Morgunblaðið - 24.07.1963, Síða 16

Morgunblaðið - 24.07.1963, Síða 16
16 ItfORCVHBLAÐlÐ Miðvikud^ur 24. júlí 1963 William Drummónd: MARTROÐ 2 inguna utan um húsið, sem verið var að reisa við hliðina á númer 219. Hvað þau Tony höfðu bölvað þ.ssu húsi, fyrir hávaðann, sem byrjaði þar eldsnemma á morgn ana. En nú gladdi það hana að sjá það. Ög merkið HÆTTA, sem stóð á grindinni, þýddi nú sama sem ÖRYYGGI fyrir hana. Hún hefði næstum getað klappað því! Og þarna kom loksins fram- hliðin á nr 219, og ljósið út úr dyrunum, eins og viti í dimmunni Hún hljóp upp tröppumar og það var næstum eins og að vakna af martröð. Hún leit aftur fyrir sig til að sjá hvort hún væri ekki elt. En þarna var enginn á eftir henni. Ekki enn, að minnsta kosti. Hún hljóp að lyftudyrunum. Lyftan var á fjórðu hæð — henn ar hæð. Hún þrýsti á hnappinn beið eftir lyftunni, sem kom nið ux, hægt og sígandi. Hún hélt áfram að horfa á útidyrnar. Ef þær nú opnuðust og þessi mann- skepna kæmi inn? í>á skyldi hún þjóta yfir í íbúðina hennar Pegg yar, hringja bjöllunni og hamast á dyrahamrinum. Og æpa á No- akes dyravörð, sem átti heima í kjallaranum við hliðina á mið- stöðinni. En röddin hafði sagt „ekki enn“ og lyftan stanzaði og hún reif upp hurðina, hoppaði inn, skellti hurðinni aftur og studdi á hnapp inn fyrir fjórðu hæð. Meðan hálfdimma lyftan steig hægt og hægt fann hún lykilinn sinn og leit um leið á andlitið á sér í litla speglinum, það var fölt og skelft — ekki nema skuggi af hinni réttu Kit Newton. Hönd hennar skalf þegar hún reyndi að stinga lyklinum í skrá argatið, en loks gat hún þó opnað dymar á íbúðinni, og þarna fyr ir framan hana var heimilið henn ar, litla forstofan með fataskáp num og gamla þekkta setustof- an með barnum í horninu, sem Tony var svo hreykinn af, og svo gluggadyrnar. sem vissu út að garðpallinum, þaðan sem henni þótti svo gaman að horfa á garðinn — en mundi hún nú nokkurntíma gera það framar Og svo stiginn sem lá til svefn- herbergis hennar á hæðinni fyrir ofan. En þá greip hana nýr ótti — hræðslan við að vera nokkurs- staðar ein. Hún heyrði lyftuna fara niður og hún skellti aftur gangdyrunum og setti öryggis- keðjuna á. Þetta var ekki annað en vit- leysa. Ljósin loguðu í eldhúsinu, en það þýddi aftur það, að hún Nora gamla, tryggðablóðið, var enn ekki farin, þrátt fyrir kvefið sitt. Kit hafði sagt henni að fara srax þegar hún væri búin að strauja, og reyna að fá úr sér kvefið. Hún fór að hugsa um, hvort það mundi vera hlægilegt ef hún bæði hana nú að /era kyrra, þangað til Tony kæmi heim úr skrifstofunni. Hún ætlaði «8 hringja í hann tafarlaust. — Hæ. Nora! sagði hún um leið og hún kveikti í setustofunni — Eg er fegin, að þú skulir vera hérna enn. Síminn var á litlu borði við arininn. Hún ætlaði að fara að hringja, en þá opnuðust eldhús dyrnar og hún leit upp. Þetta var Tony. Hann var snöggklæddur og hafði þurrku á c'T-um handleggnum og skál með ísmolum í hendinni. — Afsakið frú! Nora er búin að vinna í happ drættinu og bað mig taka að mér verkin sín. Hann hneigði sig. — Eg heiti Jeeves, frú. — Æ, Tony! Hún lagði frá sér .símann. Henni létti svo við að sjá manninn sinn, svona fallegan, vel búinn og traustvekjandi á svip- inn. — Eg ætlaði að fara að hringja í þig! Tony gekk yfir að barnum og var enn að leika þjóninn, er hann setti frá sér bakkann. Síðan leit hann betur á hana. — Hvað er að, Kisa? Þú ert eins og þú hafir séð draug! — Nei, sagði hún. — Eg hef ekki séð neitt. Hún breiddi út faðminn. — Komdu og kjysstu mig! Hann gekk til hennar og kraup á kné fyrir framan hana. — Það g-ngur nú samt eitthvað að þér. — Haltu mér! Haltu mér fast, Tony! Hann hélt fast um hana Og vaggaði henni til beggja hliða, — Kvað er það, Kisa? — Það var svo hræðilegt. Eg bara hljóp og hljóp. Þú getur ekki ímyndað þér, hvernig það var. Hann sveigði hana aftur á bak og strauk hárið á henni, með hendinni og horfði framan í hana hálf-gletninslega. — Flýttu þér ekki svona! Eg er enginn hugles ari. — Tony! sagði hún og horfði á andlitið, sem henni þótti svo v .nt um. — Hann sagðist ætla að drepa mig! — Hver sagðist ætla að drepa þig? spurði hann tortrygginn. — Það var maður! Hún þrýsti sér að honum Og lagði hendurn ar um hálsinn á honum. — Rétt áðan. Úti á torginu. — Maður? Það var eitthvað ekk gott samhengi í þessu — Hvernig leit hann út? — Það veit ég ekki. Tony sleppti henni og stóð upp — Það er nú lítið á. þessu að g.æða. — Eg gat ekki séð hann, Tony — Það var bara þessi draugalega rödd, sem kom utan úr þokunni. Fyrst á einum stað. og svo allt öðruvísi á öðrum stað. Hann sveimaði þarna kring um mig. Og þetta var ekki almennileg rödd. Það var líkast og í brúðu- leikhúsi. Kit var hætt að skilja þetta sjálf. Tony, sem samkvæmt eigin um sögn „gæti verið nógu gam- all til að vera faðir Kit, ef hann hefði verið nógu bráðþroska", leit nú glettnislega á konuna sína. — Hann gat séð mig, sagði Kit. — Og hann þekkti mig. Hann kallaði mig frú Newton. Og hann vissi meira að segja, að ég var amerísk. — Var hann þá amerískur sjálf ur? spurði Tony. — Þetta var ekki eins ■ og mannsrödd, sagði hún. — Eg var að reyna að segja þér það. Það var eins og í dúkku. Há.... og njó.... og eins Dg sönglandi. Hún fékk hroll af að hugsa til þess. — Hún var hryllileg. — Kisa! sagði hann blíðlega og hristi höfuðið með uppgerðar hátíðleik. — Lofaðu mér að berja mig ekki, ef ég segi þér nokkuð. — Hvað? — Eg er hrædd um, að þú haf ir verið að láta plata þig. — Þetta var maður. Eg heyrði til hans. — Ef þú segir það, rengi ég það auðvitað ekki, elskan mín. Það var maður. Með misheppnaða gamansemi. Kannski eitthvert sírkusfífl. Þau eru nú brezkt fyr irbæri, sem ég er sannast að segja ekkert hrifinn af. Þessar glettur. Kippa undan manni stóln um og svo situr maður á gólfinu og allt þessháttar. Ha-ha! — En þetta voru engar glettur sagði Kit. — Þú átt við, að það hafi ekk ert gaman verið að því. það er það heldur ekki þegar maður rennur á bananabörk, en það er nú hlegið að því samt.... Kit stóð upp og gekk yfir gólf ið. — Nei, sagði hún. Eg trúi því ekki. Það er ekkert gaman að því að hræða stúlku hálfvitlausa í þokunni. — Ekki frú þínu ameríska sjónarmiði, sagði Tony, — og heldur ekki frá mínu. En svo er heldur ekkert gaman að ykkar amerísku gamansemi. Hann rétti henni glas. — Líttu bara á blöð in í fyrramálið og þá skaltu sjá þess getið að einhver hrekkjalóm ur hafi hvolft næturgagni á höf- uðið á Eros á Piccadilytorginu, eða sett upp pálma á Pall Mall, eða hrætt einhverja gamla konu í skemmtigarðinum með því að látast vera afturganga Viktoríu drottningu. Skilurðu? —■ Ertu viss. Kit hafði dvalið alfarið í Bandaríkjunum, allt þar til hún giftist. Enda þótt þessir Englendingar töluðu í aðalatr. sama málið og Bandarikjamenn, kom það illa við hana, að þeir voru henni alveg eins miklir út- lendingar og Frakkar eða Þjóð- verjar. Svona illyrmislegar glett ur voru henni óskiljanlegar. En ef til vill var þetta eitt af því, sem amerísk stúlka várð að gera sé. að góðu, ef hún giftist Evrópu manni. — Láttu þetta ekki á þig fá, Kisa mín, sagði hann. — Eg er ekki hrifnari af því en þú. Hann klingdi glösum við hana. — Eg hef að minnsta kosti fréttir, sem geta fengið þig til að gleyma þessum áhyggjum. — Hvað er það? . — Þú manst. að ég skulda þér enn brúðkaupsferð. — Eg hélt að þessir fimm dag ar, sem ég var að kúgast um borð í „Queen Elisabeth" hefðu átt að vera brúðkaupsferð. Tony lyfti hendi í gamni, rétt eins og hann ætlaði að berja hana. Það eina, sem Kit hafði að kvarta yfir hjónabandi sínu var það, að Tony þrælaði of mikið. Það var líklega refsingin fyrir að giftast ríkri stúlku, útskýrði hann Maður varð að vinna eins og skepna til þess að hafa það ekki á samvizkunni að vera ómagi. Mundi þig langa að vera þrjár vikur í Feneyjum? — Þér er ekki alvara, Tony! Og hvenær? — Eg er búinn að panta í Doge-gistihúsinu frá fyrsta mán aðarins. Líður þér nú betur? Hún brosti. — Eg mundi jafn- vel ganga aftur yfir torgið, ef þú óskaðir þess. Tony hafði enga hugmynd utti, hvílík þrekraun þetta hafði ver- ið fyrir hana. Hann sagði: — Veiztu hvað kom fyrir þegar ég var að fara út úr skrifstofunni? í þokunni. Einhver götudólgur reif af mér hattinn, Og slapp meira að segja burt með hann. — Þú átt nóg af höttum, sagði hún. — En ég er ekki nema ein. Tony lyfti glasinu sínu. — Skál upp á það! Þau kræktu saman örmum Og drukk-u bróðurskál, og horfðu hvort á annað, stúlkan ekkert nema ástin og blíðan, en maður- inn ekkert nema styrkleikinn, sem Kit fannst líka full þörf á, sér til verndar. 2. kafli. z z Þetta Lundúnaveður var alveg stórfurðulegt. Næsta morgun var öll þoka horfin eins og ljótur draumur. Vorsólin skein í heiði Kit fór út á svalir og horfði yfir torgið, en handan við það hékk Bandaríkjafáninn við dyrnar á sendiráðisbyggingunni. Það var erfitt að hugsa sér, að hún skyldi hafa verið svona dauðskelfd þarna í garðinum, þar sem hetju myndin af Franklin Delano Rosse velt hélt vörð yfir blómunum. Tony hafði farið snemma í skrifstofuna, en þau höfðu af- talað að borða hádegisverð sam an í Les Capuchins, sem var upp áhalds veitingastaður þeirra og var rétt hjá Newton-byggingunni Kit valdi borð úti á garðpallin- um, því að þangað var opið út á góðviðrisdögum. Síðan fór hún í óhófslegt búðaráp, til þess að birgja sig upp fyrir þessar þrjár vl :ur í Feneyjum. Það var ekki nema hálft ár siðan hún hafði erft eignir föður síns, og ennþá fannst henni einhvernveginn, að peningarnir væru eign Cyrusar Z. Colemans, og að hún yrði að standa honum reikningisskap, eins og þegar hann var enn á lífi. Aldrei hafði hann að visu kvartað, en hún fann alltaf ein hverja þögla van1-"...... ’”ns á óhófsemi. ÍHlItvarpiö MIÐVIKUDAGUR. 8:00 Morgunútvarp. 12:00 Hádegisútvarp. 13:00 „Við vinnuna:“ Tónleikar. 15:00 Síðdegisútvarp. 18:30 Lög úr söngleikjum. — 18:50 Til« kynningar. — 19:20 Veðurfr. 19:30 Fréttir. 20:00 Tónleikar: Léttir söngvar eftir Cole Porter. 20.30 Visað til vegar: Um Kelduhverfl (Einar Guðjohnsen). 20:30 Píanótónleikar: Kínverski pían« óleikarinn Fu Ts’ong leikur lög eftir Chopin. 21:00 Alþýðumenntun; III. erindi: Um lýðháskóla og lýðmenntun (Vil« hjálmur Einarsson kennari). 21:25 Frönsk Ijóðalög: Gérard Souzay syngur við undirleik Jacquelino Bonneau. 21:45 Upplestur: Daníel Benediktsson frá Kirkjubóli í Önundarfirði flytur frumort kvæði. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Kvöldsagan: ..Keisarinn í Al- aska eftir Peter Groma; XVI. (Hersteinn Pálsson). 22:30 Næturhljómleikar: Sumarmúsik. a) .Sumarkvöldí eftir Deiiua (Konunglega fílharmoníusveitin í Lundúnum leikur; Sir Thomaa Beecham stjórnar). b) .Sumarkvöld* og Skógar- kyrrð* eftir Edvard Grieg (Walter Gieseking leikur á píanó). c) „Söngur plægingarmannsins** og „Sumarsöngur4* eftir Carl Nielsen (Aksel Schiötz syngur). d) „Miðsumarsvaka" eftir Hugo Alfvén (Hljómsveit Covent Gard en óperunnar í Lundúnum leik- ur; John Hollingsworth stj). 23:06 Dagskrárlok. FIMMTUDAGUR. 8:00 Morgunútvarp. 12:00 Hádegisútvarp. 13:00 „Á frívaktinni**, ajómannaþáttur (Sigríður Hagalín). 15:00 Síðdegisútvarp. 18:30 Danshljómsveitir leika. — 18:50 Tilkynningar. — ly:20 Vfr. 19:30 Fréttir. 20:00 íslenzkur kórsöngur: Gunnar Guðmundsson kynnir nýja hljómplötu karlakórsins „Fóst» bræðra. 20:30 María Curie; III. erindi: Framaa af starfsævi (Sigurlaug Árna* dóttir). 20:50 Létt klassísk tónlíst: a) Tveir rússneskir dansar efttr Béla Bartók (Ungverska fílharm oníusveitin leikur. Stjórnandi: Antal Dorati). b) Klassíska sinfónían op. 25 efU ir Sergj Prokofjeff (Sinfóníu- hljómsveitin í Pittsburgh leik- ur. Stjórnandi: William Stein- berg). 21:15 Raddir skálda: Ljóð, smásaga og ljóðaþýðingar eftir Guðmund Frímann. Skáld- ið sjálft, Jón Aðils og Andrés Björnsson lesa. 22:00 Fréttir og veðurfregnlr. 22:10 Kvöldsagan: „Keisarinn í Al aska“ eftir Peter Groma; XVII. (Hersteinn Pálsson). 22:30 Ný lög á nikkuna (Henry Juul Eyland). 23:00 Dagskrárlok. KALLI KUREKI - * - * Teiknari: Fred Harman YIPPEE? SHE ANSWEREP' X BETTER G-IT OUTA TOWW T’READ — I>á fer hann í bæinn rétt einu sinni. Hann er barasta farinn að fara í pósthúsið á hverjum degi. — Já, og ég spurði hann áðan hvaða erindi hann ætti, en hann sagði mér að ég skyldi reyna að hugsa um sjálfa mig. — Er bréfið mitt komið? — Já, og alla leið frá Connecticut. Nú fæ ég kannski einhvern frið íyrir þér. — Húrra, hún svaraði mér. I>á er betra að komast út úr bænum til að lesa það. í>að er eins gott að engina setji mig í samband við þessa ekkju, ef það skyldi koma í ljós að hún sé eitthvað skass.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.