Morgunblaðið - 30.06.1963, Blaðsíða 2
2
IUORGVNBLAÐ 1 Ð
i
Sunnudagur 30. júní 1963
Njósnamálið i Sviþjóð:
Y firheyrslur fyrir
luktum dyrum
Stokkhólmi, 28. júní (NTB)
SÆNSKI ofurstinn Stig Erik
Wennerström kom í dag í
fyrsta sinn fyrir almennings-
augu eftir að upp komst um
njósnir hans fyrir Sovétríkin
undanfarin 15 ár í Svíþjóð og
Bandaríkjunum. Var það
þegar réttarhöld hófust í máli
hans fyrir borgarréttinum í
Stokkhólmi. Skömmu éftir að
réttur var settur fór saksókn-
ari þess á leit að yfirheyrsl-
ur færu fram fyrir luktum
dyrum, þar sem hér væri um
ríkisleyndarmál að ræða, og
samþykkti rétturinn það.
Langar biðraðir höfðu mynd-
azt þegar réttarhöldin áttu að
hefjast í dag í gamla þinghúsinu
á Kungsholmen. En réttarsalur-
inn er lítill og aðeins um 35 á-
heyrendur og álíka margir frétta-
menn komust inn.
SALURINN RÝMDUR
Þegar Wennerström var leidd-
ur inn í salinn, þustu blaðaljós-
myndarar þar að til að taka
myndir af honum. Wennerström
gekk til sætis við hlið verjanda
síns, Carl-Erik Lindahls, og tók
upp blað og blýant. Hann svaraði
spurningum Ingvar Ágrens dóm-
ara skýrt og greinílega, kvaðst
heita Stig Erik Constans Wenn-
erström, vera ofursti, kvæntur,
og fæddur í Stokkhólmi 22. ágúst
1906.
Dómarinn gaf þvínæst saksókn
ara orðið, sem óskaði strax eftir
því að réttarhöldin færu fram
fyrir luktum dyrum af öryggis-
ástæðum og vegna framhalds-
rannsóknar í málinu. Það kom
nokkuð á óvart að Wennerström
var ekki fyrst spurður hvort
hann játaði á sig ákæruna, en
dómarinn óskaði auðsjáanlega
að láta þá spurningu bíða þar til
salurinn var rýmdur.
Dómarinn féllst á ósk saksókn-
ara, og var því áheyrendum og
fréttamönnum vísað út. Voru að-
eins liðnar 3 mínútur frá því að
Wennerström gekk í salinn. Um
klukkustund síðar var tilkynnt
að dómurinn hefði fallizt á ósk
ákæruvaldsins um að úrskurða
Wennerström í áframhaldandi
fangelsi, fyrst um sinn í fjórar
vikur, meðan rannsókn málsins
verður haldið áfram.
RÚSSARNIR FARNIR
Verjandi Wennérströms og tals
menn lögreglunnnar hafa skýrt
svo frá að hann hafi komið mjög
vel fram við yfirheyrslurnar og
gefið ítarlega skýrslu um starfs-
semi sína. Hann mun eiga erfitt
um svefn í fangaklefanum, en
engin þreytumerki voru þó sjá-
anleg á honum.
Tveir rússneskir sendiráðs-
starfsmenn, sem koma við sögu
þessa máls í Svíþjóð, dvöldu þar
í landi þar til í dag, þótt sænska
stjórnin hafi óskað eftir því að
þeir yrðu kallaðir strax heim. í
kvöld var tilkynnt að Rússarnir
tveir hefðu haldið frá Stokk-
hólmi um kl. 18 í dag með
rússnesku flutningaskipi.
Kafbátu
r i vorpunm
Lá við að hann kaffærði fiskibátinn
Sonatorrek Ásmund-
ar sett upp á Borg?
Frá sýslufundi Mýrar- og Borgar-
fjarðarsýslu
SÝSLUFUNDUR Mýrasýslu var
haldinn í Borgarnesi s.l. mánu-
dag og þriðjudag, og sátu hann
sýslunefndarmenn úr öllum 8
hreppum sýslunnar. Á fimmtu-
dag hófst svo sýslufundur Borg-
arfjarðarsýslu á Hvanneyri og á
að standa í tvo daga. Voru mætt-
ir sýslunefndarmenn úr 9 hrepp-
um sýslunnar, auk sýslumanns
og sýsluskrifara.
Helztu mál fundarins voru af-
greiðsla sýslusjóðsreikninga og
úthlutun fjár til vega úr sýslu-
vegasjóðL
Mörg önnur mál eru rædd
á fundinum, þ.á.m. fegrun um-
hverfis Borgar og mun sýslu-
nefnd ræða fjárveitingu til upp-
setningar á minnismerki um Egil
Skallagrímsson, höggmyndinni
Sonatorrek eftir Ásmund Sveins-
son. Sýslunefnd Mýrarsýslu
ákvað á fundi sínum að styrkja
þá fyrirætlan með nokkurri fjár-
veitingu.
Þá hafa báðar sýslumar ákveð-i
ið að hækka verulega fjárfram-
lag til bygginga á húsmæðra-
skóta á Varmalandi, en þar
stendur yfir bygging á nýrri
áimu við skólahúsið, sem kunn-
ugt er.
\/‘NAI5hnátw l / SV 50 hnútar H Sn/Hmt • OSi V Shirir W!z KuUaaki! 'IS* Hifnkt
Syndið 200 metrana
Báðar sýslurnar eignast jarðbor
Meðal mála sem rædd eru er
framlag til atvinnumála og menn
ingarmála í héraðinu. Mikill á-
hugi ríkti á báðum sýslufund-
unum um að hraðað verði raf-
orkuframkvæmdúm í héraðinu.
Sýslumaður ræddi á báðum
fundunum þann möguleika að
báðar sýslurnar eignuðust jarð-
bor til leitar að heitu vatni og
neyzluvatni fyrir hina ýmsu bæi,
en sem kunnugt er, er mikill
jarðhiti í Borgarfjarðarhéraði.
NÝLEGA VAR sænski rækju
báturinn Tiron að veiðum í
Skagerak fyrir norðan Skagen
í Danmörku. Báturinn var á
„fullri ferð áfram“ og með
vörpuna úti. Skyndilega snar
stöðvaðist báturinn, og fór síð
an að dragast aftur á bak.
Skipverjum hætti að lítast á
blikuna þegar afturendi báts
ms fór að síga niður og sjór-
inn flæddi inn á afturdekkið.
En svo slitnuðu togvírarnir og
báturinn réttist við.
Þegar þetta skeði stóðu yfir
dansk-enskar flotaæfingar á
Skagerak, og kom í Ijós að
brezki kafbáturinn Rorqual
hafði Ient í vörpunni.
Stig Holm, skipstjóri á
sænska bátnum, sagði við kom
una til heimahafnar á sunnu-
dag að hann hafi helzt haldið
að kafbáturinn ætlaði að
sökkva Tiron. Missti Holm
þarna veiðarfæri, sem metin
eru á um 65—70 þús. krónur.
S. G. Tomlinson, skipherra á
kafbátnum, sagði að sig hafi
ekki grunað að neitt væri að
fyrr en hann nokkru seinna
kom upp á yfirborðið. „Eg var
sjálfur við hringsjá kafbátsins
þegar þetta átti að hafa skeð,
en ég sá engan fiskibát, heyrði
ekki í neinum fiskibát og fann
heldur ekki fyrir neinu“.
Tomlinson sagði að hann
gæti ekki skýrt nánar frá þess
um atburði, þar sem æfingarn
ar voru undir stjóm Dana.
Hann gæfi að sjálfsögðu
dönsku flotayfirvöldunum
skýrslu um málið, en svo væri
það þeirra að skýra frá því
opinberlega.
Helga Magnúsdóttir form.
Kvenfélagasamb. Islands
Þing Kvenréttindasambands fs
lands var haldið dagana 24. til
27. júní sl. í Iðnó. Formaður Kven
félagasambandsins, Rannveig
Þorsteinsdóttir, setti fundinn.
Forsetafrúin var viðstödd þing-
setninguna. Sr. Óskar J. Þor-
láksson flutti ræðu. 43 fulltrúar
voru mættir frá öllum kvenfé-
lagasamböndunum á landinu.
Forsetar fundarins voru Rann-
veig Þorsteinsdóttir og Aðalbjörg
Sigurðardóttir. Ritari var Freyja
NorðdaL
Margvísleg mál voru rædd á
I GÆR var svipað veður
hér á Iandi og hefur verið
síðan á miðvikudagskvöld.
Frá Suðvesturlandi til Vest-
fjarða hefur yfirleitt verið al-
skýjað og súld með köflum
en annars staðar á landinu
sólskin og hiti. Kl. 9 að morgni
var komínn 18 stiga hiti á
Staðarhóli í Aðaldal og á Eg-
ilsstöðum en 17 stig á Akur-
eyri.
þinginu. Aðalmál þingsins var
um aukna ráðunautastarfsemi
innan sambandsins.
Búnaðarfélagið bauð þingfull-
trúum til kaffidrykkju á Hótel
Sögu á þriðjudag. í gær bauð
Sveinbjörn Jónsson, forstjóri
Ofnasmiðjunnar og Vefarans, að
skoða fyrirtækin og til kaffi-
drykkju í Hlégarði á eftir.
Þessi mynd er tekin í leik
KR og Akureyrar í fyrra-
kvöld. Ellert Schram hefur
skotið sínu þrumuskoti og
Einar markvörður reiknar
ekki rétt út og mistekst vörn.
— Ljósm. Sv. Þorm.
Rannveig þorsteinsdóttir baðst
eindregið undan endurkosningu.
bæði sem formaður og stjórnár-
kona, en Helga Magnúsdóttir frá
Blikastöðum var kosin formaður.
Stjórn Kvenfélagasambands
íslands skipa nú: Helga Magnús-
dóttir, formaður, Jónína Guð-
mundsdóttir og Ólöf Benedikts-
dóttir. í varastjór* eru: Sigríður
Thorlacius, Elsa Guðjónsson og
Guðlaug Narfadóttir.
Agrei
mmgur
Framhald af bls. 1
stjórnar kommúnistaflokksins I
síðustu viku, þar sem hann réð-
ist harkalega á stefnu Kínverja.
Sagði forsætisráðherrann að Kín
verjar hefðu unnið að því að
auka ágreining flokkanna í Kína
og Sovétríkjunum, í stað þess að
draga úr honum. Auk þess hefðu
Kínverjar í frammi áróður í lönd
um Afríku gegn Sovétríkjunum.
Héldu þeir því m.a. fram að
vegna hörundslitar ættu Kínverj
ar meira sameiginlegt með Af-
ríkubúum en Rússar, sem væru
hvítir.
Kínverska bréfið hefur hvergi
verið birt utan Kína, nema út-
dráttur úr því, sem birtur var
í Rúmeníu.
* KVIKMYNDIR *
s
Q
£
Sh
>
BRAGIBJÖRNSSON
Málflutningur — Fasteignasala.
Simi 878.
Vestmannaeyjum.
KVIKMYNDIR A KVIKMYNDIR
★ KVIKMYNDIR ★ SKRIFAR UM: * KVIKMYNDIR
Gamla Bió:
„LIZZIE"
EITT sinn birtist í tímaritinu
„Satt“, fróðleg grein um unga
konu, sem þjáðist af sálsýki, —
sálarklofningi, sem lýsti sér í
því, að hún varð að þrem-
ur persónum ólíkum í eðli
og framkomu. Mynd sú, sem
hér ræðir um, fjallar um sams-
konar efni. Ung stúlka, Elizabeth
Richmond, skrifstofustúlka, sem
býr hjá frænku sinni í Los Angel-
es, þjáist af höfuðverk og annari
vanlíðan. Svo fara henni að ber-
ast hótunarbréf frá einhverri
„Lizzie“ sem hún kannast ekki
við. Eykur þetta mjög á vanlíð-
an stúlkunnar. Elizabeth breyt-
ist stundum í léttúðuga stúlku —
Lizzie, — sem virðist hata Eliza
beth, og það er einmitt þegar
Elizabeth er í ham Lizzie, að hún
skrifar sjálfri sér hótunarbréfin.
Að lökum er sálfræðingur feng-
inn til þess að rannsaka Eliza-
beth, og með dáleiðslu tekst hon
um að komast að því að hörmu-
legt atvik, sem kom fyrir hana I
bernsku, veldur sjúkdómi henn-
ar. Atvik þetta var falið í djúpi
undirvitundar Elizabeth, en með
því að draga það fram í huga
hennar, tekst sálfræðingnum
loksins að lækna hina ungu
stúlku.
í mynd þessari er ekki milkil
spenna, en hún er sérstæð að efni
og mjög athyglisverð, enda er
leikur Elinor Parker í hinu þrí-
þætta hlutverki Elizabeth af-
bragðsgóður. önnur meiriháttar
hlutverk leika þau Richard
Boone (sálfræðinginn), oa Joaa
Blondeil (frænkuna).