Morgunblaðið - 21.06.1963, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.06.1963, Blaðsíða 15
Föstudasrur 21. iúní 1963 MORCVISBLAÐIÐ 15 Helga M. Níelsdóttir Ijósmóðir 60 ára 1 DAG á sextugsafmæli, frú Helga M. Níelsdóttir ljósmóðir Reykjavíkurborgar. Frú Helga fæddist að Halldórsstöðum í Saur bæjarhreppi í Eyjafirði 21. júní 1903. Hún er af traustu dugnað- arfólki komin, en foreldrar henn- ar voru þau hjónin Sigurlína Rósa Sigtryggsdóttir og Níels Sigurðsson frá Jórunarstöðum. Forfeður frú Helgu voru merkis- fólk og afi hennar Sigurður Jó- hannesson var þekktur ferða- maður og annálaður fyrir hreysti og dugnað og jafnframt er það Vitað, að hann gerði vel fyrir þá, sem minnmáttar voru. Frú Helga átti bjarta æsku og móðir hennar, sem var gáfuð merkiskona sá vel um uppeldi barna sinna, en þegar Helga var þriggja ára gömul, fluttist hún með foreldrum sínum að Æsu- stöðum í Eyjafirði, sem var og er stór jörð þar í sveit. Heimili þetta var mannmargt og auk bústarfa húsbóndans gengdi hann störf- um í hreppsnefnd en Níels faðir Helgu var dugnaðarmaður sem viidi láta störfin ganga. Helga vandist snemma til vinnu, en hún komst ekki hjá því að sjá mikla örbirgð allt í kringum sig og rnargur munaðarleysingjum fékk góða aðhlynningu hjá foreldrum hennar að Æsustöðum eg má vel vera að Helga hafi snemma sett sér það takmark, að hjálpa þeim sem bágt eiga, en hér er ekki rúm til að rekja öll þau góðverk sem hún hefur unnið í hinu langa Ijósmóðurstarfi hér í Reykjavík. Á unglingsárum Helgu var erfitt fyrir ungmennin að komast jtil náms eða að fá atvinnu, en með miklum dugnaði brautst frú Helga áfram og þótt erfiðleikar væru á vegi hennar, lauk hún ljós móðurnámi í Reykjavík í apríl mánuði 1924 og þá auðvitað með fyrstu ágætiseinkunn, en um haustið 1926 fór hún til fram- haldsnáms erlendis og var á Rík- isspítalanum í Kaupmannahöfn í eitt ár og lauk þaðan prófi með ágætum og hlaut þar fyrstu verð laun fyrir frammistöðuna, en verðlaunin voru ljósmóðurtaska með öllum áhöldum, en þrátt fyrir erfiða daga á Ríkisspítal- anum, taldi Helga þetta mikið þroskaár fyrir sig og frá Kaup- mannahöfn fór hún til Stokk - hólms og Osló og vann þar á fæðingarstofnunum. Þegar frú Helga kemur aftur -til íslands í nóvember 1927, tekur hún til starfa sem ljósmóðir í Reykjavík og er óhætt að full- yrða, að lánsamari manneskju í .starfi er vart hægt að finna, en í starfi sínu hefur Helga kynnzt hinum dökku hliðum lífsins, þ. e. fátækt og örbirgð, en ávallt var hún reiðubúin til hjálpar og ómælt er það, sem hún hefur lát- ið af hendi rakna til fátækra, fyrr og síðar. Frá því að frú Helga byrjaði ljósmóðurstarf sitt hér í borg, er það orðin stór hópur sem litið hefur dagsins ljós í höndum henn ar, en börnin eru nú orðin tölu- vert mikið á fjórða þúsund, sem hún hefur tekið á móti. Enn- fremur hefur Helga veitt for- stöðu heimilishjálp Reykjavíkur- borgar og unnið mikið að ýmsum félagsmálum af alþekktum dugn- aði, en hún var formaður Eyfirð- ingafélagsins og er núverandi for maður Ljósmæðrafélags Reykja- víkur og erlend ljósmæðramót hefur hún oft sótt. Með miklum dugnaði og oft með því að bæta nóttu við dag, afkastaði frú Helga miklu dags- verki og kom dætrum sínum báð- um til mennta, en þaer eru Hulda gift Guðmundi Jónssyni verzlun- arstjóra í Járnvöruverzlun Jes Zimsen, og Edda Rósa sem lauk stúdentsprófi á s.l. ári. Fyrir utan öll storf frú Helgu, hefur hún unnið að mörgum mannúðarmál- um og mér er kunnugt, að fjöldi vina og kunningja munu heim- sækja afmælisbarnið í dag og færa henni heillaóskir, en ég er þess einnig vitandi að hún óskar sér ekki stórgjafa í tilefni þessa afmælis, en mundi heldur ein- dregið kjósa, að einhverjar krón- ur yrðu gefnar einu af þeim mannúðarmálum sem henni er kært og vil ég þá benda á heillaóskakort Barnaspítala- sjóðs Hringsins sem afgreidd eru í Eymundssons kjallaranum (verzl. Jóh. Norðfjörð h.f.) og hjá Hafliða Jónssyni, Njálsgötu 1, en slíkt kort mundi gleðja Helgu meira en margt annað en andvirði þessara korta á eflaust eftir að vinna gott verk. Ég vil svo að lokum með þess- um fátæku orðum mínum óska vinkonu minni alls hins bezta á ókomnum tíma og um leið þakka henni trygglyndi og vináttu á liðnum árum. J. Hallgr. Bförn Bragi Magnússon F. 6. marz 1940. — D. 15. maí 1963. Hví fórstu skáld svo fljótt í burt? Hví fékkst þú ekki að vera um kjurt á okkar æskujörð? Er aðeins minning eftir þar, sem ungur maður nýskeð var? Og óttinn spurði enn um svar. Hvar eru þeir7 Heyrist ekki í strengjum þegar harpan deyr? Ég heyrði trega í hörpustreng og heyra mun ég hvar sem geng þinn hjartans hreina tón. Þú vefur sorg í sönginn þinn, en sólskinsmorgunn leitar inn. Til hálfs er opinn heimurinn sé horft frá þér. Og tveggja vina fylgd hvern veg sem valinn er. Minn Bragi skáld um hvarmmn hýr í huga snjall og orðum skýr og hjartahlýr um þel. Það var þó til að varst þú einn og var í þinni götu steinn og enginn vinur, ekki neinn sem átti þig. Harpan töfrar stundum þannig heim um sig. Þú réttir barni bróðurhönd og barst þess hug um ókunn lönd um strönd og stjörnugeim. Svo þegar öll er ævin þín og öðrum seinna minning dóm, þín æskumynd þar ennþá skín með ungan róm; og hafið þitt og himinn þinn og hvítu blóm. Þú lifðir í því Ijósi enn, sem lykur fegurð jörð og menn og allt er ævintýr. Þú dapur sérð ei deyja kveld þá dagar hafa slökkt sinn eld, en horfins tíma hugsjón feld og hjartað kalt. Því sá sem lifir lengi missir loksins allt. Framreiðslustúlka Dugleg og ábyggileg framreiðslustúlka óskast á veitingastað í nágrenni Reykjavíkur. Upplýsingar í síma 24552 eða 10252. í vorsins ljósi vaka tár, þá vini dregur særinn blár sem leiðast hönd í hönd. Nú minninr allt á mannauð torg í morgunsvip er vaknar borg og aldan líður inn með sorg; þeir einir tveir. Ó hve heitt er syrður sá • sem ungur deyr. Mitt bernzka skáld, það birtir mér að brotákurn lífs er dagur hver og viðkvæm fegurst von. Sú mynd, það form er maður ber sú minning sem um hug þinn fer um hjartans ástvini horfinn þér sem hugur ann. Þú gætir til þess allt hvað er að ættirðu hann. Nú finnst mér stundum fiðla blíð mér færi ilm úr skógarhlíð og hvítra fossa nið; hún syngur ekki um sólskinið, hún syngur mínu hjarta fríð; um néðardyr og himins hlið ég horfi þá. Og hann er meðal harpara sem hörpur slá. Rósa B. Blöndals. Landrover óskast strax árgerð ’62—’63 Full útb. Tilb. sendist Mbl. merkt. „5743 fyrir kl. 6 á föstu dagskvöld. VREDESTEIN HJQLBARÐINN FRÁ HOLLANDI CSIgCUMBDÐIfl KH. HRI5TJÁNSS0N H.f . SÚDURLANDSBRAUT 2 • SÍMI 3 53 00 Síldarslúlkur óskast á gott síldarplan á Siglufirði. Kauptrygging. Fríar ferðir og frítt húsnæði. Uppl. í síma 243 Siglufirði og síma 1812 Keflavík. Skrifstofumaður Óska eftir góðum skrifstofumanni nú þegar. Tilboð sendist afgreiðslu blaðsins fyrir 25. þ. m. merkt: „Heildverzlun — 5745“. Síldarstúlkur Viljum ráða nokkrar stúlkur á góða síldarsölt- unarstöð, Siglufirði. Venjuleg hlunnindi. Upplýsingar í síma 15881. Tilkynning um áburðarafgreiðslu í Gufunesi. Frá og með föstu- deginum 21. júní n.k. verður áburður afgreiddur frá kl. 9 — 17. Engin afgreiðsla verður á laugardögum. ' + Aburðarverksmiðjan bf. vorur Kartöflumús — Kakómalt Kaffi — Kakó Matvörumiðstöðin Laugalæk. iMauðungaruppboð sem auglýst var í 57., 62. og 64. tbl. Lögbirtingablaðsins 1963 á hluta í húseigninni nr. 37 við Tómasarhaga, hér í borg, þingl. eign Jóhannesar Halldórssonar, fer fram eftir kröfu Ragnars Jónssonar hrl. á eigninni sjálfri þriðjudaginn 25. júní 1963, kl. 2Ví síðdegis. Borgarfógetaembættið i Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.