Morgunblaðið - 16.08.1963, Side 12
12
MORCUNBLAÐIB
r
f'östudagur 16. ágúst 1963
Utgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigtir
Matthías Johannessen,
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands.
1 lausasölu kr. 4.00 eintakib.
„ÞJÖÐHOLLARI"
EN KOMMÚNISTAR
Cíðustu áratugina hafa ís-
lendingar haft kynni af
liðsveit manna, sem óþreyt-
andi hefur verið í því að telja
land-slýðnum trú um, að þar
væri um að ræða hina einu
sönnu íslendinga. Allir aðrir
væru landráðamenn, sem
ættu sér þá ósk heitasta að
geta selt landið undir erlend
yfirráð. Samkvæmt kenning-
um þessara manna hefur land
ið raunar þegar verið selt svo
sem eins og 10 eða 12 sinnum.
Og þó er það hér enn og því
er stjórnað af íslenzkum
mönnum.
Menn þurfa ekki að spyrja,
hver þessi flokkur hinna einu
sönnu og þjóðhollu manna sé.
Menn vita, að það er komm-
únistaflokkur íslands. — Hitt
vissu menn ekki fyrr en í gær,
að hér eru til ennþá „þjóðholl
ari“ menn en kommúnistar,
men-n sem ennþá meiri ár-
vekni sýna gegn „erlendri á-
gengni á íslandi“ og „ger-
ræðisverkum“ þeirra, sem
vilja, að íslendingar séu þátt-
takendur í vörnum vestrænna
þjóða. En þessir menn eru
sem sagt til, og um það sann-
færðust þeir, sem í gær lásu
Tímann, einkum ef þeir hafa
líka rennt augum yfir komm-
únistablaðið. Það komst ekki
í hálfkvisti við málgagn Fram
sóknarflokksins.
Ríkisstjórnin hefur ákveðið
að taka upp samningaviðræð-
ur við Atlantshafsbandalagið
um, að því verði heimilað að
reisa 25—28 olíugeyma í Hval
firði, ásamt nauðsynlegum
hafnarmannvirkjum. Eins og
kunnugt er hefur Atlantshafs-
bandalagið haft varabirgðir
af brennsluolíum í Hvalfirði
um langt skeið, þótt svo kýn-
lega hafi viljað til að olíufélag
Framsóknarflokksins hafi átt
geymana og leigt þá út til
vamarliðsins fyrir háar fjár-
hæðir. Má vera, að „þjóðholl-
usta“ Tímans eigi rætur sínar
að rekja til þess, að nú óttist
blaðið, að Atlantshafsbanda-
lagið þurfi ekki lengur að
greiða þetta fé til þessa fyrir-
tækis.
MEÐ EÐA
MÓTI NATO
ótt málgagn Framsóknar
flokksins sé miklu ofsa-
fengnara i áróðrinum gegn
þvi, að Atlantshafsbandaiagið
fái að byggja nýja og örugga
birgðastöð i Hvaifirði, þá þyk
ist blaðið enn styðja Atlants-
hafsbandalagið. En sá stuðn-
ingur verður vafasamur, þeg-
ar röksemdirnar eru athug-
aðar. Þannig segir t.d. í rit-
stjórnargrein blaðsins í gær:
„Flugvellir, eins og Kefla-
víkurflugvöllur, eru nú óðum
að missa hernaðarlega þýð-
ingu sína, en kafbátastöðvar
gera það miklu síður“.
Þannig er berum orðum
sagt, að allt sé í lagi með að
láta Atlantshafsbandalaginu í
té aðstöðu, sem litla eða enga
þýðingu hefur fyrir það, en
umfram allt að veita því ekki
aðstöðu, sem gæti orðið því að
liði. Þar að auki leggur blaðið
sig svo í líma við að nefna
birgðastöð þessa kafbátastöð
og öðrum nöfnum í þeim til-
gangi að gera framkvæmdirn-
ar tortryggilegar.
Auk þess segir blaðið, að
bandalagsþjóðir okkar
mundu verða miklu „ófúsari
að yfirgefa" stöð í Hvalfirði
en Keflavíkurflugvöll. Þann-
ig er gefið í skyn, að NATO-
þjóðirnar mundu ekki virða
samninga við okkur og óskor-
aðan rétt okkar til þess að
ráða því, hve lengi slík að-
staða væri veitt. Situr það þó
sízt á Framsóknarmönnum að
drótta slíku að bandalagsþjóð
um okkar. Sjálfir stóðu þeir
að uppsögn herverndarsamn-
ingsins 1956, og Bandaríkja-
menn voru þá reiðubúnir að
hverfa af landi brott, en
Framsóknarmenn báðu þá um
að vera áfram, og þágu fégjaf
ir fyrir.
En „stuðningur“ þeirra
manna, sem nú hafa undir-
tökin í Framsóknarflokknum,
lýsir sér ekki einungis í þeim
tilvitnunum, sem nefndar
hafa verið, heldur er líka rætt
um „erlenda ágengni á ís-
landi“, og „fregn“ sinni af
þessu máli lýkur Tíminn í
gær með þessum orðum:
„Hér reynir ekki sízt á,
hvort þjóðhollir menn í stjórn
arflokkunum láta meira
stjórnast af fylgispekt við
glámsýna forystumenn eða
heill þjóðarinnar um langa
framtíð. Fari samt svo, að
ekki takist að hindra slíka
samningagerð, má ekki láta
þar numið staðar. Gerist slík
ótíðindi verður að hefja ein-
beitta baráttu fyrir því, að
samningurinn verði sem fyrst
felldur úr gildi og þær fyrir-
ætlanir nái því aldrei fram-
gangi, að Hvalfjörður verði
bækistöð fyrir herskip og kaf-
báta. Annars verður varan-
legri hersetu og tilheyrandi
erlendum yfirgarigi boðið
heim“.
Frelsiö, sem ekki varð
framkvæmt án fangelsa
NOKKUÐ á annað ár er nú liðið
frá því, að Alsír fékk frelsi. Er
það loks fékkst, voru nær allir
sérmenntaðir menn á brott.
Síðan hefur vanþekking og:
skortur sett svip sinn á landið,
í síauknum mæli. Núverandi ráða
menn, þ. e. Ben Bella og fylgis-
menn hans, hafa markvisst unnið
að því að koma á fót „alsírsku“
sósíalistaríki, þ. e. sósíalisku ríki
með þjóðlegum blæ. Hafa þeir
m. a. notið nokkurs stuðnings
reyndari manna í þessum efnum,
þ. á m. Fidel Castro, forsætis-
ráðherra Kúbu.
Svo er nú komið í Alsír, að æ
minni andspymu gætir opinber-
lega við stjóm Ben Bella. Kemur
þar einkum til afstaða ráða-
manna, sem B. B. Iýsti nú í vik-
unni með þessum orðum: „Bylt-
ing verður ekki frmkvæmd án
fangelsa".
Nær allir andstæðingar B. B.
og félaga hans, sem ekki hafa
verið fangelsaðir, hafa nú flúið
land. Síðastur þeirra manna, sem
lengst af hafa helgað frelsi Alsír
krafta sína, og lýst hefur því, að
hann muni ekki unna ófrelsinu
ÖÁBYRG
ANDSTAÐA
essi fyrirgangur Framsókn-
arblaðsins út af samning-
um þeim, sem rætt er um að
gera við Atlantshafsbandalag
ið, minnir illilega á ofsann í
sambandi við landhelgismál-
ið. Þá var ríkisstjórnin að
selja landsréttindi og koma
íslenzkum málefnum undir
erlend yfirráð að dómi Fram-
sóknarmánna.
Ekki þarf að hafa mörg orð
um þá niðurlægingu, sem
Tíminn og forysta Framsókn-
arflokksins beið í landhelgis-
málinu, þegar Morgunblaðið
skoraði á Tímann nú fyrir
Alþingiskosningarnar að
standa við stóru orðin, en
blaðið lyppaðist niður. Hefðu
menn haldið, að sú útreið
hefði orðið Tímanum lær-
dómsrík, en svo virðist ekki
vera, því að nú er tekið til við
nákvæmlega sömu iðjuna og
áður.
Blað Framsóknarflokksins
er uppvíst að því að vera ofsa
fengnara en hið löggilta mál-
gagn kommúnismans í að-
dróttunum að bandalagsþjóð-
um okkar og áróðri fyrir því
að við bregðumst skyldu okk-
ar í Atlantshafsbandalaginu,
jafnvel þótt nú sé glöggt kom
ið í ljós, að sú stefna lýðræðis-
þjóðanna að halda uppi styrk-
um hervörnum hefur megnað
að gera oíbeldismönnunum í
austri ljósa grein fyrir því, að
tilgangslaust sé að ætla að
kúga þjóðirnar með vopna-
valdi, og þess vegna hafi nú
loks verið unnt að ná samn-
ingum, sem mikla þýðingu
hafa.
Ferrhat Abbas
í Alsír lengur, er Ferrhat Abbas.
Abbas er e. t. v. einn athyglis-
verðasti stjórnmálamaður sinnar
samtíðar í Alsír. Allt frá því, að
hann gerðist forgöngumaður í
hópi arabískra stúdenta 1926,
hefur hann verið fremstur í
flokki alsírskra frelsissinna.
Með lögum frá 1919 hafði Ar-
öbum verið gert auðveldara en
áður var að öðlast franskan ríkis
borgararétt. Þar með stóð þeim
opin leið til aukinna áhrifa á
stjórn landsins. Þá, enn ungur að
árum, sagði Abbas: „Ég barðist
með hernum, af því að ég er
franskur. Við erum Arabar, og
við erum Frakkar. Við erum íbú-
ar landsins, og við erum fransk-
ir.“
Þjóðerniskennd Abbas var ætíð
mikil, og 1936 lýsti hann þessu
yfir í blaði sínu, „L’Entente“:
„Hefði ég fundið alsírska þjóð,
þá myndi ég vera þjóðernissinni,
og ég myndi ekki skammast mín
fyrir það eins og glæp. Þeir, sem
daglega láta lífið fyrir föður-
landsást sína, eru heiðraðir. Mitt
líf er ekki meira virði en þeirra.
Samt vil ég ekki devja fyrir
Alsír, vegna þess, að slíkt föður-
land er ekki til .. enginn trúir
á þjóðernisstefnu okkar. Það,
sem er þess virði, að fyrir því sé
barizt undir því merki, er efna-
hagsleg og stjórnmálaleg frelsun
Alsír .... án frelsunar inn-
fæddra Alsírbúa, fær „Franskt
Alsír“ ekki staðizt".
Er heimsstyrjöldin síðari brauzt
út, gekk Abbas í herinn. Þá taldi
hann, að héldist lýðræði í Frakk
landi ekki, myndi draumurinn
um frjálst Alsír aldrei rætast.
Eftir fall Frakklands gerði
Abbas, sem þá hafði snúið heim,
kröfur til Pétains, marskálks.
Þær tillögur voru merkar, en
náðu ekki fram að ganga.
Nýjar kröfur komu ári síðar,
og voru endurteknar 1946. Það ár
sagði Abbas í franska þinginu:
„Alsírska föðurlandið, sem ég
fann ekki 1936, það er þar nú ..
Alsír og Frakkland verða að lifa
saman .. þá höfum við séð tak-
mark lýðræðis í Frakklandi."
Árin frá 1948 til 1954 voru um-
brotaár, og frelsi Alsír virtist enn
fjarlægt. Allar sáttatilraunir við
Frakka fóru út um þúfur. Þá var
undirbúningur byltingar vel á
veg kominn í Alsír. Síðla árs
1954 skrifaði Abbas: „Þjóð okkar
er þreytt á að biðja, og vera
hafnað .. þögnin er ekki annað
en reiði á hástigi, og felur í sér
byltingu."
1. nóvember hófst byltingin.
1956 sagði Abbas: „Þeir vita í
París, að ég er heiðarlegur. í da;g
get ég ekkert gert .... ég hef
barið á allar dyr og fengið nei
.... ég ætla aðeins að ganga i
lið með þeirri hreyfingu, sem
berst fyrir frelsi Alsír.“ Þessa
yfirlýsingu gaf Abbas á fundi
með 100 blaðamönnum í Kairo.
Abbas gerðist talsmaður þjóð-
frelsishreyfingarinnar og .frels-
isstríðsins". Hann ferðaðist vítt
og breitt um Arabaríkin, Evrópu
og SA-Asíu.
Er útlagastjórnin var stofnuð
í Túnis í september 1958, var
Abbas kosinn stjórnarforseti.
Er De Gaulle, Frakklandsfor-
seti, tók að ræða „rétt Alsír til
sjálfsákvörðunar“ 1959, var hann
svo óljós í orðum, að til átaka
kom, og grípa varð til valdbeit-
ingar. Bylting franska hersins i
Alsír mistókst.
í augum þjóðfrelsishreyfingar-
innar var hvert tilboð um frelsi
Alsír til handa háð óaðgengileg-
um skilyrðum. Styrjöldin hélt
áfram.
I apríl 1960 sagði Abbas, að
lokinni för alsírskrar sendinefnd
ar til alþýðulýðveldisins Kína:
„Vesturveldin reyna að sannfæra
okkur, að betra sé að falla fyrir
vopnum þeirra, en verja okkur
með vopnum austurs. Alsírbúar,
sem vita, að rétturinn er þeirra,
munu þiggja hjálp allra, sem
hana vilja veita.
1960, nær miðju ári, fóru við-
ræður alsírsku þjóðfrelsishreyf-
ingarinnar og frönsku stjórnar-
innar út um þúfur. Um haustið
lýsti Abbas andúð sinni á NATO
og öllum ríkjum, sem ekki tækju
eindregna afstöðu með Alsír.
Skömmu síðar hélt hann til Pek-
ing, enn í leit að aðstoð.
Úrslit kosninganna í janúar
1961 leiddu í Ijós fylgi Frakka
við stefnu De Gaulle í málefnum
Alsír. Þótt enn yrði nokkur bið,
þá náðust þó samningar að lok-
um í Evian. Framhaldið er öllum
kunnugt.
Frelsisbarátta Alsír stóð lengi,
og um skeið virtist markinu náð.
Það verður því að teljast hryggi-
lega táknrænt fyrir núverandi
ástand í Alsír, að sá maður, sem
hvað einarðlegast hefur íeitað
eftir stuðningi við raunverulegt
frelsi landsins, — bæði með þjóð-
um austurs og vesturs — skuli
fordgema leiðtoga landsins.
Hann hefur sagt af sér forseta-
embætti þings landsins, og farið
þess á leit við Ben Bella, að efnt
verði til frjálsra kosninga. Þó
mun Abbas ætla sér að sitja á
þingi enn um skeið.
Nýr ótti Ben Bella og félaga
hans leiddi til þess .í fyrradag,
að boðuð var ný frelsisskerðing
stjórnmálamanna. Enn er haldið
áfram á sömu braut: „Bylting
verður ekki framkvæmd án fáng-
elsa“.
Haag, 14. ágúst, NTB-Reuter
• í DAG greip um sig mikil
skelfing í skipasmíðastöð
nokkurri í Hollandi, er eld-
ur kom upp í stórri og glæsi-
legri skemmtisnekkju, sem
þar er í byggingu fyrir Rain-
er prins af Monaco. Um leið
og eldurinn brauzt út varð
þrumuveður, óvenjumikið, og
veðurhamurinn slíkur, að
skyggni komst niður í 30 m,
Um það bil 80 manns voru um
borð í snekkjunni, en aðeins
þrír meiddust.
Rainer prins kom til Hol-
lands s.l. mánudag. Hann ætl
aði að taka við snekkjunni á
fimmtudag og sigla henni
heim.