Morgunblaðið - 21.06.1963, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.06.1963, Blaðsíða 24
& sparið og notið SparrP'- 136. tbL — Föstudagur 21. júní 1963 1S6GGH SSTERKOG STÍLHREIPÍ Síldarverksmiðjan á Hjalteyri byrjaði fyrst að bræða síld og he fur brætt síðan á föstudag í síðustu viku. En söltun byrjaði á Siglufirði á þriðjudag. Þessa mynd tók fréttamaður Mbl. af Hja lteyrarverksmiðjunni sl. sunnudag. Verið var að bræða. Bátarnir Ólafur Bjarnason og Helgi Flóventsson eru að landa og við aðr a bryggju liggur Vörður. Fleiri síldarmyndir eru á bls. 10. IMýr stjórnbúnaöur i íslenzk fískiskip sem stórbætir hæfni við síldveiðar tvær látnar vinan hvor á móti nnarri. — Ég hef verið að tala um Framihald á bls. 23 153 laxar úr IVIið- fjarðará y Staðarbakka 20. júní. LAX- I veiði í Miðfjarðará er nú mjög | að glæðast og hefur verið á- i gæt nú síðustu dagana. Um y hádegi í dag höfðu alls 153 1 laxar veiðst í ánni. Flestir eru laxarnir 8-10 pund að ( þyngd. — Benedikt ! Konan látin ÓLÖF Kristjánsdóttir, Höfða- borg 3, sem slasaðist mikið í bifreiðaárekstri á Laufásveginum aðfaranótt 12. þ.m. lézt í Landa- kotsspítalanum í fyrrinótt. Eins og frá var skýrt í blaðinu varð harður árekstur aðfaranótt 12. júní á mótum Laufásvegar og Njarðargötu. Skullu þar samaa Moskwitchbíll og Volkswagen, sem Ólöf heitin var farþegi L Meiddist Ólöf alvarlega innvort- is og var flutt í Landakotsspít- alann, þar sem hún lézt í fyrri- nótt. ÉG HELD að þessi nýi út- búnaður valdi byltingu í síld- veiðum hér og að það verði eins og með kraftblökkina að sjómenn telji sig ekki geta farið á veiðar án hans, sagði Sturlaugur Böðvarsson þegar Mbl. sneri sér til hans út af nýjum stýristækjum, sem frétzt hafði að þeir Akranes- feðgar ætluðu að setja í 300 tonna fiskiskip, er þeir eiga í smíðum úti í Noregi. — Með þessum nýju tækjum ætti að vera unnt að stunda veið- arnar bæði í verra veðri og í logni, því með þeim má snúa skipunum um sjálf sig og sigla þeim út á hlið. Skipin geta elt nótina eða siglt undan henni. En aðalvandamálið hefur verið það að skipin voru alveg stjórn- laus þar sem þau lágu við nót- ina, og hún ýmist leitaði í skips- skrúfuna eða allt í kringum skip- ið. Af þessu hefur oft leitt mikið veiðarfæratjón, sem unnt ætti að vera að komast hjá að mestu með þessum nýja útbúnaði. Snýst í kringum sjálft sig Þessi nýi útbúnaður, sem Stur- laugur talar um, er tvær raf- knúnar skrúfur, og er annarri komið fyrir í hólk, sem liggur þvert í gegnum stefni skipsins, hinni aftan á stýrisblöðkunni. í skipi Akranesfeðga verða þessar skrúfur hvor um sig knúnar af 50 hestafla rafmótor. Til að sigla skipinu t.d. flötu út á bakborða, er stýrið sett þvert í stjórnborða og „aflstýrið" eða rafknúna skrúf „Pleugerpumpe 2“ snýr sér á aflstýrinu einu. Sumarferð Varðar sunnudaginn 30. júná HIN árlega sumarferð Landsmálafélagsins Varðar verður farin sunnudaginn 30. júní n.k. an á stýrisblöðkunni ýtir skut skipsins í bakborða. Jafnframt er „stefnisþrýstirinn", eða rafknúna skrúfan í stefnishólknum, látinn soga sjóinn inn bakborðsmegin og þrýsta honum út stjórnborðs- megin. Við það fylgir stefnið skutnum. Ef hins vegar skipið á að snúast um sjálft sig er afl- stýrið notað eitt, eða skrúfurnar •Sf-TsJ ,;-íkí Þarna undir Hornbjargi unnu þeir Kristinn Grímsson og stígur Haraldsson tvo hvítabimi í apríl 1920. Þetta munu síðustu hvítabirnirnir, sem unnir hafa verið á íslandi þar til nú. Hvítabjörn unninn í Hornvík Eggjatökumenn tilkynntu drdpið íil loftskeytastöðvarinnar d ísafirði Xsafirði, 20. júní: — í dag tilkynntu f jórmenningar, sem staddir eru við eggjatöku í Hornvík, loftskeytastöðinni á ísafirði að þeir hefðu unnið fullvaxinn hvítabjörn þar í víkinni, líklega aðfaranótt miðvikudags, en samband var slæmt við bátinn og eru fregn ir af atburði þessum enn ekki sem ljósastar. Einn þessara manna er Stígur Stígsson, son ur Stígs heitins Haraldssonar, sem ásamt Kristni bónda á Horni í Hornvík lagði að velli síðustu ísbirnina, sem hafa verið drepnir á íslandi, eða árið 1920. Kristinn Grímsson lifir enn, og býr hér á Ísaíirði. (Sjá frá sögn af ísbjamadrápi Kristins og Stígs á bls. 2). Einn fjór- menninganna, sem tilkynntu um bjarnardrápið í Homvík nú, Ole Olesen, talaði við loft- skeytastöðina og sagði þá fé- laga hafa skotð björninn af 50 metra færi og hefðu þegar gert að honum. Mun dyrið hafa verið á ferli í fjörunni er þá félaga bar að landi með rækjubátnum Reyni frá ísa- firði. Að því er Jón Eyþórsson, veðurfræðingur tjáði Mbl. í gærkvöldi, tilkynntu skip á siglingaleið undan Horni á mið vikudagsnótt að einstaka jakar væru á reki skammt undan landi við Horn. Hefur synt til lands Mbl. átti í gærkvöldi tal við Jón Eyþórsson, veðurfræðing, um mál þetta. Sagði hann að á miðvikudagsnótt hefði ein- mitt verið tilkynnt frá skip- um út af Horni að ísrek væri þar á siglingaleið, og ísrönd- in 30—40 mílur frá landL Smájakar hefðu þá verið á reki milli ísrandarinnar og lands. Um þá fregn fjórmenning- anna, að þeir hefðu unnið ís- björn í Hornvík, sagði Jón, að sennilegast væri, að ísbjörn- inn hefði svamlað þarna í land. Þeir gætu synt langar leiðir, og þótt jakarnir úti af Horni væru ekki svo stórir, að ísbirnir héldu til á þeim, gætu þeir skriðið upp á þá á leiðinni frá ísröndinni og hvílzt. Auk þess sæist til lands frá jökunum og væri ekki óeðlilegt að björninn leitaði þá þangað. Jón sagði einnig að dæmi væru þess, að ísbirmr hefðu gengið á land í Norður-Noregi enda þótt ís væri langt frá landi. Nánari atvik voru þau að fjórmenningarnir lögðu af stað frá ísafirði sl. þriðjudags kvöld á mb. Reyni, sem er 8 tonna bátur. Auk þeirra tveggja, sem áður eru nefndir voru með í förinni bræðurnir Trausti og Kjartan Sigur- mundssynir, og hugðust þeir halda til Hornvíkur til eggja- töku. Var ætlunin að síga í Hornbjarg til þess að taka egg og sækja eggjabirgðir, sem þeir höfðu áður safnað saman neðarlega í bjarginu. Halda fjórmenningarnir nú til á eyðibýli í Hornvík þannig að ekki er hægt að kalla til þeirra um talstöðina, sem er í bátnum, og ekki er vitað hve nær þeir hafa næst samband við loftskeytastöðina hér. Eru því fregnir af atburði þess- um harla óljósar enn. Vitað er þó að fjórmenningarnir hafa ekki enn komizt í bjargið vegna veðurs. Mennirnir höfðu með sér litla riffla og er talið að þeir hafi verið saman um að skjóta björninn, sem Ole Olsen tjáði talstöðinni að þeir hefðu fellt af 50 metra færi. Sagði hann þetta fullvaxið dýr og hefðu þeir þegar gert að því. — H. T.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.