Morgunblaðið - 24.08.1963, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 24.08.1963, Qupperneq 14
14 MORGUNBLADIÐ Laugardagur 24. ágúst 1963 IMorrænt þing um mál* efni vangefins fólks DaGANA frá 12. til 15. ágúst var haldið í Osló norrænt þing um fávitaíramfærslu og vanvita- skfla. (XII. Nordiske Kongress íor ándssvakeomsorg og evenei- keskoler). Þingið er hið 12. í reðinni, sem haldið er um þessi nrál, en þetta er í fyrsta skípti, s tm íslendingar taka virkan þátt því. Þingið sóttu um 1000 manns tró öllum Norðurlöndum og hef- ur það aldrei verið jafn fjöisótt. Frá íslandi voru 5 þátttakendur. Ragnhildur Ingibergsdóttir lækn- ir og Björn Gestsson forstöðu- maður úr Kópavogi. Frú Sigríð- stjórn Lyngáss, dagheimilis styrktarfélags vangefinna og Jónína Eyvindsdóttir forstöðu- kona, og Kristinn Björnsson skólasálfræðingur úr Reykjavík. Ávörp og kveðjur íyrir hönd ís- lendinganna fluttu Ragnhildur Ingibergsdóttir og Björn Gests- Innilega þakka ég öllum þeim, sem sýndu mér vinar hug á 60 ára afmaelinu 17. ágúst, með gjöfum, blómum, skeytum og heimsóknum. Guð blessi ykkur öll. Guðrún Jóhannsdóttir, Kagaðarhóli. Ollum þeim, sem minntust mín á fimmtugsafmæli minu 14. júlí sl. sendi ég alúðarfyllstu þakkir. — Síldar verksmiðjum ríkisins og starfsmönnum þar þakka ég sér staklega virðulegar gjafir svo og hlýjar kveðjur mér fluttar frá siglfirzkum verkamönnum. Baldur Eiríksson. Móðir okkar, JÓHANNA AMALÍA JÓNSDÓTTIR ljósmóðir, lézt á St. Jósepsspítala 23. þessa mánaðar. Synir hinnar látnu. Frú SIGRIÐUR BRYNJOLFSDOTTIR lézt á Elliheimilinu Grund 15. þ. m. — Jarðarförin hef- ur farið fram. — Fyrir hönd vandamanna. Ingvar Vilhjálmsson. Móðir okkar ANNA SIGRID GUNNLAUGSSON frá Vestmannaeyjum lézt í Borgarsjúkrahúsinu fimmtudaginn 22. þ.m. Ella Halldórsdóttir, Ólafur Halldórsson, Gunnlaugur Halldórsson, Axel Halldórsson, Gunnar Halldórsson. Innilegar þakkir til allra, sem auðsýndu samúð og vináttu við andlát og jarðarför eiginkonu og móður okkar GUÐBJARGAR SÆMUNDSDÓTTUR frá Laxnesi. Eiginmaður og böm. Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför föður okkar og tengdaföður AUÐUNS AUÐUNSSONAR Vigfús Auðunsson, Karl Auðunsson og fjölskylda. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall og jarðarför föður okkar ÞORSTEINS ÞORLEIFSSONAR María Þorsteinsdóttir, Karla Þorsteinsdóttir, Edith Þorsteinsdóttir. Innilegar þakkir fyrir sýnda samúð og vinarhug við fráfall og jarðarför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu HÓLMFRÍÐAR EINARSDÓTTUR Karl Eyjólfsson, börn, tengdaböm og barnabörn. Hugheilar þakkir til allra fjær og nær, sem sýndu okkur hjáilp og vináttu við andlát og jarðarför GUÐNA EINARSSONAR frá Strönd. Dætur bins látna og aðrir vandamenn. Helztu viðfangsefni þingsins voru nýjustu rannsóknir á fávita sjúkdómum, uppeldi og sáiar- fræði vangefins íólks, fræðsla, atvinnumöguleikar vangefinna og skipulagning á framfærslu þeirra. Framsöguerindi fluttu: Dr. Hallvard Vislie yfirlæknir frá Oslo um nýjustu rannsóknir á orsökum fávitaháttar. Dr. Anna- lise Dupont, yfirlækmr, frá Brejn ing í Danmörku um meðferð og borfur fávitasjúkdóma. Prófess- or Niilo Máki frá Finnlandi um ný sjónarmið í uppeldi og sálar- fræði. Niels Albertsen skólastjóri í Árósum um félagslegt uppeldi vanvita. Ingrid Fröstedt skóla- stjóri frá Svíþjóð um skynjunar- æfingar. B. Möhl-Hansen náms- stjóri frá Danmörku um uppeldi fullorðinna. N.E. Bank-Mikkel- sen frá Danmörku um skipulagn- ingu. Gestir mótsins voru: A. Meuz- elaar frá Groningen í Hollandi, sem flutti erindi um atvinnu- möguleika vangefins fólks og Dr. H.C. Gunzburg frá Birming- ham í Englandi, sem talaði um ný sjónarmið varðandi félagslegt uppeldi og verkkennslu. Auk framsöguerinda voru flutt tvö til fjögur styttri erindi um hvert mál og síðan frjálsar um- ræður. Annan dag þingsins voru flutt yfirlitserindi um það, sem gert hefur verið í þessum málum á Norðurlöndum frá því, að síð- asta þing var haldið. Ragnhildur Ingibergsdóttir flutti erindi frá' íslandi. í sambandi við mótið var sýning, sem Öll Norðurlönd- in tóku þátt í. Mest bar á hælis- teikningum frá öllum Norður- löndunum. Frá fslandi voru sýnd ar teikningar af Lyngast, dag- heimili styrktarfélags vangef- inna, nýreistu starfsmannahúsi Kópavogshælis og fyrirhuguðum hælisdeildum í Kópavogi. Frá Danmörku voru sýndar iðnaðarvörur unnar af vangefnu fólki. Frá nokkrum heimilum í Noregi var sýnt föndur og handa- vinna. Einnig voru á sýningunni kennslutæki, kennslubækur og fleira. Erindi voru ekki haldin um byggingar, en arkitektar og aðr- ir, sem um þau mál fjalla og mótið sóttu, hittust og ræddu hinar ýmsu teikningar, sem á sýningunni voru, sín á milli og skiptust á skoðunum. Teikningar af fyrirhuguðum hælisdeildum í Kópavogi vöktu athvgli og hlutu mjög góða dóma. Arkitektarnir Gísli Halldórsson og Jósef Reyn- is hafa gert þær. Flestar teikningamar, sem sýndar voru, voru af aðalhæl- um (centralinstitution), en um hlutverk þeirra f.iallaði N. E. Bank Mikkelsen meðal annars í framsöguerindi sínu. Norðurlöndunum er flestum skipt í héruð og í hverju héraði er eitt aðalhæli, en fólksfjöld- inn á íslandi er ekki meiri en svo, að eitt aðalhæli gæti full- nægt þörfinni. Aðalhæli er stofnun, þar sem Sigriður Brynjólfsdóttir Fædd 14. ágúst 1862. Dáin 15. ágúst 1963. NÝLÁTIN er á Elli- og hjúkr- unarheimilinu Grund Sigríður Brynj ólfsdóttir, ári og einum degi betur eftir að hundrað ára afmæli hennar var minnzt í Morgunblaðinu. Svo var hún heilsuhraust, þar til undir það síðasta, að líkami hennar bar ekki merki hrörnunar meiri en svo, að ætla mátti að hún væri sextug en ekki á 102. aldursári. Þó var sálarleg heilbrigði henn- ar svo mikil, að enn meiri undr- un sætti. Sigríður Brynjólfsdóttir fædd ist á Mýrum í Villingaholts- hreppi, Árnessýslu, hinn 14. ág- úst 1862. Foreldrár hennar voru Brynjólfur Sigurðsson bóndi þar og kona hans, Anna. En hún var dóttir hjónanna, á Sumar- liðabæ í Holtum, Ingibjargar og Gísla. Faðir Sigríðar drukknaði er hún var aðeins fárra vikna göm ul. Ólzt hún upp hjá móður sinni, er síðar giftist Ólafi Áma syni frá Akurey í Landeyjum, og bjuggu þau í Dísukoti í Þykkvabæ. — Ólafur, stjúpi Sigríðar, varð 102 ára gamall. Sigriður giftist 24. maí 1892, Sigurði Hildibrandssyni. Þau hófu búskap í Norðurkoti í Ása- hreppi, Rangárvallasýslu. Skömmu eftir aldamótin fluttu þau búferlum til Reykjavikur. Réðist Sigurður þá til Péturs Thorsteinssonar frá Bíldudal og var hjá honum pakkhúsmaður. Sigríður og maður hennar eignuðust eina dóttur, en hún dó fárra vikna gömul. Fóstur- dóttur tóku þau sér, Margréti- Jónsdóttur, og er hún búsett í Reykjavik. Mann sinn missti Sigríður ár ið 1922. Bjó hún ein eftir það nokkur ár, en í sama húsi ■— Laufásvegi 20 — og hálfsystir hennar, Ingibjörg og eiginmað- ur hennar, Vilhjálmur. Síðar flutti hún til sonar þeirra, Ingv ars útgerðarmanns og forstjóra og konu hans, Áslaugar Jónsdótt ur frá Hjarðarholti. Hjá þeim dvaldist hún í sjö ár. Sigríður Brynjólfsdóttir var 83 ára gömul þegar hún flutt- izt á Elli- og hjúkrunarheim- Sigríður Brynjólfsdóttir (Myndin, sem kom í Mbl. á 100 ára afmælinu) _ ilið Grund, eða á svipuðum aldri og fjölmargir aðrir er þangað koma. En að hún, eftir að hafa náð það háum aldri, skyldi verða þar full 18 ár og það við góða heilsu, heyrir til sjaldgæfra undantekninga. Sigríður var ein meðal margra sem mikill fengur hefur verið að fyrir jafn fjölmenna stofn- un og Grund er. Hennar jihrif hafa orðið til góðs ýmsum þeirra er eiga við hin mestu bágindi að búa, sökum margvíslegrar vanheilsu. Á sama stendur hver spurður er, af þeim mörgu sem hún umgekkst þar öll þessi ár, hvort heldur er sambýliskona, starfslið eða vistfólk almennt, henni er af öllum það orð bor- ið að hún hafi verið, eins og yfirhjúkrunarkona komst að orði, „alveg einstök manneskja": Sí glöð og þakklát, mælti aldrei æðruorð, friðsöm og skipti aldrei skapi. Hve vel hún hefur verið verki farin sýndi sig enn í hárri elli. Frá henni 95 ára gamalli, var fal legur útsaumur á handavinnu- sýningu heimilisins. Og á 101. aldursári prjónaði hún vandaða hægt er að rannsaka fávita og veita þeim þá meðferð lækms- fræðilega og uppeldisiega, sem þeir þarfnast. Á þeim stofnun- um eru þeir fávitar vistaðir, sem þarfnast hælisvistar. Öll þessi mál þróast nú mjög ört á Norðurlöndum og í stuttu máli má segja, að mðurstöður þess, sem mótið fjallaði um séu, að ekki hefur enn komið neitt fram innan læknisfræðinnar, sem leitt geti til þess, að hægt sé að lækna fávitahátt, aftur á móti er unnið af kappi að rann- sóknum á ýmsu, sem komið get- ur í veg fyrir, að einstaklingar verði fávitar vegna nokkurra meðfæddra eða áunninna sjúk- dóma. Rétt er þó að taka fram, að umrædd sjúkdómstxlfelli eru mjóg sjaldgæf. Talið er að keppa beri að því, að allir vanvitar (debilir einstaklingar) fái þá fræðslu, sem þeir geta notið bæði bóklega og verklega og þannig uppeldi, að sem flestir þeirra verði færir um að sjá sér farborða á vinnumarkaði. Einnig, að hálfvitum (imbecilum ein- staklingum) gefist kostur á að nýta þá starfsgetu, sem þeir kupna að hafa til þarflegra starfa, Að ekkt séu fleiri vistaðir á hæl- um, en þeir sem nauðsynlega þurfa þess með og að stefnt sé að því, að líf allra vangefinna geti verið eins eðlilegt og líkt lífi almennings og kostur er. Formaður undirbúningsnefnd- ar þingsins var Dr. með Chr, Lohne Knudsen, yfirlæknir. Heið ursgestir þingsins voru prófessor Dr. med. Asbjörn Fölling og Marie Petersen fyrrv. fræðslu- málastjóri norsku vanvitaskól- anna. leista og vettlinga. Andleg heil- brigði lýsti sér einnig í því hve vel hún fylgdist með á dagleg- um guðræknisstundum heimil- isins og útvarpi. Það var ekki ofmælt er sagt var í afmælisrabbi við hana 100 ára gamla, að hún væri „ákaf- lega trúuð“, ■— þó að orðalag hefði mátt vera annað. Hún gat þá enn lesið Guðs góða orð sér til uppbyggingar. Viðeigandi þótti að lesin voru yfir börum Sigríðar Brynjólfs- dóttur, eftirfarandi vers úr 71. sálmi Davíðs: Hjá þér, Drottinn, leita ég hælis........ því að þú ert von mín, Herrann Drottinn er athvarf mitt frá æsku. Við þig hef ég stuðst frá móðurlífi, frá móðurskauti hefur þú verið skjól mitt Guð, þú hefur kennt mér frá æsku, og allt til þessa kunngjöri ég dásemdarverk þin. Og jafnvel þegar ég er gamall orðinn og grár fyrir hærum munt þú, ó Guð, eigi yíirgefa mig. Minning góðrar og stórmerkr ar konu mun lengi geymast, — Guði til dýrðar. Ólafur Ólafsson • Yfirlýsing Kína endursend Mosvku, 21. ágúst (NTB), SENDIRAÐ Sovétríkjanna 1 Peking aeitaði í dag að veita viðtöku yfirlýsingu, sem Pe- kingstjórnin gaf út s.l. viku. í yfirlýsingunni eru Sovét- rikin m. a. sökuð um að hafa svikið gerða samninga um að láta Kínverjum í té tæknileg- ar' upplýsingar um fram- leiðslu kjarnorkuvopna. Pravda skýrði frá þessu í dag og sagði, að kínverskir sendi- menn hefðu komið með nokk- ur eintök af yfirlýsingunni til sovézka sendiráðsins. Hefðu eintök þessi verið send ujb hæl til Pekingstjórnaxinnac,

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.