Morgunblaðið - 21.06.1963, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.06.1963, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 21. júirf 1963 Kristian Grímsson upp í smá skarð í klettabelt- inu kom bjarndýrið upp ein- stigið rétt hjá og voru aðeins 10 faðmar á milli þeirra. Skaut Kristinn á dýrið og hæfði í haus þess. Rak björninn þá upp ógurlegt öskur, en féll ekki og hélt áfram upp ein- stigið, sem varð nú óðum brattara þannig að hann átti í erfiðleikum með að klóra sig áfram. Kristinn átti ekki hægt um eftirför, enda þótt hann hefði króað dýrið af þarna, og auk þess var óvíst að höglin nægðu til að vinna á dýrinu. Með því að færið var ekki mjög langt skaut Kristinn aft- ur þar sem hann var staddur, Bjarndýrið valt öskr- andi niður hlíðina Frásögn af bjarndÝradrápum Kristins Grímssonar í Hornvík ER fréttamaður Mbl. á ísa- firði, Högni Torfason, var ný- setztur í stofu hjá Kristni Grímssyni frá Horni í Horn- vík í gærkvöldi og byrjaður að ræða við hann um ísbjaraa dráp hans 1916 og 1920, kom kona Kristins, Guðný Halldórs dóttir, en þau hjón voru síð- ustu ábúendur í Hornvík, inn í stofuna og hafði í hendinni gamalt eintak af Lesbók Mbl., þar sem Sigurður Bjarnason, ritstjóri, rekur ítarlega bjarn- dýradráp Kristins í viðtali, og er frásögnin hér á eftir byggð á því. í júní árið 1916 þurfti Krist inn að fara ásamt Elíasi Ein- arssyni á árabáti frá Horni yfir að Hælavíkurbjargi. Haf- íshrafl hafði þá rekið upp að Ströndum í kuldakasti. Móts við Hvannadal fyrir utan svo- nefnda Rekavik sáu þeir bjarn dýr á klöppunum en það steypti sér í sjóinn er það varð mannanna vart. Þeir Kristinn og Elías yoru byssulausir svo þeir lentu í Rekavík og fengu lánaða þar haglabyssu og fjórar patrónur hlaðnar fuglahöglum. Er þeir lögðu af stað frá Rekavík sáu þeir hvar bjarndýrið gekk á land hinsvegar við víkina og hélt inn skriðumar fram me'ð hlíðinni, sem er snarbrött, þar til það kom að einstigi og lagði þá leið sína upp fjallið. Lögðu þeir félagar að landi hinu megin við drang, sem bar á milli og Kristinn flýtti sér þar upp hlíðina. Er hann kom og hitti enn. öskraði björa- inn aftur en ekki unnu högl- in á honum. Voru nú aðeins tvö skot eftir fyrir byssuna. Bjarndýrinu tókst að þrengja sér alveg upp að klettavegg við enda einstigsins og var nú gjörsamlega afkróað. Þar sem fuglahöglin unnu ekki á dýrinu, héldu þeir Kristinn aftur að Rekavík þar sem þeir fundu stærri högl, og hlóðu átta skot. Ákváðu þeir nú að fara aðra leið að dýrinu og höfðu nú með sér mann- skap og kaðla. Fóru þeir út á klettasillu fyrir ofan dýr- ið, og þaðan seig Kristinn nið ur í kaðli 30 faðma, þar til hann kom á snös aðeins 10 faðma fyrir ofan dýrið. — Hleypti hann nú af tveimur skotum og valt þá björninn öskrandi niður hlíðina. Segir Kristinn að hann hafi aldrei heyrt jafn drungaleg öskur. mm í apríl 1920 drap Kristinn tvo hvítabirni við Hornbjarg ásamt Stíg Haraldssyni og þirðja manni. (Sonur hins síð- arnefnda er nú einn fjórmenn inganna, sem unnu hvítabjörn inn í Hornvík í vikunni að sögn þeirra félaga. Hafði Stíg- ur gengið út á bjarg til að skjóta fugl er hann kom auga á tvö bjarndýr. Ekki þótti hon um ráðlegt að eiga við þau einsamall, svo hann sótti liðs- auka. Fóru þeir síðan þrír, með byssur hlaðnar stórum höglum, enda segir Kristinn að hann hafi ekki viljað lenda í því sama og fjórum árum áður. Til vonar og vara settu þeir einnig litla kúlu í hvert skot með höglunum. Er þeir komu þangað sem Stígur hafði séð dýrin, lágu þau þar enn, á skafli fyrir neðan bjargið skammt fyrir ofan sjávarmál. Voru þetta bersýnilega hjón og var karl- dýrið á stærð við naut. Er mennirnir voru í 30 faðma fjarlægð tóku dýrin eftir þeim og greikkuðu þeir sporið. Karldýrið lagði þá af stað að sjónum en kvendýrið var seinna á sér að rísa á fæt- ur. Skaut Kristinn það af 15 faðma færi, og drapst það í fyrsta skoti. Síðan skutu þeir Kristinn þremur skotum að karldýrinu áður en það komst í sjóinn. Ekki féll það þótt blóðbunan stæði úr því heldur tókst að synda út á jaka þar sem það lagðist. Kristinn segir að dýrið hafi verið helsært og ekki sé nokkur vafi á að það hafi drepizt. En ekki náðu þeir því. Þetta munu hafa verið síð- ustu bjarndýrin, sem drepin hafa verið á íslandi þar til nú. Síðustu bæirnir í Hornvík fóru í eyði 1946, er Kristinn og Stígur fluttu þaðan. Krist- inn stundar nú verkamanna- vinnu á ísafirði, og tjáði fréttaritara Mbl. þar i gær að hann teldi það ekki með ó- líkindum að bjamdýr gengi á land í Hornvík í júní. Það hefði einmitt verið þann mán- uð, sem þeir unnu bjarndýrið 1916. I A/AIS hnúttr SV SÖhnútar H SnjHoma t ÚÍi «* 17 Skúrir K Þrumur mss KuUaM 'Zs' HiUthé HH»> iiíssL, JOToN'Í f/CSKM JW77 1020 '• . /Q2Q ,Lo Á HÁDEGI í gær var NA- sjaldgæft í hreinni NA-átt og strekkingur um allt land. — Rigning var á Norður- og Austurlandi og jafnvel sums staðar sunnan lands, en það er gengur oftast fljótt yfir. Hit- inn fyrir norðan og austan var um 5 stig en yfir 10 stig á Suðurlandi. Handan við þessa vik skaut Kristinn, hangandi í kaðli, fyrsta bjarndýrið í júni 1916. Eldsvoði á Eyrarbakka HÚSIÐ Skjaldborg á Eyrarbakka eyðilagðist að mestu í eldsvoða í gærkvöld. Eldur kom upp um níu-leytið í miðstöðvarklefa í kjallara, breiddist óðfluga út um verzlun, sem þar er, og í timbur- skilrúm á hæðinni og í risi, en þar bjuggu tvær fjölskyldur. Slökkviliðið á Eyrarbakka, Stokkseyri og Selfossi kom á vett vang og tókst að ráða niðurlög- um eldsins um kl. 23. Stóðu þá einungis steinsteyptir útveggir og þak uppi, en allir innviðir voru mjög brunnir. Stokkhólmi, 19. júní NTB: f dag veiktist hjúkrunarkona í Stokkhólmi af bólusótt. Er hún 22. Svíinn, sem tekur sótt ina, frá því að hún barst til landsins í mai sL Engey, riýtt fiskiskip NÝTT 193 lesta fiskiskip úr stáli bættist í flotann í gær. Er það í eigu Hraðfrystistöðvarinnar í Menni áfram formaður Róm, 20. júní: — Eins og skýrt hefur verið frá, sagði Pietro Nenni af sér for- mennsku ítalska sósíalistaflokks- ins sl. þriðjudag. f gærkvöldi neitaði miðstjórn sósíalistaflokks ins að taka afsögn Nennis til greina og gegnir hann for- mennsku áfram. í gær fól Antonio Segni, forseti ftalíu, Giovanni Leone, þingfor- seta, stjórnarmyndun. í dag ræddi Leone við kommúnistaleið togana Palmiro Togiatti og Um berto Terricini og einnig ræddi hann við Pietro Nenni. — Beint samband Framhald af bls. 1. milli Hvíta hússins og Kreml, skipta Sovétríkin og Banda- ríkin á milli sín. Hvor um sig borgar tækniútbúnaðinn við sinn enda línunnar. Sovét- ríkin borga línuleigu frá Moskvu til Helsingfors, en Bandaríkin frá Washington til London. Leiguna milli Lond- on og Helsingfors borga Sov- étríkin og Bandaríkin sam- eiginlega. Þegar um fjarskipti er að ræða borgar hvor sína sendingu. Talið er, að ekki muni taka nema nokkrar vikur að koma á hinu beina símasambandi. 1 Stokkhólmi sagði talsmað- ur símans þar, að hvorki Sov- étríkin né Bandaríkin hefðu snúið sér til sænskra símayf- irvalda varðandi símalínuna milli Hvíta hússins og Kreml, en það myndi ekki taka lang- an tíma að leggja línuna. Þegar samningurinn um hið beina símasamband hafði ver- ið undirritaður, lýsti Kenn- edy Bandaríkjaforseti ánægju sinni með þennan áfanga. Reykjavík h.f. og nefnist Engey. Engey var smíðuð í Sandefjord í Noregi, er 101 fet að lengd, búin 495 hestafla Lister-vél og fullkomnum siglinga- og fiski- leitartækjum. í reynsluför gekk hið nýja skip 8,9 sjómílur. Engey verður gerð út frá Reykjavík og fer á veiðar á morg un. Skipstjóri verður Daníel Traustason og vélstjóri Bjarni Jónsson. Hraðfrystistöðin á annað stál fiskiskip í smíðum í Noregi. Er það 240 lestir og verður afhent í haust. Meðfylgjandi mynd var tekin af Engey í Reykjavíkur- höfn í gær. (Ljósm.: Sv. Þ.). Tveir knattspvrnu menn slasast Þ E I R knattspyrnumennirnir Guðjón Jónsson, Fram og Gunn- ar Guðmannsson, KR, meiddust báðir á fæti í knattspyrnuleik, er fram fór á Laugardalsvellin- um í gærkvöld. í fyrri hálfleik varð Gunnar Guðmannsson að yfirgefa völlinn vegna meiðsla og í seinni hálfleik meiddist Guð jón Jónsson utan til á hné og hætti leik. Fylgdu meiðslum Guð jóns miklar kvalir en ekki var vitað hve alvarleg þau voru. Kvikmynda- sýning á veg- um D-iistans D- D-LISTINN efnir til kvikmyndasýningar fyrir unglinga er aðstoðuðu á ýms- an hátt við kosningastarfið við alþingiskosningarnar, Kvikmyndasýningin verður í Gamla Bíói n.k. laugardag kL 3. Miðar verða afhentir í skrif stofu Sjálfstæðisflokksins við Austurvöll í dag og fram til hádegis laugardag. Kvöldfagnaöur Fyrir starfsfólk Ð-listaats FULLTRÚARÁÐ Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík efnir til kvöld- fagnaðar í Sjálfstæðishúsinu, Hótel Borg, Þjóðleikhúskjallaranum og Glaumbæ í kvöld kl. 20.30 fyrir starfsfólk D-listans við alþingis- kosningarnar. Stutt ávörp verða flutt á öllum stöðunum. 1 Sjálf- stæðishúsinu og Hótel Borg mun Kristinn Hallsson syngja einsöng og Jón Gunnlaugsson skemmta með eftirhermum. 1 Þjóðleikhús- kjallaranum og Glaumbæ mun Ómar Ragnarsson og Savannahtríóið skemmta. Loks verður stiginn dans til kl. 1 eftir miðnætti. Síðustu aðgöngumiðarnir verða afhentir á skrifstofu Siálstæðisflokksins í Sjáiístæðishúsinu milli kL 9—5 í dag. .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.