Morgunblaðið - 19.06.1963, Side 20
20
MORCUISBLAÐIÐ
Miðvikudfigur 19. júní 1963
HULBIRT FOOTIUER:
H
Æ
T
T
L
L
R
FARMUR
14
Seinna hitti frú Storey Horace
í kompunni hans á bátaþilfarinu.
— Þú ættir að aflýsa þessum
dansleik áður en undirbúningn-
um er lengra komið, sagði hún.
— Nú, hvað er þetta? sagði
hann. — Þú varst sjálf hlynnt
þessu við borðið.
— Þú ert ekki að halda dans-
leikinn til að skemmta mér, held
ur til að stríða hinum.
— Kannski þú haldir, að ég
kunni ekki að dansa, sagði hann.
— Það skal ég sýna þér. Ég
hefði gaman af að dansa við þig.
Og ef við höldum ball, geturðu
ekki neitað mér um dans.
— Til hvers ætti ég að vera
að því?
— Ég ætla að dansa hvern
einasta dans við þig, sagði hann
með ákafa.
— Onei, svaraði hún. Kona
verður að eiga ofurlítið frjálst
val.
— Hversvegna ættum við ekki
að dansa, hélt hann áfram, eins
og kenjóttur krakki.
Hún lét ekki undan. — Það er
hættulegt.
Hann setti upp háðsglott.
— Og hvað heldurðu, að geti
komið fyrir?
— Það er aldrei að vita. Ég er
engin spákona. En hér um borð
er allt að því farið að sjóða
upp úr. Gefðu mér eins dags
frest enn, og þá skal ég segja
þér allt.
— Gott oig vel, sagði Horace.
En við skulum nú fá dansinn
okkar samt.
Hún yppti öxlum og gekk burt
frá honum.
Undirbúningnum var því hald-
ið áfram. Þarna var Adrian í
essinu sínu. Hann lét festa rá við
aftursigluna og hengdi á hana
langar snúrur með mislitum ljós-
um, en neðri endi þeirra var
strengdur út í borðstokkinn.
Þetta gerði eins Oig ljósahvelf-
ingu yfir dansgólfið, sem stjörn-
urnar gægðust inn um. Þilfarið
var vaxborið og gljáfægt, og
pálmar voru fluttir víðsvegar að
úr skipinu Og settir upp í öllum
hornum. Svo var annar endi
vetrar.garðsins notaður eins og
veitingastofa og opnaðist út að
dansgólfinu.
Engan langaði til að taka þátt
í dansinum. en enginn þorði að
k'. a sig vanta. Allar konurnar
bjuggust í sitt bezta skart.
Soffía lét þess getið meðal ann-
arra orða, að hún ætlaði ekki að
búa sig fyrr en eftir mat. Þetta
þýddi ekki annað en það, að hún
ætlaði að sýna tvo kjóla í stað
eins. Þetta var býsna bjánalegt,
en við hinar vildum eltki vera
minni og fórum því að dæmi
hennar. Máltíðin var hálf hjá-
leg samkoma, þar sem allir voru
að pína sig að vera sikemmti-
legir. Horace sat þegjandi allan
tímann og drakk talsvert meira
en hann hafði gott af.
Klukkan tíu söfnuðumst við
saman á bátaþilfarinu. Við vor-
um ekki nógu mörg til að vera
verulegt samkvæmi — ekki
nema fimm pör Og svo tveir eða
þrír stífir, þýzkir yfirmenn, til
uppfyllingar. En þeir lögðu lítið
til skemmtunarinnar. Æskan
skein út úr augum Celiu litlu en
belladonnadroparnir úr augum
Soffíu. Hún var í ofurlitlum
danskjól úr gulu neti, léttum
eins og væng á fiðrildi, en svo
var hún líka strengd undir kjóln
um. Guð minn almáttugur! Hún
náði varla andanum!
Adrian blaðraði hárri röddu
og virtist allsstaðar nálægur. Það
var næstum hlægilegt fyrir
svona mann, að ganga svona upp
í skemmtun á borð við þessa, en
þetta var nú hans sérgrein. Hann
virtist skoða þetta eins og sinn
mikla dag!
Allur æskublómi var eins og
þurrkaður af Adelu. Afbrýði og
vonbrigði gerðu andlitið á henni
almúgalegt. Hún kærði sig ekki
svo mjög um Horace, en henni
gramdist að láta hinar konurnar
taka hann frá sér. Hún hélt sig
mest að Tanner lækni. Daufu,
útstæðu augun hans viku ekki
frá Horace, en Horace tók alls
ekki eftir honum.
Þarna var hljómsveit um borð,
aðallega samsett af þjónunum,
en þeir voru heldur lélegir og
hinn vandfýsni Adrian vildi ekki
notast við þá. Hann notaði út-
varpstækið og stillti á dans-
hljómsveit frá Havana — það
voru valsar og tangóar, sem eng-
ir geta leikið almennilega nema
Ameríkumenn af rómönskum
uppruna.
Frú Storey var í sléttum, svört
un. kjól úr flaueli. Enginn skraut
litur, engir skartgripir. Ef til vill
var þetta einkonar þegjandi mót-
mæli af hennar hálfu, en útkom-
an var glæsileg. Þegar hún kom
upp á þilfarið, var eins og geð-
vonzkan væri strokin af Horace.
Ég heyrði hann tauta:
— Guð minn góður. Hún er
eins og sjálf Næturdrottningin!
Martin Coade, sem stóð við
hlið húsbónda síns, tinaði með
augunum en sagði ekkert.
Horace bauð frú Storey upp í
dans og Martin bauð mér upp,
eins og það væri einhver sjálf-
sagður hlutur. Hann hélt mér of
fast og ég andæfði þessu eitt-
hvað, en þá þrýsti hann mér enn
fastar að sér. En ég ætlaði ekki
að láta hann skipa mér neitt
fyrir og snarstanzaði á gólfinu.
Hann varð þá líka að stanza, eða
að öðrum kosti draga mig með
valdi eftir gólfinu.
— Þú verður að dansa eins og
mér þóknast eða þá alls ekki,
sagði ég.
Hann gretti sig og fór aftur af
stað, og hélt mér nú eins langt
frá sér og hann gat. — Gengur
þér illa að gleyma ritvélinni?
sagði hann.
Ég svaraði engu. Ég ætlaði
ekki að láta hann gera gys að
mér. Hann gat dansað ágætlega
ef hann bara vildi. Éftir stund-
arþögn sagði hann:
— Skemmtirðu þér vel
— Ekki sérstaklega, svaraði
ég.
— Hversvegna ekki?
— Það er eins og að dansa á
glóðum?
— Eru skórnir of þröngir?
— Þú veizt vel, hvað ég á við.
Hann hélt mér langt frá sér
o_ gráu augun skoðuðu mig vand
lega. Honum stökk ekki bros.
Það var eitthvað ómennskt í
þessu glápi hans. Hann var
greindur, en það var aldrei hægt
að vita, hvar maður hafði hann.
Hann erti mig, en samt fannst
mér hann aðlaðandi á sinn hátt
— verulegur karlmaður.
Á meðan þetta gerðist var ég
að líta á húsmóður mína og dans-
herrann hennar, eftir því, sem
ég gat. Þau litu vel út saman, en
eitthvað gekk samt ekki vel hjá
þeim. Dökka andlitið á Horace
var alrautt og hann var eins
og að éta dömuna með augunum.
Hún leit undan, og þrátt fyrir
svipinn á andliti hennar, vissi
ég, að hún var reið.
Martin, sem virtist geta lesið
hugsanir mínar, tautaði: — Fé
er jafnan fóstri líkt!
Þau einu, sem skemmtu sér, að
því er virtist, voru Emil og Celia,
sem voru að dansa saman í
skugganum, bakborðsmegin við
vetrargarðinn.
Allt í einu losaði frú Storey sig
fr' Horace og hann stóð eftir,
glápandi. Hún sneri sér við og
rétti Niederhoff höndina, en
hann stóð þariia til hliðar, — og
sagði — Dansið þér við mig.
Augun í unga fyrsta stýrimann
inum hringsnerust í áttina til
Horace, en hann gat ekki al-
mennilega neitað. Þau dönsuðu
svo af stað, en Horace glápti á
eftir þeim, eins og í vandræðum.
Svo fór hann og fékk sér að
drekka.
— Ekki batnar skapið í honum
við þetta, sagði Martin í eyra
mér, í hálfum hljóðum.
Stundu síðar sat ég úti við
borðstokkinn í stól og horfði á
dansfólkið. Horace var aftur far-
inn að dansa við húsmóður mína.
Hún hafði sefað hann og hann
var eins og rólegri. Martin var
nú farinn að dansa við Soffíu.
Hann glápti á hana eins Oig ugla,
Og munnurinn stazaði aldrei.
Fyrir framan dansgólfið var
opið inn í vetrargarðinn. Þar
inni hafði verið sett upp skenki-
borð í tilefni af dansleiknum.
Lengra frammi héngu björgun-
arbátarnir í uglum sínum og
hvíldu á stokkum á þilfarinu.
Stólnum mínum var snúið sam-
síða borðstokknum, til þess að
vera ekki fyrir dansfólkinu, svo
að stjórnborðsbátarnir voru beint
fyrir framan mig. En af því að
ég sat beint undir ljósunum, var
— Nýársnótt.
— Hvaða eftirir.atur er? Mér sýnist það vera rommbúðingur.
allt, sem fyrir framan mig var,
í skugga.
Það var blæjalogn. Skipið valt
ofurlítið, en nóg til þess, að
stundum rann dansfólkið niður
hallann á þilfarinu og þá fóru
allir að hlæja. Þó lygnt væri, lét
sjórinn aldrei gleyma sér alveg.
Hann lá þarna fyrir utan eins og
einhvec risavaxinn skepna, sem
andaði rólega.
Horace og frú Storey dönsuðu
rétt framhjá mér, og í þann
svipinn voru engir aðrir þeim
megin á þilfarinu. Húsmóðir mín
sagði við mig hlæjandi, yfir öxl
sér:
— Reyndu að draga einhvern
af þessum yfirmönnum út á gólf-
ið, Bella. Þeir standa þarna eins
og trédátar.
Rétt í þessu bili kom álútur
maður hlaupandi eftir þilfarinu,
með byssu í hendi, út úr myrkr-
inu. Ég reyndi að æpa til að
vara þau við. En þó að maður-
inn væri fljótur, var frú Storey
fljótari. Hún hratt Horace harka
lega frá sér og sneri um leið til
að takast á við manninn, sem
hljóp. Þetta var Harry Holder,
og andlitið var eins og á vit-
firringi. Hún ýtti undir hægra
handlegg hans og skotið hljóp
beint út í loftið, án þess að hitta.
Hinumegin á þilfarinu, heyrð-
ust óp í honum. Ég hljóp Rosiku
til hjálpar. Horace stóð eins og
lamaður af þessari óvæntu árás.
Okkur tókst í félagi að ná byss-
unni af Holder, og frú Storey
stakk henni á sig. Holder linaðist
allur upp við árásina. Og Horace
jafnaði sig og hljóp nú til óvin-
arins eins og ólmt naut. — Hald-
ið þið aftur af honum! æpti frú
Storey. — Það er búið að af-
vopna manninn.
Yfirmennirnir þrír gripu Hor-
ace og drógu hann frá. Allt þetta
gerðist undir ljósunum, en hinu-
megin á þilfarinu sá ég Adrian,
náfölan og stirðan af hræðslu.
Hann dugði lítið, ef eitthvað
gerðist ókyrrt. Martin var ekkert
hræddur, en hann tók engan þátt
í áflogunum, en tinaði bara með
augunum.
Við frú Storey studdum Holder
skjálfandi. — Komið honum
fram í, hvíslaði hún.
En þegar Horace grunaði til-
KALLI KUREKI
iK ~ —
Teiknari; Fred Harman
gang okkar, öskraði hann.
— Sleppið mér, bölvaðir! Og
þrælar hans voru svo hræddir
við hann, að þeir hlýddu. Horace
hljóp til okkar og hratt ckkur
frú Storey sinni í hvora áttina.
Reiðin gaf honum tveggja manna
afl. Hann greip Holder, sem skalf
allur, með báðum höndum og
sveiflaði honum yfir höfði sér,
og Holder var algjörlega mátt-
laus í höndunum á honum. Svo
hljóp Horace til og þeytti honum
fyrir borð. Holder gaf frá sér
veiklulegt óp. Ég beið eftir að
heyra líkama hans detta í sjóinn.
Nú komst allt í uppnám. Frú
Storey var sú eina, sem hélt
jafnvægi sínu. Hún brölti á fætur
og greip bjarghring, sem hékk
á krók innan á borðstokknum,
og fleygði honum fyrir borð.
Hún var svo fljót að þessu, að
— Hann finnur sjálfsagt ekki einu
sinni þann gamla, að minnsta kosti
ekki ef hann hefur ætlað til Mexico.
Og jafnvel þótt hann finni hann er ég
hólpinn. Sá gamli heldur sjálfur að
hann hafi drepið Sam.
— Eins og hann hefur flúgið hugs-
unarlaust hérna er auðvelt að rekja
slóð hans. En ef hann hefur gefið
sér tíma til að hugsa og falið slóðina
verður það erfiðara.
Fleiri mílum á undan.
— Að slá gripaþjóf á kjálkann er
alls ekki morð, jafnvel þótt hann
slái höfðinu við girðingarstaut og
deyi. Þ>að er réttara að staldra við
og hugsa málið.
gHÍItvarpiö
MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ
8.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Tón
leikar. — 8.30 Fréttir. 8.35 Tón-
leikar — 10.10 Veðurfregnir).
12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar.
12.25 Fréttir og tilkynningar).
13.00 „Við vinnuna**. Tónleikar
15.00 Síðdegisútvarp (Fréttir og tilk.
— Tónleikar — 16.30 Veðurfregn-
ir. — Tónleikar. — 17.00 Fréttir
Tónleikar
18.30 Lög úr söngleikjum — 18.50 Til-
kynningar — 19.20 Veðurfregnir
19.30 Fréttir
20.00 Varnaðarorð: Sigurður Þorsteins-
son varðstjóri talar um umferðar
mál
20.05 íslenzk tónlist: lög eftir Kristin
Ingvarsson
20.20 Brautryðjendur íslenzkrar sund*
menntar; II. erindi: Gestur
Bjarnason (Guðlaugur Jónsson
lögreglumaður).
20.45 Ungverskir dansar eftir Brahm«
(Fílharmoníusveit Berlínar leikur
Herbert von Karajan stj)
21.00 „Hin hvítu segl“, bókarkafli eftir
Jóhannes Helga (Birgir Sigurðs*
son les).
21.25 Tónleikar 1 útvarpssal: Listafólk
frá Bandaríkjunum, Derry Deane
og Roger Drinkal leika saman 4
fiðlu og píanó
21.50 Upplestur Snorri Sigfússon fyrrv,
námstj. les „Vísur Kvæða-Önnu**
eftir Fornólf.
22.00 Fréttir og veðurfregnir
22.10 Kvöldsagan „Keisarinn í Aiaska**
eftir Peter Groma: I. (Hersteinn
Pálsson þýðir og les).
22.30 Næturhljómleikar: Sænsk nútíma
tónlist frá tónlistarhátíðinni i
Stokkhólmi i fyrra mánuði.
Flytjendur: Fryden kvartettinn,
sinfóníuhljómsv. sænska útvarp*
ins og sænski útvarpskórinn.
Einsöngvari Mariaheidi Rauta-
vaara. Stjórnandi: Sixten Ehrling
23.30 Dagskrárlok
a— ÞJÓHUSTA
¥RÖ NSK ÞíÓHUSTa
andlitsböS
fjandsnurting
fyárgreiðsla
CeiSbeint met i/a!
Snyrtl i/öru.
valhölliSS