Morgunblaðið - 23.06.1963, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.06.1963, Blaðsíða 6
6 M O R C V 1S Tt T. 4 Ð 1 Ð Sunnudagur 23. júní 1963 Einn allsherjar Þjdrsárdalur? ÞAR SEM mikið hefur verið rætt' og ritað um hegðun unglinga í Þjórsárdal um Hvítasunnuna, verður mörgum borgurum á að spyrja sjálfa sig og aðra: — Hvað er að? Það skyldi enginn áfellast ein göngu æskuna, og skella skuld- inni á hana. Er ekki eitthvað að hjá okkur fullorðna fólkinu: for- eldrum, löggæzlu, nefndum og ráðum? Um þetta finn ég mig knúinn til að rita nokkrar línur, fyrst og fremst vegna þess, að ég hefi verið þess meðvitandi í mörg ár, að hér er meira en litið að. Er ég las í blöðunum að skipuð hafi verið nefnd valinkunnra manna, sem allir vita mætavel og hafa vitað árum saman, hvernig ástand ið er í þessum málum, — eða alla þá tíá sem þeir hafa unnið að sínum embættisstörfum, meðal annars með því að hafa eftirlit með því að framfylgt sé lögum og reglu og komið í veg fyrir að slíkir atburðir sem sagt er að hafi gerzt í Þjórsárdal geti kom ið fyrir, — þá finnst mér, að þetta sé eins og áminning frá hinum háu ráðuneytum um, að einhver hafi ekki staðið í stöðu sinni. í dagblöðum Reykjavíkur hefur árum saman verið á það minnzt, að unglinga vanti stað við þeirra hæfi, þar sem þeir geti skemmt sér án áfengis. Á sl. ári var þessi staður svo opnaður og eingöngu ætlaður æskunni, stranglega var séð um, að áfengi væri þar ekki um hönd haft, og þeir unglingar fjarlægðir sem brutu þessa reglu, en þeir hafa verið fáir. En hvað kemur þá upp á teninginn? En aftur á móti lesum við dag- lega auglýsingar um dansleiki í öllum félagsheimilum í nágrenni Reyk'avíkur, og boðið er upp á frægar hljómsveitir. Hverjir sækja svo þessar skemmtanir eig inlega? Eingöngu unglingar, og flestir undir 21 árs aldri. Og hald ið þið kannske að hér sé hugsað um að halda uppi Iögum og reglu. Nei, hreint ekki. Hér er nefnilega ekki hugsað um annað en að selja sem flestum aðgang, svo að eftir- tekjurnar verði sem drýgstar. Þessu stjórnar fullorðið fólk en ekki unglingar. Er þetta eins og það á að vera? Ég man þá tíð þegar ég var á fermingaraldri hér í Reykja- vík, að þá voru hinar mestu óspektir öll gamlárskvöld. Sömu óeirðimar og lætin endur tóku sig ár eftir ár og allir virt ust standa ráðþrota gegn þessum skrílslátum, — þangað til lög- reglan í Reykjavík ásamt íþrótta félögunum tóku sig til og fóru að skipuleggja brennur með ungling um víðsvegar um bæinn, og hjálpa strákum til að afla efnis í brennurnar og verja þær fyrir óvitum, þannig að ekki væri kveikt í þeim fyrr en á hinu rétta augnabliki. Þar með hófst skipulegt hjálparstarf við æsku höfuðborgarinnar, og með þessu framtaki hefur lögreglan í Reykja víc og síðan á öðrum stöðum á landinu unnið eitt hið bezta starf fyrir æsku þessa lands. Og er það ekki eitthvað í þessa áttina, sem þarf að gera, þegar ungling ana langar út í náttúruna og njóta frídagana þar? Þarf ekki að hjálpa þei-m til að skipuleggja ferðir sínar og dreifa þeim á sem Þorvaldur Guðmundsson flesta staði, því að nóg er land- rýmið? Eru þetta ekki ágæt verk efni fyrir löggæzlu, ungmenna- félög, kvenfélög, æskulýðsráð og barnaverndamefndir, svo að bent sé á einhverja aðila. Frjáls ræði með skipulagðri ábyrgð en ekki endalaust bann. Þegar búið var að loka Þing- völlum og Laugardal fyrir ungl ingum um hvítasunnuna, þá átti öllum hugsandi mönnum að vera það ljóst að þeir myndu leita til einhverra annarra staða. Þá bar fullorðna fólkinu skylda til að að stoða þá við val annarra staða. Það er ekki nóg að banna hlut ina. Það verður að banna þá með einhverju viti. Eg hef t.d. aldrei skilið þá ráðsmennsku lögreglunn ið marga mánuði og skaðað þessa ar í Reykjavík að stöðva alla um ferð um Austurstræti á kvöldin vegna þess að fáeinir unglingar æfa þar „rúntkeyrzlu“ sér til gamans. Það hlýtur að vera hægt að finna einhver önnur ráð, til þess að ekki þurfi að stöðva alla bílaumferð um miðbæinn fyrir svona smámuni. Lög og reglur eru nauðsynleg- ar, en þær eru ekki einhlítar. Við erum þess minnug, að fyrst eru orsök og síðan afleiðing. Undanfarin ár hafa unglingar hér í Reykjavík vanizt því að geta sótt veitingahús og dans- staði, og fengið þar áfengi eða getað haft það með sér. Staður við þeirra hæfi var þeim enginn ætlaður þar sem stranglega væri bannað að hafa um hönd áfengi, fyrr en Lidó gerði sína tilraun til að bæta úr þessu. Foreldrar fögnuðu þessari ný- breytni vel, en hvernig brást hið opinbera við henni? Lido er einkafyrirtæki og rekstrargrundvöllur þess byggð- ist á því að selja inngang að á- fengislausum skemmtunum. Að- gangseyri var mjög í hóf stillt, miðað við tilkostnað. Skemmtana leyfisgjald var kr. 150,00 á kvöldi en þessum skatta aflétti þó borg arstjóri eftir 10 vikur. Ennfrem- ur var þess krafizt að lögreglan hefði dyravörð á staðnum, sem kostaði kr. 400,00 til 500,00 þau kvöld, sem greiddur var aðgangs eyri. Þau kvöld var venjulega hálft hús. En þau kvöldin sem ekki var krafizt dyravörzlu var ókeypis inngangur, og þá var ætíð fullt hús. Hver eru rökin fyrir því að krafizt er dyravörzlu, þegar hálft hús er, vegna þess að inn- gangur er seldur, en ekki álitið nauðsynlegt þegar aðgangur er ókeypis og aðsókn mikil? Síðan kom skemmtanaskattur- inn, 23%, og tvær krónur í Menn ingarsjóð. Æskan, sem vildi skemmta sér án áfengis varð að borga í Menningarsjóð! Nú hefur þessu verið breytt með nýjum lögum um skemmtanaskatt, sem Gylfi Þ. Gíslason, menntamála- ráðherra fékk samþykkt á síð- asta alþingi. Þetta hefur allt tek tilraun til mikilla muna, þar sem allt varð að vera dýrara í upp- hafi en annars hefði þurft að vera. Að beiðni æskulýðsráðs var því skrifað, og ráðinu gert grein fyr ir rekstrarfyrirkomulagi hússins, og því boðin samvinna og afnot af húsinu þá daga vikunnar, sem skemmtikvöld unga fólksins væru ekki. Ennþá hefur ekkert svar borizt frá æskulýðsráði þó að margir mánuðir séu liðnir. Er þetta hægt? Ást.æðuna fyrir lítilli aðsókn að Lidó tel ég vera þá að ungl- ingarnir vilja ekki láta segja sér fyrir verkum á einum stað hvað þeir megi drekka, þegar þeir eru ekki vanir því á öðrum stöðum. Það er því ekki um annað að ræða en að hætta þessum merki- legheitum, og lofa öllum að haga sér eins og þeir vilja því það er ekki á valdi óeinkennisklæddra borgara og skilríkjalausra að ger- ast löggæzlumenn, þegar þeir, sem til þess eru kallaðir sinna því ekki. En mitt álit er þetta, í sam- bandi við skemmtistaði fyrir unga fólkið, að þeir unglingar, sem enn hafa ekki kynnzt skemmtistöðum fullorðna fólks- ins venjist á skemmtistað, þegar þeir byrja að fara út að skemmta sér þar sem ekki væri áfengi um hönd haft, og stranglega passað að framfylgja þeirri reglu og að þeir vendust smám saman á slík- an stað, og þeim stöðum þyrfti að fjölga, en þetta tæki nokkur ár? Væri þetta ekki í áttina til að byrgja brunninn, áður en barnið er dottið ofan í? Þetta er aðeins fátækleg ábend ing af manni, sem rekur bæði skemmtistaði án áfengis og vín- veitingastaði, og hefur séð sitt af hverju, Þetta er ekki ádeila og þó — miklu fremur hugs- að sem ábending til okkar full- orðna fólksins, foreldra, löggæzlu manna, nefnda, ráða og veitinga- manna. íslenzka æska er mikl- um kostum búin og glæsi- leg, en hún þarfnast góðrar for- ustu frá byrjun, ekki bara laga og banna. Þorvaldur Guðmundsson. Unglingar undir 21 árs aldri fara þá á aðra staði í bænum og utanbæjar, og fá að haga sér þar óáreittir eins og „fullorðið“ fólk. Lögum samkvæmt er ekki leyfi legt að selja eða veita unglingum undir 21 árs aldri áfenga drykki. Ekki er heldur leyfilegt að koma með áfengi eða neyta þess á skemmtistöðum sem ekki hafa vínveitingaleyfi. Reglugerð fyrir félagsheimili segir svo um, að ekki megi hafa þar áfengi um hönd, en samt hefur komið fyrir að auglýstar hafa verið vínveitingar. Þetta er aðeins smádæmi um öll þau boð og bönn, sem til eru í reglu- gjörðum. Og svo eru sömu valin kunnu mennirnir kosnir í nefnd til að rannsaka óspektirnar í Þjórsárdal um Hvítasunnuna, sem undanfarin ár hafa átt að sjá um, að þessum lögum og reglum væri framfylgt. Sannleikurinn er sá, að landið er allt einn allsherjar Þjórsárdal- ur. Lögum og reglugjörðum er ekki framfylgt. Höfum við nokk um tíma lesið í blöðunum að ungmennafélög eða kvenfélög héldu skemmtanir fyrir unglinga í sveitum og þorpum landsins. • Nafnbirting eða nafntegund „Kæri Velvakandi. Ég las hér á dögunum svar þitt við bréfi frá manni, sem átaldi blaðamenn (og lög- reglu?) fyrir að birta ekki nöfn afbrotamanna, þegar skýrt er frá athæfi þeirra. Þú reyndir að verja þögn blaðamanna og vægðarsemi í garð afbrotamann anna. — í Iok greinar þinnar segir þú, að leyndin um nöfn af- brotamanna sé vandamál blaða- manna um allan heim. — Þetta er rangt. Ég hefi lesið að stað- aldri amerísk, ensk, dönsk og sænsk blöð. í blöðum þessara Ianda er ætíð skýrt frá nöfnum afbrotamanna hverjir sem í hlut eiga. M.a. var fyrir nokkru skýrt frá heldur lítilfjörlegu smyglmáli bandarísks hérshöfð- ingja, sem lét af störfum erlend is og fluttist til Kaliforníu til að setjast þar í helgan stein. Hann hafði tekið með sér eitt- hvað af frönskum vínum. Toll- eftirlitið komst að þessu, gerði vínið upptækt. Siðan var hann dæmdur í allháa sekt, og auð- vitað var nafns hans getið í blöðunum, þegar frá málinu var skýrt. Ég veit ekki hvort blaða- menn hér á landi gera sér al- mennt ljóst, að með því að leyna nöfnum afbrotamanna, getur fallið grunur á alsáklausa menn. auk þess, sem almenning ur á heirotingu á að vita um sökudólgana til að geta varað sig á þeim. Hvað segja blaða- menn t. d. um þau óþokka- menni, sem nauðga smástelp- um eða fullorðnum stúlkum? Er ekki full ástæða til að vara við þessum afbrotamönnum með því að birta nöfn þeirra í blöðum? Ég skil ekki þessa við- kvæmni íslenzkra blaðamanna. Hún er að minnsta kosti óþekkt í þeim löndum sem nefnd eru hér að ofan. ABC“. Velvakandi vill ekki endur- taka fyrri rök sín í þessu máii, en ítrekar aðeins, að hér er um mikinn vanda að ræða. Vissu- lega er þessi vandi fyrir hendi erlendis, ekki síður en hér. Þetta er einmitt aðalatriðið í hinum svokallaða „codex ethi- cus“ blaðamanna um heim all- an, og misjafnlega snúizt við vandanum í hverju landi. Blöð ofangreindra þjóða hafa það alls ekki fyrir neina meginreglu að birta alltaf undantekningar- laust nöfn afbrotamanna, þótt bréfritari virðist halda svo. • Glæfralegur akstur ungmenna S. H. skrifar: „Nú í vor vírðist mér glæfra- legur akstur ungmenna um bæ- inn á kvöldin hafa færzt sér- staklega í vöxt. Veldur þar sjálf sagt aukinn bílakostur ungra manna, sem eru ekki eldri en svo, að þeim finnst þeir hafa nýtt leikfang milli handanna- Þeir gæta þess ekki, að þetta er stórhættulegt leikíang, enda birta blöðin sífellt nýjar og nýjar fréttir af háskalegum akstri og slysum, sem þessir piltar valda. Ég bý við fremur rólega götu, en nálægt hennl er talsverð umferðargata. Þau eru fá kvöldin, sem ég heyri ekki hvína í bifreiðum og ískra í hemlum og börðum á næstu gatnamótum. Stundum hef ég farið út í glugga og séð þá bíla fulla af ungu fólki þeysast um á ólöglegum hraða, sennilega 1 eltingaleik. Fólki finnst sjálf- sagt tilgangslaust að láta lög- regluna vita í svona tilfellum, ea þó er það svo, að oft „terrori- sera“ sömu bílarnir sama götu hringinn upp undir hálftíma, svo að lögreglan hefði getað náð þeim, hefðu áhorfendur hringt þegar í stað til hennar. Finnst mér, að hinn almenni borgari ætti að veita lögreglunni meiri aðstoð við að hafa upp á þess- um lífshættulegu ökuföntum. — S. H“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.