Morgunblaðið - 19.06.1963, Page 23
Miðvikudagur 19. júní 1963
TMORGUNBLAÐIÐ
23
Mörg siys um heigina
ALLMÖRG slys urSil í Reykjavík
og nágrenni um þjóðhátíðarhelg-
ina og síðdegis í gær höfðu 11
manns slasast meira og minna í
umferðinni eða af öðrum orsök-
um.
Á sunnudaginn slasaðist þrennt
í bíl á Þingvallavegi, nánar til-
tekið móts við Stíflisdal. Var ver
ið áð aka bílnum framúr öðrum,
en við þetta lenti bíllinn í lausa-
möl, fór út af veginum og valt.
Ungur drengur og tvær konur,
sem í bílnum voru, slösuðust öll
og voru flutt í sjúkrabíl til
Reykjavíkur. Voru þau ekki tal-
in alvarlega slösuð.
Á tíunda tímanum um kvöld-
ið náði ökumaður nokkur ekki
beygjunni við Hólmsárbrú með
— Indriði Waage
Frh. af bls. 24
ur stjórnað jafn mörgum leikrit
um og Indriði Waage. Með
al þeirra sýninga eru margar
hinar beztu sem hér hafa sézt
Má þar t.d. nefna Sölumaður
deyr, sem Indriði bæði setti á
svið og lék aðalhlutverkið í. Er
hér ekki rúm til að nefna fleiri
af afreksverkum hans á sviði
leiklistar.
Indriði lætur eftir sig konu,
Elísabet Egilsson Waage og tvö
börn.
þeim afleiðingum að bíllinn rakst
á brúarstöpulinn, og stórskemmd
ist. Þarna slösuðust tvær stúlkur
og einn piltur, en ekki alvarlega.
Þá valt bíll við Seljabrekku, en
fólkið mun ekki hafa slasast.
Hinsvegar fékk það taugaáfall og
var flutt til Reykjavíkur í sjúkra
bíl.
Aðfaranótt laugardags varð
harður árekstur á mótum Sund-
laugavegar og Reykjavíkur. Kast
aðist önnur bifreiðin á ljósastaur
og stórskemmdist, og bæði öku-
maður og farþegi slösuðust.
Um hádegisbilið í gær, þriðju
dag, biluðu hemlar á bíl, sem ek
ið var niður Framnesveg. Virðist
ökumaðurinn af einhverjum á-
stæðum hafa opnað hurðina og
sett annan fótinn út, en í þeim
svifum skall bíllinn á ljósastaur
og kom höggið einkum á hurð-
ina. Klemmdist fótur mannsins,
og varð af opið beinbrot. Öku-
maðurinn, Jóhann J. Albertsson,
Framnesvegi 42, var fluttur í
sjúkrahús.
Þá gerðist það í húsi við Lauga
veg í gær, að maður sem þar var
að vinnu, missti þungt rör ofan
á fót sér. Var talið að hann hefði
fótbrotnað.
Ýmis önnur smærri slys og
óhöpp urðu um helgina.
Þá bar einnig töluvert á ölvun
við akstur og tók Reykjavíkur-
lögreglan 10 ökumenn fyrir þær
sakir um helgina.
i*»Kinni xou. syningu Lelkfelags Reykjavikur á „Hart í bal
í Dalvík á mánudag gekk Brynjólfur Jóhannesson niður í fjöi
*neð Jjósm. MbL Brynjólfur var enn í gervi Jónatans „strani
kapteins", eins og sjá má, og starði sjónlausum augum stranc
kapteinsins út á sjóinn þar sem hann sat undir stýrisár í trill
á þurru landL
,Hart í bak'100 sinnum
LEIKFÉLAG Reykjavíkur
kóf leikför um landið hinn
7. þ. m. með leikritið Hart
* ^ak eftir Jökul Jakobsson.
Áður en lagt var af stað hafði
leikritið verið sýnt 85 sinnum
í Reykjavík, tvisvar á Sel-
fossi og tvisvar í Keflavík.
17. júní hafði félagið tvær sýn
ingar á leikritinu á Dalvík,
og var fyrri sýningin jafn-
framt sú hundraðasta. Að-
sókn hefur alls staðar verið
gífurleg, húsfyllir á hverri
sýningu.
Að lokinni fyrri sýningunni á
Dalvík, var þess minnst að stór-
um áfanga var náð. Steindór
Hjörleifsson ávarpaði leikhús-
gesti, og afhenti síðan Gísla Hall
dórssyni leikstjóra gjöf sem
þakklætisvott frá meðleikurum
hans fyrir þann mikla skerf sem
Gísli hefur lagt fram til að gera
sýninguna sem bezta úr garði.
Ekki höfðu leikararnir aðstöðu
til að gera sér dagamun í tilefni
hundruðustu sýningarinnar, því
sú 101. hófst hálfri annarri klst.
eftir að þeirri fyrri lauk. Síðan
var haldið til Akureyrar, þar
sem gist var um nóttina, en í
gær haldið til Skjólbrekku í Mý-
vatnssveit, og sýnt þar í gær-
kvöldi. f dag verður haldið til
Austfjarða, og sýnt á Eskifirði
x kvöld.
— Elliðaárnar
Framhald af bls. 24.
að gæta þess að í júní veiðast
jafnaðarlega færri laxar í Elliða-
ánum en menn ætluðu, og aðal-
veiði væri ekki fyrr en eftir
Jónsmessustraum.
Þá átti Mbl. einnig tal við Óla
J. Ólason, formann Stangaveiði-
félags Reykjavíkur. Kvaðst
hann vita til þess að lax væri í
Elliðavogi, þótt tregur virtist
hann á að ganga. Sást mikill lax
á voginum tvö kvöld í síðustu
viku að því er Óli sagði.
Óli bætti því við að Ingólfur
Ágústsson, stöðvarstjóri í raf-
stöðinni við Elliðaár, hefði nú
í hyggju að bæta vatni í árnar,
og þegar það færi saman með
stórstraumnum væru menn von-
góðir um að ástandið yrði eðli-
legt.
Það má með sanni nefna þá
laxa „Stórlaxa", sem í ár hafa
fengizt í Elliðaánum. Leigan fyr
ir árnar er 3000 krónur á dag og
öll leyfi eru seld og munu þessir
sex laxar því samtals hafa kost-
að 39,000 krónur eða á sjöunda
þúsund krónur stykkið.
Undanfarna daga hefur heldur
verið lágt risið á veiðimönnum,
og hafa oftast aðeins ein eða
tvær stangir verið notaðar, en
þrjár eru leyfilegar.
LÍV telur rannsókn á
getu atvinnuveganna
Framkvæmdastjórn Lands-
sambands íslenzkra verzlun-
armanna lýsti á fundi sínum
í gær fylgi við þá tillögu rík-
isstjórnarinnar, að fram-
kvæmd verði rannsókn á
greiðslugetu atvinnuveganna,
sem samtök bæði launþega
og vinnuveitenda taki þátt í.
Ennfremur er lögð á það á-
herzla af hálfu LÍV, að sú
kauphækkun, sem verzlunar-
fólk á Akureyri hefur fengið,
verði látin ná til verzlunar-
fólks yfirleitt.
Formaður LÍV, Sverrir Her-
mannsson, sagði í viðtali við
Sildv
FYRSTU síldinni á þessu sumri
var landað hinn 9. þ.m. og er það
fyrr en venjulega. S.l. laugar-
dagskvöld var heildaraflinn orð-
inn 56,731 mál og tunnur. Á mánu
dagskvöld var allgóð síldveiði
65—70 mílur NA af Raufanhöfn,
en lítið veiddist eftir miðnætti
um nóttina og í gær, því síldin
var stygg. Var ekkert farið að
veiðast um 10 leytið í gærkvöldi.
47 með yfir 500 s.l. laugardag
Skv. skýrslu Fiskifélags fs-
lands höfðu 47 skip fengið 500
mál og tunnur eða meira s.l.
laugardagskvöld. Þau eru:
Ámi Geir, Keflavík .......... 554
Auðunn, Hafnarfirði .......... 555
Bára, Kefiavík ............... 1205
Bjarmi, Dalvík .............. 544
Búðarfeli, Fáskrúðsfirði 950
Dalaröst, Neskaupstað ......... 560
Einir, Eskifirði ............ 606
Eldborg, Hafnarfirði ...........1406
Freyja, Garði ............... 564
Garðar, Garðahreppi ....... 1028
Gjafar, Vestmannaeyjum ....... 949
Grótta, Reykjavík .............1461
Guðfinnur, Keflavik ........... 629
Guðmundur Þórðarson, Reykjav. 3006
Gullfaxi, Neskaupstað ......._... 2213
Gullver, Seyðisfirði .......... 765
Gunnar, Reyðarfirði ........ 3008
Hafrún, Neskaupstað ......... 596
Halkion, Vestmannaeyjum ...._ 638
Hannes Hafstein, Dalvik _____ 3216
Helgi Flóventsson, Húsavík .... 1241
Héðinn, Húsavík ............. 1068
Hoffell, Fáskrúðsfirði ........ 1982
Jón Garðar, Garði ............ 1859
Jón Gunnlaugsson, Sandgerði .... 514
Jón Jónsson, Ólafsvík .......... 746
Jón á Stapa, Ólafsvik _________ 913
Kristbjörg, Vestmannaeyjum _____ 578
Margrét, Reykjavik .......... 1300
Oddgeir, Grenivík 1074
Morgunblaðið í gær, að verzlun-
arfólk vænti þess fastlega, að sú
kauphækkun, sem þegar hefði
samizt um til verzlunarfólks á
Akureyri, fáist einnig til handa
verzlunarfólki annars staðar á
landinu. Hins væri þó að gæta.
að verzlunarfólk teldi sig hafa
nokkra sérstöðu að því leyti, að
fyrir dyrum stæðu nú á hausti
komanda allsherjarsamningar
verzlunarfólks um land allt, þar
sem nauðsynlegt væri að leið-
rétta ýmislegt í kjarasamningum
verzlunarfólks, en það hefði að
mörgu leyti dregizt aftur úr.
Framkvæmdastjórn LÍV kom
saman til fundar í gær til að
fjalla um hin nýju viðhorf í
kjaramálunum og orðsendingu
ríkisstjórnarinnar s.l. laugardag
eiðin
Rán Fáskrúðsfirði 614
Sigurður Bjarnason, Akureyri .... 1256
Sigurpáll, Garði .............. 2285
Snæfell, Akureyri ................. H88
Stefán Árnason, Fáskrúðsfirði .... ©80
Stefán Ben, Fáskrúðsfirði ........ 1341
Steingrímur tröUi, Keflavík ...... 1553
Stígandi, Ólafsfirði .......... 1357
Strákur, Siglufirði ________________ 530
Sæfari, TáUcnafirði ............. 1572
Sæúlfur, Tálknafirði .............. 834
Sæ{>ór, Ólafsfirði ................. 1557
Vattarnes, Eskifirði _______________ 592
Víðir II., Garði .......... .... 841
Von, Kecflavík .................... 904
I>orleifur Rögnvaldsson, Ólafsf. 543
Þráinn, Neskaupstað .............. 832
Síðan að morgni 17. og fram
á kvöld í gær, var vitað um afla
eftirtalinna skipa:
Pétur Jónsson með 250, Guð-
rún Þorkelsdóttir 800, Sigrún 850,
Víðir SU 350, Eldborg 600, Pétur
Sigurðsson 1000, Höfrungur n.
300, Stapafell 850, Gjafar 850,
Anna 1000, Kristbjörg 800, Stein-
unn 554, Kambaröst 464, Vonin
1022, Sigurpáll 1362, Ófeigur II
500, Helga Björg 564, Kópur 900,
Fróðaklettur 350, Halldór Jónsson
700, Leifur Eiríksson 450, Sigurð-
ur Bjarnason 700, Bergvík 600,
Sæfari 600, Auðunn 800, Árni
Geir 600, Jón Oddsson 650, Guð-
finnur 400, Sæþór 600, Sigurþjörg
350, Víðir II 900 Stefán Árnason
550, Árni Þorkelsson 750, Sigurð-
ur SI 750, Jón á Stapa 600, Far-
sæll 600, Helgi Flóventsson 1300,
Sæúlfur 800, Akraborg 1000,
Smári 650, Skagaröst 700, Vala-
fell 666, Skagaröst 400, Stígandi
450, Mummi 700, Eldborg 500,
Baldvin Þorvaldsson 450.
greiðslu-
nauðsyn
til samtaka launþega og vinnu-
veitenda um athugun á því, hve
mikil kauphaekkun megi verða
til þess að hún komi launþegum
að gagni. Gerði stjórnin eftir-
farandi ályktun um það efni:
„Framkvæmdastjórn LÍV telur
mjög áríðandi, að fram fari sú
rannsókn á gjaldgetu atvinnu-
veganna, sem ríkisstjórnin hefur
farið fram á að framkvæmd verði
af launþegasamtökunum og sam-
tökum vinnuveitenda“.
Nenni
Frh. af bls. 1.
stjórn. I viðtali við fréttamenn
síðdegis í dag sagðist hann hafa
reynt að mynda samsteypustjórn
með aðild kristilegra demókrata
sósíaldemókrata og republikana
og þingstuðningi Nenni-sósíalista
Hafði samkomulag náðst við
formenn flokkanna en þegar til
átti að taka skárust Nenni-sósía-
listar úr leik.
Sósíalistar hafa að undan-
förnu reynt að hafa áhrif í þá
átt, að stefnuskrá þeirrar stjórn-
ar, er Aldo Moro myndaði, yrði
sem lengst til vinstri. Síðustu
daga hefur sú skoðun orðið æ
almennari meðal þeirra, að
stjórn Aldo Moro yrði til muna
íhaldssamari en stjórn Fanfani
var. Og í dag, er Nenni lagði
samkomulag þeirra Aldo Moro
fyrir miðstjórn flokks síns, var
það fellt.
Nú er aðeins tæpur hálfur
mánuður til heimsóknar Kenn-
edy forseta til ítalíu og eru menn
uggandi, að ekki náizt samkomu-
lag um stjórnarmyndun á þeim
tímsu