Morgunblaðið - 21.06.1963, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.06.1963, Blaðsíða 12
12 MORCUNBLAÐIÐ Föstudagur 21. júní 1963 Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Að^lstræti 6. Augiýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 4.00 eintakió. UMBÆTUR A ÞINGVÖLLUM ll/íorgunblaðið hefur oft vak- ið athygli á því undan- farin ár að Þingvellir væru vanræktir. Þessum fornhelg- asta sögustað íslendinga væri ekki sá sómi sýndur, sem hon um bæri. Jafnframt hefur blaðið bent á ýmsar umbæt- ur og framkvæmdir, sem nauðsynlegar væru á staðn- um. Lítil hreyfing hefur ennþá komizt á þessi mál. Þó er ástæða til þess að geta þess og fagna því að nokkrar um- bætur er nú verið að gera á gistihúsinu Valhöll, sem und- anfarið hefur verið í vægast sagt dapurlegu ástandi. Nýir eigendur gistihússins hafa gert miklar umbætur á veit- ingasölum þess og myndar- leg og smekkleg viðbygging hefur verið reist við það. Verður þar móttaka gesta, hreinlætisherbergi og minja- gripasala. Er að þessum breyt ingum stórmikil bót. Hefur ríkisstjórnin og Þingvalla- nefnd stutt þær myndarlega. Þá hefur nú verið ákveðið að Þingvellir fái á þessu ári rafmagn frá Sogsvirkjunun- um. Mun einnig verða að því mikið hagræði. Ennfremur mun á þessu sumri verða lok- ið hinum nýja vegi, sem ligg- ur fyrir ofan Almannagjá inn á vellina. Er nú verið að hef ja smíði nýrrar brúar á Öxará og mun því verki lokið innan skamms. Hinn nýi vegur verður mun snjóléttari og greiðari umferðar en gamli vegurinn um Almannagjá. Sú leið er að vísu stórfengleg og fögur en engan veginn hættu- 1p”s. ★ En fjölmargar fleiri um- bætur þarf að vinna á hin- um forna og fagra þingstað. Þar þarf að rísa ný kirkja af hóflegri stærð, þar sem efna mætti til guðsþjónustu á sögu legum hátíðisstundum í lífi þjóðarinnar. Jafnframt þyrfti að byggja þar prestsbústað, sem skapaði presti staðarins skaplega aðstöðu. Á Þingvöllum verður einn- ig að rísa nýtt og aðlaðandi gistihús, sem getur tekið á móti innlendum og erlendum gestum allan ársins hring. Hefur Alþingi samþykkt þingsályktunartillögu fyrir nokkrum árum, þar sem á- kveðið var að hafinn skyldi undirbúningur að þeirri framkvæmd. Þá þarf að bæta alla að- stöðu til löggæzlu í Þjóðgarð- inum að miklum mun, tryggja varðveizlu sögulegra minja og sýna staðnum yfir- leitt þann sóma, sem helgasta sögustað þjóðarinnar sæmir. Þingvellir eru hjartastaður íslands að fornu og nýju. Þangað liggja ekki aðeins leiðir íslendinga á minninga- dögum heldur og mikils fjölda erlendra gesta. Þar tengist stórbrotin saga hrika- legri og sérstæðri fegurð. Þess vegna munu Þingvellir skipa öndvegissess í hugum ís lenzkra manna á öllum öld- um. ORLOG MACMILLANS ¥jað var stormurinn um Sú- ez, sem feykti Anthony Eden úr forsætisráðherra- sessi í Bretlandi á sínum tíma. Maðurinn sem tók við af hon- um á mikilli hættustundu var Harold Macmillan. Honum tókst að treysta svo raðir í- haldsflokksins eftir hið mikla áfall í sambandi við Súez- málið að hann vann glæsileg- an sigur í næstu þingkosning- um. Má segja, að það hafi verið mikið afrek. íhaldsflokkurinn hefur nú farið með völd í Bretlandi samfleytt í 12 ár. Verulegan hluta þessa tímabils hefur ríkt mikið góðæri í landinu. En nú er tekið að halla undan fæti fyrir stjórninni. Mikið atvinnuleysi hefur ríkt í landinu undanfarið og óá- nægja vaxandi með Macmill- an og stjórn hans. Loks kem- ur svo Profumo-málið fræga, sem virðist ætla að ráða ör- lögum forsætisráðherrans. Brezka þjóðin gerir harðar kröfur til stjórnmálamanna sinna. Profumo hermálaráð- herra sagði Neðri málstof- unni ósatt um samband sitt við unga sýningarstúlku. For- sætisráðherranum er gefið að sök að hafa ekki í tæka tíð tekið í taumana, eftir að hann hafði fengið vitneskju um æv intýri hermálaráðherra síns. Og nú riðar Macmillan til falls. Þannig ráðast örlög stjórnmálamanna í þessu rót- gróna þingræðislandi. Verkamannaflokkurinn er í sókn í Bretlandi um þessar mundir. Profumomálið er hvalreki á fjörur hans. En kosningar fara sennilega ekki fram í landinu fyrr en á næsta ári. Margt getur gerzt þangáð til, og þótt svo kunni að fara að Macmillan neyðist til þess að segja aJE Blökkumenn í borginni Cambridge í Maryland í Bandaríkjunum, kasta mæðinni fyrir utau fangelsi í borginni, eftir að hafa farið þangað mótmælagöngu. Blökkumennirnir fóru gönguna vegna þess að 12. júní s.l. voru nokkrir félagar þeirra handteknir á fjöldafundi, sem þeir efndu til í borginni. Harold Wilson, formaður brezka verkamannaflokksins, var meðal þeirra fyrstu, sem fengu fregn ir af geimför sovézka geimfarans Bykovsky. Það var Krúsjeff forsætisráðherra Sovétríkjanna, sem skýrði Wilson frá geimferðinni og hér sést Wilson óska honum til hamingju. sér, á íhaldsflokkurinn ýmsa dugandi menn til að taka við forystunni. Margt bendir þó til að brezka þjóðin telji tíma kominn til þess að skipta um forystu, eftir að stjórn sama flokks.hefur farið samfleytt með völd í þrettán ár. DRAUMALANDIÐ Tsland er mitt draumaland,“ sagði Valdimar J. Líndal, dómari frá Winnipeg, er hann flutti kveðjur frá Vestur-ís- lendingum á Arnarhóli að kvöldi þjóðhátíðardagsins hins 17. júlí sl. Þessi hlýja og innilega kveðja frá Vestur-ís- lendingum yljaði mörgum hér heima um hjartaræturn- ar. Tryggð Vestur-íslendinga og hlýhugur í garð heima- landsins er öllum íslending- um mikið fagnaðarefni. Hinn stóri hópur Vestur-íslend- inga, sem verið hefur í heim- sókn á íslandi undanfarna daga, hefur áreiðanlega fund- ið það greinilega, hversu vel- komnir þeir eru hingað heim. Sovézki geimfarinn Valentina Xereshkova sést hér við þjálf- un á æfingastöð geimfara í Sov étríkjunum. Sem kunnugt er, er Valentina Tereshkova fyrsta konan, sem fer í geimferð. Heimaþjóðin vill sem traust- ust og nánust tengsl við ís- lendinga í Vesturheimi. Þeir hafa reynzt landi sínu dug- miklir og glæsilegir fulltrúar. íslenzka þjóðin sendir Vest- ur-íslendingum hugheilar árn aðaróskir, um leið og hún þakkar þeim komuna, sem hér hafa dvalizt síðustu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.