Morgunblaðið - 21.06.1963, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.06.1963, Blaðsíða 22
22 MORGVNBLATilÐ Fostudagur 21. júní 1963 Sala SÍS Framh. af bls. 3 framleiðsluvörum hefði vaxið jafnt og þétt á undanförnum ár- um, og sýndi það vaxandi þátt Sambandsins og kaupfélaganna í þjóðarbúskapnum. Sala sjávarafurða hjá sölufé- lagi Sambandsins í Bandaríkjun- um hefur vaxið mjög mikið und- anfarin ár. Árið 1959 seldi félagið 7.2 millj. lbs., en 21 millj. ibs. árið 1962. Salan hefur þannig næstum þrefaldast á sl. 4 árum. Umsetning helztu deilda Sam- bandsins varð sem hér segir: Bú- vörudeild 417 millj. kr., hafði aukizt um 109,5 millj. frá árinu áður. Sjávarafurðadeild 421,9 milij. kr., aukning 69,7 millj. Inn flutningsdeild 322,8 millj kr., aukning 87,2 millj. Véladeild kr.162,7 millj. kr., aukning 63,9 millj. Skipadeild 77,6 millj. kr., aukning 8,3 millj. Iðnaðardeild 171,5 millj. kr., aukning 29,7 millj. Þegar tekin er til greina umsetning ýmissa smærri starfs- areina, varð heildarumsetning Sambandsins á árinu 1962 kr. 1.648,4 milljónir, og hafði aukizt um 372,1 millj., eða 29,2% að krónutölu. Tekjuafgangur á rekstrarreikningi 1962 varð kr. 7,768 millj. Afskriftir 14.197 mUljónir, eða samtals kr. 23.912 millj. á móti 21.592 millj. næsta ár á undan. Tala fastráðinna starfsmanna Sambandsins var um sl. áramót 1339 og námu heildarlaunagreiðsl ur Sambandsins árið 1962, 95 millj. og hafði hækkað um 12,8 rnillj. frá árinu áður. Vaxtakostn- aður hækkaði um 6.8 milljónir. Þá varð allmikil hækkun á öðrum reksturskostnaði á árinu. Helztu framkvæmdxr á vegum Sambandsins voru þær, að lokið var byggingu verksmiðjuhúss Fataverksmiðjunnar Heklu á Ak- ureyri, og flutti verksmiðjan inn í hið nýja húsnæði sl. haust. Hald ið var áfram byggingu Véla- deildar við Ármúla í Reykjavík og er nú nokkur hluti af starf- semi deildarinnar fluttur þang- að. Lokið var við byggingu til- raunaverksmiðjuhúss Sjávaraf- urðadeildar í Hafnarfirði og haf- Hvsrjir eignast þessa bíla í kvöld? f KVÖLD verður dregið í happdrætti Sjálfstæðisflokks- ins um bílana fimm: Tvo Volkswagen, tvo Taunus Card inal, og einn Austin Gipsy. Bílarnir hafa staðið í Austur- stræti undanfarnar vikur og vakið óskipta athygli, enda er nú dregið um fleiri bíla en áður hefur verið gert. Miðar hafa verið seldir í Reykjavík og úti um allt land — og hefir salan gengið stræti í dag og í skrifstofu fyrir hádegi. mjög vel. Nokkrir miðar eru Sjálfstæðisflokksins. Þeir fáu, Þetta er endaspretturinn. samt enn eftir og verða þeir sem enn hafa ekki gert skil, Takmarkið er, að allir miðar seldir í bílunum í Austur- eru beðnir að gera það strax seljist. Drætti ekki frestað in viðbótarbygging við vöru- geymslu Sambandsins við Reykja víkurhöfn. Áttunda Sambands- skipið, Stapafell, kom til lands- ins í nóvember sl., og samið var um smíði nýs vöruflutningaskips í Noregi. Verður það 2750 lestir að stærð og afhendist á næsta ári. Helztu breytingar í trúnaðar- störfum hjá Sambandinu á árinu voru þær, að Harry Frederiksen tók við stjórn Hamborgarskrif- stofunnar í ársbyrjun og Agnar Tryggvason, sem um mörg ár hefur gegnt trúnaðarstörfum á skrifstofum Sambandsins erlend is, kom heim og tók við fram- kvæmdastjórastörfum hjá Bú- vörudeild, en Helgi Pétursson lét þar af störfum fyrir aldurs- sakir. Helgi hefur verið starfs- maður Sambandsins í 34 ár. Flutti forstjóri honum þakkir fyrir langa þjónustu, sem hann sagði að einkennzt hefði af fram úrskarandi samvizkusemi og réttsýni. Hinn 20. febrúar 1962 opnaði Sambandið skrifstofu í London, en þangað var flutt skrifstofa sú, er verið hafði í Leith. Sigurður Markússon veitir hinni nýju skrifstofu forstöðu. í skýrslu sinni ræddi forstjóri ýtarlega fjármál Sambandsins og kaupfélaganna. Hann benti á hina miklu uppbyggingu hjá ein- stökum félagsmönnum kaupfé- laganna, hjá kaupfélögúnum sjálfum og Sambandinu, sem gert hefði mögulega hina miklu fram leiðslu og söluaukningu á ís- lenzkum framleiðsluvörum á ár- inu 1962, er kæmi þjóðarbúinu í heild til góða. Þessi uppbygging hefur kostað mikið fjármagn og IÞRQTTAFRfTTIR HGU1L«S Handknattleikslið Víkings legg ur af stað í Keppnisferð sína til T ékkóslóvakíu og Þýzkalands. — Ljósm. Mbl. Sv. Þ. SiR vanii[_ancJs|eilcur við Japan . A MTY^iM/yTTn i Ifnattsnvrnn ÍSLANDSMÓTIÐ í knattspyrnu hélt áfram í gærkvöldi með leik milli KR og Fram. KR sigraði með 2.0 og hlaut nú fyrstu stig sín í mótinu. Þetta er aftur á móti fyrsta tap Fram. Bæði mörkin voru skoruð í seinni hálfleik. Jón Sigurðsson skoraði með skalla í bláhornið snemma í hálfleiknum, en síðan bætti Gunnar Felixson öðru marki við með fallegu langskoti. ÁKVEÐINN hefur verið landsleikur milli íslands og Japans hinn 27. ágúst n.k. í Reykjavík. Japönsku knatt- spyrnumennirnir munu leika aukaleik, einnig í Reykjavík hinn 29. ágúst. Japanska landsliðið verður á keppnisferðalagi í Evrópu í ágústmánuði og er það einn liður í undirbúningi að Ol- ympíuleikunum, sem fram fara í Japan árið 1964. (Frá KSÍ) kallar eftir síauknu rekstursfé. Sérstaklega hefur það valdið erf- iðleikum hjá Sambandinu og kaupfélögunum, að lán út á land- búnaðarafurðir hafa staðið í stað að krónutölu sl. 4 ár, á sama tíma og framleiðsla landbúnaðarvara hefur stóraukizt, og þá um leið þörfin fyrir rekstrarvörur til landbúnaðarins. Að lokinni skýrslu forstjórans fluttu framkvæmdastjórar deilda skýrslur sínar, fyrst Helgi Þor- steinson skýrslu Innflutnings- deildar; þá Agnar Tryggvason skýrslu Búvörudeildar; Valgarð J. Ólafsson skýrslu Sjávarafurða deildar; Hjalti Pálsson skýrslu Véladeildar; Hjörtur Hjartar skýrsiu Skipadeildar, og Helgi Bergs skýrslu Iðnaðardeildar. Fundurinn heldur áfram í dag, og verða þá ýmsar ályktanir gerðar og í fundarlok fara fram kosningar, þar á meðal í stjórn Sambandsins. (Frá SÍS). Bridge Vestur Norður Austur Suður BANDARÍSKA sveitin á heims- pass pass pass 1 tigull meistarakeppninni, sem fram fer pass 1 grand pass 2 spaöar þessa dagana á ítaliu, hefur náð pass 3 tíglar pass 4 tiglar góðu forskoti í öllum leikjunum. pass 5 lauf pass 5 tiglar Hafa bandarísku spilararnir spil- pass pass pass að mjög vel og vakið mikla at- hygli hjá hinum fjölmörgu áhorf- endum. í sveitinni eru: H. Schenken, P. Leventritt, R. Jordan, A. Robinson, J. Jacoby og R. Nail. Að 48 spilum loknum, þ. e. % hluta keppninnar er lokið, er staðan þessi: Bandaríkin — Frakkland 132—76 Bandaríkin — Ítalía 118—81 Bandaríkin—Argentína 151—119 Ítalía — Frakkland 127—34 Ítalía — Argentína 121—46 Frakkland — Argentína 140—114 Keppnisstjórnin hefur vítt þá Jordan og Robinson frá Banda- ríkjunum og Ghestem frá Frakk- landi fyrir seinagang. Kom það fyrir, að það tók 35 mínútur að spila eitt spil og tvisvar hefur komið fyrir, að tekið hefur 12 mínútur að gefa í eitt spil. Hef- ur þetta að sjálfsögðu haft í för með sér, að leikirnar hafa dreg- izt fram eftir nóttu og valdið miklum óþægindum. Síðustu fréttir: Bandaríkin—Argentína 249—165 ftalía — Frakkland 224—145 SPlLIÐ, sem hér fer á eftir er frá leiknum milli Ítalíu og Banda ríkjanna í heimsmeistarakeppn- inni, sem nú stendur yfir. Á öðru borðinu sátu Bandaríkja- mennirnir A.—V., en Suður var sagnhafi í 5 tíglum. Vestur lét út hjarta, þar eð austur hafði sagt litinn, og A.—V. fengu tvo slagi á hjarta og Vestur tromp- aði það þriðja. Spilið tapaðist því og fengu Bandaríkjamenn- irnir 100 fyrir. Á hinu borðinu sátu Banda- ríkjamennirnir Jordan og Robin- son N.—S., en ítölsku spilararn- ir Ticci og Alelio A.—V. Þar gengu sagnir þannig: 4k D 9 V 7 4 2 ♦ K 9 5 * Á 9 8 7 5 A G 7 5 3 ¥ 6 ♦ D 7 2 4KG10 4 2 A 842 ¥ Á K 10 9 8 2 ♦ 3 D 6 3 AÁK106 ¥ D G 5 ♦ ÁG 10 8 6 4 •fr — Vestur lét út laufa 10, sem gef- in var i borði og sagnhafi (Jord- an) trompaði heima. Áhorfendur sáu nú að hægt var að vinna spilið með því að svína tigli, en væri það ekki gert virtist spilið tapað. Jordan var á annari skoð- un. Hann tók tígulásinn og lét þvínæst út tígul og drap í borði með kóngi og þar sem drottning- in féll ekki i þá, varð hann að grípa til annarra ráða. Hann lét því lágt lauf úr borði og tromp- aði heima, lét þá út spaða og drap í borði með drottningunni. Nú var laufaás tekinn og hjarta kastað heima og enn var lauf látið úr borði og trompað heima. Nú tók hann ás og kóng í spaða og trompaði spaða í borði og því næst trompaði hann síðasta lauf- ið úr borði heima og fékk þann- ig ellefta slag. Vannst spilið því á mjög óvenjulegan hátt, því þrír öruggir slagir A.—V. hverfa og verða aðeins að tveimur. Bandaríkjamennirnir fengu samtals 1.0 stig fyrir þetta spil.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.