Morgunblaðið - 23.08.1963, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.08.1963, Blaðsíða 10
10 MORCUNBLAÐIÐ Föstudagur 23. ágúst 1963 Fréttamyndir t^:« ÞESSA fallegu mynd tók Sig urgeir Jónasson í Vestmanna- eyjahöfn helgidag einn í góðu veðri í sumar. Bjarni Helga- son, verkstjóri, stóð þar á ytri hafnargarðinum með stöngina sína og var að æfa sig að kasta, því þó hvorki veiðist lax né silungur í Eyjum, þá bregða Vestmannaeyingar sér í laxveiðiárnar uppi á landi í sumarleyfinu. Annars dró Bjarni fiskinn gráðugt, enda kastar hann langt, og fékk falegan smáufsa. í baksýn sjást Bjarnarey og Yztiklettur og úti í höfninni eru danskir sjómenn á báti að draga sandkola í matinn. Myndarleg félagsheimili hafa á undanförnum árum ris- 'ið upp í sveitum og þorpum landsins. Á Hvammstanga er nú að rísa af grunru félags- heimili. Eiga landsmenn vafa laust eftir að heyra auglýst- ar í útvarpinu samkomur þar í framtíðinm. Og hér er eitt af veiðihús- unum, Tjarnarbrekka hjá Lækjarmóti við Víðidalsá, þar sem laxveiðimenn hafa látið fara vel um sig í veiðiferðum í sumar. Þar er rúm fyrir 20 manns og ráðskona hugsar um matinn. 'SSgíí?? >f Jónatan Guðjónsson ber út Morgunblaðið á Egilsstöðum. Hér stendur hann fyrir utan verzlun Ara Björnssonar, frétamanns og afgreiðslustjóra Morgunblaðsins á staðnum. Á flestum býlum, þar sem fjölbýli er, eru J^fnmörg íbúð arhús og ábúendur. Þarna, á Hrafnabjörgum í Jökulsár- hlíð, er stórt og myndarlegt íbúðarhús í byggingu, sem tveir bændur eru að reisa og ætla að búa sinn á hvorri hæð inni. Þeir heita Guðmundur Björnsson og Ragnar Jónas- son. Það er tilbreyting að sjá svona íbúðarbyggingu í sveit. Á Hrafnabjörgum er annars fjórbýli og er nú búið í þrem- ur eldri íbúðarhúsum. Þetta er mikil jörð og búið að gera mikið fyrir hana. sss^^í^sí? WV>S?X?X?!&&& Einn af fréttamönnum blaðs ins tók þær myiidir sem hér fara á eftir á ferðalagi um landið fyrir skömu. Hér að ofan er mynd frá höfninni á Norðfirði. Er bar verið að reka niður stálþil til að gera bátahöfn, en hún verð- ur áfangi í staerri framtíðar- höfn í Norðfirði. Hefur verið unnið miki^ við höfnina í :ý'^VSWrs.*sy.*.-::.vr.»-: í sumar var borað með góð um árangri eftir heitu vatni í Námaskarði, en heitt vatn er mjög mikilvægt þar, með tilliti til hugsanlegrar kísil- gúrvinnslu úr Mývatni. Þessi mynd er úr Námaskarði. utan af landi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.