962 og var gerð, var gert ráð fyrir nýjum tekjustofni, benzín- skatti, til gatnagerðar, en sá tekjustofn hefur enn ekki feng ist samþykktur. f fjárhagsá- ætluninni fyrir 1963 eru fjár framlög til nýrra gatna og hol ræsa aftur á móti áætluð 55 millj. kr. og vantar því 13,2 millj. kr. á, að fjárframlög skv. heildaráætluninni verði fyrir hendi á þessu ári. Brýna nauðsyn ber til þess að gatna- gerðin verði framkvæmd skv. heildaráætluninni, en það verður á þessu ári einungis gert með því að hækka fram- lagið skv. fjárhagsáætlun þessa árs“. „Þegar athugaðar eru þær upphæðir, sem ég hefi nefnt hér á undan, virðist ekki óvar legt að gera ráð fyrir að gjalda hlið fjárhagsáætlunar borgar- sjóðsins á yfirstandandi ári hækki um 35 millj. kr. Til að mæta þeirri upphæð eru 5 millj. kr. til ráðstöfunar á fjár hagsáætlun 1963. Vantar þá 30 millj. kr., sem ná verður með auknum útsvörum, skv. 59. laga nr. 69/1962 um tekju- stofna sveitarfélaga". „Til þess að leysa þennan vanda má segja að um þrjár leið ir sé að velja. í fyrsta lagi að afla lánsfjár til greiðslu á umframgjöldunum og jafna þeirri upphæð síðan nið ur með hækkuðum útsvörum á næsta ári. Þessa leið má telja úti lokaða, annars vegar vegna þess að ógerlegt er að afla lánsfjár í þessu skyni og hins vegar þess, að útsvör 1964 yrðu óeðlilega há, þar sem umfram útgjöldunum 1963 yrði að bæta við eðlilega álagningu það ár. Önnur leiðin er sú að fresta á- kvörðun í þessum efnum unz nán ar verður séð, hverju hækkanirn ar nema og grípa til aukaniður- jöfnunar síðar á árinu. Þetta myndi hafa í för með sér aukin útgjöld, bæði í sambandi við á- lagninguna sjálfa og einnig og ekki síður mjög mikil vandkvæði vegna gjaldheimtu. Auk þessa er það til mikilla óþæginda fyrir gjaldendur að vita ekki nákvæm lega sem fyrst, hve há gjöld þeim ber að greiða. Væri þessi leið valin, ættu þeir von á hækk un útsvarsins seinna á árinu. Verður að telja þessa leið mjög óheppilega, eða með öllu ófæra. Loks er þriðja leiðin, sem hér er lagt til að valin verði, þ.e. að gera nú þegar ráð fyrir út- gjaldaaukningu þeirri, sem ég hefi nefnt hér á undan og hækka útsvörin sem henni nemur. Með því vinnst hvort tveggja, að út- svarsgjaldendur greiða útgjöld borgarinnar á sama' ári og þau til falla. Þeir fá nú þegar að vita um gjöld sín og þurfa ekki að óttast að verða ónáðaðir með aukaálög- um síðar á árinu. Þrátt fyrir þá hækkun útsvara, sem lagt er til að gerð verði, má gera ráð fyrir, að unnt verði að gefa um 17% afslátt af þeim mið að við lögmætan útsvarsstiga. Á sl. ári nam afslátturinn 15,5%, en árið 1961 nam hann 11%“. Að lokinni ræðu borgarstjóra urðu nokkrar umræður, en síðan var tillagan samþykkt með 10 atkv. gegn 3 atkv. kommúnista. Nokkrar umræður urðu að lok inni ræðu borgarstjóra á borgar ÁVARP fjallkonunnar orti Gestur Guðfinnsson. Kristín Anna Þórarinsdóttir flutti það af svölum Alþingishússins um miðjan daginn. Kvæðið bírtist hér á eftir: r Skín sól, skír sól á þessum dýrðardegi, skín drottins sól á bláum himinvegi. Ég kem hér enn um sinn til feginsfundar að færa þöfck og minnast heillastundar, í trú og von og kærleik kveð mér hljóðs, í krafti fornrar tungu, íslenzks ljóðs. Ég fagna börrium mínum hrærðum huga, mín hamingja var mest að sjá þau duga. Skín sól á þeirra götu fram til góðs. En nú er hatín sælli og fegri saga og sigurljóir.i vefst um horfna daga. Ég hverf tii fagnaðs frjáls í morgunblænum með faldinum hvíta í sumarmöttli grænum. Og allt er gott og yndislegt á ný. Hinn ungi morgunn roðar fjöll og ský. Ég gleðst í dag. Ég gleðst með börnum mínum. Ó guðs vors sól. í mildum augum þínum skín birta draumsins, djúp og blá og hlý. Ég minnist alls hins liðna í leifturbjarma, míns láns og tjóns, ég minnist sælu og harma. f töfrabirtu og heiði hófst mín saga og hláturmíid var gleði þeirra daga. En fljótt bar dimman skugga á æviskeið. Vor skuld ei mörg og vandþrædd auðnuleið. Ég lenti í tröliahöndum kaldra kynna og kostanörð varð reynsla barna minna, hið aldalanga böl, er þeirra beið. Ég veit hvað er að íúta boði og banni sem bandingi í dimmum fangaranni. Ég veit hvað ei að þola, þrá og sakna, til þjáningar hvern dag að nýju að vakna, sjá drauma sína tætta og troðna í svað og tærða von sem sölnað skógarblað. Ég veit hvað er að vaka, biðja og þreyja um vetrarnótt oghorfa á börn sín deyja og bera kvöl og harm í hjartastað. í blænum fánar blakta og lúðrar gjalla. Ég blessa þá, sem létu ei merkið falla, en sóttu fram. Ég blessa hvern, sem barðist og berum höndum ofurefli varðist. Ég þakka hverja fórn, sem mér var færð. Við frelsislogann sérhver dáð skal nærð. Þó bið ég einn og alla að festa í minni, að æ er þörf að halda vöku sinni og foi'ðast syndasvefnsins mjúku værð. Skín sól, skín sól á háum himinboga, mitt hjarta siær í þínum rauða loga, hin kalda vetrarnótt er löngu liðin, sjá, ljós þitt hríslast milt um grænan viðinn. í hverju auga glitra gleðitár. Hinn góði dagur þylur heillaspár. Skín sól, skín sól, gef blessun börnum mínum, skín blessuð sól á dýrðarhimni þínum, skín guðs vors sól í þúsund þúsund ár. stjórnarfundinum í gær. Ekki kom fram ágreiningur um nauð- syn þeirra hækkana á fjárhagsá- ætluninni sem samþykkt var. Hinsvegar voru kommúnistar og Framsókn á öndverðum meið við meirihluta borgarstjórnar um hvernig bæri að snúast við þeim vanda, sem kauphækkanir og kostnaður við framkvæmd gatna gerðaráætlunarinnar hefur óhjá- kvæmilega í för með sér. Guðmundur Vigfússon (K) tal aði fyrstur. Hann gagnrýndi það, að áður hafi orðið tekjuafgangur hjá borgarsjóði, en því fé hefur verið varið til bygginga skóla, sjúkrahúsa, barnaheimila, íþrótta mannvirkja og til skuldalækkun- ar. Guðmundur sagði borgarsjóð ekki á flæðiskeri staddan, þótt um nokkrar launahækkanir væri að ræða. Vildi hann fresta ákvörð un og grípa fremur til aukanið urjöfnunar útsvara á borgarbúa í haust. Hann efaðist um „að hægt væri að koma áætlaðri upp hæð í lóg“ við gatnagerðarfram- kvæmdir vegna skorts á vinnu- afli. Kristján Benediktsson (F) sagði nauðsyn hækkananna ótví- ræðar, enda hefði hann sjálfur lagt til slíkar hækkanir í nóv- ember sl. Hann væri þó á móti tillögunni um hækkun og myndu Framsóknarmenn sitja hjá við at kvæðagreiðsluna. Þó sagði hann, „að ekki þýði að berja hausnum við steininn" og „hækkanirnar séu sanngjarnar og fyrirsjáan- legar“. Hann sagði þó fullnægj- andi upplýsingar skorta og myndu Framsóknarmenn því „láta málið afskiftalaust". Birgir fsl. Gunnarsson (S) ræddi hinar þrjár hugsanlegu leiðir og hrakti fullyrðingar Guðm. Vigfússonar um kaup- gjald og lífskjörin. Vitnaði hann til niðurstöðu vinnutímanefndar- innar í því sambandi. Óskar Hallgrímsson (A) sagði slíkar hækkanir oft hafa verið nauðsynlegar og gerðar áður. Aukaniðurjöfnun væri sízt betrh Hann sagðist fremur hafa kosið hærri persónufrádrátt, en það væri þó ekki á valdi borgarstjórn ar. Þá ræddi Óskar nokkuð tvi- skinnung Framsóknarmanna 1 launamálum og öðrum málum. Þeir tækju undir allar kröfur um hækkanir, en væru hinsvegar tregari til þess að afla þess fjár, sem til þyrfti. Adda Bára Sigfúsdóttir (K) sagði ekki þoku í þessu máli, heldur niðaþoku. Hækkanir væru fyrirsjáanlegar, en ekki væri unnt að sjá þær fyrir. Væri þvi bezt að fresta ákvörðun. Hún studdi tillögu Guðmundar Vig- fússonar um aukaniðurjöfnun út- svara. — Verkföllum afstýrt Frh. af bls. 24 marsson „forseti“ ASÍ í gær, að hann teldi sennilegt, að miðstjórn ASÍ yrði við þess- um tilmælum, en hún mun koma saman til fundar nk. fimmtudag og fjalla um mál- ið. Verður lögð áherzla á, að athugun verði lokið fyrir 15. október, en gera má ráð fyrir, að slík athugun verði gerð reglulega eftirleiðis til hlið- sjónar fyrir samtök vinnu- veitenda og launþega við kjarasamninga. Samkomulagið, sem náðist eft- ir 36 klst. fund deiluaðila með Torfa Hjartarsyni sáttasemjara, var annars vegar undirritað af Vinnuveitendasambandi íslands, Vinnumálasambandi samvinnu- félaganna, f.h. Kaupfél. Eyfirð- inga og Sambands ísl. samvinnu- félaga, Síldarverksmiðjum ríkis- ins, Vinnuveitendafél. Siglufj., Verzlunarmannafél. á Akureyri, Vinnuveitendafélagi Akureyrar, Fél. ísl. iðnrekenda og Kaup- mannasamtökum íslands og hins vegar af Verkalýðsfélaginu Ein- ingu á Akureyri, Iðju, fél. verk- smiðjufólks á Akureyri, Bílstjóra fél. Akureyrar, Fél. verzlunar- og skrifstofufólks á Akureyri og verkalýðsfélögunum Þrótti og Brynju á Siglufirði. Var samið um 7.5% hækkun á öllum kauptöxtum og lýstu samn inganefndir deiluaðila vilja sín- um til að vinna að athugun á því, hve mikil kauphækkun megi verða til þess að hún komi að gagni fyrir launþega. Flest félög launþega hafa nú lausa sanminga önnur en þau, sem nú þegar hefur verið samið við, og verkfræðingar og skipa- smiðir eru í verkfalli. Eru samn- ingaviðræður þegar hafnar milli vinnuveitenda og Verkamanna- félagsins Dagsbrúnar í Reykja- vík og sömuleiðis milli iðnrek- anda og Iðju, félags verksmiðju- fólks í Reykjavík. Munu nú hefj- ast eða verða teknar upp að nýju viðræður við önnur verkalýðsfé- lög, svo sem Landssamband ísl. verzlunarmanna, félög iðnaðar- manna, félög verkamanna og verkakvenna og farmenn. Samninganefnd vinnuveitenda gaf eftirfarandi yfirlýsingu, þeg- ar samningar höfðu tekizt: „Undirritaðir aðilar, Vinnu- veitendasamband íslands, Vinnu- málasamband samvinnufélag- anna, f.h. Kaupfélags Eyfirðinga og Sambands íslenzkra sam- vinnufélaga, Síldarverksmiðjur ríkisins, Vinnuveitendafélag Siglufjarðar, VerzlunarmannaféL á Akureyri, Vinnuveitendafélag Akureyrar, Fél. ísl. iðnrekenda og Kaupmannasamtök fslands, skuldbinda sig hér með til þess að vinna að því, að fram verði látin fara á vegum heildarsam- taka atvinnurekenda, í samvinnu við heildarsamtök launþega, at- hugun á því, hversu mikil kaup- hækkun megi verða, til þess að hún komi að gagni fyrir laun- þega. Er ákvörðun um athugun þessa í samræmi við tilmæli ríkisstjórnar íslands, dags. 15. júní 1963.“ Af hálfu samninganefndar verkalýðsfélaganna á Akureyri og Siglufirði var gefin út svo- hljóðandi yfirlýsing að samninga viðræðum loknum: „Vegna orðsendingar ríkis- stjórnarinnar til launþega og at- vinnurekenda, sem birt var í blöðum og útvarpi í dag (15. júní), vill samninganefnd verka lýðsfélaganna á Akureyri og Siglufirði taka fram eftírfar- andi: 1. Samninganefndin fagnar þeirri yfirlýsingu um stefnu- breytingu, sem í fyrstu málsgrein orðsendingarinnar felst, en þar er lýst þeirri skoðun ríkisstjórn- arinnar, að hún telji, að vaxandi þjóðartekjur beri að nota til að tryggja launþegum sem mestar kjarabætur, og einnig að varð- veita beri verðgildi gjaldmiðils- ins. 2. Samninganefndin vill mæla með því við miðstjórn Alþýðu- sambandsins, að hún taki upp viðræður við fulltrúa samtaka atvinnurekenda um sameiginlega hagfræðilega athugun, sem að gagni mætti koma til þess að létta fyrir kjarasamningum. 3. Tækist samkomulag um slíka athugun á vegum heildar- samtaka atvinnurekenda og launafólks innan ASÍ vill nefnd- in treysta því, að bráðabirgða- niðurstaða þeirra liggi fyrir eigi síðar en 15. okt. nk., og vill því miða gildistíma væntanlegra samninga við þann tíma. 4. Samninganefndinni hefur af umbjóðendum sínum verið falið að leitast við að ná viðunandi samningum um kaup og kjör, og getur hún hvorki né vill víkj- ast undan þeirri skyldu. Félög þau, er að nefndinni standa, hafa nú haft lausa samninga í fulla sjö mánuði, og allar tilraunir þeirra til að ná samningum, án verkfallsaðgerða, hafa mistelc- izt. Boðuðum vinnustöðvunum verður því ekki aflétt, nema samningar hafi tekizt áður.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.