Morgunblaðið - 30.06.1963, Blaðsíða 12
n
MORCVNBLAÐIÐ
Sunnuda^ur 30. iúnf 1963
Otgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur
Matthías Johannessen,
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson.
Ritstjórn: Að5.1stræti 6.
Augiýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innánlands.
1 lausasölu kr. 4.00 eintakib.
' r
GULLIÐ I LOFA
FRAMTÍÐARINNAR
kostnaður við gerð myndarinnar i „Við erum svo hamingjusöm**,
milli 60 og 110 þúsund krónur. sagði Catherine. „Hvers vegna að
j stofna til hjónabands og bjóða
í fréttunum
Tslenzk æska er í dag glæsi-
legri og hraustari en
nokkru sinni fyrr. Sú stað-
reynd sprettur að sjálfsögðu
af því, að hún er alin upp við
betri lífskjör en áður hafa
þekkzt á íslandi. Bömin eru
betur alin, þau fá betra og
heilnæmara fæði og búa í
betri húsakynnum en kynslóð
ir liðins tíma. Það er vakað
betur yfir heilsu íslenzkra
barna í dag en nokkru sinni
fyrr. Þau ganga í nýja og
glæsilega skóla og allt er fyr-
ir þau gert, sem mögulegt er
til þess að ala upp hrausta og
hamingjusama kynslóð.
Öllu þessu er vissulega
ástæða til þess að fagna. Æsk-
an er gullið í lófa framtíðar-
innar. Hún er ókomna tím-
ans von, hún er fjöreggið sem
framtíð íslenzku þjóðarinnar
byggist á.
En að þeirri æsku, sem elst
upp á íslandi í dag steðja
einnig fleiri freistingar og
fleiri hættur en nokkru sinni
fyrr. Fyrir aðeins nokkrum
áratugum bjó öll íslenzka
þjóðin í.fámennu sveitaþjóð-
félagi. Nú hefur myndazt hér
þéttbýli og borgir, með marg-
víslegum hættum og freist-
ingum, sem verða á vegi ungl-
inganna við svo að segja
hvert fótmál þeirra. Ekki að-
eins foreldrar þeirra, heldur
og unglingarnir sjálfir hafa
mikla fjármuni handa á milli
og geta notað þá, hvenær sem
þeim býður við að horfa, til
þess að veita sér skemmtan-
ir og margvíslegar lýsti-
semdir.
Margir atburðir síðari ára
hafa sýnt, að íslenzk æska er
í mikilli hættu fyrir þessum
freistingum hins unga þétt-
býlis. Það er hægt að gera
margt til þess að bægja þess-
um hættum frá unga fólkinu.
En ábyrgðin hvílir ekki að-
eins á unglingunum, heldur
fyrst og fremst á fullorðna
fólkinu, sem elur þá upp. Það
verður að vaka betur yfir
börnum sínum. Það verður að
vanda uppeldi þeirra, ganga
á undan með góðu fordæmi í
daglegu líferni, innræta börn-
um sínum ábyrgðartilfinn-
ingu og góða siði, láta þau
ekki hafa of mikil fjárráð,
koma í veg fyrir að tengsl
þeirra við heimilin verði of
losaraleg og vaka yfir ferð-
um þeirra, hvort heldur er
innan borga og bæja, eða til
skemmtistaða út um sveitir.
En mestu máli skiptir, að
unglingarnir alist upp við nyt
samleg störf, læri að bera
virðir.gu fyrir vinnu og verð-
mætum en fái óbeit á iðju-
leysi og eyðslu.
Foreldrar, heimili og skóli
verða að leggjast á eitt um
að leiða þá glæsilegu og þrótt-
miklu æsku, sem nú er að
vaxa upp í landinu til þroska
og manndóms. Það er mikil-
vægasta verkefnið sem leysa
verður í hinu íslenzka þjóð-
félagi í dag. Ólánssporin um
hinn fagra Þjórsárdal hræða.
Þau mega ekki endurtaka sig.
Hóflegur agi og eftirlit verð-
ur að leysa taumleysið af
hólmi. Fullorðna fólkið verð-
ur að finna til ábyrgðar sinn-
ar í ríkari mæli og æskan að
skilja skyldur sínar við fram-
tíð sína og þjóðar sinnar.
AFALL FYRIR
HLUTLEYSIS-
STEFNUNA
egar Morgunblaðið átti í
fyrradag símtal við sendi
herra íslands í Moskvu, dr.
Kristinn Guðmundsson,
komst hann m.a. þannig að
að orði að njósnamál Stig
Wennerströms væri, meðal
hins fjölmenna hóps erlendra
sendifulltrúa í .Moskvu talið
afskaplegt áfall fyrir Svía.
Svíþjóð væri það sem kallað
hefði verið hlutlaust land, svo
þetta þætti mikill viðburður.
í forystugrein í blaðinu í
gær, var einmitt að þessu vik-
ið og_á það bent, að Rússar
hefðu ekkert minni áhuga fyr-
ir að njósna um landvarnir
Svía, enda þótt þeir væru
ekki í Atlantshafsbandalag-
inu og teldu sig fylgjandi hlut
leysisstefnu í utanríkis- og
öryggismálum. Það er því
greinilegt og öllum ljóst, að
hlutleysisstefna er engin
trygging gegn því, að hin
herskáu Sovétríki freisti þess
að njósna um landvarnir og
öryggisráðstafanir einstakra
landa og þjóða.
Það hefur því enn einu
sinni sannazt, að hlutleysis-
stefnan veitir engum skjól.
Hún er aðeins flótti frá stað-
reyndum í viðsjálli veröld á
háskalegum tímum.
VIÐREISN KENN-
ARASKÖLANS
/\llum þeim, sem hafa áhuga
á umbótum í fræðslumál-
um þjóðarinnar, hlýtur að
vera viðreisn Kennaraskólans
fagnaðarefni. Þessi þýðingar-
Kvikmyndaieikarjnn Anthony
Quinn hefur staðfest þann orð-
róm, að hann sé faðir drengs,
sem hin bláeygða ítalska sýning-
arstúlka Jolanda Addolori eign-
ast í marz sl. Þau kynntust í Róm
árið 1961, þar sem Anthony
Quinn dvaldi meðan kvikmyndin
Barrabas var tekin. „Hann er
þriggja mánaða gamall og getur
sagt pabbi,“ sgði Anthony. ',og
ég hef gert ráðstafanir til að
hann njóti sama réttar og önnur
börn mín, lagalega séð. Drengur-
inn er sonur minn, og ég sé ekki
ástæðu til hann þjáist vegna
mistaka annarra.“
Þegar Anthony Quinn var
spurður um, hvort kona hans,
Katherine DeMille og móðir
fjögurra barna hans, myndi
sækja um skilnað, svaraði hann:
„Ég vona ekki.“
Meðfylgjandi mynd er af
Anthony Quinn og konu hans,
Katherine.
— x x x —
Sophia Loren leitar af mikilli
samvizkusemi að rafgulum aug-
um í augnasafni Bernard Tauss-
aud, sem eins og kunnugt er erfði
Tussaud vaxmyndasafnið í Lond
on. Fyrirhugað er að steypa vax-
mynd af Sophiu og er áætlaður
mikla skólastofnun hefur nú
fengið ný og glæsileg húsa-
kynni í stað gamalla og úr-
eltra. Núverandi ríkisstjóm
hefur jafnframt beitt sér fyr
ir nýrri löggjöf úm skólann.
Samkvæmt henni fær skólinn
réttindi til þess að brautskrá
stúdenta, stofnuð verður fram
haldsdeild við skólann, kom-
ið verður á fót undirbúnings-
deild fyrir sérkennara, æf-
ingarkennsla verður aukin
og nokkuð kjörfrelsi er leyft
um námsefni.
Það orkar ekki tvímælis að
með þessari löggjöf um Kenn-
araskólann hefur verið stigið
mikið framfaraspor í fræðslu
málum þjóðarinnar. Undir for
ystu hins merka skólamanns,
dr. Brodda Jóhannessonar er
óhætt að treysta því að Kenn
araskólinn ræki vel hið mik-
livæga hlutverk sitt.
Það vakti almenna athygli í
Bonn, þegar Kennedy var þar á
ferð sl. mánudag að hann kom
með sérstaklega útbúinn stól í
hádegisverðarboð í ameríska
sendiherraklúbbnum. Þangað
hafði hann boðið vestur-þýzku
ríkisstjórninni og helztu embætt
ismönnum landsins.
Menn minntust þess þá, að
Kennedy virtist þjást af sárs-
auka í hryggnum, þegar hann
skoðaði dómkirkjuna í Köln á
sunnudaginn, nokkrum stundum
eftir komu hans til Vestur-Þýzka
lands.
Kennedy hefur síðustu tvö ár-
in alltaf haft með í ferðum sín
um körfustól eða ruggustól, eins
þann sem hann notaði í Bonn,
eða allt frá því hryggmeiðsli
hans, sem hann fékk í stríðinu,
tóku sig upp að nýju.
— x x x —
Kvikmyndastjórinn Roger Vad
im sést hér ijósmynda nýfæddan
son sinn og móður hans, Cather
ine Deneuve, sem er 20 ára göm-
ul. Þau hafa ekki enn gengið í
það heilaga — og hafa ekki í
hyggju að gera það, að þeirra
eigin sögn.
skilnaðinum heim“.
Roger Vadim er 34 ára gamall
og tvískilinn. Fyrsta eiginkona
hans var Brigitte Bardot, önnur
var Annette Stroyberg og eignuð
ust þau dóttur saman.
Sonurinn verður skírður Christ
ian Dorléac.
★
DAGBLÖÐIN í London skýrðu
frá því' sl. þriðjudag, að Karl
prins hefði brotið áfengislögin
með því að kaupa sér kirsuberja-
líkjör á opinberum bar og drakk
hann í botn. í Bretlandi er mönn
um yngri en 18 ára óheimilt a<5
kaupa áfengi og Charles krón-
prms er aðeins 14.
Atburður þessi átti sér stað 1
Crown Hotel í Stornoway á
Hebrideseyjum. Hann kom þang-
að með fjórum öðrum piltum
skólaskipinu Pinta. Þar hittu þeir
Harris Mackenzie, sem á sínunj
tíma útskrlfaðist frá Gordons-
toun en stundar nú viðskipti I
Stornoway, og hann bauð þeina
að borða í hótelinu.
Kona hóteleigandans, Christ-
ine Matheson, sagði að Karl
hefði komið inn á barinn og
beðið um kirsuberjalíkjör, borg-
að hann úr eigin vasa og drukk-
ið. En hann hafði ekki fyrr rennt
drykknum niður, en lífvörður
prinsins, leynilögreglumaður frá
Scotland Yard, birtist í barnutn
og spurði: „Hvað ertu að gera
hér?“
Charles var fljótur að fara út.
Eftir máltíðina fór hann ásamt
vinum sínum í kvikmyndahús og
sá þar mynd með Jayne Mans-
field.
Blaðafulltrúinn í Buckingham
Palace hefur neitað að ræða mál-
ið við blaðamenn og segir þa3
vera algert einkamáL