Morgunblaðið - 30.06.1963, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.06.1963, Blaðsíða 10
10 MORGUISBL 4 Ð 1 Ð Sunnudagur 30. júní 1963 Merkilegar tilraunir á Hvanneyri: Kjarni reynist ver en kalksaitnétur Tvö afbrigði vallarfoxgrass standast kal SL. fimmtudag var blaðamönnum boðið að Hvanneyri, þar sem Guð mundur Jónsson, skólastjóri skýrði frá starfseminni, sem hann skipti í 7 þætti. En þessi tkni árs var einkum valinn til viðtalsins með tilliti til þess að sýna jarð- ræktartilraunareiti í upphafi sláttar. Á Hvanneyri hafa jarð- ræktartilraunir farið mjög vax- andi síðustu árin og eru þar nú tilraunir í 12—14 hundruð reitum. Magnús Óskarsson er forstöðu- maður tilraunanna. Fréttamenn skoðuðu m. a. 128 m. langa nýræktarspildu fyrir kaltilraunirnar, þar sem er sáð og borið á 32 vegu og hver tilraun endurtekin fjórum sinnum. Hefur komið í ljós við kaltilraunirnar að áburður skiptir miklu máli hvað kalskemmdir snertir og eins að mismunandi afbrigði eru mis- næm fyrir kali, en kal er sem kunnugt er eitt aðalvandamálið við ræktun. Þar sem kalksalpétur, sem áður var mikið fluttur inn, hefur verið borinn saman við kjama, reynist kalksaltpéturinn ætíð betur. Ekki er kalk í kjarnaáburði og eru þeir á Hvanneyri því að gera til- raunir með að setja kalk frá Sementsverksmiðjunni í jarðveg- inn samhliða kjarnanum. Hin ýmsu afbrigði af vallar- foxgrasi hafa reynzt mjög misvel í vetur í tiraunareitunum. Hafa sum afbrigðin, eins og t. d. eitt frá Wales alveg dáið út. En við hliðina á því stendur fallegt og þétt grasafbrigði frá Norður Nor- eki. Sagðf Magnús Óskarsson að skv. þessum tilraunum væru Engmo og Bodin tegundimar frá Norður-Noregi einu vallarfoxgras stofnamir sem notandi væru. T.d. hefur Vingmo frá Suður-Noregi, sem mikið hefur verið notað hér að undanförnu, staðið sig illa i vetur. Sagði Magnús, að Agnar Guðnason hefði nú látið flytja inn 30—40 lestir af Engmo. Á tilraunareitnum, mátti gjörla sjá mismuninn á þeim reitum, sem skorti fosfóráburð eða kali- áburð og þeim sem nægan alhliða áburð höfðu. Fosfórskorturinn virðist gera grasið bláleitt, en kali skorturinn gerði það ljóst og dautt í broddana. Kvaðst Magnús hræddur um að jarðvegur um allt vestanvert fsland ætti við mikinn forfórsýruskort að stríða. En ef fosfórsýru vantar verður nýrækt in eitt flag. Heilgrösin vinna á við áburð. Ekki er nóg að fá mikla upp- skeru, fæðugildi hennar skiptir engu síður máli. Þorsteinn Þor- steinsson frá Húsafelli hefur á hendi efnarannsóknir á jurtum og jarðvegi á Hvanneyri. Á hinni gamalfrægu og frjó- sömu Hvanneyrarfit gerir hann tilraunir með áburðargjöf. Kem- ur í Ijós, að við áburð vex grasið mikið og auk þess breytast grös- in. Gulstör er upphaflega aðal- grasið þarna, eða um 70%, en við áburð vex heilgrösunum ásmeg- in og þau fá yfirhöndina. Heil- grösin eru miklu æskilegri, við efnaákvarðanir á þeim sést að þau eru miklu mun steinefna- ríkari. Hefur verið borið á þarna síðan 1956 og aukast heilgrösin stöðugt. Á rannsóknarstofunni er grasið úr tilraununum efnaákvarðað, þ.e.a.s. steinefnamagnið og eggja- hvítumagnið í því. Vafasamt að beita nýrækt og slá seint Á Hvanneyri fara einnig fram beitartilraunir, til að kanna hvort nýrækt þolir beit og áhrif mis- munandi sláttutíma. Sagði Magn ús Óskarsson, að skv. tilraunun- um væri óhætt að fullyrða ?.ð vafasamt væri að beita á nýrækt, einkum seint á hausti. Og einnig að mjög vafasamt sé að slá seint. Sáu fréttamenn t. d. tvo bletti, hlið við hlið, sem slegnir voru með 20 daga millibili í septem- ber, með þeim afleiðingum að þann blettinn sem seinna var sleg inn, dauðkól og er hann varla farinn að ná sér nú, á öðru ári, en hin sakaði ekki. Ýmsar fleiri jarðræktartilraun- ir eru í gangi á Hvanneyri, t. d. tilraunir með það hve djúpt eigi að vinna jörðina, hvort eigi að tæta hana, tilraunir með að sá grasfræi í land, sem hef'ur kalið eða mistekist með ræktun á, til- raunir með hvaða áhrif traktor- ar og dráttarvélar hafa í þá átt að þjappa jarðveginum saman og margt fleira, sem ekki verður farið nánar út í hér. Mikil aðsókn að bændaskóla og framhaldsdeild Jarðræktartilraunirnar eru að- eins einn af þáttum starfseminn- ar á Hvanneyri, og Veitti Guð- mundur Jónsson skólastjóri upp- lýsingar um hana: Bændaskólinn á Hvanneyri hef ur það hlutverk að búa unga menn undir að verða bændur. Eru 50—60 nemendur þar á ári og yfir 30 útskrifaðir árlega. Er að- sókn mjög góð, er t. d. að verða fullskipað í skólann á næsta hausti. Framhaldsdeild var stofnuð á Hvanneyri 1947. Er henni ætlað að mennta búfræðinga til að verða leiðbeinandi menn á sviði landbúnaðar. Hafa 58 búfræði- kandidatar útskrifast fram að þessu. Tveir eru látnir, en hinir starfa nær allir við landbúnað- arstörf. Hefur skólinn myndað nýja stétt, þar sem eru héraðs- ráðunautarnir, en þeir eru nær allir útskrifaðir á Hvanneyri. Af hinum 56 búfræðikandidötum frá Hvanneyri starfa 20 sem ráðu- nautar, 16 serrj kennarar og til- raunamenn, 14 eru bændur og bústjórar, 4 eru við ýmis störf og 2 við nám ytra. Framhaldsdeildin hefur tveggja ára nám, en nemendur þurfa að hafa verið 1 vetur í Menntaskól- anum á Akureyri fyrst. Hefur verið góð aðsókn að henni. Landbúnaðarverkfæri prófuð Áður hefur verið skýrt frá jarð Guðmundur Jónsson, skólastjóri, við nýja vélahúsið, sem í byggingu á Hvanneyri Óttar Geirsson, kennari og Magnús Óskarsson, tilraunastjórí, standa við reit, þar sem afbrigði af vallafoxgrasi hefur alveg dáið út í vetur. Næst við er vel grasi vaxinn reitur af Bodin- afbrigói frá Norður-Noiegi, sem hefur staðið sig vel. Mjóikurbásarnir í fjósinu, þar sem kýrnar standa svo hátt að fjósamennirnir þurfa ekki að beygja sig. Á myndinni sést m.a. Guðmundur Jóhannesson, ráðsmaður. - miður er hvðrki magn til þess. aðstaða né fjár- ræktartilraunum og efnarann- sóknartilraunum. En auk þess fara á Hvanneyri fram verkfæra- tilraunir. Verkfæranefnd ríkisins hefur þar aðsetur og er Ólafur Guðmundsson tilraunastjóri henn ar. Er nú orðið regla að prófa á Hvanneyri velflest landbúnaðar- verkfæri. Ekki er það skylda að fyrirtæki sendi ný verkfæri til prófunar, en flest gera það, enda spyrja bændur mikið eftir því hvort viðkomandi tæki hafi ver- ið prófað, áður en þeir festa kaup á því. Ólafur tjáði fréttamönnum að athuguð væru gæði þeirra tækja sem berast, hvernig þau henta ís- lenzkum aðstæðum, reynt að nota þau sem mest og athuga slitþol, væri t. d. keppt að því að nota heyvinnuvélar minnst 100 tíma, þá væri prófuð þjálni í notkun, afl vélanna o. fl. Síðan eru gefnar út skýrslur með niðurstöðum á tilraununum og þær sendar hreppabúnaðarféiögum, og auk þess geta allir sem vilja fengið slíkar skýrslur, en skýrslan fyrir síðasta ár er nú í prentun. Auk þess hefur verið talað við fyrir- tækin og hefur það orðið til þess að lélegar vörur hafa verið stöðv aðar og örvað til sölu á öðrum. Sagði Ólafur að síðustu árin hefði Verkfæranefndin prófað nærri 20 vélar á ári, mest hey- vinnuvélar. Einnig hefur nefndin verið með heyverkunartilraunir t. d. síðastliðin 3 sumur súg- þurrkun með köldum og lítið eitt hituðum blæstri. Sýna tilraun- irnar að afköst aukast um helm- ing við að hita blásturinn um 5-10 st., en kostnaðurinn við það hefur reynzt 10 kr. á hestburð umfram kaldan blástur. Auk þess er þá hægt að taka blautara hey. Verður þessum tilraunum haldið áfram. — f rauninni þyrfti að gera meiri bútæknitilraunir, sagði Ólafúr, athuga t. d. hvaða vinnu- tækni er hagkvæmust. En því Aðsetur Búnaðarsamb. Borgarfjarðar . Á Hvanneyri rekur Búnaðar- samband Borgarfjarðar einnig starfsemi, rekur þar sæðingar- stöð fyrir naútgripi. Fyrir nokkru fékk sambandið land, sem það mun byggja á í framtíðinni og verða tveir ráðunautar sam- bandsins þar m. a. heimilisfastir. Sagði Guðmundur skólastjóri að þetta gæti orðið til styrktar fyrir báða aðila, sambandið og skólann. Kýrnar á háum mjaltabásum Loks er að geta sjálfs skóla- búsins, sem er tilrauna- og kennslubú. Þar eru rúmlega 100 gripir í fjósi og á fimmta hundr- að fjár, en hross fá. Á vetrum er þó rekin tamningastöð í skól- anum, þar sem tamin eru 30—40 hross. Fréttamenn komu í fjósið. Það var byggt árið 1930 og er orðið full lítið. Við það er hlaða, þar sem notað er heitt loft til súg- þurrkunar. Utbúnaðurinn við mjaltirnar er ákaflega hagkvæmur. Sérstakir mjaltabásar eru, upphækkaðir þarinig að mjaltamaður stendur uppréttur við verk sitt. Standa þrjár kýr í röð á hvorum mjalta- básipg er mjaltatækjunum komið fyrir á milli, þannig að meðan önnur röðin er mjólkuð, er hægt að búa hina undir mjaltir. Sérstakur mælir sýnir hvenær fullt rennsli er úr kúnni í mjalta- ■tækin og hvenær þarf að fara að hjálpa til. Mjólkin rennur beint eftir glerpípum út í mjólkurhús- ið, er vegin og síuð á leiðinni og fer síðan beint í brúsana. Sér- stakur útbúnaður er til að ekki flói út úr. Kemur því engin mannshönd nálægt mjólkinni frá því hún kemur úr kúnni, þar til hún er komin í brúsana. Kýrnar standa í röðum og bíða eftir að komast á mjólkurbásana. Þær standa venjulega lausar á básunum, en vír er strengdur fyr* ir aftan og þegar hann er losaður geta 18 kýr í einu farið í röð að mjaltabásunum. Þessi stutta heimsókn frétta- manna var mjög fróðleg, þó ekki væri hægt að skoða nema lítinn hluta af starfseminni á þessu stóra skólabúi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.