Morgunblaðið - 21.06.1963, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.06.1963, Blaðsíða 3
Fðstn(3aeur 91 MORGVNBLAÐIÐ 3 1QR3 ÖKU SKÍRTEINI var gefið út í fyrradag. Handhafi þess er Ólafur Sig’urðsson, Teigagerði 17, en hann varð 17 ára í fyrra dag. Á afmælisdaginn lauk f hann bílprófi og fékk „fínt“ v , "úv '' númer á ökuskírteinið, en || númerin virðast þýðingu unglinga, sem Þegar ' ....S................... Bifreiðaeftirlit í fyrradag var Olafur Sigurðsson tekur við undirrituðum pró fskírteinum frá Viggó Eyjólfssyni, prófdómara. Ólafur í munnlegu prófi. Eins yið hlið hans stcuuur Guðaón Hansson, ökukennari. ukuskírteini nr. og flestum mun kunnugt vera, er ökuprófið nú í tveim ur hlutum, munnlegu og verk- legu prófi. Fer munnlega próf- ið fram á þann hátt, að nem- andi velur eitt spurningablað með 30 spurningum, sem hann verður að svara á hálf- tíma. Hörður Jónsson, sem var prófdómari í þetta sinn, tjáði okkur, að þeir, sem væru reglulega vel undir prófið búnir gætu lokið því á 15—20 mínútum. — Eru það einhverjir vissir hlutir, sem menn vilja helzt flaska á? — Nei, það er mjög mis- jafnt. Þó má segja, að margir séu anzi ryðgaðir í þekkingu sinni á akreinakerfum. Þetta á ekki eingön.gu við um þá, sem eru að ganga undir próf. heldur ber mikið á því, að gamlir ökumenn viti ekki hvernig þeir eiga að haga akstri í akreinum. — Eru nemendur felldir á þessum munnlegu prófum — Nei, þeir eru ekki bein- línis felldir. Ef þeir ná ekki 260 stigum af 300 mögulegum, verða þeir að taka prófið aft- ur. — Eru einhverjar vissar spurningar, sem mest á- herzla er lögð á? — Það er spurt um al- mennar reglur um ökuhraða á flestum þessara 8 spurninga blaða, sem nemendur fá að draga um í prófinu. 31000 — Teljið þið prófdómar- arnir, að ökumenn hafi ávallt í huga hlutfallið milli hraða ökutækis og vegalengdina til stöðvunar þess, þegar þeir eru í akstri? — Reglurnar, sem þeim eru kenndar þar að lútandi, gera það að verkum, að ökumenn skilja, að það er fráleitt að ætla sér að snarstöðva öku- tækið ef hraðinn er orðinn mikill. Áður var það ríkjandi skoðun, að um leið o.g stigið væri á hemlana yrði bifreiðin komin í kyrrstöðu. Það má segja, að flest umferðarslys hafi stafað af þessum mis- skilningi. Við bregðum okkur frá rheð an Ólafur svarar spurningun- um og innan stundar kemur Hörður fram og tilkynnir, að Ólafur megi hefja verklega prófið, þar sem hann hefði staðizt hið munniega með 290 stigum. Á bílastæði Bifreiðaeftirli-ts- ins bíða þeir Guðjón Hans- son, ökukennari og Vigigó Eyjólfsson, prófdómari í gul- um Plymouth, en Viggó hefur verið prófdómari frá því 1935. Ólafur kemur út og sezt við stýrið og svarar um 30 spurn- ingum Viggós áður en lagt er upp í ökuferðina. Það er spurt mikið um vél bifreiðarinnar, bilanir og hvernig við þeim skuli bregða. Því næst er Ólafur lát- inn leggja bílnum og aka síð- an aftur af stað niður í bæ. — Hvernig fóru prófin fram fyrstu árin, sem þú starfaðir hjá Bifreiðaeftirlitinu, Viggó? — í rauninni voru engar ákveðnar umferðarreglur á þeim tíma. Við Jón heitinn Ólafsson urðum eiginlega að setja reglurnar sjálfir og brýna það fyrir verðandi ökumönnum að gæta fyllstu varúðar og sýna öðrum í um- ferðinni kurteisi. Þessi mál komust ekki í viðunandi horf fyrr en á síðustu fjórum til | fimm árum fyrir afcbeina lög- reglustjórans. Við sjóum, að Guðjón Hansson er að fletta bók, sem ber nafnið Akstur og umferð. Ökukennarafélagið hefur gef- ið hana út, en í því félagi eru allir starfandi ökukennarar á landinu. — Er þessi bók notuð til undirbúnings fyrir munnlegu prófin? — Já, segir Guðjón. Hún er líka vel þess virði að gamlir bifreiðastjórar lesi hana yfir. Það eru allar nýjungar í um- ferðarreglum, umferðarmerki o. s. frv. tilgreind í þessari bók. — Ert þú þeirrar skoðunar að kvenfólk sé betri nemend- ur en karlmenn? — Þegar á heildina er litið myndi ég segja, að kvenfólk sýndi miklu meiri varkárni í umferðinni. Það les líka miklu betur fyrir munnlega prófið. Og Ólafur ekur um bæinn, sýnir mikla aðgætni, bakkar og beygir eftir fyrirmælum Viggós og svo höldum við aft- ur inn að Bifreiðaeftirliti. Viggó undirritar yfirlýsingu um að Ólafur hafi staðizt prófið og fái þar með heimild til að aka bifreið. Síðan minn- ir Viggó enn einu sinni á, að Ólafur verði að fara varlega í umferðinni og laggja sitt af mörkum til að hér komizt á viðunanleg umferðarmenning. Ólafur dregur eitt spurningablaðanna af borði Harðar Jóns- sonar. Sala SÍS á íslenzkum fram- leiðsluvörum yfir 1000 milljónir króna í fyrsta sinn Frá aðalfundi Sambandsins í gær 61. aðalfundur Sambands ísl. eamvinnufélaga hófst að Bifröst í Borgarfirði í gær. Rétt til fund- arsetu eiga 194 fulltrúar frá 57 eamvinnufélögum og fara þeir með umiboð 31.552 félagsmanna. Auk þeirra er mætt stjórn Sam- bandsins, forstjóri, framkvæmda etjórar, endurskoðendur og ýms- ir aðrir starfsmenn þess, auk nokkurra gesta. Formaður Sambandsins, Jakob Frímannsson, kaupfélagsstjóri, setti fundinn og bauð fundar- menn velkomna. Hann minntist forystumanna innan samvinnu- hreyfingarinnar, er látizt hafa síðan síðasti aðalfundur Sam- bandsins var haldinn, þeirra Kjartans Sæmundssonar, kaup- félagsstjóra í Reykjavík og vara- manns í stjórn Sambandsins, og Björns Hallssonar, Rangá, fyrr- um alþingismanns og formanns stjórnar Kaupfélags Héraðsbúa á Reyðarfirði. Fundarmenn vottuðu hinum látnu virðingu og þakk- læti með því að rísa úr sætum. Fundarstjóri var kjörinn Jör- undur Brynjólfsson, fyrrv. al- þingisforseti, og til aðstoðar Ragnar Pétursson, kaupfélags- stjóri. Fundarritarar voru kosnir Kristinn Sigmundsson, Geir- mundur Jónsson og Páll H.-Jóns- son, frá Laugum. Fundarmenn fengu í hendur hina prentuðu ársskýrslu, en hún hefur að geyma margvíslegar upplýsingar um hina fjölbreyttu starfsemi Sambandsins á árinu 1962. Eftir að kjörbréfanefnd hafði athugað og lagt fram kjörbréf fulltrúa og þau verið samþykkt, og fundurinn úrskurðaður lög- mætur, þá flutti formaður Sam- bandsins skýrslu um helztu við- fangsefni stjórnarinnar og gerði grein fyrir aðalframkvæmdum á | vegum Sambandsins á liðnu starfsári. Að lokinni skýrslu formanns flutti forstjórinn, Erlendur Ein- arsson, ýtarlega skýrslu um rekstur Sambandsins á árinu 1962. í upphafi máls síns minnti hann á, að þjóðarframleiðsla fs- lendinga hefði aldrei fyrr orðið eins mikil og árið 1962. Sjávar- aflinn varð meiri en nokkru sinni fyrr, eða samtals 767,8 þús. lestir á móti 634,9 þús. lestum árið 1961. Afkoma landbúnaðar- ins varð ekki eins góð. Því olli kalt vor og víða óhagstætt tíðar- far til heyskapar, en samt óx framleiðslan nokkuð frá árinu áður. Mikil framleiðsluaukning á árinu 1962 hafði veruleg áhrif á rekstur Sanlbandsins. Umsetn- ing Sambandsins hafði aukizt frá árinu áður og söluaukning varð í flestum starfsgreinum. Sala Sam- bandsins á íslenzkum framleiðslu vörum, þ.e.a.s. á landbúnaðar- vörum, sjávarafurðum og iðnað- arvörum fór nú í fyrsta skipti yfir 1000 milljónir króna og varð samtals kr. 1010 millj. Forstjór- inn benti á, að sala á íslenzkum Framhald á bls. 22. SIAKSTEINAR Athugun í stað æsinga Merkilegt og tímabært skref hefur nú veriS stigið í kjara- samningum launþega og vinnu- veitenda. Einkum ber að fagna yfirlýsingum samtaka launþega og vinnuveitenda um vilja á því að standa að hlutlausri og fræði- legri rannsókn á raunverulegu kaupgreiðsluþoli atvinnuveganna og réttmætri skiptingu þjóðar- teknanna hverju sinni. Það ætti öllum að vera ljóst, að meira verður ekki greitt en aflast, að meiru verður ekki skipt, en til skiptanna er. Ef ekki er gætt að þessari einföldu reglu, þá er lifað um efni fram með þeim afleiðingum, sem slík- ur búskapur hefur í för með sér. Það er hvorki varanleg vel- sæld né bætt kjör. Þótt lafi í nokkra mánuði kemur alltaf að skuldadögunum. Slík þróun hef- ur alltof oft endurtekið sig í kjaramálum undanfarin ár. Efnahagslífið hlítir ákveðnum lögmálum ekki síður hérlendis en með öðrum þjóðum. Við verð um því að gefa meiri gaum að fræðilegum og hlutlausum rann- sóknum á efnahagsmálum og þróun. Til þeirra starfa höfum við á að skipa mjög færum sér- fræöingum og f jöldi ungra manna stundar nú hagvísindi hérlendis og við erlenda háskóla. Nauðsyn samstöðu Eins og efnahagskerfi okkar og jafnrétti er farið ætti að vera ljóst, að raunverulegu kjarabæt- urnar geta eingöngu orðið með aukningu þjóðarteknanna, auk- inni framleiðslu, hagræðingu, nýtingu og tækni. Kröfuspjöld og innantómar ræðúr um hlið- hylli við almenning mun hér engu breyta. Hér á íslandi er fámennt og stéttlaust þjóðfélag. Aðstæður til drengilegrar og heiðarlegrar sambúðar þegnanna eru því ekki aðeins auðveldar heldur bein- línis nauðsyn. Taka ber í ríkara mæli þekk- ingu og vísindi í þjónustu lands manna, en sporna við óráðs- hjali misviturra lýðæsara, sem með innantómu og úreltum slag orðum þykjast einir vilja þjóð sinni vel. Gjaldeyriseign undir- staða frjálsræðis Sjórnarandstaðan hefur mikið deilt á ViðreiSnarstjórnina fyrir það, sem þeir hafa nefnt fryst- ingu á sparifé landsmanna. Er látið í það skína, að illgjarnir stjórnarherrar liggi á digrum sjóðum, eins og ormar á gulli. Það virðist hins vegar hafa farið fram hjá stjórnarandstæðingum, að hér er um einfalt efnahags- legt lögmál að ræða. Um þetta segir í gær í forystugein Alþýðu- blaðsins: „Þegar gjaldeyrisvarasjóður- inn minnkaði eða hyrfi, kæmu aftur gjaldeyrisvandræði og mundi þá vafalaust þurfa að taka upp á ný skömmtun gjald- eyris til að tryggja innflutning nauðsynja. Þar með væru höft- in við Skólavörðustig komin aft- ur. Háir vextir eru meginorsök aukinnar sparifjármyndunar. Frysting á hluta aukningarinn- ar er undirstaða gjaldeyriseign- ar þjóðarinnar. Gjaldeyriseignin er undirstaða frjálsari verzlunar- hátta og forðar okkur frá höft- um og gjaldeyrisskömmtun. IVIeð því að brjóta einn hlekk þess- arar keðju eins og Framsóknar- flokkurinn vill, mundi keðjan öll bresta.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.