Morgunblaðið - 16.08.1963, Síða 15
Fostudagvr 16 áerúst. 1963
MORGUNBLAÐIÐ
15
Fædd 10. september 1872.
Dáin 8. ágúst 1963.
í DAG verður til moldar borin að
Skarði í Landsveit Margrét Þórð-
ardóttir, en hún andaðist að Elli-
og hjúkrunarheimilinu Grund í
Reykjavík hinn 8. þessa mánað-
ar tæplega 91 árs að aldri.
Margrét fæddist og ólst upp að
Gröf í Hrunamannahreppi í Ár-
nessýslu, dóttir hjónanna Þórðar
Guðmundssonar og Þóru Jóns-
dóttur, og var hin þriðja í ald-
ursröð 9 systkina, þeirra er náðu
fullorðins aldri. Með Margréti
eru nú 5 þessara systkina látin,
en 4 lifa enn, öll háöldruð.
Vorið 1904 fluttist Margrét aust
ur í Landsveit í Rangárvalla-
sýslu til systur sinnar, Elísabetar
Þórðardóttur, og manns hennar,
Finnboga Höskuldssonar, en þau
hjón höfðu þá fyrir skömmu reist
bú að Skarfanesi þar í sveit. Með
an Margrét dvaldist í Skarfanesi,
heitbatzt hún ungum og efnileg-
um manni, Vilhjálmi Ólafssyni í
Hvammi í Landsveit. Frá Skarfa-
nesi fluttist Margrét vorið 1909
og reisti bú með Vilhjálmi í
Haukadal á Rangárvöllum. Þar
bjuggu þau aðeins eitt ár, en
fluttust þá að Skarðsseli í Land-
sveit vorið 1910 og bjuggú þar
síðan í 22 ár við allgóð efni, þó
að jorðin væri kostarýr. Vorið
1932 fluttust þau síðan að Krók-
túni í sömu sveit og bjuggu þar
góðu búi um 14 ára skeið. Þaðan
fluttust þau vorið 1946 að
Hvammi í sömu sveit, þar sem
Vilhjálmur hafði átt bernsku- og
æskuheimili. Hvammur er góð
bújörð, en aldur og heilsubrestur
tók nú að gera þeim Margréti og
Vilhjálmi búskapinn óhægan,
þótt efnahagsleg afkoma þeirra
væri góð. Brugðu þau því búi vor
ið 1955 og fluttust til Reykjavík-
ur eftir 9 ára búskap í Hvammi.
Þegar hér var komið, var Mar-
grét algerlega farin að heilsu,
var flutt í sjúkradeild Elli- og
hjúkrunarheimilisins Grundar og
hefur legið þar rúmföst æ síðan.
Vilhjálmur hafði enn þolanlega
heilsu, fékk heimilisvist hjá góðu
fólki í Reykjavík, Valdimar Lár-
ussyni verzlunarmanni og konu
hans, og hefur lengst af haft störf
með höndum, þótt aldur og van-
heilsa hafi hamlað nokkuð hin
siðari ár.
Margrét var kona fríð sýnum,
björt yfirlitum, fremur lítil vexti
og grönn, hæglát og prúð í fram-
komu, ljúf og hlý, þolinmóð og
æðrulaus í langvinnum erfiðleik-
um og vanheilsu. Litlar kröfur
gerði hún til annarra, en miklar
til sjálfrar sín og vildi öllum gott
gera. Aldrei mun hún hafa mælt
styggðaryrði til nokkurs manns
sína löngu ævi, og handa öllum
átti hún gnægð velvilja. Um
bresti annarra ræddi hún aldrei.
Lengst af átti Margrét heima á
afskekktum stöðum og mun
naumast hafa komizt út fyrir
byggðarlag sitt áratugum sam-
an. En þegar hún kom loks til
Reykjavíkur, háöldruð og sjúk,
umgekkst hún auðvitað aðeins
stofusystur sínar, starfslið elli-
heimilisins og þá, er heimsóttu
hana, en oft gleymast hinir sjúku
í önn dagsins. Margrét lifði því í
fásinni mestan hluta ævinnar og
kynntist fáum. Þakklát var hún
þeim, er heimsóttu hana í sjúkra-
stofuna þáu 8 ár, sem hún lá rúm
föst og beið. Ef hún mætti nú
mæla, mundi hún þakka þeim öll
um, en engum eins og manni sín-
um og þeim hjónum Sigríði og
Ágústi Böðvarssyni og einka-
syni þeirra, sem iðulega heim-
sóttu hana og önnuðust af frá-
bærri alúð, en voru henni þó
hvorki skyld né venzhið; enn-
fremur mundi hún þakka af al-
hug stofusystrum sínum, sem sí-
felt sýndu henni góðvild og nær-
gætni.
Kæra, góða frænka, ég veit
með vissu, að allir, sem þekktu
þig, þakka þér samveruna af heil
um hug og telja sér mikinn ávinn
ing að hafa þekkt þig og fengið
að verða þér samferða.
Friður Guðs veri með þér.
Magnús Finnbogason.
Þotur um
Keflavík í
fyrsta sinn í
áætlunarflugi
PAN AMERICAN hefir ný-
lega ákveðið að hefja farþega
flug með þotum af gerðinni
DC-8 á leiðinni New York —
Keflavík — London. Er hér
um að ræða fyrsta áætlunar-
flug með farþegaþotum um
ísland.
Áætlunin mpn líta þannig
út: Brottför frá New York kl.
10.45 á þriðjudagskvöldi og
komið til Keflavíkur kl. 7.45
á miðvikudagsmorgni. Frá
Keflavík kl. 8.30, lent í Prest-
vík kl. 11.30 og komið til
London kl. 1.20 eftir hádegi.
Allsstaðar miðað við staðar-
tíma. Samdægurs haldið frá
London kl. 4 e. h. frá Kefla-
vík kl. 6.55 og komið til New
York kl. 9.35 sama kvöldið.
Hinar risavöxnu DC-8 þot-
ur vega fullhlaðnar 143 þús.
kg. og geta borið 125 farþega.
Meðalflughraði þeirra er um
850 km. á klst. Fyrir bragðið
tekur það um hálfa aðra
klukkustund að komast til
Prestvíkur í Skotlandi, en
flugtími til London verður
2% tími. Að skjótast til New
Ýork tekur um 5 klst. en fyrir
New York búa að heimsækja
Reykvíking tekur klukku-
stund skemur vegna hagstæð-
ari vinda í háloftunuim á aust-
urleið yfir Atlantshafið.
Fargjöld milli Keflavikur
og New York verða 8758—
kr. aðra leiðina, en 16.643 —
fram og til baka. Yfir vetrar-
mánuðina verða svokölluð 21
dags fargjöld allmiklu lægri
eða 10.197 kr. fyrir báðar leið
ir. Fargjöld milli íslands og
Bretlandseyja verða hin sömu
og eru með íslenzku flug-
félögunum. — B.Þ.
Syndið 200 metrana
Vestrænir kommún-
istaleiðtogar í Moskvu
Forystumenn sovézkra komm-
únista hafa að undanförnu gert
öðrum kommúnistaflokkum grein
fyrir ágreiningi sínum við kín-
verska kommúnista. Hafa fjöl-
margir vestrænir kommúnista-
Ieiðtogar komið til Moskvu, þ.á.
m. Einar Olgeirsson formaður
kommúnistaflokksins hér á Iandi,
sem fór utan 24. júlí sJ.
Eitt aðalefni funda sovétleið-
toganna með hinum vestrænu
bandamönnum sínum er það,
hvort kallaður skuli saman fund-
ur allra kommúnistaflokka heims
ins til að fjalla um deilu Rússa
og Kínverja.
Talið hefur verið, að sovézkir
kommúnistar veigri sér við að
taka þátt í slíkum fundi, þar
sem Kínverjum muni þar gefast
færi til að sýna þann stuðning
sem þeir njóta innan kommún-
istaflokkanna.
Sovétleiðtogarnir leggja nú
einnig á það áherzlu, að stillt
verði til friðár innan þeirra
kommúnistaflokka, sem þeim
fylgja að málum, en deila þeirra
við Kínverja hefur valdið hættu
legum klofningi innan þeirra
margra.
Síðan viðræðum sovézkra og
kínverskra kommúnista lauk í
Moskvu í s.l. mánuði hafa komm
únistaleiðtogar frá Indlandi, Finn
landi, Luxemborg, Júgóslavíu,
Danmörku, ísrael, Svisslandi og
íslandi komið til Moskvu og rætt
við fulltrúa miðstjórnar Komm-
únistaflokks Sovétríkjanna.
Ýmsir aðrir kommúnistaleið-
togar hafa verið í sumarleyfi í
Sovétríkjunum. Þeirra á meðal
eru forystumenn kommúnista-
flokkanna í Frakklandi, Ástra-
líu og Ceylon.
Sovétleiðtogarnir telja ástr-
alska flokkinn sér mjög þýðing-
armikinn fyrir sig vegna sam-
bands hans við aðra kommún-
istaflokka í Asiu, en flestir leið-
togar flokksins úr hópi mennta-
manna hafa þegar lagzt á sveif
með Kínverjum.
Loks hafa leiðtogar indónes-
íska kommúnistaflokksins verið
í Moskvu, en ætluðu að halda
þaðan til Peking.
Arbœjar - Selásblettir!
MORGUNBLAÐIÐ óskar eftir að komast í samband við mann
eða konu, er tekið gæti við umboðsmennsku fyrir Morgunblaðið
í Árbæjar- og Selásblettum.
Þeir sem hug hafa á þessu, eru vinsamlegast beðnir að snúa
sér til skrifstofu Morgunblaðsins, annað hvort símleiðis eða
skriflega.
sími 22480.
BIFREIÐA-
EICENDUR
DAGLEGA-IMÝ J AR-Vörur
Hjá okkur fáið þér hlutina í bílinn.
Handföng
Toppastrigi
Plastáklæði
Þéttikantur
Hurðarskrár
FERODO
bremsuborðar
PAYEN
Pakkningar
Pakkningasett
Pakkdósir
í flesta bíla.
ALLT f RAFKERFIÐ:
jMjH
Stefnuljós
Stefnuljósarofar
Platínur
Flautur
Háspennukefli
Straumrofar
Þéttar
Kveikjulok
Startarar
Dínamóar
Sendum gegn póstkröfu hvert á land sem er.
Eflaust eigum við það, sem vantar í bíl yðar,
Egill Vilhjálmsson h.f.
Laugavegi 118. — Sími 22240.