Morgunblaðið - 23.06.1963, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.06.1963, Blaðsíða 3
1 Sunnudagur 23. júní 1963 MORGVNBLAÐIÐ 3 Endíáninn Jón Sigurðs- son talar íslenzku Rætt við Jakob Kristjánsson frá Winnipeg HEIMILI Jakobs Kristjánsson ar og konu hans, Steinu, í Winnipeg, hefur alltaf verið opið öllum íslendingum, og hafa flestallir þeir, sem flutzt hafa vestur á síðari árum not- ið aðstoðar Jakobs og fyrir- greiðslu um ýmsa hluti. Ekki vildi Jakob þó gera mikið úr þessu, er fréttamaður Morg- unblaðsins hitti hann að máli fyrir skömmu. — Heimili allra fslendinga 1 Winnipeg eru opin löndum að austan, segir Jakob. — Hvenær fluttist þú vestur um haf? spyr fréttamaður. — Þegar ég var 15 ára, eða 1910. Móðir mín var látin, en faðir minn fór til Winnipeg 1909 til að undirbúa komu okkar hinna, og fór ég ásamt fóstursystur minni og þremur bræðrum árið eftir. — Hvað tókst þú þér fyr- ir hendur í Kanada? — Fyrst vann ég við verzl- unarfyrirtæki, en brátt réðist ég til innflytjendaskrifstofu járnbrauta kanadíska ríkisins. Starf mitt þar var að útvega innflytjendum atvinnu eða leiðbeina þeim við að koma sér fyrir á bújörðum. Þetta var aðalstarf mitt fram til 1942, er ég var gerður að’yfir- manni allra ráðningarskrif- stofa ríiksins í vesturfylkjum Kanada, en því embætti gegndi ég þar til fyrir 2 ár- um, er ég komst á eftirlaun. — Hver voru helztu þjóð- erni innflytjendanna? — Mest bar á Dönum, Norð- mönnum, Þjóðverjum og Úkraínumönnum. — Hvaðan komu- Úkraínu- mennirnir til Kanada? — Aðallega frá Póllandi, Ungverjalandi og Búlgaríu. Geysilegur fjöldi Úkraínu- manna streymdi vestur frá því fyrir aldamót og fram að síð- ari heimsstyrjöldinni. — Á hvaða máli ræddir þú við Úkraínumenn? — Einstaka þeirra töluðu dálitla þýzku, en svo fór að ég gat bjargað mér á úkra- ínsku og nokkrum öðrum mál um innflytjenda. — Ég hef tekið eftir því, segir fréttamaður, að mörgum Vestur-íslendingum, sem tala jafn lýtalausa íslenzku og þú, er tamara að tala ensku. Hvað vil þú segja um það? — íslenzkan er lífseig. Mörgum er ekki fullljóst, hvort málið er þeim tamara. Stundum byrja menn á setn- fransk-kanadískur kynblend- ingur, sem fluttist ungur í ís- lendingabyggð í Narrows og var hjá Helga Einarssyni_ í Neðra-Nesi. Hinn er hálfur ís- lendingur og heitir Jón Sig- urðsson. — ★ — — Hafið þið hjónin komið áður í heimsókn til íslands? — Já, við komum hingað fyrir 6 árum í stutta heim- Jakob Kristjánsson ásamt konu sinni, Steinu, á heimili Dr. Björns Sigurbjörnssonar, þar sem hann dvelst í Reykjavík. ingu á íslenzku, en ljúka henni á ensku. Þó held ég að flestir hugsi að mestu á ensku og þýði svo á íslenzku, eink- um ef rætt er um dagleg störf manna. — Hefur þú hitt nokkra menn, sem ekki eru af ís- lenzku bergi brotnir, en hafa þó lært íslenzku? — Já, ég hef kynnzt nokkr- um Úkraínumönnum í ná- grenni við Gimli, sem tala ágæta íslenzku. Einnig hef ég hitt tvo Indíána, sem tala ís- lenzku. Annar þeirra er sókn, en nú getum við verið lengur. Við komum í maí og verðum þar til í október. — Hvar eruð þið fædd? — Ég er fæddur og uppal- inn á Akureyri, en Steina er fædd fyrir vestan, við Mani- tobavatn. Foreldrar hennar voru austfirzkrar ættar. •— Eigið þið börn? — Já, við eigum tvo syni og eina dóttur. Sonur okkar er erfðafræðingur og starfar við landbúnaðarrannsóknir í Ottawa. Hinn vinnur í veð- lánadeild lífsábyrgðarfélags í MIKIÐ hefur verið kvartað und- an, hve lengi spilararnir á heims meistarakeppninni, sem fram fer þessa dagana á Ítalíu, eru að segja á spilin og spila úr þeim. Hér kemur eitt slíkt spil. Á öðru borðinu voru frönsku spilararnir Ghestem og Bacherich A.—V. og þar gengu sagnir þannig: Vestur 2 lauf 3 spaðar pass Austur 3 lauf 5 lauf Það tók Chestem 8 mínútur að segja lokasögnina og Bacherich tók sér jafn langan umhugsunar- frest til að segja pass. A D 8 4 3 2 ¥ D 4 ♦ K D 9 * G32 A ÁKG 10 75 ¥ ÁK8 7 2 ♦ Á7 A 6 ¥ G 6 3 ♦ 10 2 + KD109 6 5 4 A 9 ¥ 10 9 5 ♦ G8 6 5 4 3 *Á87 Sá sem lýsti spilinu á sýningar- tjaldinu sagðist vera viss um að áhorfendur væru búnir að gleyma hver væri sagnhafi, þar sem svo langt var um liðið síð- an spilið hófst. Þetta reyndist rétt, því þegar tilkynnt var að Vestur væri sagnhafi í 5 laufum upphófust mikil köll og hróp frá áhorfendum, sem töldu að hér væri um misskilningj að ræða. Útspil var tígulkóngur og tap- aðist því spilið, 100 til Banda- ríkjanna. Á hinu borðinu gengu sagnir þannig; Vestur Norður Austur Suður 1 lauf 1 spaði pass pass 2 hjörtu pass 3 lauf pass 3 spaðar pass 4 hjörtu pass pass pass Vestur (Schenken) átti ekki I erfiðleikum með spilið og vann fimm og fékk fyrir það 650. — Bandaríkin fengu því samtals 750 á báðum borðum eða 13 stig. EINS og áður beindist athygli allra að leiknum milli Ítalíu og Bandaríkjanna á heimsmeistara- keppninni á Ítalíu. Að 80 spilum loknum voru Bandaríkin 36 stig- um yfir, en í næstu 16 spilum tókst ítölunum að rétta hlut sinn nokkuð og minnka forskot Banda ríkjanna niður í 20 stig. Ástæð- an fyrir þessu var einkum sú að ítölsku spilararnir Belladonna og Forquet fóru í 3 alslemmur, en Bandaríkjamennirnir létu sér nægja hálfslemmur. Annars var barizt um hvert stig og sýndu spilarnir snilli sína til skiptis. Staðan að 96 spilum loknum er þessi: Bandaríkin — Ítalía 216—196 Sr. Bjarni Sigurðsson, Mosfelli: l)r öskustó í öndvegi - SAGAN segir, að þeir Þveræing- ar hafi framan af verið dulir og ekki líklegir til mikilla þrek- virkja. En síðar rak .ð því, að þeir urðu að hrökkva eða stökkva. Þeir stóðu andspænis þeirri þoranraun, að manndómur þeirra sprengdi af sér viðjarnar og urðu síðan kappar miklir og höfðingjar. Kolbítur íslenzkra sagna á sér þessi sömu lundernis- einkenni. Þegar mest reynir á og til úrslita dregur, rís hann upp af beði sínum djarfur og hugumstór. Þá kemur á daginn, að hjarta mikilmennis slær undir velktum stakki. Og er það ekki eitthvað þessu ‘4 Winnipeg. Dóttir okkar er hraðritari við verzlunarfyrir- tæki í Winnipeg. — Tala þau öll íslenzku? — Þau skilja hana vel og tala þokkalega. — Ætlið þið að ferðast eitt- hvað um landið? — Við förum norður til Akureyrar nú eftir nokkra daga og þar hittum við bróð- ur minn, sem hingað kom með öðrum ferðamannahópnum. Hann er nú í heimsókn hjá systur okkar á Seyðisfirði. Þangað ætlum við einnig. Við njótum þess mjög að dvelja hérna, enda höfum við hitt fjölda gamalla kunningja, sem verið hafa um stundarsakir vestra, auk frændfólks. — Hvað segir þú um hópa Kanadamanna, sem komið hafa hingað til að vinna í Vest mannaeyjum? — Mér finnst það mjög vel til fundið og vona fastlega að slík samskipti takist og haldi áfram. Þetta er þó ekki sök- um atvinnuleysis í Kanada. Þar er að vísu stundum at- vinnuleysi 2—3 mánuði um vetrartímann, en þeir sem vinna slíka vinnu, hafa hærra kaup þá mánuði, sem unnið er, og auk þess atvinnuleysis- tryggingu. Ef menn gæta sín í fjármálum eiga þeir að kom ast vel af. — Umgangast íslendingar vestra mikið hverjir aðra? — Það er mesta furða hvern ig það gengur, en samheldnin minnkar eftir því sem eldra fólkið fellur frá. Þó má geta þess að til er félag enskumæl- andi íslendinga, Icelandic Canadian Club, auk Þjóðrækn isfélags íslendinga í Vestur- heimi. Bandar. — Argentína 347—177 Ítalía — Frakkland 260—156 Bandaríkin—Frakkland 202—166 Ítalía—Argentína 218—146 Frakkland—Argentína 214—174 Vélarrúm „Tres- hers6í f yltist af vatni Washington 20. júní (NTB) f DAG var birt í Washington skýrsla nefndar, sem vann að rannsóknum þegar kjarnorku- knúni kafbáturinn „Tresher“ fórst undan ströndum Banda- ríkjanna. Rannsóknarnefndin telur, að bilun á saltvatnskerfi kafbátsins hafi valdið slysinu. Hafi hún orðið í vélarrúminu, vélarrúm- ið fyllst af vatni, rafkerfið bil- að, kafbáturinn misst hraða og sokkið niður á meira dýpi, en hann var byggður fyrir og lagzt saman af þrýstingnum. Eins og kunnugt er fórust 129 menn með „Tresher". líkt, sem gjörzt hefir í sögu þjóð- arinnar um alda raðir. Merkur Vestur-íslendingur, sem hér er á ferð, sagði fyrir nokkrum dög- um: Þegar ég rifja upp sögu ís- lendinga austan hafs og vestan, fæ ég ekki betur séð en þeir ættu margsinnis að vera afmáðir og útdauðir vegna harðréttis og nauðungar. En gifta þeirra varð önnur og meiri, eins og dæmin sanna. í daglegu lífi birtist í sífellu manngildi okkar eftir því, hvern ig við snúumst við erfiðleikum þeim, sem á vegi verða. Þegar allt leikur í lyndi og margar fyrirætlanir okkar standast 1 raun, höfum við efni á því að vera glöð og góð. Einn af for- vígismönnum veraldar, Roosevelt forseti, sagði fyrir rúmum tveim- ur áratugum: Sækjum fram, ef vel gengur.-Víst er auðvelt að sýna þá af sér nokkra rögg, enda bætti sá ágæti maður við: Sækj- um líka fram, ef ekki gengur vel. Þau orð eru íhugunarverð. Velgengnin gefur okkur byr undir vængi til að sækja fram. En þegar í harðbakka slær, horf- ir málið öðru vísi við. Þá hættir trúnni til að fipast og láta undan síga. Hallgrímur kvað: í vel- gengninni eg hrósa hátt / hraust- leika trúarinnar, / í mótlætinu hún bilar brátt, / brest finn ég stóran hennar. Það, sem þjóð okkar dugði bezt í torsóttri lífsbaráttu henn- ar, var sú trú, sem knýr þeim mun fastar á, þvi brattlendari sem slóðin verður. Og þó að í«- lendingum hafi alltaf verig frem- ur ósýnt um að flika trú sinni, sannar dæmi einstaklinganna, að í djúpum sálar þeirra vakti sig- ursæl von og bjargfast trúar- traust. Ef trúin er okkur ekki þessi undramáttur, þá er mikils vant. Þessi boðskapur er jafn- gamall þeim trúarhetjum, sem uppi voru fyrir tugum alda, Og þó svo nýr sem þörf æskumanns- ins til að öðlast hann í banáttu sinni í daganna rás. Barn, sem á rigningardegi situr við ströndina, heldur kannski, að regnið fylli sjóinn, þegar að fell- ur. En fulltíða maður. veit, að engin skúr er svo mikil, að sjó- inn muni nokkru, háflæðið er langt að komið, úr djúpinu mikla. Á sama hátt dylst okkur ekki, að hvað svo sem við getum eða gjörum af eigin rammleik, sér þess ekki stað fremur en dropa í hafi, ef í sálardjúpunum eru ekki orkulindir heilagrar trúar. Þaðan, úr djúpum sálar- innar, þar sem við sjálf erum svo lítils ráðandi, heldur lögmál himinsins, hlýtur að koma aú flóðbylgja trausts og djörfungar, sem nægir. Þetta er trúarreynsla mikil- menna sögunnar, allra manna, að í sólardjúpinu varðveitist orku- lindir. sem eru gjöf guðlegra máttarvalda. Og með því að neyta þeirrar gjafar, með því að knýja á leyndustu fylgsni þess völundarhúss, sem sól mannsins er, fær hann leyst úr læðingi þann himinsenda kraft, sem hann á dýrastan og beztan. Þeir, sem hafa lent í erfiðustu mannraunum, vitna oft í það, er frá líður, að þó hafi þeir lifað mesta blómaskeið lífs síns. Þá fundu þeir gerst, hve himinninn stóð þeim nærri, hvernig þeim óx ásmegin fyrir guðl. kraft, hvern ig dyr Hiöguleikanna lukust upp og þeim urðu allir vegir færir fyrir geiglaust trúartraust. Og öll reynum við í dagsins önn, að „því fjær sem heims er hyllin/ er hjarta guðs þér nær.“ Kannski hættir okkur til að trúa helzt, meðan allt leikur í lyndi, á meðan sólin skín. í erf- iðleikum og andstreymi efumst við um guð. Minnumst þess þá, að drottinn alheimsins hlýtur að vera of mikill, of ríkur af elsku og föðurkærleika, að hann birti eðli sitt allt á degi heiðríkjunn-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.