Morgunblaðið - 23.06.1963, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.06.1963, Blaðsíða 10
f 10 MORGUNBLAÐID Sunnudagur 23. júní 1963 Beykvíkingar munu um fátt hafa hugsað meira að undan- förnu en framtíð trjágróðurs- ins í húsagörðum og skrúð- görðum bæjarins. Margir garðeigendur hafa síðan á páskum borið kvíðboga fyrir trjám, sem þeir hafa gróður- sett, þegar þeir byrjuðu a3 rækta og snyrta kringum hús sín, og hafa síðan hlúð að og fylgzt með þroska þeirra ár frá ári,- Fréttamaður og Ijósmyndari Mbl. gengu fyrir helgina á fund Hafliða Jónssonar, garð- yrkjustjóra Reykjavíkurborg- ar, og fengu hann til að rölta með sér um bæinn til að líta á hvaða áhrif páskahretið hefði haft á hinar mismunandi trjátegundir á ýmsum stöðum í bænum. Þegar við gengum af stað Tvö grenitré, sem standa hlið við hlið, hafa hlotið mismun- andi örlög í páskahretinu. Tréð til vinstri er allaufgað, og hrumskot að koma út úr greinarendanum, en ekki verður vart við lií í hinu, sem allt er raut. Harðgerðustu trén uröu verst úti — sagði Hafíiði Jónsson, garðyrkjustjóri þegar fréttamaður IVIbl. gekk með honum um bæinn sagði Hafliði okkur, að víðast hvar væri ljótt umhorfs í bænum. Hér í Reykjavík væri reyndar varla hægt að segja að tjónið væri óbætanlegt, en það tæki að minnsta kosti mörg ár þar til hægt yrði að bæta það. Ein gróðursælasta gatan £ bænum er Laufásvegur, við þá götu eru margir gamlir garðar með stórum trjám af mörgum tegundum. Þangað leggjum við fyrst leið okkar. Meðfram götunni standa víð- ast hvar ýmist reynitré eða ösp, og það er vart að sjá, að þau séu byrjuð að laufgast. — Það er að sjá, sem Alaska öspin hafi farið einna verst út úr frostinu. Hún var al- mennt byrjuð að laufgast, áð- ur en hretið kom, og hún er víða með dauðar greinar. Þó er líf í sjólfum trjánum í flestum tilfellum, segir Haf- liði, og sýnir okkur nokkur tré, þar sem litlar allaufgað- ar greinar eru að byrja að vaxa út úr stofnunum og gild- ustu greinunum. Víða í görðunum stóðu svo til hlið við hlið grenitré, sum alrauð og frostbrunninn, önn- ur dökkgræn, eins og ekkert hefði fyrir komið. Flest voru þau samt með rauðum flekk- um. Á nokkur tré, sem voru alrauð var byrjað að spretta á ný út úr greinarendunum, en með mörgum trjám sást ekkert lífsmark. — Grenitrén koma sjálfsagt flest til aftur, og ef þau eru ekki þegar orð- in of stór geta þetta með tím- anum orðið falleg tré aftur, sagði Hafliði. — Reynitrén voru lítið byrj uð að laufgast, fyrir páska, enda er ekki að sjá, sem þau hafi skemmzt svo heitið get- ur. Þau eru lítið farin að laufgast enn, en þó virðist vera að koma út úr nærri öll- um greinum þeirra. Við göngum nú með Haf- liða niður Bragagötu og gegn- Alaskaöspin varð einna verst úti, enda öll byrjuð að laufg- ast þegar hretið skall á. Þó greinarnar séu dauðar vaxa nýjar út úr stofninum eins og sjá má á myndinni. (Ljósm. Mbl. Sv. Þ.) um Hljómskálagarðinn. Lim- gerðið meðfram Sóleyjargötu er úr birki, og virðist ekki hafa látið á sjá að ráði. Ein- staka tré virðist þó ekki hafa laufgazt. — Það er annað, sem veldur okkur áhyggjum hér, segir Hafliði við okkur. Ung- lingar og jafnvel fullorðið fólk virðist vera svo tilfinn- ingalaust fyrir fegrun bæjar- ins, að það skirrist ekki við að troða sér gegnum limgerð- ið í stað þess að nota gang- stígana. Þannig rífur það hvað eftir annað greinar af runn- unum og við þurfum á hverju vori að setja nýja runna í fyrir þær, sem sumarið áður hafa verið skemmdar til ólíf- is. Ég sé ekki fram á annað en að við verðum að strengja vír gegnum runnana, þó það sé ekki skemmtilegt. Syðst meðfram Hringbraut er stórt svæði, þar sem gróð- ursett var fyrir nokkrum ár- um ösp og birki. Aspirnar vaxa miklu fljótar, og standa nú uppúr birkibreiðunni, sem mikið er byrjuð að grænka, en aspirnar standa naktar, og virðist ekki ætla að gróa út úr greinum þeirra. Þegar við komum vestur að gamla kirkjugarði er verið tegundir, sem almennt hafa verið taldar harðgerðastar, hafi orðið einna verst úti. — Það er í rauninni eðlilegt, seg- ir Hafliði, því vaxtarstarfsem- in var mest komin af stað í þeim, þegar hretið kom. Harð gerðustu trén, eins og aspirn- ar og grenið, voru farin að laufgast, en hin trén voru enn í vetrardvala. — Þó er það einkennilegt, hélt Hafliði áfram, að af trjám, sem við vitum, að eru úr sömu fræsendingu, og hafa verið gróðursett á sama stað í bænum, hafa sum lifað hret- ið af óskemmd, meðan önnur eru alveg kalin og tæpast með lífsmarki. Eina skýringin virð ist vera, að þau séu af svona ólíkum stofni, en þetta virð- ist mjög ótrúlegt. Eðlilega geta tré líka verið misjafn- lega harðger, þótt þau séu af sama uppruna, engu síður en fólk af sömu ætt. Loks erum við komnir vest- ur á Ægissíðu, þar sem víða eru nýir garðar og ung tré. Það er sama saga þar og ann- ars staðar í bænum, og virð- ist vera sama hvort trén séu ung eða gömul, þau hafa alls staðar hlotið svipuð örlög. — Þótt svona hafi tekizt til núna, einkum með öspina, Reynitrén koma seint til á vorin og vlrffast hafa farið aff mestu leyti óskemmd út úr hretinu. Þó eru þau seinni til en vanalega, en einstaka greinar eru þegar orðnar fulllaufg- aðar, eins og sjá má efst til hægri á myndinni. að setja á vörubíl greinar og jafnvel heil tré úr kirkjugarð- inum, sem vonlaust þykir að leynist líf með. — Þeir hljóta að þurfa að fara með marga bílfarma úr garðinum, segir Hafliði. Þegar við göngum framhjá íþróttavellinum, spyrjum við Hafliða hvernig farið hafi fyr- ir grasvöllunum. Hann segir okkur, að hretið hafi ekkert sakað þá velli, sem sáð var í fyrir júnílok í fyrra, en þeir sem seinna var sáð í- verði að rífa upp og sá í aftur. __Hvað trén viðvíkur, virð- ist örlög þeirra hafa orðið svipuð hvort sem um voru að ræða gömul tré eða ung, og það er engu líkara, en þær megum við ekki missa kjark- inn, og hætta við þær tegund- ir, sem illa hafa orðið úti. Þegar þeir einstaklingar, sem núna hafa lifað af, fara að bera fræ, þá rísa upp nýir einstaklingar, sem henta bet- ur okkar aðstæðum en þeir, sem hafa dáið nú í vor. — Þessi vetur og vor er einstakt hér á landi, en það er ekkert einsdæmi að svona geti farið fyrir trjágróðrinum. Sums staðar í Suður-Noregi er til dæmis talið, að 80% af runnagróðri hafi kalið til ó- lífis í vetur. Hitt er svo, að þetta er sérstaklega tilfinnan- legt hjá okkur, því hver planta, sem við missum, er tilfinnanlegt tap hér á landi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.