Morgunblaðið - 21.06.1963, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.06.1963, Blaðsíða 20
w MORCVNBLAÐIO Föstudagur 21. júní 1963 HliLBlRT FOOTNER: H Æ T T li L E G IJ R FARMUR 16 Auðvitað var það þetta, sem hún vildi. Hún lét hann ganga á undan, húsbóndalegan á svipinn og elti hann sjálf, auðmjúk á svip tír. ég býst ekki við, að skips- höfnin hafi látið blekkjast af þessu, því að ég sá undirfurðuleg glott hér og þar í hópnum. Þegar þau komu upp á efra þilfarið og í hvarf frá skips- höfninni, skipaðist veður í lofti. snögglega. Augun í frú Storey leiftruðu af reiði. Eg hef sjaldap séð hana þjóta svo mjög upp. — Asnakjálkinn þinn! sagði hún lágt. — Talaðu ekki svOna við mig! sagði Horace. — Það er ekki víst að ég láti bjóða mér það. Þau gengu fyrir hornið á yfir- byggingunni og hurfu, en ég gat engu að síður heyrt hvert orð þeirra. — Þú verður nú samt að Iáta bjóða þér það, svaraði hún kulda lega. — Einu sinni á æ-vinni verð urðu að heyra sannleikann sagð- an við þig. Hamingjan skal vita, að ég skyldi þvo hendur mínar af öllu saman, ef ég gæti, og lofa þér að taka þína eigin gröf. En hér eru fleiri um borð, sem taka verður tillit til. Ef þú held ur áfram hér eftir sem hingað til, verðum við öll myrt, fyrir þinn tilverknað. — Það er hlægilegt, svaraði hann. — Það mundu þeir aldrei þora. — Hvað veizt þú, hvað menn kunni að þora að gera, ef þeim er hleypt upp? Þeir geta hæg- lega drepið þig í reiðikasti. Á eftir neyðast þeir til að drepa okkur hin, til að breiða yfir glæpinn. Ef þeir koma til lands í einum bátnum með tilbúna sögu af skipreika, hver gæti þá dregið þá til ábyrgðar, ef við verðum öll á mararbotni? Horace svaraði engu. — í guðs almáttugs bænum, hvers vegna þurftirðu að komast í ósátt við Les Farman? hélt hún áfram. — Eg sagði þér, að hann væri heiðarlegur maður. Líklega eini heiðarlegi maðurinn af allri skipshöfninni. — Hann er ósvífinn ruddi, taut aði Horace. — Ef þú værir ekki hrokafull ur ruddi, mundirðu ekki mæta ósvífni af hálfu undirmanna þinna, svaraði hún. Og Horace gat ekkert sagt. — Farman hefur ráð okkar í hendi sér, hélt hún áfram. — Skipstjórinn er fantur og hinir yfirmennirnir eru ekki annað en þý hans. Ef við þurfum að setja þá alla í járn, er Farman eini maðurinn um borð, sem getur komið okkur heilum í höfn. Þau gengu svo lengi aftur eftir, svo að ég gat ekki lengur heyrt til þeirra, Frú Storey átti í ströngu að stríða, af því að Horace var jafn þrár eins og hann var skap illur. eins og aðrir af hans teguna. í heila klukkustund gengu þau fram og aftur um þil farið, og skömmuðust í hálfum hljóðum. Loks yfirgaf Horace hana til að fá sér hressingu, sem hann þarfnaðist mjög, en húsmóð ir mín skellti sér niður í stól og andvarpaði af létti. — Guð minn góður, hvað það tekur á taugarnar að berjast við svona þverhausa! — Og hvað kom út úr því spurði ég. — Horace hefur samþykkt að tala við Les Farman, ef ég get komið á fundi með þeim, að öll um öðrum óvitandi. Hann hefur lofað að rétta Les höndina og biðja hann að gleyma því, sem þeim hefur farið í milli. — Það er mikill sigur fyrir þig, sagði ég. — Ekki nema hálfur sigur, leið r.'tti hún dauflega. — Nú verð ég að hitta hinn aðilann og róa hann. En hann hefur raunveru- lega ástæðu til fjandskapar.... Hvernig karlmennirnir geta eytt fyrir okkur tímanum með þess- um fjandskap sínum! Það var komið fram yfir morg unverðartíma, þegar tækifæri gafst til að ná sambandi við Farman. Við þurfum að fara okkur mjög varlega, því að ef fantarnir þarna um borð yrðu þess vísari að við værum að ná Les á okkar band, gat það spillt öllu. Þegar við komum út á þilfarið, var Jim gamli þar við sitt eilífð arstarf að þvo hvítu þiljurnar með blautri tusku. Við höfðum oft talað við Jim gamla, sem gat verið skemmtilegur, án þess þó að gleyma stöðu sinni. Hann var augsýnilaga heiðarlegur mað ur og við trúðum honum ósjálf- rátt. Við snerum okkur ekki beint að honum, en settumst niður í stóla, þangað til hann var kominn móts við okkur við verk sitt. — Jim, sagði frú Storey, — það er eitthvert óstand þarna framfrá. — Já, svaraði Jim, varfærnis- lega. — Það getur víst ekki verra verið. — Hvernig kemur Les Farman sér við mannskapinn? — Hann er í miklu áliti þó að hann sé kannski ekki það sem maður kallar vinsæll, enda hefur hann áður verið yfirmaður. En hann lætur nú samt ekki á því bera. Hann vinnur sitt verk eins og hver annar, án nokkurra und anbragða. Er nokkuð mikið út af fyrir sig, ef ég mætti svo segja en allir hásetarnir virða hann.. Að minnsta kosti eru þeir allir með honum núna, bætti hann við í þýðingarmiklum tón. — Einmitt, sagði frú Storey. — Til þess að varna því, að ástandið versni enn meir, Jim, þarf ég að geta náð tali af Far- man, án þess að nokkur viti. — Það verður nú ekki auðvelt að koma því í kring, frú, sagði Jim. — Les má ekki koma í ykkar hluta skipsins og ef þér færuð í okkar hluta þess, mundi hver maður vita af því samstund is. — Hvar er hann núna? spurði hun. — Eg veit ekki, frú. En ég get farið og fengið mér hreint vatn í fötuna, og svipast um eft- ir honum um leið. — Gerðu það! Jim kom eftir svo sem tíu mln útur, með óræðan svip á hrukk óttu andlitinu. Hann tók strax til við verk sitt að baki okkar og talaði út um annað munn- vikið. — Les svaf í kðjunni sinni, frú Það var enginn þarna nærri svo að ég vakti hann og sagði honum, hvað þér höfðuð sagt/ og Les sagði: „Ágætt“. Hann sagð;st einmitt hafa svo gjarna viljað tala við yður. Sagði, að þér vær uð rólegasta manneskjan um borð. — Þetta er nú orlof, sagði frú Storey og brosti. — Les sagði, að það væri of- mikil áhætta, að þér kæmuð til hans, hélt Jim áfram. — Hann sagðist ætla að sitja um tækifæri a'’ komast til yðar. Hann getur komizt inn í ganginn hjá yður gegnum dyrnar frá lága þilfar- inu. Hann sagði, að bezti tíminn væri rétt eftir eitt, þegar allir gestirnir væru í borðsalnum. Þér ættuð að hafa dyrnar að setu- stofunni yðar ólæstar, sagði hann, svo að hann gæti skotizt þar inn án þess að berja að dyrum, og sagðist vona, að þér tækjuð það ekki sem ókurteisi. — AIls ekki, sagði frú Storey með glettnisglampa í augunum. XIII. Kafli. Sjóræninginn var orðinn eins og dauðaskip. Skuggi ótta og kvíða hékk yfir öllu þar. Það var svo erfitt fyrir okkur að vera með látalæti hvert við annað, svo að allir gestirnir héldu sig sem allra mest í káetum sinum. Við gengum til okkar káettu. Vistlega stofan okkar var einskonar friðar höfn, þar sem við gátum hvílt okkur o,g sagt það, sem við vild- um. Um miðjan morgun, þegar við sátum þar, var barið að dyrum og þegar við höfðum svarað komu þau inn, Celia og Emil. Jafnskjótt sem þau voru komin inn fyrir dyrnar, féllust þau í faðma og kysstust, rétt eins og við værum þarna hvergi nærri. — Jæja, jæja, sagði frá Stor- ey. — Fyrirgefðu, sagði Celia o>g brosti og roðnaði. — Getum við verið hérna stundarkorn. Það er svo vistlegt og þægilegt hérna — Gerið þið svo vel! í sama bili og leyfið var fengið gleymdu þau okkur aftur. Þau skelltu sér niður í litla legubekk inn og kysstust aftur, svo frjáls lega og sakleysislega, rétt eins og Adam og Eva fyrir syndafall- ið. — Hvers vegna komið þið hing að? spurði frú Storey þurrlega. — Það er hvergi hægt að fini . neinn stað annan, þar sem okk ur er óhætt, svaraði Celia litla barnalega. — Já, en góða mín! sagði frú Storey með uppgerðar harðn- eskju. — Ekki get ég lánað stof una mina fyrir leynilegt stefnu- m.ót og ástarfundi. Þau slepptu hvort öðru og störðu á hana, hrædd. — Þú hefur ekki staðið við orð þín! — Já, en ég gerði eins og þú sagðir mér, sagði Celia með ákafa — Eg sagði mömmu frá öllu sam- an. — Og hvað sagði hún? — Hún tók því prýðilega. Miklu betur en ég hafði búizt við Hún sagði, að ef ég elskaði Emil af öllu hjarta, væri hún viss um að allt færi vel að lokum. — Hvað segirðu? Viltu fá mi.g til að trúa því, að Soffía hefði kastað margra milljóna tengda- syni fyrir borð, svona alveg orða laust? — Já, hún sagði ekki orð, sagði Celia. — Hún sagðist aldrei mundu standa í veginum fyrir sannri gæfu barnsins síns. — Hm, sagði frú Storey. — Hvernig geturðu útskýrt svona snögglegt hughvarf? -— Jæja, mamma er nú góð í sér, ef betur er að gáð. — Hm, sagði frú Storey, og enn þurrlegar en áður. Hún ef aðist mjög um hjartagæzku Soff íu og það gerði ég líka. — Hvað sagði mamma þín fleira spurði hún. — Hún sagði, að við yrðum að fara varlega með þetta og ekki láta neinn gruna, að okkur þætti vænt hvort um annað, fyrr en hún hefði talað við Horace. — Þú sagðir henni ekki, að ég vissi það tók frú Storey fram í. — Nei. — Segðu henni það þá ekki. — Það geri ég ekki .... Hún lofaði að koma þessu öllu í lag við Horace, en hún sagðist bara verða að bíða þangað til hann kæmist í gott skap. Og auðvitað er hann ekki málum mælandi, eins og hann er nú. Frú Storey leit á mig. Við er- um orðnar svo vanar hvor ann- arri að við getum sagt talsvert án allra orða. Og augnatillit hennar nú þýddi: Það er eitt- hvað grunsamlegt við þessi snöggu sinnaskipti Soffíu. Það KALLI KUREKI -X — TeiknarL Fred Harman THERES A HOCSE TGACK WITH ) DlET STILL FALLIN' IN IT/ Á L- TRAILS SETTIN' HOT, THUNPEgfJ — Þarna er skeifufar, sem er ekki enn þornað. Við erum að nálgast bráðina, Þrymur. — Það er eitthvað á hreyfingu þarna niðri milli ásanna. Sé þetta björn eða eitthvert dýr sakar ekki að róta við þeim, en kannski er það ekki það. —Enginn skal ná mér til að hengja mig fyrir að hafa drepið Sam Aikens. verður maður að athuga nánar. Nú hélt Celia, að hún hefði gert næga grein fyrir máli sínu, og lagði armana um háls Emils og kyssti hann af miklum ákafa. — — Er hann ekki sætur? sagði hún. — Bíddu andartak, sagði frú Storey. Þau litu bæði á hana, hrædd. — Þú hefur enn ekki staðið við loforð þitt, sagði hún og reyndi að bregða ekki svip. —- Horace hefur beðið Celiu og hún hefur játast honum. Hún má ekki elska annan mann fyrr en Horace hefur leyst hana af lof- orði hennar. SHUtvarpiö Föstudagur 21. júní: 8:00 Morgunútvarp 12:00 Hádegisútvarp. 13:15 Lesin dagskrá næstu viku. 13:25 „Við vinnuna", (tónleikar). 15:00 Síðdegisútvarp. 18:30 Harmonikulög. — 18:50 Tilkynn* ingar. — 19:20 Veðurfregnir. 19:30 Fréttir 20:00 Efst á baugi (Björgvin Guð« mundsson og Tómas Karlsson). 20:30 Píanómúsik: Vladimir Horowitz leikur lög eftir Chopin. 20:45 í ljóði: Dagur og nótt, — þáttur í umsjá Baldurs Pálmasonar. 21:10 Tónleikar: Hornkonsert nr. 4 I Es-dúr (K495) eftir Mozart 21:30 Útvarpssagan: „Alberta og Ja- kob“ eftir Coru Sandel; VIII. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Kvöldsagan: „Keisarinn í Al- aska“, eftir Peter Groma; III. 22:30 Á síðkvöldi: Létt Klassísk tón« list. 23:15 Dagskrárlok að augfýsing í stærsta og útbreiddasta blaðinu borgar sig bezt. S— ÞJÓhlUSTA FR ÖtíSK þjónusta I andlitsböð handsnurting hárgreiðsla CeiSteint mef i/a / Snyrtivöru. vaihöiiirss

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.