Morgunblaðið - 23.06.1963, Page 24
VORUR
BRAGÐAST BEZT
Seint vorar í sjdn
um fyrir noröan
Þar er eingöngu fullorðin norsk síld
í FYRRAKVÖLD komu norska
rannsóknarskipið Johan Hjort
og Ægir, sem er í síldarrannsókn
um, til Akureyrar og von var
á rússnesku rannsóknarskipi
þangað síðdegis í gær, en þessi
skip eru í sameiginlegum rann-
sóknarleiðangri og eiga fund á
Akureyri til að bera saman bæk-
ur sínar, og semja skýrslu um
athuganir. Hófst fundur fiski-
fræðinganna kl. 11 í gærmorgun.
Jakob Jakobsson, fiskifræð-
ingur tjáði fréttamanni blaðsins
á Akureyri, að rannsóknirnar
hefðu þegar leitt í Ijós að í ár
hafi vorað mun seinna á haf-
inu en venjulega og að áta sé
minni, en bót sé í máli að þar
sé um ung dýr að ræða. Eink-
um sé kalt á svæðinu vestan
Eyjafjarðar. .
Þá sagði hann að síld sú sem
veiðist við Norður- og Austur-
land væri rígfullorðin síld af
norska stofninum. Gæti kuldinn
í sjónum enn sem komið er ver-
ið ástæðan til þess.
Johan Hjort hefur gert rann-
sóknir meðfram austur- og norð-
Þoka á síldar-
miðunum
ÞOKA var á síldarmiðunum í
fyrrinótt og gær og í gærmorgun
var vitað um 8 skip, sem höfðu
fengið 3150 mál um 62 sjómílur
út af Hraunhafnartöngum. Einnig
voru skip út af Langanesi, en
fengu litla veiði.
urströnd íslands og allt norður
til Jan Mayen. Ægir hefur kann
að svæðið út af Vestfjörðum og
allt austur á Langanes. Rússn-
eska rannsóknarskipið hefur
‘kannað svæði austan og norðan
við svæði hinna rannsóknarskip-
Möguleikar til nýjustu kennslu-
tækni í nýja Menntaskólahúsinu
við Bókhlöðustíginn
INNAN skamms verður byrjað venjulegar kennslustofur. Auk
Auðunn Auðunsson, skipstjóri.
að reisa hina nýju viðbótarbygg-
ingu við Menntaskólann í Reykja
vík. Verður í þessum áfanga
reist 5000 rúmm. hús sem snýr
gafli að Bókhlöðustíg og stendur
ofan við Menntaskólann gamla,
en seinna er áformað að byggja
samkomu og iþróttasal milli þess-
ara húsa. Arkitektarnir Skarp-
héðinn Jóhannsson og Hörður
Bjarnason, húsameistari, Jxaia
gert teikningar að byggingunum
og byggt er skv. nýju skipulagi,
sem gert hefur verið á þessum
stað, en keyptar voru undir bygg-
inguna lóðirnar nr. 9 og 11 við
Bókhlöðustíginn, • svo og Oiíu-
portið svokallað.
Nýja húsið, sem reist verður i
sumar er tvær kennsluhæðir og
kjallari. í húsinu eiga að vera
svokallaðar sérkennslustofur, fyr
ir eðlisfræði, efnafræði og nátt-
úrufræðikennslu, svo og human-
istisk laboratorium, þ. e. a. s.
kennslustofur fyrir málakennslu
og sögukennslu, þar sem gert er
ráð fyrir að hægt sé að nota
nýjar kennsluaðferðir, er mjög
ryðja sér nú til rúms. Eru þar
t. d. kennsluklefar þar sem nem-
endur í tungumálum hafa sér-
stök hlustunartæki. Þá eru í hús-
inu sérstakar fyrirlestrarstofur,
þar sem kenna á stórum hópum
í fyrirlestrarformi.
Kennslustofur í húsinu eru 7
talsins, en vegna sérstakra
kennsluhátta sem krefjast mikils
rúms eru þær miklu stærri en
þess fer um % hlutinn af hús-
næðinu í geymslur undir alls kon
ar tæki. í kjallara verður verk-
stæði tilheyrandi eðlisfræði-
kennslu og ljósmyndadeild með
myrkrastofum, því myndir eru
nú orðið nokkuð mikill liður í
kennslu í þeim fræðum, sem
einkum verða kennd í nýja skóla
húsinu.
Yfirleitt er nýja skólahúsið
miðað við það að þar verði hægt
að beita öllum nýjustu kennslu-
aðferðum, en vegna húsnæðis-
leysis hefur ekki hingað til verið
hægt að fylgjast með slíku í
skólanum.
Samkomu og íþróttahús
Þá hefur jafnframt verið teikn-
að annað hús, með það fyrir aug-
um að reisa það síðar. Það á að
standa milli íþöku og nýja skóla-
hússins. Þar verður skemmtileg-
ur samkomusalur, sem einnig
verður notaður sem íþróttasalur,
eins og mikið er gert í skóla-
byggingum nú. Hús þessi verða
tengd saman með gangi og á
milli þeirra verður skemmtilega
skipulagður garður með mishá-
um stöllum.
Allur reiturinn skipulagður
Allur reiturinn, sem afmarkast
af Bókhlöðustíg, Amtmannsstíg,
Þingholtsstræti og Lækjargötu,
þar sem Menntaskólinn stendur
nú, hefur verið skipulagður.
Munu þær gömlu byggingar, sem
þar eru, eiga að hverfa í fram-
tíðinni. Og á þessum reit á
Menntaskólinn að fá viðbótar-
rými ef nauðsyn krefur í óráð-
inni framtíð, En meðfram Þing-
holtsstræti er gert ráð fyrir lágt
byggðum skrifstofum og verzlun-
arhúsum, óviðkomandi skóla-
byggingum.
| Líkan af Menntaskólanum í1
, Reykjavík. Fremst er gamla
skólahúsið og íþaka. Aftast
sést nýja skólabyggingin, sem
er verið að byrja á. Milli henn
ar og íþöku verður hús með |
samkomu og íþróttasal og !
milli nýju húsanna verður j
skemmtilegur garður. Skarp-
héðinn Jóhannsson og Hörður
Bjarnason teikna nýju skóla-
húsin. Lengst til vinstri ofan
við gamla skólahúsið er
KFUM-húsið. Til haegri
er Bókhlöðustígur, tii vinstri
Amtmannsstígur og ofan viðí1
skólabyggingarnar Þingholts- *
straeti. — Lljósm. Ól.K. Mag./,
Bv. Sigurður kom með
426 tonn af heimamiðum
Nýtt olíuafgreiðslu
skip Skeljungur I.
— smíðað hjd Stdlvík í Arnarvogi
Á FÖSTUDAGINN sigldi inn á
Reykjavíkurhöfn nýtt oliuaf-
greiðsluskip, 30 rúmlestir. Fyrsta
för þess var ekki löng. Aðeins
fyrir Gróttutanga. Þetta var
Skeljungur I., olíuafgreiðsluskip
Skeljungs h.f. Það mun afgreiða
olíu, smurolíu og neysluvatn til
bátanna fyrir norðan og austan
í sumar. Þetta er liður í bættri
þjónustu Skeljungs h.f. við báta-
flotann. Er ráðgert, að skipið
muni staðsett á Siglufirði, en síð-
ar á Seyðisfirði, en mun þjóna
flotanum fyrir norðan og austan.
Jómfrúarsigling skipsins, sem
er hið glæsilegasta, smíðað úr
stáli, var ekki lengri, því að það
var smíðað í næsta héraði. Þetta
er fyrsta skip skipasmíðastöðvar-
innar Stálvík í Arnarvogi, aðeins
rúmlegá 10 mínútna ferð frá
Reykjavík, ef farinn er land-
vegur. Hefur tekið aðeins rúma
5 mánuði að smíða skipið.
Hér er um að ræða viðleitni
Skeljungs til betri þjónustu við
síldveiðiflotann, en tafir bátanna
eru nógar við landanir, svo ekki
þurfi að eyða dýrmætum tíma
til þess að taka olíu, smurolíu
og neyzluvatn. Þessa þjónustu
getur Skeljungur nú veitt sild-
arbátunum.
Báturinn er smíðaður úr
stáli og er fyrsta skip Stálvík-
ur. Hann er hinn vandaðasti og
er búinn öllum beztu afgreiðslu-
tækjum. Geymslurými er 32000
Framhaid á bls. 2.
Maður skaöbrennist
af vítisóda
Er aflahæstur með 2250 tonn
B.V. „SIGURÐUR“ kom í vik-
unni með afla af heimamiðum,
sem losaður var í Hafnarfirði,
vegna mikilla anna í Reykjavík-
urhöfn. Var affermingunni lokið
í fyrrakvöld og reyndist aflinn
426 tonn. Mun þetta vera mesti
afli sem komið hefur upp úr
einu skipi af heimamiðum af
yinnsluhæfum íiski. Vantaði að-
eins. 50 iestir til þess að skip-
ið væri með fullfermi.
Skipið var úti tæpa 14 sólar-
hringa. Verðmæti aflans úr þess
ari veiðiferð var upp úr sjó
1.267.000 krónur og tvöfaldast
verðmæti hans í vinnslunni. Há-
setahlutur úr þessari einu veiði
ferð var við 10.000 krónur.
B.v. „Sígurður" mun nú vera
aflahæsti togarinn og heíur nú
alls aflað frá áramótum 2250 t.
af fiski, sem hefur ýmist verið
seldur innanlands eða erlendis.
Verðrnæti þessa afla nemur
10.080.000 krónur. Auk þess seldi
skipið síld erlendis fyrir 1.050.000
krónur. Hásetahlutur frá ára-
mótum er 85.000 krónur.
„Sigurður" fer nú í slipp til
hreinsunar á skipi og vél og fer
væntanlega aftur á veiðar eftir
10 daga.
Skipstjóri á „Sigurði" er Auð-
unn Auðunsson.
UM ÞRJÚLEYTIÐ í nótt fannst
maður sitjandi á vöruhlaða nlð-
ur við Loftsbryggju blóðugur
mjög, útataður og illa á sig kom-
inn. Gerði vaktmaður í bát Iög-
reglunni aðvart sem flutti mann-
inn í slysavarðstofuna.
Er í slysavarðstofuna kom var
gert að skurði á höfði manns-
ins, sem blætt hafði úr. Einnig
kom á daginn að hann var út-
ataður í einhverju efni, sem
reyndist vera vítisódi, og var
maðurinn skaðbrenndur. Var
hann fluttur í Landsspitalann.
Er málið var rannsakað fund-
ust gleraugu mannsins og blóð»
ugur vasaklútur í kjallaratröpp-
um við Hafnarbúðir þar skammt
frá. Er talið að maðurinn hafi
dottið þar og fengið höfuðsárið.
Við tröppurnar er lítil geymsla,
og var hurð að henni ólæst, þar
eð hún hafði þrútnað og féll
ekki að stöfum. í geymslunni var
dós með talsverðu af vítisóda,
og er talið að maðurinn hafi
skreiðst þarna inn eftir fallið
og útatað sig í sódanum.