Morgunblaðið - 21.06.1963, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.06.1963, Blaðsíða 6
6 MORCVNBLAfílÐ Föstudagur 21. júní 1963 Agæt síldveiði við Vestmannaeyjar Héðinsfjörður er í eyði. Þar búa engir utan nokkrir refir, sem þó lifa þar ekki í friði. Fyrir nokkrum dögum fóru Stefán Frið- riksson, lögregluþjónn, á Siglufirði, Einar Þórarinsson og Hjalti Einarsson á Reyðará þan.gað og komu aftur með þennan feng. — Ljósm. SH. Vestmannaeyjum, 19. júní. UNDANFARNA daga má segja að ágæt síldveíði hafi verið hér við Eyjarnar. Síldin er skammt undan, eða sunnan við Bjarnarey og heim ai Stakkabót. Má í þessu sambandi geta þess, að mb. Reynir er búinn að fá rúmar 4000 tunnur á 4 dögum, eða liðlega 1000 tunnur á dag. Þá hefur einnig mb. Meta og Kári fengið góða veiði, og hún sé bezt hjá Reyni. Fimm bátar stunda þessar veiðar héðan, þ.e. Reynir, Meta, Leó, Kári og Ágústa. Þessir bátar, að einum undanteknum, ætluðu allir norður en vegna óvissu um hvort af verkföllum yrði nyrðra, fóru þeir að leita að síld hér. Nær allt af síldinni hefur farið í bræðslu, en þó hefur lítils hátt- Sæmdir Fálka- orðunni FORSETI íslands hefir í dag sæmt eftirgreinda menn riddara- krossi hinnar íslenzku fálkaorðu: 1. Björn P. Blöndal, fyrrv. póst- afgreiðslumann, Hvamms- tanga, fyrir embættis- og félagsmálastörf. 2. Björn Finnbogason, oddvita, Gerðum í Garði, fyrir störf að sveitarstjórnarmálum. 3. Séra Gunnar Árnason, sókn- arprest, Kópavogi, fyrir em- bættisstörf. 4. Jón Eiríksson, fyrrv bónda og hreppstjóra, Höfn, Hornafirði, fyrir búnaðarstörf. 5. Jón Rögnvaldsson, garðyrkju- bónda, Akureyri, fyrir störf að garðrækt og skógrækt. 6. Sigmund Halldórsson, arki- tekt, Reykjavík, fyrir störf sem byggingafulltrúi Reykja- víkurborgar. Ennfremur hefir forseti íslands í dag sæmt Valdimar J. Líndal, fyrrv. dómara Winnipeg stórridd arakrossi fálkaorðunnar. ...með kvöldkaffinu ÞEGAR ÞÉR gistið i Kaup- mannahöfn, getið þér lesið Morgunblaðið samdægurs, — með kvöidkaffinu í stórborg- inni. FAXAR Flugfélags íslands flytja blaðið daglega cg það er komið.samdægurs i blaða- söluturninn í aðaljámbrautar- stöðinni við Ráöhústorgið — Hovedbanegardens Aviskiosk. FÁTT er ánægjule^ra en að lesa nýtt Morgunblað, þegar verið er á ferðalagi vtra eða dvalizf þar. ar verið fryst og mun sjálfsagt gert í vaxandi mæli, þar sem síldin er mjög stór og góð til frystingar. Annar eigandi Reynis Júlíus Ingibergsson, sagði í við- tali við fréttaritarann, að sér virtist þessi síld stór og þykk eins og Norðurlandssíld, og gat þess, að báturinn hefði orðið að liggja með fullfermi yfir þjóð- hátíðardaginn og þá hefði komið í Ijós, að lýsi úr síidinni hefði runnið í gegn um þilið, sem skil- ur milli lestar og vélarrúms. Mætti af því marka, að veru- leg fita væri í síldinni. Gert er ráð fyrir því, að bát- arnir fari ekki norður á meðan svona vel gengur við Eyjar. — Bj. Guðm. Briissel 19. jún (NTB). VARAFORSETI stjórnarnefndar Efnahagsbandalags Evrópu, Sicco Mansholt, sem fjallar um land- búnað og fiskveiðar innan banda lagsins, sagði í dag, að banda- lagslöndin ættu ekki að stefna að því að verða sjálfum sér nóg á sviði fiskveiða og fiskfram- leiðslu. Hann sagði, að bandalagsríkin ættu að flytja inn fisk frá öðrum löndum. Mansholt ræddi ofangreint atriði á fundi í Ostende. Þar ræddi hann einnig uppsögn Breta á Norðursjávar samningn- • 40 kr. fyrir ekkert Nýlega var farið að skatt- leggja gesti á veitingahúsum, þannig að þeir greiða 15 kr. fyrir að koma þar inn á kvöld- in og að auki 10 kr. fyrir að fá kápu sína geymda. Þetta kemur misjafnlega illa niður á fólki. Þeir sem fara í veit- ingahús og kaupa þar mat og drykk og sitja allt kvöldið láta sér fátt um finnast, En þetta er óneitanlega talsverð- ur skattur, sem um munar, ef t.d. við blaðamenirnir, sem vinnum á kvöldin, viljum skreppa og fá okkur kaffibolla á veitingahúsi. Matvælum stolið úr slysavarna- skýli ísafirði, 19. júní. NOKKRIR menn á vegum karladeildar Slysavarnafélags- ins á ísafirði fóru s.l. föstudags- kvöld að Höfn í Hornavík til að vinna að endurbótum á skýli Slysavarnafélagsins þar. Ætlunin var að koma við í fleiri skýlum á bakaleið, en reynd ist það ókleift vegna veðurs. Umgengni um skýlið í Höfn hefur verið góð, en hins vegar var búið að stela meginhluta af matarbirgðum þeim, sem áttu að vera í skýlinu, og skemma það sem eftir var. — Oft áður hefur Slysavarnafé- lagið orðið fyrir slíku hér um slóðir og verður það sennilega til þess, að allar matarbirgðir verða fjarlægðar úr skýlunum snemma á vorin og hafa þau birgðalaus fram á haust. — Garðar um frá 1882 og sagði, að uppsögn samningsins gæti haft tvenns konar afleiðingar. í fyrsta lagi gæti hún veikt áhrif hans á eftir- lit með fiskveiðum í Norðursjó og í öðru lagi gæti brezka stjórn- in fengið tækifæri til þess að stækka þar veiðisvæði, sem Bret ar einir hefðu aðgang að. Mansholt kvaðst telja, að fisk- veiðiráðstefnan, sem Bretar hafa boðað til í haust, rouni verða mjög mikilvæg. Eins og kunnugt er sitja fulltrúar íslands og ír- lands ráðstefnuna ásamt fulltrú- um landa Efnahagsbandalagsins og Fríverzlunarsvæðisins. • Stuðningur við menninguna Ýmsir fleiri hafa rekið sig illilega á þessar skrýtnu regl- ur sem hér hafa verið upp- teknar. T.d. ákvað erlendur gestur hér fyrir nokkrum dög- um að fá sér eitt glas af ein- hverju áður en hann færi heim að sofa. Hann fór ásamt konu sinni í næsta veitingahús. Frú in var í kápu, og við inn- ganginn voru þau krafin um 40 krónur. Hann spurði hvaða gjald þetta væri og fékk að vita að honum bæri að styðja meningarmál á íslandi, fyrst hann þyrfti að borða og drekka á kvöldin. Þetta létu þau hjón sér vel Yfirnefnd verð á síld Á FUNDUM Verðlagsráðs sjáv- arútvegsins, síldardeild Norðan- og Austanlands, fyrir skömmu, er fjallað var um verð á síld í bræðslu, náðist ekki samkomu- lag. Samkvæmt ákvæðum laga um Verðlagsráð sjávarútvegsins var verðákvörðuninni því vísað til yfirnefndar. Yfirnefndina skipa þessir menn: Már Elísson, hagfræðingur, sem skipaður var af hæstarétti líka, hefur sjálfsagt ekki þurft af veita. En þegar þau komu inn í veitingasalinn sat einn maður þar inni og einn stóð og beið gesta, þeini hjónum þótti þetta heldur ömurlegt, en settust og báðu um wiskysjúss. — Því miður, ég má ekki af- greiða drykki, því það er mið- vikudagur, svaraði þjónninil. Þetta þótti þeim hjónum enn kynlegra. Þau sem héldu að þau væru að stuðla að menn- ingu á íslandi með því að fara út og fá sér glas áður en þau færu að sofa. Jæja, ef maður er á íslandi, verður maður sjálfsagt að fara að dæmi Islendinga, hugsuðu þau með sér. — Þá skulum við bara fá brauðsneið með ákveður í bræðslu sem oddamaður nefndarinnar, og eftirtaldir menn tilnefndir af Verðlagsráðinu: Sigurður Jónsson, fram- kvæmdastjóri, Siglufirði, Sigurð- ur Pétursson, útgerðarmaður, Reykjavík, Tryggvi Helgason, sjómaður, Akureyri og Vésteinn Guðmundsson, frkvstj., Hjalt- eyri. Yfirnefndin er á fundum þessa dagana og má því vænta verðs- ins innan skamms. rækjum og hvítvínsglasi, stakk maðurinn upp á. — Hvítvín, svaraði þjónninn. Hvítvín mega Islendingar bara drekka til kl. 9 á miðviku- dögum og nú er kl. að verða hálf tíu. Þau hjónin gáfust nú upp á að styðja menninguna á ís- landi og héldu heim á hótel sitt, þar sem ekki er veitinga- salur. Þau ætluðu auðvitað áð taka aftur fé sitt til stuðnings menningunni í landinu, þar eð þeim var ekki gert fært að fá neitt sem þau kærðu sig um í veitingahúsinu, en það var ekki hægt af því búið var að stimpla þau inn. Og nú gekk alveg fram af þeim. Þau eru sannfærð um að þetta sé ein- hver gildra sem verið sé að leggja fyrir túrista, ný aðferð sem íslendingar hafi fundið upp til að hafa af þeim fé. Hvergi hafa þau á öllum sínum ferðalögum rekizt á land, þar sem eins flókið er að fá sér drykk á veitingahúsi. Og þessa sögu munu þau segja sem dæmi um höft og reglur á voru landi. EBE haldi áfram inn- flutningi fiskafurða — segir Sicco l\lansholt (Frá Verðlagsráð' s j ávarútvegsins).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.