Morgunblaðið - 19.06.1963, Page 24
134. tbl. — Miðvikudagur 19. júní 1963
SGÖGM
STERKog
STÍLHREI
Fundir um
kjaramál Iðju
og Dagsbrúnar
í GÆR sátu fulltrúar iðnrek-
enda og fulltrúar Iðju, fund um
kaup og>,kjör verksmiðjufólks.
Var búizt við að samkomulag
mundi názt og munu stjómirnar
halda fundi í dag.
Einnig sátu fulltrúar vinnuveit
enda og fulltrúar Dagsbrúnar
fund um kjaramál.
Er aftur boðaður viðræðufund-
ur i dag.
------------------------------3,
r ■■
Lárus Gíslason
Bondi ferst í Olfusá
^SELFOSSI, 18. júní. — Síðdegis
á laugardag voru bændur frá
Stóru-Sandvík og Litlu-Sandvík
ásamt bóndanum í Stekknum að
setja út laxakláfa í Ölfusá og
voru 9 saman. Um 3 leytið höfðu
þeir nærri lokið verkinu og voru
staddir í ánni á móts við Sand-
vik, skammt fyrir neðan Sel-
foss. Þá vildi svo til að Lárus
Gíslason, bóndi í Stekknum, datt
aftur yfir sig og hvarf í ána.
Mikill straumur er í ánni
þarna. Sáu mennirnir Lárusi að-
eins skjóta upp, en gátu ekkert
að gert. Líkið hefur ekki fund-
izt.
Lárus.Gíslason lætur eftir sig
konu og tvo syni, 7 ára og 12
ára. — O. J.
Hefi minni löngun til að
fara til ísraeis
segir Ólafur Thors forsætisráðherra
DAVID Ben-Gurion tilkynnti
17. júní sl. að hann hefði hafn
að þeirri ósk flokks síns, sósíal
demókratíska Mapei-flokks-
ins, að hann tæki aftur lausn-
arbeiðni sína sem forsætisráð-
herra fsraels, en skýrði aftur
á móti frá því, að hann mundi
halda áfram þingmennsku
sinni vegna ákveðinna óska
um það. Áður hafði hann til-
kynnt, að hann mundi um
leið og hann léti af störfum
forsætisráðherra, hætta af-
skiptum af stjórnmálum.
Eins og áður hefur verið
skýrt frá í fréttum kom Ben-
Gurion í opinbera heimsókn
til fslands ásamt frú sinni um
miðjan september sl. haust,
og hafa þau hjón notið mik-
illa vinsælda hér á landi eftir
heimsóknina. Þau höfðu mikil
og djúp áhrif á alla þá, sem
þeim kynntust, og hefur heim-
sókn þeirra orðið flestum ís-
lendingum minnisstæður at-
burður. f lok heimsóknar sinn
ar bauð ísraelski forsætisráð-
herrann Ólafi Thors, forsætis-
ráðherra, að koma í opinbera
heimsókn til ísraels, en nú þeg
ar Ben-Gurion hefur sagt af
sér embætti forsætisráðherra
í ísrael, þótti Morgunblaðinu
rétt að spyrja Ólaf Thors,
hvort hann hyggðist fara í
heimsókn til ísraels eða ekki.
Ólafur Thors svaraði spurn-
ingu Morgunblaðsins á þessa
leið:
•
„Eg var staðráðinn í að
þiggja elskulegt boð þeirra
hjóna, Ben-Gurions og frúar,
til ísraels og hef nú nýlega
rætt um það við ambassador
ísraels á íslandi, að rétt væri
að ég færi þangað austur n.k.
nóvember. En nú þegar ég
heyri að Ben-Gurion hefur
sagt af sér, hef ég minni löng-
um til að fara í þessa heim-
sókn. Vona ég að enginn mis-
skilji þessi orð.“
Sjá grein á bls. 2 í blað-
inu í dag.
Indriði
Waage
látinn
INDRIÐI WAAGE .leikari, lézt
aðfaranótt 17. júní á Borgarspít-
alanum eftir nokkra sjúkralegu.
Indriði var liðlega sextugur að
aldri er hann lézt, fæddur i
Reykjavík 1. desember 1902, son
ur Eufemiu Indriðadóttur og
Jens B. Waage. Voru foreldrarn
ir báðir ágætir leikarar og helg-
aði Indriði leiklistinni krafta
sína alla ævi. Hann stundaði leik
listarnám erlendis, einkum í
Þýzkalandi og eftir að heim kom
að námi loknu tók hann að
starfa hjá Leikfélagi Reykjavík
ur, bæði sem leikari og leik-
stjóri og var um hríð formaður
félagsins. Eftir stofnun Þjóðleik-
hússins réðist hann þangað. Hef
ur vart nokkur annar íslending-
Framhald á bls. 23.
Lík fimdið
LÍK BJÖRNS BRAGA MAGNÚS
SONAR, sem týndist ásamt Jóni
Björnssyni, rak nýlega á Akra-
nesi. Hafa lík þeirra beggja þá
fundizt.
Verkföllum afstýrt noröanlands
Samið um 7,5% kauphækkun
Vinnuveitendur og launþegar lýsa yfir
vilja sínum til að taka þátt í rannsókn
á því, hve mikil kauphækkun geti orðið
launþegum að gagni
AÐFARANÓTT 17. júní náð- verkalýðsfélaganna á Akur-
izt samkomulag milli vinnu-
veitenda annars vegar og
6 laxar kostuðu
39,000 krónur
Elliðaárnar nær ördeyða - en menn vona
að úr rætist 1 næstu viku
ÞAÐ er heldur dapurt hljóðið i
veiðimönnum við Elliðaárnar
þessa dagana. Á þeim 13 dögum,
sem liðnir eru af veiðitímanum,
hafa aðeins sex laxar veiðzt, eða
varla hálfur lax á dag. 1 gær
voru aðeins sex laxar komnir
upp fyrir teljarann við rafstöð-
ina. Er þetta mjög óvenjulegt
ástand, og segir veiðimálastjóri,
Þór Guðjónsson, að helzt verði að
álíta að eitthvert óhapp hafi
hent þann árgang, sem nú átti
að skila sér. Of snemmt væri þó
að segja nokkuð ákveðið um mál
ið, og vel gæti rætzt úr þótt
dræmt gengi í byrjun. í næstu
viku væri hinn kunni Jónsmessu
straumur, og ætti þá fiskur að
ganga í árnar.
Veiðimálastjóri benti á að
mjög hafi verið kalt í vor og
ekki hlýnað fyrr en um hvíta-
sunnu. Gæti þetta haft sín áhrif
á laxagöngurnar. Þá yrði einnig
Framh. á bls. 23
Dregið
Allir, sem fengið hafa miða senda,
eru beðnir að gera skil STRAX
Happdrœtti Sjálfstœðisflokksins
eyri og Siglufirði hins vegar
um 7.5% hækkun á öllum
kauptöxtum, og var þar með
aflýst verkfalli, sem félögin
höfðu boðað. Gildir samkomu
lag þetta til 15. október nk.,
en fellur þá úr gildi án upp-
sagnar. Einnig hefur nú ver-
ið aflýst verkfalli, sem verka-
lýðsfélögin á Húsavík og
Raufarhöfn höfðu boðað, og
tókust þar samningar á sama
grundvelli og á Akureyri og
Siglufirði. Má gera ráð fyrir,
að önnur félög launþega, sem
nú hafa lausa samninga, muni
semja við vinnuveitendur á
svipuðum grundvelli.
í samræmi við tilmæli rík-
isstjórnarinnar í orðsendingu
hennar sl. laugardag til sam-
taka vinnuveitenda og laun-
þega um athugun á því, hve
mikil kauphækkun megi
verða til þess að hún komi
launþegum að gagni, sam-
þykktu vinnuveitendur fyrir
sitt leyti að taka þátt í slíkri
athugun og samninganefnd
verkalýðsfélaganna mælti
með því við miðstjórn Alþýðu
sambands íslands, að samtök
launþega vinni einnig að
henni. Sagði Hannibal Valdi-
Framh á bls. 10
Happdrætti^
skíðadeildar ÍR
D R E G IÐ hefir verið í happ-
drætti skíðadeildar ÍR. Vinn-
ingsnúmerið er þó ekki hægt að
birta þegar í stað þar sem skil
hafa ekki enn borizt frá sölu-
mönnum út um land.
Skilaðirifflumim
UM HELGINA var brotizt inn I
verzlunina Goðaborg á Freyju-
götu. Var sýningargluggi brot-
inn með steinkasti og tveimur for
láta riffþam stolið. í fyrrakvöld
gaf sig fram maður sá, sem vald
ur var að verknaðinum. Skilaði
hann rifflunum til lögreglunnar
og gaf þá skýringu á framferði
sínu að hann hefði verið ölvaður.
Kvöldfagnaður
Fyrir starfsfólk D-listans
Miðar afgreiddir í dag og á morgun
FULLTRÚARÁÐ Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík eftir til kvöld-
fagnaðar í Sjálfstæðishúsinu, Hótel Borg, Þjóðleikhúskjallaranum
og Glaumbæ nk. föstudagskvöld kl. 20.30 fyrir starfsfólk D-listans
við alþingiskosningarnar. Stutt ávörp verða flutt á öllum stöðun-
um. 1 Sjálfstæðishúsinu og Hótel Borg mun Kristinn Hallsson
syngja einsön,g og Jón Gunnlaugsson skemmta með eftirhermum.
t Þjóðleikhúskjallaranum og Glaumbæ mun Ómar Ragnarsson og
Savannahtríóið skemmta. Loks verður stiginn dans til kl. 1 eftir
miðnætti. Aðgöngumiðar verða afhentir á skrifstofu Sjálfstæðis-
flokksins í Sjálfstæðishúsinu milli kl. 9—7 í dag og á morgun,
fimmtudag.