Morgunblaðið - 30.06.1963, Síða 3

Morgunblaðið - 30.06.1963, Síða 3
Sunnudagúf 30. júní 1963 V O R G V TS B t 4 Ð 1 Ð 3 Á STOKKSEYRI er stunduð allumfangsmikil humarveiði í sumar sem undanfarin ár og eru flestir þorpsbúar á ýmsum aldri önnum kafnir við nýt- ingu aflans í landi auk þeirra 16 manna, sem róa á bátunum. Samtals munu yfis 100 manns hafa tekjur af humarveiðinni og er það ekki svo lítil hlut- falls'iala í litlu sjávarþorpi sem Stokkseyri. Þegar fréttamenn blaðsins voru á ferð um lágsveitir Árnessýslu á dögunum þrugðu þeir sér til Stokkseyrar til að líta inn í frystihúsið, þar sem humarinn er verkaður, og segja má, að á heppilegri heim sóknartíma hefði vart verið á kosið, þar eð hann Zóphonías Pétursson, gjaldkeri frysti- hússins, hafði rétt lokið við að borga út þegar við ókum í hlað ið og menn voru þar af leið- andi venju fremur hýrir á brá. Fyrir utan nýja viðbótar- byggingu frystihússins hittum við þá Guðmund Einarsson, framkvæmdastjóra og Zóphon Sr. Bjarni Sigurðsson: Sólmánuður Zóphonías Pétursson, gjaldkeri, frystihússins fyrir utan við- bótarbygginguna, sem er í smíðum Krakkarnir slíta humar á Stokkseyri Elias Baldursson lítur sem snöggvast á ljósmyndarann. Maðurinn, sem stendur að baki hans, sá um að börnin héldu áfram að vinna. ías Pétursson, gjaldkera. —■ Þið eruð þó ekki rukkar ar með leyfi að spyrja, segir Zóphonías. Eg er búinn að fá nóg af þeim í bili. Þeir hafa geist hér fram í dag eins og heilt herfylki. Svo vorum við líka að fá víxill til greiðslu að sunnan og við borgum bara ekki meira fé að sinni. Við erum að byggja eins og þið sjá ið og þurfum á aurunum að halda. — Er þetta nýr vinnusalur? — Já, segir Guðmundur. — Þetta er 700 ferm. bygging. Vinnusalurinn verður uppi og fiskmóttakan niðri. Við byrj uðum á þessu í fyrra og því miðar alltaf áfram þó að pen ingana vanti. Við reiknum með 5—6 milljónum í þetta. — Hafið þið nægan starfs kraft í byggingavinnunni? — Ja, það eru alltaf fastir menn í vinnu. — Hvernig hefur humarveið in gengið? — Allvel. Það eru núna kom in á land um 60 tonn af fjórum bátum, sem eru á humar. Fróði er þeirra- hæstur með 17 tonn. Svo er einn bátur á drag nót, en honum hefur ekki geng ið eins vel og bezt hefði verið á kosið. — Hvenær byrjuðu þeir á humrinum? — Þeir fóru í eins konar reynsluferð hinn 25. maí og hafa farið út síðan þegar veð ur hefur leyft. — Hvað fá bátarnir mikið verð fyrir aflann í ár? — 30 aurum lægra en í fyrra fyrir kílóið. — Ha? — í fyrra flokkuðu þeir hum arinn í tvo gæðaflokka um borð og fengu þá 12,70 fyrir kílóið í betri flokknum, en 4,75 fyrir annars flokks humar. í ár rögum við upp hérna í frystihúsinu og greiðum þess vegna 30 aurum lægra verð fyrir hvert kíló. — En nú ætt uð þið að fara inn í vinnusal inn og líta á krakkana, sem eru að slíta. Það eru 34 krakk ar hérna í vinnu — þeir yngstu um 8 ára gamlir. Og svo gengum við inn fyrir og sjáum fyrir okkur hóp mynd arlegra barna, sem voru önn- um kafin við að slíta halann af humarnum og setja hann síðan í körfur. Roskinn maður stóð við borð ið hjá þeim og áminnti þau um að halda vel áfram verk- inu, þó að einhverjir blaða- snápar væru komnir og drægju að sér athygli. í hópnum sjáum við litla hnátu Sveinbjörgu Friðbjarn- ardóttur, sem vinnur af miklu kappi, þó að aldurinn sé greini lega ekki hár. — Þú ert ekkert hrædd við humarinn, þó að ljótur sé? — Nei, nei, — ég er orðin átta ára. — Hvað ertu búin að vinna í marga daga? — Eg man það nú ekki al- veg. En ég fékk 219 krónur í kaup í dag. Eg er safna -fyrir húsi. — Dúkkuhúsi? — Nei, nei. Hinsegin húsi. Svona í alvörunni. Eg ætla að gefa pabba og mömmu það. Fyrst ætla ég að leggja alla aurana í banka og taka þá út þegar ég er orðin stór. Þá verða þeir orðnir miklu meiri, segir mamma. — Hefurðu borðað humar? — Nei, ég vil ekki sjá hann. Eg sný mér alltaf undan þegar Þ Æ R stundir eru £ lífi vor allra, að sambúð guðs og manns verð- ur eins og nánari en í annan tíma. Vér minnumst jólanna, þeg ar myrkur og kuldi grúfir yfir norðurhjara. Aldrei leitar önd vor sem þá eftir útréttri líknar- hönd guðs, aldrei erum vér sem þá umkomulaus og hjálparvana án trúar á kraft hans. Seinna rennur upp skerpla og sólmán- uður, hlýir dagar og húmbláar nætur, þegar þær rætast þrár vorar frá í vetur eftir birtu og yl. Hversu lokkandi hafa þeir ! ekki . erið liðnir vormorgnar, þeg ar loftið hefir kveðið við af fugla kvaki og ástarhótum hrossa- gauks, svo að hjörtu vor kipptust við af einskærum fögnuði yfir að vera til og finna undur náttúr- unnar streyma um vitund vora og seytla út í hverja taug. Og hvernig grænkandi jörðin tekur fagnandi móti hlýjunni og ljós- inu, opnar skaut sitt fyrir dögg- inni og gefur frá sér angan og grósku eins og þegar dúnmjúkur móðurbarmur mylkir þyrstu barni. Og fólkið rís úr rekkju, hver af öðrum, og býður góðan dag. Alls staðar kveður við af þrótt- miklum röddum manna, sem átt hafa væran blund með sumar- angan gegnum svefninn, alls stað ar dunar við af starfi og önn. Enginn á þó svo annríkt, að hann gefi sér ekki tóm til að leggja hlustir við þeim seið, sem sunginn er; jafnvel húsfreyjan, sem hefir ekki tíma til að tylla sér, veitir sér nú þann munað að halla sér út um gluggann og leyfa litum sumarsins og angan að leika um vit sín. En dagur- inn líður og starfið tekur allan pabbi og mamma eru að borða hann. Andspænis Sveinbjörgu stendur ljóshærður strákur, Elías Baldursson, sem einnig er 8 ára. — Ert þú að hugsa um að byggja með henni Svein- björgu? — Það er ekkert víst að hún vilji- það. — Hvað fékkstu mikið út- borgað? — 396 kall. Við hættum samtalinu, því að nú hrópar ljósmyndarinn upp yfir sig, að engu sé líkara en að það eigi að drekkja öll um mannskapnum. Það er hann Siggi, sem við uppnefnd um Sigga sprautu, sem pusar úr stórri vatnsslöngu á humar inn. Af meinsfýsni sinni sprautar hann vatninu við tærnar á okkur, því að senni lega óskar hann þess heitt og innilega að fá að sjá frétta- menn á floti. En við erum menn þéttir á velli og Sigga verður ekki kápan úr bví klæð inu að sinni. Sveinbjörg Friðbjarnardóttir, fyrir „alvöru húsi“. — Ljósm. 8 ára, slítur humar og safnar Sv. Þormóðsson. tímann, svo að ekki v’nnst tóm til að gefa sig óskiptan við undri náttúrunnar. Þó vakir það í hug- blæ vorum eins og ómar mikillar hljómkviðu, sem hefir tekið hjarta vort fangið. Ég minnist þess, þegar ég einu" sinni var á ferðalagi, að mið- aldra ökuþór sótti mig í þann stað, sem leiðarvagninn átti á- fanga. Og mér fannst ökutækið fornfálegt og vegurinn. vondui og loftið grátt og kalt. Og ég gat ekkkert séð í umhverfinu, sem augað mætti gamna sér við. Sjálfur ökuþórinn virtist þegj- andalegur, en við nánari gát sást, að hann var þó athyglisverður, svo að þar var einmitt fundið hæfilegt skoðunarefni, nokkuð, sem dró huga frá vondum vegi, vondum vagni og grámóskulegu veðri. Það var eitthvað kankvíst og íbyggið við hann þennan lot- lega ökuþór, er stakk í stúf við allan hversdagsleikann, sem ó- kleift virtist að fá nokkurt vit í eða ánægju af. Engu líkara en hugur hans væri hrifinn burt frá stað og stundu, eins og hann byggi yfir einhverju seiðmögn- uðu leyndarmáli, þar sem ekkert geti raskað kyrrum hugblæ hans. Hver gat hann verið þessi eftirvæntingarfulli leyndardóm- ur, sem hann átti hlutdeild í sá hversdagslegi karlfauskur? Og ekki bar á öðru en vottaði fyrir hýrubrosi í öðru munnvikinu, einmitt þegar vagninn hossaðist mest og skvettist óþyrmilegast til. Og sú stund rann upp fyrr en varði, að lausn fengist gát- unnar um þá leyndardómsfullu gleði, sem ekki batzt í orð, held- ur hjúpaði hug og hjarta í tján- ingarfullri þögn. Það var konan hans, sú, sem hann fyrir 30 ár- um hafði leitt brúði fram fyrir auglit guðs, hún var enn í aug- um hans sú sama hugþekka og sviflétta unnusta, sem hún var í hvítu brúðarlíni á heiðursdegi þeirra. Eftirvænting brúðkaups- dagsins hafði innsiglað hamingju þeirra. Hvert tillit, hvert orð, hvert bros bar enn í sér seið- magn hins fyrsta ástarfundar. Því er eitthvað svipað farið um anda þessara björtu og kyrru sumardægra. Leyndardómur þeirra gengur gegnum starf vort eins og óslitin taug. Þar er óræð eftirvænting, einhver titrandi strengur, sem tengir saman nótt og dag, aftan og dagrenninng. Og þótt vér hugsum kannski ekki út í, hvað það er, sem veldur þessum ljúfa hugblæ, hefir hann búið um sig í þeim leynum, þar sem vér geymum það eitt, sem enginn fær frá oss tekið. En þeg- ar kvöldar að eftir sumarlangan dag, og jörðin eins og dæsir í velsæld vegna örlátra ástarhótta dægranna, þá hefir hugur vor svo töfrazt af anda sumarsins, að hann þráast við að leyfa þreytt- um líkama að fara í háttinn eft- ir sleitulaust starf, því að ljósar sumarnætur vaka öll fegurstu ævintýr. Hvaðan öll þessi dýrð, öll þessi sæld, þetta sumarundur? Svarið er eitt, óvefengjanlegt og knýj- andi: Vor himneski faðir hefir hér lokið upp dýrð sinni, opnað oss uppsprettulindir anda vorum að bergja af. Hér blasir við sjón- um vorum einn sá gagnvegur, sem drottinn hefir lagt að hjarta voru og sinni. Sálmaskáldið sr. Valdimar Briem segir í versinu góða: Guð, allur heimur, eins í lágu og háu, / er opin bók um þig, er fræðir mig, / já, hvert eitt blað á blómi jarðar smáu / er blað, sem margt er skrifað á um þig. Öll náttúran hrópar til vor undrið um guð föður, jafnvel smæsta frækorn á í sér fólginn veiðamikinn vísdóm um hann, frækornið, sem grær og vex af sköpun hans, án mannlegrar í- hlutunar og afskipta.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.