Morgunblaðið - 30.06.1963, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.06.1963, Blaðsíða 15
Sunnudagur 30. júní 1963 M O R C V N B L A Ð 1 15 Landið okkar í LEIRHÖFN á Melrakkasléttu er eitthvert mesta fjárbú hér á landi í eigu eins og sama bóndans. Þar eru einhver stærstu fjárhús sem byggð hafa verið hérlendis und- ir einu og sama þaki. Þau rúma 600 fjár. Við litum fyrst inn í Leirhöfn um Hin stóru og myndarlegu fjárhús í Leirhöfn. Staldrað við á tjár- búinu Leirhöfn laust eftir hádegið og ætluðum að hafa tal af Jóhanni bónda Helgasyni. Sauðburður stendur sem hæst og bóndinn hefur því aldrei meira að gera en einmitt nú og það er í mörg horn að líta á hinu mikla fjárbúi, því alls var hjá Jóhanni í Leirhöfn 770 — Reykjavíkurbréf Frambald af bls. 13. kosna við síðustu þingkosningar. Þessi blika var þó naumast hjá liðin, þegar birt var skýrsla rannsóknarnefndar á námuslys um sem orðið höfðu á Spitzberg- en. Skýrslan leiddi til þess, að iðnaðarmálaráðherrann, sem deilt hafði verið á í fyrra málinu, sagði tafarlaust af sér og voru þó engar persónulegar sakir bornar á ráðherrann í skýslunni. Sum' nosku blöðin töldu málið svo alvarlegt, að þau sögðu daga Gerhardsens sem forsætisráð- herra talda. Sennilega eru það ýkjur. En það sem undir býr, er, að mörgum finnst jafnvel sú takmarkaða þjóðnýting, sem Verkamannaflokkurinn norski hefur béitt sér fyrir, hafi reynzt mun miður en vonir forvígis- manna hennar stóðu til. Þess vegna hefur stjórnin orðið fyrir meiri álitshnekki af þessum mál um báðum saman, en atvik hvers út af fyrir sig í fljótu bragði gefa tilefni til. Kosningar Danmörku? 1 Noregi þekkist ekki þingrof með sama hætti og á íslandi eða í Danmörku. Þess vegna verður stjórnarkreppa þar ekki leyst með þingrofi á sama veg og nú er talað um í Danmörku. Ástæð an til slíks umtals þar í landi er hins vegar ósigur dönsku stjórnarinnar við þjóðaratkvæða greiðslu um landeignalöggjöf. Sú löggjöf var boðuð í þeim til gangi að tryggja rétt Dana sjálfra ef til aðildar þeirra að Efna- hagsbandalagi Evrópu kæmi. Lög gjöfin var talin ganga sýnu lengra en ástæða væri til og í rauninni geta orðið yfirvarp margháttaðra ríkisafskipta, sem vinstrimenn og íhaldsmenn voru andvígir. Þess vegna fór fram þjóðaratkvæðagreiðsla, og lykt- aði henni, flestum að óvörum, með miklum ósigri stjórnarinn ar og stuðningsflokka hennar í þessu málL Því hafði að vísu fyrirfram verið lýst af hálfu allra aðila, að ekki væri um að ræða vantraust á stjórnina. Ósig ur hennar er hinsvegar svo mik ill, að hún hefur beðið alvarleg- an hnekki. Reynslan er hvar- vetna hin sama. Menn hafa feng ið meira en nóg af ríkisafskipt- um og kjósa fremur frelsið. fjár á fóðrum í vetur. Við hittum fyrir húsmóðurina, er við knýjum dyra á hinu myndarlega íbúðar- húsi. Það er sama hvar litið er á byggingar eða önnur mannvirki í Leirhöfn, allt er með sama snyrtibragnum, hús öll eru mál uð og hvergi sér neitt er ber vott um hirðuleysi. Byggingar allar eru miklar að allri stærð og bera vott um stórhug þeirra sem þar búa. Húsfreyja segir okkur hrein- skilningslega að bóndi sinn hafi lagt sig. Þetta væri ein af fáum hvíldarstundum er hann taki sér á sólarhringnum um sauðburð- inn. Hún bauðst til að vekja hann en við tókum því alls fjarri, sögð umst koma við hjá þeim síðar um daginn, héldum á brott og að þessu sinni austur yfir Melrakka sléttu til Raufarhafnar og kom um síðari hluta dagsins til baka í Leirhöfn. Það var óþarfi að fara heim að bæ til að leita Jóhanns bónda þar, þegar þessi tími var kominn. Hann var auðvitað í fjárhúsun- um. Eitthvað hefur verið rætt og ritað um þessi stóru fjárhús áður, sem ég man nú ekki lengur, en víst er um það að þetta eru stærstu fjárhús sem ég hefi enn stigið fæti mínum í og eru í einka eign. Það væri raunar nær að kalla þetta fjárhöll en fjárhús. Svo er þarna allt á grindum og innra skipulag húsanna þannig að breiður fóðurgangur er fram þau undir mæni, en út frá garð- arnir til beggja handa. Eg geri ráð fyrir að ef þessi hús hefðu verið byggð nú í dag myndu þau hafa verið gerð með tilliti til þess að léttara væri að hirða í þeim, en raunar er. Undir grindunum er áburðarkjallari sem er 2,30 m á hæð og þótt húsin hafi verið •tekin í notkun 1959 hefur ekki þurft að moka út áburði fram að þessu. Áburðarkjallarinn er nú hins vegar orðinn fullur sagði Jóhann og verður því að moka út úr húsunum í vor eða nú í sumar. Svo hátt er undir loft og svo stórar dyr eru á áburðarkjallar- anum að hægt er að aka inn í þau traktor með moksturstækj- um og þarf því mannshöndin ekki að koma nálægt útmokstrinum nema til þess að stjórna þar vél knúnum tækjum. Þetta er að sjálf sögðu mjög þægilegt. Mér verður hugsað til okkar unglinganna, sem látnir vorum bera sauðatað ið til dyra fyrir tveim áratugum eða svo. Það hefði verið handtak að bera til dyra í svo stórum hús um sem þessum. Við norður eða austurenda fjárhúsanna er geysi stór og mikil hlaða. Mænir henn ar snýr þvert á mæni húsana. Gólfhæð hlöðunnar er sú sama og gólfhæð áburðarkjallarans og verður því að una heyið úr hlöð unni að mestu uppfyrir sig til að koma því fram í húsin. Þetta er sýnilega galli og gerir fjármann inum mun erfiðara fyrir um hirð ingu. Ennfremur virtist mér það allmikill galli að allir garðar eru hæri en fóðurgangurinn. Verður því ekki einasta að lyfta heyinu upp ú hlöðunni upp í fóðurgang inn heldur verður aftur að lyfta því upp úr fóðurganginum upp í garðana. Að vísu eru vagnar til að flytja heyið frá hlöðudyrum fram í húsin en mér virtist þeir ekki vera nota^jr þegar ég horfði og fleira ætti þessi tilraun að leiða í ljós. Auðvitað er allt fé vél rúið í Leirhöfn. Ekki höfðu verið margir heitir dagar á þessu vori. Þó hafði Jóhann tekið eftir því að ef hlýtt var úti þá mæddist það fé, sem inni stóð og var ullu, en ærnar sem rúnar höfðu verið blésu ekki úr nös. Það skal fram tekið að loftræsting er mjög góð í Leirhafnarhúsunum svo ekki þarf fé að mæðast af þungu lofti. Sauðburðurinn gekk glatt hjá Jóhanni í Leirhöfn þessa dagana Við stoppuðum í húsunum hjá honum ríflega fjórðung stundar og á meðan báru 3 ær. Eg tók eft ir því að kona sem með vár í förinni stóð þögul og horfði eina kindina sem var að bera. Kindin reigði sig og teigði á með an á kollhríðinni stóð, en að öðru leyti sáust lítil svipbrigði á henni en hún stundi þungan. Þjáning það að yfirgefa fjárhúsin sín, ganga með okkur til bæjar, rabba þar við okkur meðan kona hana gjörði okkur veizluborð. Jóhann er maður skrafhreyfinn og skemmtilegur og að slepptu tali um kindur og sauðburð var rabb að um heima og geima. M. a. sagði Jóhann okkur að hér í Leir höfn hefðu farið fram einu vopna viðskipti milli Þjóðverja og Eng lendinga, sem fram fóru í síðasta stríði hér á landi. Þetta bar að með þeim hætti að þýzk veðurai hugunarflugvél var að lenda á vatninu við Leirhöfn. Vélin sökk með brennandi hreyfli en á- höfnin bjargaðist á land. Jóhann var ásamt öðrum manni að vinnu úti á túni þegar þeir sáu atburð- inn gerast. Þeir gripu til hesta, sem með þeim voru og riðu sem skjótast niður í fjöru. Þar fundu þeir einn Þjóðverjanna aðfram- kominn 1 fjörunni. Þjóðverý arnir voru allir blautir o* hraktir og þurfti að styðja suma til bæjar. Þar fengu þeir þurr föt og hressingw og jöfnuðu sig furðu fljótt. Hen stjórnarmönnum á Raufarhötn var tilkynnt um atburð þennan, Jóhann sagði það hafa verið nokk uð broslegt er brezki herinn kora grár fyrir járnum til að handtakj Þjóðverjana. Ætluðu þeir aí neita að ganga til stofu nem» vopnin væru fyrst afhent utaa dyra. Þeir urðu ekki lítið hissa er ■ þeir komu inn í stofuna og sáa þar enga þýzka hermenn. Þeira hefði verið erfitt að handtaka mennina þar sem þeir sátu t vinnubuxum og peysum rétt ein* og aðrir heimilismenn, því auð- vitað hengu einkennisföt Þjóð- Leirhafnarærnar raða sér á garðann. á þá Leirhafnarmenn gefa á garð ana síðdegisgjöfina þennan dag. En þrátt fyrir þessa byggingar galla hlýtur að vera gaman að hirða fé í þessum stóru og glæsi legu húsum. Það var líka auð- séð að féð var þarna líka vel hirt. Það var hreint á lagðinn og sýnilega sæld í fénu. En það þarf mikið hey í svo margt fé og Jóhann sagðist ekki þola þessa ótíð sem nú stæði öllu lengur en til mánaðamóta maí júní. Jó- hann hefur í gangi all merkalega tilraun með rúning lambfjár á húsi. Tilrauninni er háttað þann ig að 100 ær eru í hverjum hópi 2ja til 6 vetra. Rýja átti annan hópinn 9. apríl en þá voru að- eins rúnar 30 ær og var ástæðan manndrápsveðrið sem gerði um þær mundir. Hinar 70 voru rúnar 20. apríl. Báðir tilraunahóparnir voru vigtaðir við rúning og fór það fram 2. maí. Síðan eru lömb in vigtuð við burð og síðasti hluti tilraunarinnar er sá að bæði ær og lömb verða vegin í haust. Tilraun þessi á að leiða í ljós hvort innistöður gefi ekki þyngri dilka ef ærnar eru rúnar að vetr- inum. Ennfremur ætti ullin að nýtast betur þar sem svo er kom- ið að erfitt er um vorsmölun eftir að fé er sloppið á afrétt í ullinni, arsvipurinn var öllu meiri á kon unni sem á horfði, sýnilegt var að hú bar meira skynbragð á burð arstríð kindarinnar en við karl- mennirnir. Nú var ekki ætlunin að tefja lengur fyrir bóndanum í Leirhöfn heldur halda af stað. En það var ekki við það komandi að við færum án þess að þiggja góðgerð ir og Jóhann bóndi lét sig hafa EINANGRUN Ódýr og mjög góð einangrun. Vönduð framleíðsla. J. Þorláksson & Norðmann h.f. Skúlagötu 30. Bankastræti 11. verjanna annars staðar til þerris og byssur hinna þýzku stóðu ósköp sakleysislegar í einu horn inu. Þessi orusta stóð því hvað stytzt allra í síðasta stríði og að skammri stundu liðinni fór brezki herinn með herfang sitt. Það var liðið að kveldi þegar við yfirgáfum hin glaðlegu og skemmtilegu hjón í Leirhöfn. — Vig. Vó'ruhappdrætti d SÍBS 16250 VINNINGAR! Fjórði hver miði vinnur að meðaltali! Hæstu vinningar 1/2 milljón hrónur. Lægstu 10Q0 krónur. Dregið 5. hvers mánaðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.