Morgunblaðið - 21.06.1963, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.06.1963, Blaðsíða 13
Föstudagur 21. júní 1963 'MORGVTSBLAÐIÐ 13 Jökulfarar vinna við að losa snjóbílinn, sem sat fastur þeir sig varla er þeir komu aftur niður. Fyrstu dagana var dumbungsveður og lélegt skyggni, en mælingamastur á Pálsfjalli fannst þó. Úr því Snjóbíll skorðaðist yfir 0 m. djúpri sprungu Borað í jökulísinn til að koma niður járnmöstrum til mæl- mga. HINN árlegi leiðangur Jökla- rannsóknarfélagsins til mæl- inga á snjóalögum og breyt- ingum í Grímsvötnum hófst 1. júní og stóð í 13 daga. Að þessu sinni voru jöklafarar 18 talsins, mælingamenn frá Jöklarannsóknarfélaginu og hópur áhugamanna, þar af 3 konur. Með í ferðinni var þýzkur blaðamaður frá „Munc hener Merkur“, sem hyggst skrifa mjög ýtarlega lýsingu um leiðangurinn og tilgang hans fyrir blað sitt. Farar- stjórar voru Stefán Bjarna- son, Magnús Eyjólfsson og Árni Kjartansson. Einnig var að venju með póstmaður, sem stimplaði um 6000 bréf, er afgreidd voru í pósthúsinu á Grímsfjalli. Leiðangurinn fór að venju um Jökulheima í Tungnaár- brotum og gekk ferðin vel þangað og með farangur upp á jökulröndina. En svo mikil snjóbráð er í jöklinum að jökulsporðarnir höfðu stytzt um % til 1 m. meðan jökla- farar voru uppi og þekktu var bjart veður allan tímann og dró aldrei fyrir sól. Var hit inn um 20 stig daginn sem verið var við mælingar í Grímsvötnum. Fyrirhugað var að halda á Hvannadalshnjúk, en vegna sólbráðar og loft- hita reyndist færið fyrir snjó- bílana of erfitt. Var því ákveð- ið að halda á Þumal, stóran klett sem stendur upp úr í suðurbrún jökulsins og var tjaldað þar og einn dagur not- aður í að skoða þennan fallega stað. Á leið oyggða úr Gríms vötnum varð eina óhapp ferð- arinnar. Annað belti Weasel- snjóbílsins seig niður í jökul- sprungu og sat bíllinn þar skorðaður yfir sprungunni, sem var 30-40 m djúp. Með því að nota efni og verkfæri, sem voru við hendina, efni í mælingamöstur, trjávið úr sleða, fjallavaði og vökvalyftu tók tiltölulega skamman tíma að losa um bílinn og koma honum á fast „land“. Gekk ferðin úr því vel og engir erfiðleikar við að koma í suðurbrún Vatnajökuls er einkennilegur klettur, nefndur Þumall. Snjóbílarnir sýna stærð hans. snjóbílunum þremur yfir upp- takakvíslar Tungnaár og héldu leiðangursmenn í bæ- inn fimmtudaginn 13. júní. Til móts við þá komu 2 menn á vegum Veðurstofu ís- lands og munu þeir stunda veðurathuganir í Jökulheim- um um tíma. Leiðangursmenn unnu að því að koma upp veðurathugunartækjum og loftskeytamastri. Bílnum náð upp, og gapandi sprungan sést undir. — Ljósm. Jón R. ★ KVIKMYNDIR £5 *• KVIKMYNDIR * KVIKMYNDIR ★ < G 3 ★ KVIKMYNDIR * SKRIFAR UM: ★ KVIKMYNDIR ★ Tónabíó: 3 liðþjálfar. MYND ÞESSI er fyndin og skemmtileg skopstæling á hin- um ómerkilegu kvikmyndum frá „villta vestrinu", þar sem venju- lega er skotið á hetjuna úr öll- um áttum í senn án þess að hana saki, en sjálf hefur hún jafnan marga í skoti. Þrír liðþjálfar úr ameríska riddaraliðinu, þeir Mike, Chip og Larry, sem barist hafa hlið við hlið í borgarastyrj öldinni og kalla ekki allt ömmu sína, eru sendir með leiðangri til Medicine Bend. — Hefst myndin á því að þeir félagarnir lenda í harð- vítugum áflogum við skuggalega náunga á knæpu einni og haf'a vitanlega betur þó að margir séu um hvern þeirra. Síðar ræðst herskár Indíána-ættflokkur á þá félaga. Eftir blóðugan bardaga tekst þeim félögum að komast undan, og þeir snúa við við svo búið aftur til Medicine Bend, þar sem komið er upp setuliðs- stöð undir stjórn Mikes. Kvöld eitt kemur Jonah, svertingi, sem hefur slegist í för með þremenn- ingunum, á fund Chips og segir honum að hann viti hvar Indíán- arnir haldi til. Chips fer á fund Mikes og segir honum tíðindin og reynir að telja Mike á að fara að Indíánunum. Mike tel- ur söguna uppspuna einn og fer svo að hann lætur loka Chip inni til þess að koma í veg fyrir að hann fari sér að voða. En Jonah hjálpar Chip úr fangels- inu og þeir leggja samstundis af stað að leita Indíánanna. Þeir finna Indíánana, en svo fara leikar að þeir taka Chip til fanga, en Jonah kemst undan og kallar setuliðið til hjálpar. Mike og menn hans bregða skjótt við, en einnig þeir lúta í lægra haldi fyrir Indíánunum. Bíður nú þeirra félaga ekkert annað en opinn dauðinn, en áður enn var- ir snýst taflið auðvitað við ... Mynd þessi hefur það til síns ágætis, svo sem áður er sagt, að hún gerir vægðarlaust gys að hinum aulalegu myndum frá villta vestrinu og hún er vel og skemmtilega leikin, enda fara ágætir leikarar með aðalhlutverk in, sem sé þeir Frank Sinatra, Dean Martin, Sammy Davis, jr. og Peter Lawford. Leikstjóri er John Sturges, sá er stjórnaði myndinni „Gamli maðurinn og hafið“, sem hér var sýnd fyrir nokkrum árum. Gamla Bíó: Það byrjaði með kossi. ÞETTA ER amerísk gamanmynd gerð eftir skáldsögu eftir Valen- tine Davies. Myndin tiefst í New York en gerist að mestu leyti á Spáni. Ung stúlka, Maggie Aplebauer, sem er dansmær í New York, hefur sett sér það markmið að verða milljónarafrú. Þess vegna tekur hún að sér að selja happ- drættismiða á góðgerðarbazar í von um að hitta þar meðal heldra fólksins einhvern milljóna mæring, sem hún gæti klófest. — Það er bezt að segja það strax, að meðal happdrættisvinn inganna er ein forláta fólksbif- reið, svo glæsileg að annað eins hefur ekki sézt. Kemur þessi bifreið allmikið við sögu síðar. Meðal gesta á baza’-num er Joe Fitzpatrick, sergent, en hann hef ur elt Maggie þangað og lætur henni óspart í ljós aðdáun sína. Hún er afundin í fyrstu, en margt fer öðruvísi en ætlað er, því áður en sólarhringurinn er liðinn ber Maggie hring Joe’s — Joe held- ur nú til Spánar, þar sem hann á að gegna herþjónustu í flug- bækistöð Bandaríkjanna, en Maggie á að koma á eftir þegar hann hefur útvegað þeim hús- næði. Áður en Maggie kemur sendir hún Joe símskeyti og kveðst hafa gleðileg tíðindi að segja honum. Joe þykist vita að erfingi sé á ferðinni. Svo var þó ekki heldur voru tíðindin þau, að Joe hafði unnið bílinn góða á happdrættismiða, sem hann hafði keypt af Maggie, og kemur hún með bílinn með sér til Spánar. Bíllinn verður Joe ekki til jafn mikillar ánægju og ætla hefði mátt, en verra er þó það, að Maggie þverneitar að samrekkja með Joe fyrr en þau hafi „kynnst betur“ eins og hún segir. Verða út af þessu margs konar átök milli hjónanna og afbrýðissemi á báða bóga og eru þar þátttakendur ungur nauta- bani, mesta kvennagull, og glæsi leg greifafrú. Munar minnstu að hjónabandið fari út um þúf- ur, en allt fer þó vel að lokum, svo sem vera ber í gamanmynd. Mynd þessi er bráðfjörug, með fjölda atriða sem vekja mikinn hlátur áhorfenda, en hér hafa ekki verið rakin. Myndin er einnig vel gerð og ágætlega leik- in, enda fara prýðilegir leikarar með veigamestu hlutverkin, svo sem Glenn Ford, (Joe), Debbie Reynolds (Maggie), Eva Gabor (greifafrúin) o.fl. Leikstjóri er George Marchall. 8 búfræðikandidatar, þar af ein stúlka FRAMHALDSDEILD Bænda- skólans á Hvanneyri var sagt upp 16. þ.m. Brautskráðust 8 bú- fræðikandidatar, þar af ein stúlka, Guðrún Bjarnadóttir, sú fyrsta sem fær þann titil hér á landi. Viðstaddir skólauppsögnina voru ýmsir boðsgestir. 10 ára bú- fræðikandidatar færðu skólanum gjöf og hafði Ingi Garðar Sig- urðsson, tilraunastjóri orð fyrir þeim. Auk hans töluðu Aðal- steinn Eiríksson, Halldór E. Sig- urðsson, Pálmi Einarsson og Ás- geir Pétursson, sýslumaður. Guðmundur Jónsson, skóla- stjóri, útskrifaði kandidatana og gat þess að framhaldsdeildin á Hvanneyri hefði útskrifað 58 bú- fræðikandidata. Af þeim eru 16 ráðunautar, 14 bændur og bú- stjórar, 12 kennarar, tilrauna- menn og framkvæmdastjórar, 4 við ýmis störf, og 10 við nám, þar á meðal hinir nýútskrifuðu. Tveir eru látnir. Félag ísl. búfræðikandidta veitti verðlaun fyrir bezta frammistöðu í prófum og hlaut þau Magnús Jónsson frá Vest- mannaeyjum. Einnig fékk Guð- rún bókaverðlaun frá bænda- skólanum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.