Morgunblaðið - 23.06.1963, Síða 2
2
MORCUNBL 4 Ð 1 Ð
Sunnudagur 23. júni 1963
Kennaraskólinn skreyttur
mosaik og maiverkum
Tveim þekktum listmalurum falið verkið
TVEIMUR þekktum listamönn-
um, málurunum Gunnlaugi Schev
ing og Valtý Péturssyni, hefur
verið falið að skreyta nýju Kenn-
araskólabygginguna með mál-
verkum og mosaikmyndum. Mun
Gunnlaugur gera málverkin, en
Valtýr mosaikmyndirnar. Hefur
ríkisstjórnin veitt 400 þús. kr.
í þessu skyni. Mun þetta vera
í fyrsta skipti sem strax í upp-
hafi er í svo stórum stíl séð
fyrir skreytingu á nýrri opin-
berri byggingu.
Skreytingin á skólanum verð-
ur gerð í samráði við byggingar
nefnd og húsameistara ríkisins,
og hafa þeir Gunnlaugur og Val-
týr að undanfömu verið að at-
huga hvernig skreytingu verði
bezt fyrir komið, og hvar í hús-
inu.
Verkið á hyrjunarstigi
Mbl. hafði í gær samband við
Samkomulag við
verzlunarmenn
Fundir um samkomulag í Hlíf, Dags-
brún og Iðju
SL. FIMMTUDAG var gert sam-
komulag milli Landssambands ísl.
verzlunarmanna annars vegar og
hinsvegar Vinnuveitendasam-
bands íslands, Vinnumálasam-
bands Samvinnufélaganna og Fé-
lags ísl. iðnrekenda um framleng
ingu á samningi með 7%% kaup-
haekkun. Þá var einnig samið um
að á samningstímabilinu skuli
fram fara endurskoðun á samn-
ingnum í heild.
Hliðstætt samkomulag var gert
við Verzlunarmannafélag Reykja
víkur og stóðu að því af hálfu
vinnuveitenda auk fyrrnefndra
aðila Kaupmannasamband ís-
lands, Verzlunarráð íslands, Fé-
lag ísl. stórkaupmanna, Kaupfé-
lag Reykjavíkur og nágrennis og
Apotekarafélag íslands.
Fundur fulltrúa Vinnuveitenda
sambands íslands, Vinnuveitenda
sambands Hafnarfjarðar og
Verkamannafélagsins Hlífar í
Hafnarfirði stóð til kl. 2 í fyrri-
nótt og náðist samkomulag, sem
leggja átti fyrir fund í Hlíf i
gær.
Kl. 4 í gær átti að hefjast fund-
ur í Dagsbrún í Reykjavík, þar
sem lagðir voru fyrir til sam-
þykktar samningar samninga-
nefnda.
Eining var á fundi í Iðju um
samkomulagið, sem gert var fyrr
í vikunni.
— Skeljungur /,
Framnaid af bls 24.
lítrar af olíu, auk 7000 lítrar af
neyzluvatni. Hjálmar Bárðarson
teiknaði skipið.
Fyrsta tankskip, sem flutti olíu
og benzín kringum landið, árið
1928, hét Skeljungur. Er ánægju
Iegt, cð fyrsta skip Stálvíkur og
fyrsta skip olíufélagsins Skelj-
ungs af þessari tegund, skuli bera
sama nafn, Skeljungur I.
Á blaðamannafundi í gær
skýrðu forstöðumenn Stálvíkur
frá því, að þeir vonuðu að þetta
yrði ekki aðeins fyrsta skipið,
sem þeir smíðuðu fyrir oluífélag
ið Skeljung. Forstöðumenn Skelj
Ungs spurðu þá í gamni, hvort
Stálvík gæti smíðað 50 þús. lesta
skip fyrir þá. Stálvíkurmenn
töldu það ekki unnt í bili, en
þeir skyldu bara bíða og sjá.
Hallgrimur Fr. Hallgrímsson,
forstjóri Skeljungs h.f., sagði
nokkur orð við þetta tækifæri og
fagnaði þessum áfanga í íslenzkri
stálskipasmíði. Sagði hann það
ánægju Skeljungs h.f. að éiga
fyrsta skipið frá Stálvík.
Jón Sveinsson, forstjóri Stál-
víkur og Sigurður Sveinbjörns-
son, stjórnarformaður, létu báðir
í ljós mikla bjartsýni um fram-
tíð stálskipasmiða á íslandi. f>eir
ræddu hinn mikla gjaldeyris-
sparnað, sem slík innlend smíði
hefur í för með sér.
Stálvík hefur nú í smíðum
170 lesta fiskibát og olíuaf-
greiðsluskip fyrir Olíufélagið h.f.
Skeljungur I. sigldi norður í
nótt Skipstjóri verður Baldur
Sveinbjörnsson.
Gunnlaugur Scheving
listamennina, sem kváðu málið
á algeru byrjunarstigi og litlar
upplýsingar hægt að gefa.
Gunnlaugur kvaðst varla geta
byrjað á sínum hluta verksins
fyrr en hann hefði endanlega
fengið uppgefnar stærðir á nnynd
unum og lagið á þeim, því
skreyttu fletirnir væru ekki af-
markaðir. Hann kvaðst búast
við því að hann mundi gera mál-
verk, sem síðan yrðu fést á
veggi, en ekki mála beint á vegg-
ina. Að óathuguðu máli sagðist
hann láta sér detta í hug að verk
ið taki 1% ár.
Valtýr er byrjaður að vinna
að tveimur fyrstu skissunum að
mosaikmyndunum. Hann kvaðst
hugsa sér að nota mikið íslenzka
steina í myndirnar, eins og hann
hefur gert með mosaikmyndir
áður, t.d. myndina sem er í and-
dyri Listasafns Islands. Ýmist
safnar hann steinunum sjálfur
eða fær aðsent líparít, hrafn-
tinnu, marmara o.fl. steina. Ann-
ars kvað hann verkið á svo miklu
byrjunarstigi að langt yrði þang-
að til farið yrði að vinna að
því. Undirbúningur á veggjum
fyrir mosaikmyndir væri gífur-
legt verk, auk þess sem þyrfti
að höggva niður geypilegan
fjölda af steinum, áður en hægt
væri að byrja hið eiginlega verk.
Þetta yrði aldrei minna en
tveggja ára starf.
Hann kvað það mjög ánægju-
legt að farið væri að fela lista-
mönnum að skreyta opinberar
byggingar í stórum stíl og vona
að framhald yrði á þvL
Hið nýja olíuafgreiðslu&kip, Skeljungur í, smiðaður hjá Stáivík hd.
Jónsmessuvaka við
Árbæ á sunnudaginn
Fyrirspurnir hafa borizt fra París
NÚ UM helgina verður Árbæj-
arsafn opnað fyrir almenning,
og verður margt til hátíðabrigða
í tilefni dagsins. Ástæðan til þess
að safnið hefur ekki opnað fyrr
en nú er að unnið hefur verið
að viðgerðum og endurbótum á
því, að því er Lárus Sigurbjörns-
son tjáði Mbl. í gær. í kvöld
verður efnt til Jónsmessuvöku
við Árbæ.
Safnið verður opnað kl. 2 e.h.
í dag. —- KL 3 mun Lúðra-
sveit Reykjavíkur leika undir
stjórn formannsins, Björns Guð-
jónssonar, og kl. 4 munu 30 karl-
ar og konur úr Þjóðdansafélagi
Reykjavíkur sýna þjóðdansa á
pallinum við Árbæ. Safninu
sjálfu verður lokað um kl. hálf
tíu um kvöldið, og eru skemmti-
atriði að sjálfsögðu háð veðrL
Kl. hálf níu um kvöldið mun
Jónsmessuvakan hefjast við Ár-
bæ með því að Lúðrasveitin Svan
ur leikur. Síðan verða dansaðir
gömlu dansarnir á danspallinum
þar til um miðnætti. Kl. 11 verð-
ur kveikt í miklum bálkesti.
Það skal tekið fram að svo
getur farið að hátíðafcöldin
verði ekki eins og til er ætlazt,
ef veður er óhagstætt, en safnið
verður örugglega opnað.
Jónsmessuhátíðin í fyrra þótti
takast mjög vel. Til gamans má
geta þess að snemma í apríl barst
Lárusi Sigurbj örnssyni fyrir-
spurn frá París um Flugfélagið
þar sem spurzt var fyrir um
hvort ekki yrði aftur Jónsmessu
vaka að Árbæ. Var fyrirspurnin
ítrekuð nú fyrir skömmu. Ekki
er Lárusi kunnugt lun hver spyrj
andinn er, en vafalaust lætur
hann sjá sig við Árbæ.
Talsverðar viðgerðir hafa far-
ið fram á safninu, og hefur um-
sjónarmaður þess, Skúli Helga-
son, m.a. reist að nýju skemm-
una og hlóðaeldhúsið.
Loks er þess að geta að veit-
ingasala verður allan daginn I
Dillonshúsi.
Snurvoðabát-
arnir byrjaðir^
SNURVOÐABÁTARNIR I
Reykjavík eru byrjaðir róðra.
Hafa sumir farið 3—4 róðra, en
lítið næði haft til veiðanna vegna
brælu en í fyrrinótt voru marg-
ir bátar í fyrsta róðri. Fengu þeir
misjafnan afla, upp í lil lestir
þeir hæstu.
Mbl. spurði Guðmund Guð-
mundsson, verkstjóra hjá fsbirn-
inum um aflann, en þar leggja
8 bátar upp og var verið að vinna
afla þeirra fyrir hádegi í gær.
Hann sagði að bátarnir hefðu haft
heldur lélegt. Mest hefði verið
af kola, og einnig fengist ýsa,
en ekkert af þorski. Telji sjó-
mennirnir að þegar búið er að
vera svona kalt, þurfi sjórinn að
jafna sig áður en verulega fari
að aflast í Faxaflóanum.
/* NA/Shnitor y 5 V SOhnútor Sn/Htma • ÚSi *•** 17 Siiirir K Þrumur KutíaM zy* Mitíttít H , Hm J 1