Morgunblaðið - 19.06.1963, Side 13

Morgunblaðið - 19.06.1963, Side 13
Miðvikudagur 19. júni 1963 MOnCVlSBLÁÐIÐ 13 Vonir vaktar m frið stétta landsins Ræða Ólafs Thors, forsætisráðherra HÉR FER á eftir ræða sú, sem forsætisráðherra, Ólafur Thors, hélt á svölum Alþing- ishússins hinn 17. júní. Fyrir 100 árum var Alþingi — eins og menn muna — aðeins háð annað hvert ár, og einmitt um það leyti kom það fyrir, að Jón Sigurðsson kom ekki til tveggja þinga í röð, árið 1861 og 1863. Hugurinn var samt heima, og við málefni íslands, og hann skrifað- ur teitað sér gagns og neytt krafta sinna svo sem hann hefir dáð og menningu til. En aldrei verður þessa neytt með svo miklu afli eða lagi, þegar hver kúrir í sínu horni, eins og þegar margir eru samtaka og hver leggur sitt fram, til þess að fá því fram komið, sem mest er í varið, og ofvaxið er einstökum mönnum“. Þessi aldargömlu hvatningar- orð standa enn í góðu gildi. Enn aranna, sem er frumskilyrðið til allra frámfara. Énn verða menn að taka höndum saman, bindast félagssamtökum, til þess að leysa þau viðfangsefni, sem hverjum einum er ofvaxið. Jafnvel um þátt ríkisvaldsins getur það enn staðizt, sem þarna er sagt um „almennar framkvæmdir" til þess að efla atvinnuvegina, en við verðum að vaka yfir atvinnu- frelsínu, sem þarf til þess að auðsuppspretturnar verði nýttar. Þar eru fleiri hættur á veginum nú en menn gerðu sér Ijóst fyrir 100 árum. —★— Þessi hversdagslega mynd úr lífi foringjans mikla, sem ég nú hefi brugðið upp, segir svo sem ekkert sérstakt við fyrstu sýn. Sé betur að gáð, er hún þó góð lýsing á þeirri minnimáttar- kennd, trúleysi og kjarkleysi, sem furðu margur góður íslend- ingur þá var haldinn, og raunar enn öðru hvoru teygir upp koll- inn, samfara ótrúlegasta þjóðar hroka og sjálfbirgingshætti og er hvorugt gott. Jafnframt sýnir þessi skyndi- mynd manninn, sem aldrei glat- aði þeirri sterku trú á land sitt og þjóð, sem meðal annarra kosta gerði hann að foringjanum, sem allir treystu og trúðu á, hlýddu á og hlýddu, manninum, sem horfði augum trúartrausts og von ist á við fjölda manns um þing- | í dag er það dáð og menning borg mál og önnur þjóðmál. í bréfi til Þórðar Jónassens, háyfirdómara, hafði Jón spáð því, að Þórður yrði skipaður konungsfulltrúi á þingi sumarið 1863. í svari sínu staðfesti háyfirdómarinn, að hann hafi hlotið þessa skipun, og bætir síðan við: „Það gladdi mig ekki, því að ég veit að ég get ekki staðið í skil- um, hvorki svo mér eða öðrum líki, og kvíði því fyrir þinginu, einkum ef þú ekki kemur, því ég ætla þá að fara í smiðju til þín, og hún er ekki vön að vera kolalaus. Eg er nokkuð conserva- tiv, og einkum hættir mér til að gera lítið úr fslands dáð og dug; mér sýnist allt sé þar í einskonar barndómi. Eg er því hræddur við okkar sjálfstjórn, því ég held bæði að við fáum ekki svo dug lega menn í hana sem skyldi, og svo yrði að líkindum hver hönd upp á móti annarri. Eg segi ekki samt að þessi sjálfstjórn sé ekki hugsandi, né heldur að við ekki getum haft okkar fjárforráð, en — hér er samt allmikið á hættu, eftir því sem hér hagar til, (nema danska stjórnin veiti okkur það, sem þú ferð fram á, en það gerir hún ekki. Það þori ég að full- yrða)“. Þetta bréf hefir Jóni Sigurðs- syni borizt nálægt afmælisdegi sínum fyrir 100 árum, því að það er skrifað seint í maí árið 1863. Það er eitthvað átakanlegt við þessa hreinlegu játningu — manni liggur við að segja neyðar- úp — hins tigna og kjarklausa embættismanns, þessa trúa þjóns konungs og stjórnarinnar, sem kvíðir því að geta ekki farið í smiðju til mannsins, sem aldrei gerði lítið úr íslands dáð og dug. Þórður Jónassen talar í bréfi sínu um það að danska stjórnin þyrfti að veita það, sem Jón fer fram á, til þess að við getum haft okkar eigin fjárforráð. Þarna skírskotar hann einmitt til eins af þeim málefnum, sem Jón Sigurðsson helgaði mest af áhuga sínum og kröftum á þess- um árum, — fjárhagsmálsins,- í Nýjum félagsritum eru langar ritgerðir um það mál bæði árin 1862 og 1863. Það yrði of langt mál að rekja það sem á milli bar í þeim efnum fyrir 100 árum. Að eins má geta þess, að viðfangsefn ið var tvíþætt, annars vegar kröf urnar á hendur Dönum um end urgreiðslu á gömlum skuldum, hins vegar krafan um sjálfsfor- ræði í fjárhagsmálum — krafa íslenzku þjóðarinnar um að mega skattleggja sjálfa sig til þess að geta varið afrakstri skattanna til almenningsheilla. í grein sinni í Nýjum félagsrit um árið 1863 segir Jón Sigurðs- son svo: „Það, sem vér höfum helzt fyr ir augum að þyrfti til undirbún- ings er almennar framkvæmdir til að efla atvinnuvegu landsins og gróða landsmanna. Enginn get ur neitað því, að land vort hefur nægar og- óþrjótandi auðsupp- eprettur fyrir dugnaðarmenn, bæði til lands og sjós, og svo mik ið atvinnufrelsi, að hver einn get ar í allar áttir í senn og fann alls staðar úrræði þjóð sinni til frama. Eg hef valið einmitt þessa mynd úr hinum myndauðuga ævi ferli Jóns Sigurðssonar, vegna þess að hún snertir það tvennt, sem okkur varðar hvað mest í dag, fjármálin og efnahagsmál- in, og sýnir jafnframt að ástin til ættjarðarinnar nægir ekki nema henni fylgi rétt mat á því hvers við erum megnugir og dáð og þrek til mikilla athafna. ' —★— Mikil skálmöld hefir geisað hér á landi síðustu vikurnar. Hefir tekið all myndarlega í hnjúkana eins og löngum áður og liklega lengst af mun verða við alþingis- kosningar á Islandi. Er ekki um að fást, enda kannski ekki undan komizt, svo skapheitir sem við er um og ekki bætir návígi fámenn isins úr, þar sem hver kann á öðr um skil og menn freistast frem- ur en ella til að beina örvum í hjartastað. Fær því margur sár í þeirn bardaga. En það hygg ég, að tíð ast kenni menn lítils sviða, grói fljótt sára sinna og hyggi því lítt á hefndir. Kosningahitinn, baráttan, spjótalögin, skeinurnar, dylgjur, rógsmál og stundum mann- skemmdir eru náttúrulega út af fyrir sig ekki af hinu góða. En allt eru þetta enn sem komið er ytri tákn og fylgifé eins hins allra dýrmætasta, sem við eigum, lýðræðisins, frelsisins til að ráða málefnum okkar sjálfir, þ. á m. til þess að segja það, sem okk- ur felst í huga og raunar líka það, sem okkur býr ekki í brjósti, ef okkur býður svo við að horfa. Og „guð það hentast heimi fann, það hið blíða blandað stríðu“ eins og skáldið kvað. Stundum hugleiða menn þó hvort lýðræðið geti ekki höggvið þessa fylgifiska af sér, a.m.k. þá verstu þeirra. Mig skortir nokk uð kunnugleika til að dæma um þetta. En þó hefi ég rekið mig á, þegar ég hefi fylgzt með kosning getur heitið að þess sjái vott í blöðunum svo til lýta sé, að kosn ingar standi fyrir dyrum, hvað þá að þar kenni íslenzkrar ill- skældni. En samt sem áður kem- ur í ljós, að þátttaka í kosningum hefir verið engu síðri þar en hér. En sé þetta svo annars staðar, hvers vegna þá ekki hér? Erum við áhugaminni um þjóðmálin en hinir? Eg held ekiki. En sé þessi úlfúð og fólska ekki nauðsynleg ur aflgjafi til kjörsóknar, hvers vegna er þessum lægstu hvötum þá gefinn laus taumurinn? Þetta er athugunarefni. En kannske líka að þessi vopnaburður öf- undsýkinnar, sem oft er eitraðast ur gegn þeim, sem fram úr skara á hvaða sviði sem er, sé verri hlið in á skapgerð fslendinga. Hin er, að við erum ailra þjóða stórtæk- astir og skjótastir til að rétta hjálparhönd, þegar sorg eða þrengingar hafa sótt náungann heim. —★— Og nú eru kosningaeldarnir teknir að kulna. Logar þó enn víða undir og eru viðsjár með mönnum. Vona þó án efa flestir, að ekki láti menn erjurnar lengi myrkva huga sinn, enda verkefn in, sem nú er við að eiga sannast sagna ærið erfið, þótt æsingar og úlfúð torveldi ekki lausn þeirra. Hafa nú þeir atburðir gerzt er til þessa benda og vekja rétt mætar vonir um frið stétta og manna í milli. Á ég þar við ákaf lega þýðingarmikla samkomulag milli launþega og vinnuveit- enda, sem var undirritað hér í húsinu í nótt og afstýrði þeim geigvænlegu verkföllum, sem ógnandi yfir vofðu, og er auk þess ef til vill upphaf meiri tíðinda. Leyfi ég mér að þakka öllum, sem áttu að því hlut. Auðvitað koma menn mis- skemmdir úr vopnaviðskiptum kosninganna og auðvitað una menn misvel úrslitunum. En þannig hefir þetta alltaf verið og verður í öllum kosningum. En því verða menn að taka, minnugir þess, að það er auðvitað sjálfur um í nágrannalöndunum að varlajkjarni lýðræðisins, að minni hlut inn beygi sig fyrir réttum úrslit um, að sínu leyti eins og enginn meiri hluti má berast sekur um að misbeita valdi sínu, að ekki sé nú nefnt að níðast á andstæð ingunum. En sé hvort tveggja vel gætt á báða bóga, ætti að mega vona, að erjurnar líði hjá án þess að valda varanlegu tjóni. Það er líka varla einleikið, ef við getum aldrei setið á sátts höfði og þurfum alltaf að vera eigin böðlar. Það er rétt, að ein- hvern veginn höfum við þó slopp ið fram að þessu. En hversu oft höfum við líka ekki verið komn- ir tæpt? Og hver segir að við eigum alltaf hjálpina vísa hversu gálauslega sem við förum að ráði okkar? Og hvar stöndum við, ef bogalistin bregzt? Og er nokkur ástæða til að tefla svona oft á tæpasta vað? Líður okkur kann- ske illa? Eru það við eða voru það feður okkar og mæður, afar og ömmur, er í fátækt, þrenging- um og oft skorti ruddu brautina, sönnuðu að á ísaköldu landi er hægt að hafa í sig og á, og gerðu þetta svo rækilega, að þegar þéim, sem á eftir komu, var veitt meiri menntun, betra viðurVæri og fullkomnari tæki handa á milli, kom í ljós, að í meðalár- ferði gátum við veitt okkur meira en flestar aðrar þjóðir. En þá kom því miður líka í ljós, að því meira sem við fengum, því meira heimtuðum við til viðbótar. En þetta hefir hent fleiri en okkur. Þetta hendir flesta, en er kannske ekki eins öfgakennt og hjá okkur. Við erum nú einu sinni svona, til góðs eða ills. En sjó- mennirnir okkar draga líka að landi 10 fiska móti hverjum ein- um, sem þeir skila, sem næstir okkur ganga. Á sviði efnahagsmála erum við lítt reyndir og vanþroska, ósínk ir og stórtækir og lætur betur að afla en spara. Megum við víst vera þakklátir fyrir það út af fyrir sig, því enda þótt sparnað ur sé miklu þýðingarmeiri en við igerum oklkur grein fyrir, þá Framhald á bls. 14 Forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, og forsætisrádherra, Ó lafur Thors, á Austurvelli 17. júní. — Ljósm. Mlbl. Sv.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.