Morgunblaðið - 24.07.1963, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.07.1963, Blaðsíða 1
24 siuuk 50 árgangur 164. tbl. — Miðvikudagur 24. júlí 1963 æst samk arkað tilr Prentsmiðja Morgunblaðsins um tak- Svo telja fréttamenn í IVIoskvu. Það yrði mesti árangur á afvopnunarsviðinu í mörg ár. — Kínverjar telja slíkt bann hættulegt frelsi þjóða Gunnar Tboroddsen, fjármálaráðherra Moskvu, London, Tókíó, 23. júlí — (AP — NTB) VESTRÆNIR fréttamenn í Moskvu telja, að innan sól- arhrings náist samkomulag um takmarkað bann við til- raunum með kjarnorkuvopn. Umræður á fundi sovézkra, bandarískra og brezkra full- trúa um slíkt bann eru sagð- ar hafa gengið mjög vel. Þó mim enn ósamið um nokkur minni háttar atriði. Stærri ágreiningsatriði eru sögð leyst. Umræðumar um til- raunabann hafa nú staðið á alþjóðavettvangi í um 5 ár. Kínverska fréttastofan 100 millj. af greiösluafgangi ríkissjóðs í jöfnunarsjóð Skýrsla fjármálaráðherra um ríkisreikninginn fyrir 1962 RÍKISREIKNIN GURINN fyrir árið 1962 hefur nú ver- ið gerður upp. Eins og á und- anförnum árum gerði fjár- málaráðherra, Gunnar Thor- oddsen, útvarpshlustendum grein fyrir niðurstöðum hans í stórum dráttum, í frétta- IMBMMMnmMB auka í gærkvöldi. Fórust honum svo orð: Tekjur ríkissjóðs voru áætlað- ar í fjárlögum 1752 milljónir kr. Þær urðu 2062 milljónir og fóru þannig 310 millj. fram úr áætl- un. Gætir þar mest aðflutnings- gjalda af innfluttum vörum, en það eru verðtollur, vörumagns- tollur, innflutningsgjald, inn- flutningssöluskattur og bifreiða- Valda vírusar krabhameini ? London, 23. júlí — AI’: — Rannsóknarnefnd Brezka læknafélagsins hefur skýrt frá því, að fundizt hafi \írusar tveir, sem talið er, að valdið geti krabbameini í mönnum. Frásögninni fylgir, að vonir standi til að finna megi aðferð til að ganga úr skugga úr skugga um áhrif vírusanna, án þess að gera þurfi hættulegar tilraunir á rpönnum. Vírusarn ir hafa valdið illkynjuðum meinum í tilrau'nadýrum. Rannsóknarnefndin, sem hér um ræðir, starfar að nokkru leyti á vegum brezku ríkisstjórnarinnar, og er í hópi þeirra stofnana í Bretlandi, sem mest hafa unnið að krabbameinsrannsóknum. Þær hafa m.a. leitt i ljós, að vírusar þessir hafa valdið krabbameini í kjúklingum, þótt engin bein sönnun hafi fengizt fyrir sams konar sjúk dómsáhrifum í mönnum, af þeirra völdum. Þess er getið í skýrslum um athuganir nefndarinnar, að' þeirri skoðun vaxi nú fylgi, að vírusar kunni að vera orsök krabbameins í mönnum. Komið hefur í ljós, að þeir geta valdið hvítblæði og illkynjuðum æxlum í mús- um og öðrum tilraunadýrum. (Vírusarnir eru nefndir: „Adenoviruses, Types 12 and 18“.) gjald. Þessi aðflutningsgjöld urðu samtals 214 núllj. hærri en fjár- lög gerðu ráð fyrir. Stafar þetta af því, að innflutningur til lands ins var miklu meiri en reiknað var með, þegar fjárlög voru sam in. Tekju- og eignaskattur varð 24 millj. umfram fjárlög, og tekj- ur af ríkisstofnunum 11 millj. umfram. Útgjöld ríkisins voru áætluð í fjárlögum 1749 millj. Þau reynd- ust 1871 millj.. eða 122 millj. hærri en fjárlög ráðgerðu. Or- sakir þess eru einkum þrjár. í fyrsta lagi urðu niðurgreiðsl- ur á vöruverði innanlands og uppbætur á útfluttar landbúnað- arvörur samtals 378 millj.. eða 78 millj. umfram fjárlög. Þegar fjárlögin voru samin, stóð yfir rækileg athugun á fyrirkomu- Framh. á bls. 23. „Nýja-Kína“, lýsti því yfir í dag, að það sé stefna Banda- ríkjanna að koma á tilrauna- banni, svo að stjórn Kenn- edys, Bandaríkjaforseta, geti seilzt til heimsyfirráða í skjóli „kjarnorkueinokunar.“ Vestan hafs hefur gengið orð- rómur í dag þess efnis, að Kenn- edy hyggist senda Dean Rusk, ut- anríkisráðherra, til að undirrita samkomulagið í Moskvu. Það er sagt einróma álit þeirra fréttamanna, sem með viðræðun- um hafa fylgzt í Moskvu, að loka samkomulag náist á morgun, miðvikudag. Fundir í dag stóðu í tvær og hálfa klukkustund. Að þeim loknum var gefin út yfir- lýsing, þar sem segir, að vel hafi miðað í þá átt, að bann verði sett við öllum tilraunum með kjarnorkuvopn, að tilraunum neð anjarðar undanskildum. Þá er þess getið, að til um- ræðu hafi verið ýmis vandamál, sem hingað til hafa hindrað bætta sambúð vestrænna ríkja og kommúnistaríkja. Nýr fundur hefur verið boðaður á morgun, miðvikudag. / X Áður en fundur hófst síðdegis í dag, áttu brezki fulltrúinn, Hails ham lávarður, bandaríski varaut- anríkisráðherrann, Averill Harri- man, og utanríkisráðherra Sovét- ríkjanna, Andrei Gromyko, með sér sérstakan fund. Macmillan, forsætisráðherra Breta, lýsti því yfir í dag í neðri málstofunni brezku, að þess megi e.t.v. vænta mjög fljótlega, að samkomulag náist í Moskvu. Kvað forsætisráðherrann það myndu verða stórt spor í rétta átt. Aðspurður um það, hvort gerð yrði tilraun til að fá Kína og Frakkland til að eiga þátt í slíku samkomulagi, sagði Mac Framh. á bls. 23. Enn allt óvísf um Askenazy - hjonin nú í Hollandi Einkaskeyti til Mbl. London, 23. júlí — (AP) — SOVÉZKI píanistinn Vladi- mir Askenazy og kona hans, Þórunn Jóhannsdóttir, héldu í dag flugleiðis til Amster- dam. Ekki hafa þau látið neitt uppi um það, hvar þau hyggjast búa framvegis, eða hver er framtíðaráætlun þeirra að öðru leyti. Ekkert hefur heldur komið fram, sem bendir til, hvað valdið hafi hugarfarsbreytingu þeirra. Fyrir nokkrum mánuðum fengu þau leyfi brezkra yfirvalda til að búa í Bretlandi, en þau héldu mánuði síðar til Sovétríkjanna. Þar tilkynntu þau, að þar yrði heimili þeirra framvegis. Er fréttamenn inntu Þórunni nánari frétta af högum þeirra hjóna í dag, sagði hún: „Þetta mál hefur nú verið svo lengi til umræðu, að það er eins gott að gleyma því, — en fólk mun sjá síðar, hvað setur.“ Askenazy mun halda tvenna hljómleika í Hollandi. Ummæli Nassers: Sameining Araba an sýr- lenzkra Baath - fasista, Karíó, Tel-Aviv, Damascus, 23. júlí — AP — NTB. NASSER, EgyptaÍandsforseti, flutti * gærkvöld ræðu um væntanlegt samband Araba- ríkja, en nennar hafði verið beðið með eftirvæntingu, vegna atburða síðustu daga í Sýrlandi. Lýsti forsetinn því yfir, að ekki kæmi til nokkurra mála, að Egyptar gengju til slíkrar sambandsmyndunar, meðan Baath-fasistar, en svo nefndi Nasser núverandi ráðamenn Sýrlands, væru við völd. í dag var minnzt í Egypta- landi, að 11 ár eru liðin frá því Farouk, konungur, lét af völdum. Hergögn settu mik- inn svip á hátíðarhöldin, eink um rússneskar orrustuþotur af gerðinni MIG—21. Nasser var mjög harðorður f garð ráðamanna í Sýrlandi, er hann ræddi sambandsríkjamál- ið í gærkvöld. Lýsti hann því yfir, að Egyþtar æsktu eftir lýðræðislegu ríkjasambandi, ekki sambandi, sem hefði „sýr- lenzka fangelsið“ að hornstemi. Framh. á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.