Morgunblaðið - 24.07.1963, Side 11

Morgunblaðið - 24.07.1963, Side 11
Miðvikudagur 24. júlí 1963 ÍUORCVNBLAÐIÐ 11 ísland gæti verið læknarann- sóknarstofa fyrir stórþjóðirnar FYRIK NOKKRU er kom- inn hingað til landsins Jón Löve doktor í lífeðlis- fræði og prófessor við há- skólann í San Francisco. Dr. Jón mun dveljast hér um ársskeið til að byrja með og hyggst hann rann- saka hér erfðasjúkdóma og þá sér í lagi hvort geðveiki gengur í erfðir. Blaðið átti stutt samtal við dr. Jón. — Eftir að lyf fundust við ýmsum sjúkdómum hefir kom ið í ljós að enn brýnni þörf er á auknum rannsóknum á erfðasjúkdómum. Það hefir komið í ljós að margir sjúk- dómar sem menn töldu áður að væru bakteríusjúkdómar, eru arfgengir, sagði dr. Jón. Og hann hélt áfram. — Það er skoðun mín að geð sjúkdómar séu arfgengir. Eg hef lengi haft áhuga á að rannsaka það mál nánar, en í Bandaríkjunum, þar sem ég hef lengst af starfað, er að- staða til að fylgjast með erfða sjúkdómum mjög erfið. Þegar nauðsyn ber til að kanna hvort um argengi sjúkdóma er að ræða eru þeir, sem ná þarf til, fluttir kannske langt í burt og alger ógjörningur að henda reiður á þeim. Aðrir fræðimenn á sviði læknavís- indanna eru á öndverðum meiði við mig og halda því fram að geðveila sé ekki arf- geng heldur komi margt ann að til, svo sem uppeldisáhrif og fleira. — Eg hallast sem fyrr segir að því að geðveilan sé erfð. Hér á landi er hægt að ganga úr skugga um það hvort þessi kenning sé rétt. Hér er fólk tiltölulega fátt, mikill áhugi á ættfræði, læknamennt hefir lengi verið á háu stigi og skýrslur því verið lengi haldn ar, sem nauðsynlegt er að eiga aðgang að til þessarar rann- sóknar. — Þegar gengið hefir verið úr skugga um að sjúkdómur sé erfður má slá því föstu að hann orsakist af skakkrj efna skiptingu í líkamanum og þá er hægt að beita sér að rann sóknum á því hvernig efna skiptingin er skökk. Þegar það er fundið er grundvöllur fenginn til lækningar á sjúk- dómnum. — En er hægt að gera ráð fyrir að þetta leiði til hjálpar fleirum en þeim, sem hafa sjúkdóminn í einni og sömu ættinni? — Já. Það mun hægt að gera ráð fyrir að sami sjúk- dómur leiði af sömu skekkju í efnaskiptingu. — Hafa orðið framfarir í lækningum geðsjúkdóma, þar sem lyf koma til? — Já, phenothiazine-lyfin hafa gerbreytt allri líðan geð- sjúklinga og t.d. í Bandaríkj- unum hefir ekki þurft að fjölga sjúkrarúmum fyrir þá sjúklinga og raunar hefii þeim fækkað, en í staðinn hef ir einkum eldra fólk, sem þjáðst hefir af ellisjúkdómum verið tekið inn á hælin. — Eg tel að í framtíðinni verði hægt að gera mjög mik ið fyrir þá, sem þjáðst hafa af geðsjúkdómum. — Hver ber kostnaðinn af dvöl yðar- hér? — National Institute of Health Dr. Jón Löve. styrkir háskóla þann er ég vinn við til að framkvæma þessa rannsókn. — Er hægt að framkvæma fleiri tegundir rannsókna á sviði læknavísinda hér á landi, sem komið gætu öðrum þjóð- um að liði? — Já, tvímælalaust. Það er einmitt mikill áhugi meðal vís indamanna á slíkum rannsókn um hér. ísland getur á mörg- um sviðum verið einskonar rannsóknarstofa fyrir stáerri þjóðir. Þar kemur til það sem ég nefndi áðan, læknamennt un á háu stigi og góð aðstaða til að fylgjast með sjúkling- um um fjölda ára. Það má t.d. nefna krabbamein, sem þegar er hafin rannsókn á, geð veiki, flogaveiki, ofnæmi, sem til er af fjölda tegunda o. fl. o. fl., sem of langt yrði að nefna. Það sem skortir, eru sér menntaðir menn til að annast þessar rannsóknir. Það eru miklir möguleikar fyrir ís- lenzka vísindamenn, sem sér- menntaðir væru til þessara rannsókna. Vísindamennirnir verða að kunna mál þjóðarinn ar og vilja dveljast hér á landi. Slíks er vart hægt að krefjast af útlendum vísinda- mönnutn. Þessar rannsóknir gætu leitt til lækninga þús- unda eða jafnvel milljóna manna hjá stórþjóðunum, sem hafa hartnær enga mögu- leika til að framkvæma sams konar rannsóknir og hér eru framkvæmanlegar. Eg tel að auðvelt myndi að fá fjármagn til þessara rannsókna. Hér eru sem sagt áreiðanlega mikil tækifæri fyrir vel menntaða íslenzká lækna. Það yrðu fyrst og fremst stórþjóðirnar, sem hefðu af þessu hag enda er ríkjandi skilningur hjá þeim fyrir mikilvægi málsins og fé mundi því ekki skorta, sagði dr. Jón Löve að lokum. Þórðnr Jónsson, Látrum: Fjórða dragnótavertíðin Veiðileyfi byggð á ummælum fiskifræðinga meðan vísindaleg gögn geymast óunnin HINN 14. júní síðastliðinn barst til okkar útvarpsfrétt frá sjávar- útvegsmálaráðuneytinu um að veiðileyfum með dragnót hefði verið úthlutað og veiðar mundu geta hafizt 18. 6., eða daginn eftir þ j óðhátíðardaginn. Eitthvað fannst mér þetta ekki fara vel saman, að minnast frelsisbaráttu okkar og sigur- dagsins, og hefja svo dragnóta- veiðar, því frelsi og rányrkja eiga ekki samleið, en vitanlega skiptir það ekki máli hvort veið- arnar hefjast 17., 18. eða 19. dag mánaðarins. Þetta varð til þess, að ég fór að rifja upp sögu þessa leiðindamáls, og sjá einu sinni enn, með hvaða hætti það mátti verða, að þessar veiðar skyldu aftur upp teknar, eftir þá örlagaríku reynslu sem fékkst af þeim á fyrsta tímabili þeirra hér við land, sem endaði með því að fólk til sjávar og sveita reis upp og mótmælti rányrkjunni. Þegar þjarkað var um þetta mál á Alþingi 1958, voru það ein meginrökin hjá þeim, er eftir veiðunum óskuðu, að mörg lög af kola væru komin í Faxaflóa, og fyrir þessum kola lægi það eitt, að látast úr hor eða elli engum til gagns. Ekki nóg með það, held ur átti þessi óskapléga kola- mergð, að spilla lífsskilyrðum annarra fiska í „flóanum". Þá voru og þau rök, að þarna væri sú gullnáma sem ein væri þess megnug að rétta við hinn bága fjárhag þjóðarbúsins, aðeins ef menn vildu notfæra sér það. Þetta var ákaflega glæsilegur málsstaður! En þessi spilaborg hrundi til grunna, eins og þær gera yfir- leitt. Þess skal getið, að fiski- fræðingar hafa nú nýlega, lýst því yfir, að sagan um mörgu lögin af kola í Faxaflóa sé ekki frá þeim komin, og er það vel, þótt flestir munu hafa vitað það áður, því fiskifræðingur sem héldi slíkum fjarstæðum fram, gerði fiskirannsóknum greiða með því að velja sér aðra at- vinnu. Svo fór á hinu háa Alþingi, að meirihluta þingmanna fannst það ótækt, að láta kolann verða elli- dauðan, og einnig að láta slíkan fjársjóð liggja á hafsbotni ónýtt- ann. Þess vegna urðu til lög no. 40, 1960 um leyfi til veiða með dragnót, og þáu lög sett sam- kvæmt lögum frá 1948 um vís- indalega vernd fiskimiðanna. Samkvæmt þessum lögum, voru það ekki stjórnmálamenn- irnir einir, sem réðu um leyfis- veitingar á hverjum stað, heldur áttu það að vera sveitastjórnir, samtök sjómanna, útvegsmanna og verkamanna. Atkvæðisbærir voru allir þeir aðilar, er töldu sig hafa hagsmuna að gæta, varð- andi viðkomandi veiðisvæði. Sú nýbreytni var tilkynnt með þessari atkvæðagreiðslu, að þeir fyrrtaldir aðilar sem ekki greiddu atkvæði, væru taldir með málinu. Ekki er mér kunn- ugt um, hve mikið þetta er not- að, eða hvort það hefur nokkuð verið notað, því það er yfirleitt hljótt um þessa atkvæðagreiðslu og talningu atkvæða. Útvarp og blöð eru um það hljóðlátari en kosningar almennt, það er þó ekki ófróðlegra fréttaefni en margt annað, að heyra hverjir eru með málinu á hverjum stað, og hverjir á móti, og hvað margir eru úrskurðaðir með málinu, af því að þeir hafa ekki greitt at- kvæði. Ekki minnist ég þess, að hafa heyrt þetta nýmæli í atkvæða- greiðslu tilkynnt varðandi önnur mál, en mætti þó vera, því það Þórður Jónsson hlýtur að hvetja menn til að hafa skoðun. Þegar til veiðanna kom, reynd- ust lögin af kola í Faxaflóa, og víðar mun færri en ætlað var, eða sennilega tæplega eitt. Þetta mun hafa orðið stjórnmálamönnum og útgerðarmönnum, þeim er veið- ana óskuðu, nokkur vonbrigði, en sú var þó huggunin að bolfiskur var á veiðisvæðunm við beztu heilsu, en af honum næst ekkert verulegt magn, ef dregið er fyrir föstu, nema mikill fiskur sé fyrir. En það var einmitt ákveðið, þeg- ar lögin voru veitt, að dregið væri fyrir föstu. Útgerðarmenn fóru því fram á það, að draga fyrir lausu. Rann- sókn fór fram á því, hvort meira fengist af bolfiski ef dregið væri fyrir lausu, því veiðarnar voru leyfðar fyrst og fremst til að ná flatfiskinum og hagnýta hann. Niðurstaðan varð sú, að því er útvarpsfrétt hermdi, að minna fékkst af bolfiski ef dregið var fyrir lausu, en meira af kola. Ekkert var þá því til fyrirstöðu að veita leyfi til þess, og var það gert 1961. Ekki er mér kunnugt um hverj ir framkvæmdu rannsóknina, en mörgum sem til veiðanna þekkja mun hafa orðið á að brosa að út- komunni. * Er hér var komið með leyfin, höfðu þeir er veiðarnar stunda, fengið óskir sínar svo til uppfyllt ar, þeir voru frjálsir að draga sín- ar vörpur með þeim hraða sem vélaorka hvers báts lefði, meðan nótinni var lokað, en einmitt það gaf og gefur bolfiskinn. Auk þess var nú auðveldara að nota hvern sandblett á hinum leyfðu svæð- um. Það sem á vantaði hið full- komna troll, voru hlerarnir, en þeir voru bannaðir. Að nokkru mátti þó bæta það upp með því að nota víra í staðinn fyrir tóg, því þeir héldu nótinni lengur op- inni, en engin lög bönnuðu vír- ana fyrr en um síðir að þeir voru bannaðir, og sjálfsagt af gefnu tilefni. En sumir sem stunduðu þessar veiðar voru þó engan veg- inn ánægðir. Ákvæði var sett um möskva- stærð dragnótarinnar, til að reyna að forða sem mestu af ung- viðinu frá tortímingu. Sumir tóku þá það ráð, að setja annað byrði utan yfir löglegu möskva- stærðina til þess að nýting drag- nótarinnar væri fullkomin. Margir mundu ætla, að við svo ósvífið og freklegt brot, mundu menn missa veiðileyfi, a.m.k. þá vertíð, auk hárra sekta, en svo var víst ekki, þetta virðist ekki hafa verið tekið alvarlega. „Morgunblaðið“ segir frá því 27. júlí 1961, að brögð hafi verið að því að menn fóðruðu næturn- ar til þess að ná meira af smá- fiskinum, og að leyfin hafi verið tekin af nokkrum bátum í viku- tíma, en þeir fengið þau aftur með skilyrðum. Mér er ljúft að taka það einnig fram, að ég hef haft spurnir af mönnum, sem fara í einu og öllu að settum lögum og reglum við veiðarnar, pess vegna er illt til þess að vita, að þeir sem brjóta lög og reglur í þessu sambandi, og gera þar af leiðandi meiri skaða en forsvarsmenn veiðanna meina að þær geri, að þeir skuli ekki vera látnir sæta þeim viður- lögum sem aftri þeim frá að fást við að það nema einu sinni, helzt aldrei. Ákvæði eru um það í lögum no. 40 frá 1960, og mikið haldið á lofti, að með veiðunum skuli vera vísindalegt eftirlit, svo hægt sé að stöðva veiðarnar þegar í stað, ef eftirlitið telur að þær séu hættulegar fiskistofnum okkar, en það óttuðust margir, og óttast enn. Allt til þessa hefur verið hljótt um niðurstöður af þessu eftirliti, en veiðarnar þó alltaf leyfðar í skjóli þess. Þar kom þó að þolinmæðin þraut, og fyrirspurn var gerð á Alþingi hver árangurinn væri. Sjávarútvegsmálaráðherra upp- lýsti málið á Alþingi með því að lesa upp bréf frá Jóni Jónssyni, forstöðumanni fiskideildar At- vinnudeildar háskólans. Að því er „Tíminn" segir 14. marz síðastliðinn, telur Jón í bréfi þessu að þær rannsóknir sem fram hafa farið, hafi enn ekki leitt í ljós svo óyggjandi sé, hvort dragnótaveiðarnar hafi í för með sér hættu fyrir fiski- stofnana, og því nauðsynlegt að halda rannsóknunum áfram. Við þessar upplýsingar mun mörgurh hafa brugðið, en meiri- hluti Alþingis taldi þó rétt að halda veiðunum áfram, undir því vísindalega eftirliti, sem hvorki gat sagt af eða á um meinta skað- semi dragnótarinnar eftir rann- sóknir undanfarinna ára. Hér finnst mér mjög óvarlega farið hjá hinu háa Alþingi. — í marzmánuði síðastliðnum, skrifa svo tveir fiskifræðingar, nefndur Jón Jónsson og Aðalsteinn, grein í „Morgunblaðið" og segja í lok hennar: „Það sem vitað er um fiski- stofnana í Faxaflóa í dag, gefur ekki tilefni til þess að ætla að þeir séu ofveiddir". Hér eiga fiskifræðingarnir sjálf sagt við það, sem vitað er um fiskistofnana á vísindalegum vett vangi, því það sem vitað er um þá á vettvangi reynslunnar bend- ir mjög til þess, að um ofveiði sé að ræða, og þó er „ofveiði" ekki rétta orðið, því vafalaust þola fiskistofnarnir það sem af þeim veiðist, en þeir þola ekki eyðilegg inguna sem verður á ungviði þeirra og lífsskilyrðum þess, við Frh. á bis. 12

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.