Morgunblaðið - 30.06.1963, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 30.06.1963, Blaðsíða 5
Sunrmdagur 30. júní 1963 MORCVNBLAÐIÐ 5 Mest þörf að vinna fyrir æskuna Rætt við Karl Wenberg, aðalritara sænskra ^óðtem^lara í fyrri vrku var staddur hér á landi einn fremsti góðtempl ari Svía, Karl Wenberg, sem um árabil hefur gegnt störf- um aðalritara sænsku góð- templarareglunnar. Fréttamaður Mbl. hitti Karl Wenberg í fundarhléi á Stór- , stúkuþinginu, sem haldið var um síðustu helgi, eftir að hafa spjallað við hann um stund um ýmis almenn mál, barst talið að starfsemi góðtempl- arahreyfingarinnar og aðlög- un hennar að nútímanum. — Aðalvígi góðtemlara- reglunar er á Norðurlöndum, sagði Wenberg. Þar eru um 40% góðtemplara í heiminum, og þess vegna bera Norður- löndin vissa ábyrgð í þessum efnum. Alls eru um 250 þús. góðtemplarar á Norðurlönd- um, flestir í Svíþjóð, en á ís- landi er reglan tiltölulega sterk. Þar eru t.d. hlutfalls- lega fleiri meðlimir en í Dan- mörku og Noregi. — f kaþólsku löndunum er hreyfingin mjög veik, og sums staðar tæplega hægt að segja að hún sé til, enda geng- ur sambúð kaþólsku kirkj- unnar og góðtemplararegl- unnar ekki vel. Rsglan er bú- in að ná fótfestu bæði í Asíu og Afríku, en það eru einmitt svæðin, sem reglan leggur mesta áherzlu á í dag. Þar eru þjóðfélög í mótum, þeim er á margan hátt hætt, en þar er jafnframt góður jarðvegur til að vinna í. Síðast en ekki sízt hafa þessi ríki þörf fyrir alls kyns félags og menningar- starfsemi, sem revnslan hér á Norðurlöndum sýnir að góð- templarareglan stuðlar að hvað sem sjálfu bindindinu líður, sem hlýtur þó ávallt að vera sá grundvöllur, sem regl- an byggir starf srtt á. — Eitt iand í Evrópu hefur verið lögð mikil áherzla á, en það er Grikkland. Drykkju- skapur er vægast sagt mjög al- gengur í Grikklandi, en nú hafa læknar og aðrir mennt- aðir menn, stofnað með sér samtök þar í landi til að reyna að breyta þjóðarandanum. þeir treysta því, að reysnlan verði sú sama þar í landi og á Norðurlöndum t.d., að góð- templarareglan stuðli að menntunarlegri og þjóðfélags legri uppbyggingu þjóðarinn- Söfnin MINJASAFN REYKJAVÍ KURBÆJ- M Skúatúni 2, opið dagiega frá kl. S—4 e.h. nema mánudaga. BORGARBÓKASAFN REYKJAVÍK- TiRBORGAR, sími 12308. Aðalsafnið; J>ingholtsstræti 29a: Útlánsdeild 2—10 •iia virka daga nema laugardaga 1—4. Lesstofa 10—10 alla vorka daga nema laugardaga 10—4. ÚtilbúiS Hólmgarði •4 opið 5—7 alla virka daga nema laug- artíaga. Útibúið Hofsvallagötu 16 opið 6.30—7.30- alla virka daga nema laug- • rdaga. Útibúið við Sólheima 27 opið 16—19 alla virka daga nema laugar- tiaga. ÞJÓÐMINJASAFNIÐ er opið alla #aga kl. 1.30—4. TÆKNIBÓKASAFN IMSf er opið ■lia virka daga frá 13—1* nema laug- •rdaga. LISTASAFN fSLANDg er opið alla 4aga kl. 1.30—4. ÁSGKÍMSSAFN, Bergsstaðastrseti 74 •r opið alia daga i júli og ágúst. nema laugardaga, frá kl. 1.30—4. JLISTASAFN EINARS JÓNSSONAR •r opið dagiega kl. 1.30—3 30. AMERÍSKA BÓKASAFNIÐ, Haga- torgi 1 er opið alla virka daga nema laugardaga kl. 10—12 og 1—6. Strætis- vagnaleiðir: 24, 1, 16 og 17. ÁRBÆJARSAFN er opið alla daga nema mánudaga kl. 2—6. Veitingar i Dillonshúsi. Tekið á móti tilkynningum frá kl. 10-12 f.h. ar, jafnframt því sem hún hefur nokkurn hemil á áfeng- isneyzlu í landinu. Sænskir góðtemplarar hafa lagt nokk- uð af mörkum tit starfsins í Grikklandi, en reglan þar er að byggja upp margháttaða hjálparstarfsemi jafnt við eldri sem yngri. — Ég hef unnið 7 ár að samtökum bindindismanna á Norðurlöndum, og mín skoð- un er sú, að samstarf samtak- anna á alþjóðavet.tvangi verði seint of mikið. Þeim þjóðum, sem hafa öflug bindindissam- tök í sínu landi, ber að vinna að samstarfi landa í milli í þeim tilgangi að styrkja sam- tökin í sínu eigin landi og skapa betri heim. — Ég kom hingað til fs- lands 1955 og þegar ég fór héðan hafði ég miklar mætur á landi og þjóð. Framfarirnar síðan hafa verið stórkostleg- ar. Héðan fer ég i þetta sinn á Norðurlandamót bindindis- manna, sem haldið er að þessu sinni í Finnlandi. Þetta er í rauninni námskeið, þar sem fluttir verða fynrlestrar, og þeir síðan ræddir, um hin ýmsu mál, sem Finnland varða. Á þessu móti í Finn- landi þar sem verða þátttak- endur frá öllum Norðurlönd- unum, verður einkum rætt um stjórnmálalegt og félagslegt ástand í Finnlandi, svo og menningu landsins. — Mót þessi hafa nú verið haldin í öllum Norðurlönd- unum, sitt hvert árið, og næsta sumar er ákveðið að slíkt mót verði halaið hér með þátttakendum frá hinum Norðurlöndunum. Ferðakostn- aðurinn vex reyndar talsvert í augum, en væntanlega ætti að vera einhver leið til að halda honum í skefjum. Þegar fréttamaður spurði Wenberg hvað góðtemplarar í Svíþjóð legðu mesta áherzlu á í starfi sínu nú, svaraði hann: — Æskan er framtíðin, og samkvæmt því leggjum við mesta áherzlu á unglinga- starfið, bæði innan sjálfrar bindindishreyfingarinnar og æskulýðsfélaga almennt. Stærsta vandamálið þar er ekki að ná til unglinganna, heldur að hafa eitthvað að bjóða þeim, að hafa handa á milli fjármagn til að starfa fyrir. Þörfin fyrir unglinga- starfið er næstum eingöngu í borgunum, sem fólk flyzt í unnvörpum, eftir því sem þörf iðnaðarfyrirtækjanna eftir starfsfólki verður méiri. — í Svíþjóð höfum við haldið því fram, að þörfin fyrir unglingastarfið skapist vegna þéttbýlisins sem iðnað- arfyrirtækin valda, og þess vegna sé það einvörðungu eðli legur kostnaður þessara fyrir tækja og jafnframt hagur, að sjá upprennandi vinnuafli sínu fyrir heilbrigðum upp- vaxtarárum og gæta þess að æskulýðurinn sem seinna mun vinna í þeirra þágu, glatist ekki, skapa unglingunum áhugamál og veiia starfsþörf þeirra útrás eftir heppilegum leiðum, sem er ýmsum vand- kvæðum bundið i ýs og þys stórborgar, - en iðnaðarfyrir- tækin hafa skapað stórborg- irnar. íbúar þeirra nú og síð- ar, munu vinna í þessum fyrir tækjum, og þess vegna er það bæði skylda og hagur fyrir- tækjanna að sjá unglingunum fyrir eðlilegu tómstunda- starfi. Þrjátíu félagar úr þjóð- dansafélagi Reykjavíkur lögðu af stað í gærmorgun með vél Flugfélags íslands Gullfaxa, í ferð til Norðurlanda og Skot- lands. Mun hópurinn sýna í Noregi og taka þátt í þjóð- dansamóti, sem haldið er í Bodö í Norður-Noregi, en að því búnu dvelst hópurinn 1 Kaupmannahöfn og ferðast um Skotland. Ferðaskrifstofan Útsýn hef- ur skipulagt ferð þeirra og séð fyrir farseðlum, leiðsögn og gistingu. Hópurinn er vænt aniegur heim aftur 18. júlí. Bíll óskast Óska eftir 4—5 manna bíl í sæmilegu standi, má vera gamall. Upplýsingar í síma 34276 eftir kl. 5. Útb. 5—10 þúsund. Rauðamöl Gott ofaniburðar- og upp fyllingarefni. Vörubilastóð- in Þróttur, símar 11471 til 11474 Keflavík — Suðurnes Fyrst um sinn er opið alla daga fré kl. 6,30 e.h. til kl. 11,30. Laugard. og sunnud. allan daginn. Tóbaksbúðin. Athugið! að borið saman við útbreiðslw er langtum ódýrara að auglýsa í Morgunblaðinu, en öðruœ blöðum. I»urfið þér permanent, hárskol, háralit, klippingu, lagningu eða hárnæringu? Við erum ávallt til þjónustu. NÝKOMNIR Kínverskir Garð og svalastólar lítil sending. Hnotan húsgagnaverzl. Þórsgötu 1 — Sími 20820. FERÐAFOLK MATSTOFA KEA (cafetería) Hafnarstræti 89, Akureyri, býður yður heitan mat allan daginn. Einnig kaffi, mjólk, öl, gosdrykki og smurt brauð. Ekkert þjónustugjald. — Engin bið. VerÍð velkomin i MATSTOFU KEA (cafeteria) Hafnarsfrœfi 89, Akureyr i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.