Morgunblaðið - 24.08.1963, Page 15

Morgunblaðið - 24.08.1963, Page 15
Eaugardagur 24. ágúst 1963 MORGUNBLAÐID 15 (sa^ssx 21. ágúst. ÁHEYRENDAPALLAHNIR Tið Stórþingssalinn eru ekki stórir og blaðamannastúkan ekki heldur. í gærmorgun var orðinn húsfyllir á báðum stöð- unum og áheyrendur voru farnir að hverfa frá sökum þrengsla um það bil er Lang- helle þingforseti setti þann þingfund, sem beðið hefur ver ið með meiri eftirvæntingu en nokkurs annars er haldinn hefur verið í Stórþinginu eftir stríð. Því að nú átti að gera harðari hríð að norskri ríkis- stjórn, en gerð hefur verið í heilan mannsaldur. Út af Sval barðamálinu svonefnda. Ég hef rakið það mál laus- lega áður og það yrði of langt hér, að rekja það frekar. Mál- ið sjálft er fyrir rétti í Osló um þessar mundir, og hann mun kveða upp dóm um, hverj ir beri ábyrgð á slysunum í Kingsbay-kolanámunum og hvernig þau slys hafi orðið. Því að það er enn óleyst mál hvaða orsakir liggi til námu- slysanna, sem kostað hafa 63 mannslíf, þar af 21 þann 5. nóv í fyrra. Hitt þykir þegar sannað, að vítaverð vanræksla hafi átt sér stað á því að fram- fylgja settum öryggisráðstöf- unum, og snýr sökin á þessu fyrst og fremst að fram- kvæmdastjóra og verkstjóra námanna á Svalbarða og þar næst að yfirstjórn námanna í Osló, en formaður hennar var Skjerdal, . deildarstjóri í iðnaðarráðuneytinu. Undir héraðsmálaráðuneytið heyra hins vegar öryggisráðstafanir og eftirlit með þeim, að þeim sé framfylgt. Þess vegna hafa ásakanir út af slysunum eink- um beinzt gegn ráðherrum þessum tveggja ráðuneyta. Iðnaðarráðherrann, Kjell Holl er, sagði af sér í júní, eftir að málið var tekið upp, en Trygve Lie var skipaður í stað hans. Það sem um er deilt, á stjórnmálalegum vettvangi er þetta: Ber stjórnin ábyrgð á þeim misfellum, sem sannan- lega hafa átt sér stað í Kings- bay-námunum? Stjórnarand- stæðingar segja það ekki full- um fetum. En þeir leggja að- aláherzluna á það, að stjórn- in hafi vísvitandi reynt að halda leyndu fyrir þinginu upplýsingum um málið og ætl- azt til að þingið yrði sent heim í júní í sumar, án þess að það fengi nokkuð um það að vita, hve miklar misfellur voru á stjórn og rekstri Kings- bay-námanna. Með þessu hafi ríkisstjórnin sýnt þinginu — húsbónda sínum,— lítilsvirð- ingu og óhreinlyndi. Og þess vegna njóti hún ekki framar trausts þingsins. Sjónvarpið, sem annars fær ekki nema sjaldan að sýna fundarhöld þingsins, hafði í gær fengið leyfi til að sjón- varpa þaðan í 6 tíma sam- Happdrælti DAS Dregið var í 4. fl. Happdrættis DAS 3. ágúst s.l. og féllu vinn- ingar þannig: 2ja herb. ÍBUÐ Ljósheimum 22, 4. hæð (Ej. tilbúin unair tre- verk kom á nr. 57991 Umb. Aðal- umboð. 2ja herb. ÍBÚÐ Ljósheimum 22. 5. hæð (B) tiibúin undir tre- verk kom á nr. 6809 Umb. Ólafs- íjörður. OPEL Cadett fólksbif- reið kom á nr. 18181 Umb. Ólafs- vík. FORD Anglia fóíksbifreið kom á nr. 56337 Umb. Aðalumb. Bifreið eftir eigin vali kr. 120 þúsund kom á nr. 4509 Umb. Hafnarfjörður. Bifreið eftir eig- in vali kr. 120 þúsund kom á nr. 46221 Umb. Sigr. Helgad. Eftir- talin numer hlutu húsbunað fyrir kr. 10.000.00 hvert: 2976 4012 9566 10522 26188 39156 42405 46366 62163 62643 Eftirtalin númer hlutu hús- búnað fyrir kr. 5.000.6.U hvert: 97 1240 2397 3608 4264 4314 4379 4572 5158 6380 6442 7272 7207 7724 8018 8128 8417 9030 9262 9437 9604 11808 11834 12110 12210 12392 12446 12695 13242 13286 13882 14651 15024 15386 15649 15667 15827 16375 16595 16901 17299 17544 17813 17936 17972 18253 18883 19137 19157 19193 20569 20793 20804 20879 20904 21410 22280 22578 229994 23583 25919 27372 28158 28266 28292 28509 28595 29143 29359 30119 30561 31702 32010 32217 32282 32554 33006 33058 33236 33520 33906 34680 35107 36238 36368 39045 39097 39449 39463 39482 40583 40874 42325 42423 42976 43656 44284 45415 45974 45978 46052 46157 46603 49054 50229 50396 50623 50815 50984 52084 52770 52973 53289 53525 54516 54853 55784 55986 56424 56853 57656 57969 57984 58001 58952 59708 59742 60184 60256 60457 62955 64631 64734 64983. (Birt án ábyrgðar). — Heimsþingið , Framh. af bls. 13 timar fríir. En þá hefjast fund- ir aftur, eitthvað nýtt kemur fram, enginn vill missa af því, og þess vegna er um að gera að hætta sér ekki þáð langt 1 burtu, að eigi sé unnt að rata með sæmilegum flýti. Því hætt er við því, að byrst yrði rödd- in í dr. Fry, ef súlnasalurinn yrði ekki fullur fyrir síðdegis- fundinn. Ólafur Skúlason. INioregsbréf frá Skúla Skúlasyni trerða í henni fimm úr hans flokki, fjórir úr bændaflokkn um, þrír frá vinstri og þrír frá kristilega flokknum. En Finn Gustavsen hefur lýst yfir því, að hann vilji verkamannastjórn. Og því er spurningin: Bregða þeir tví- menningarnir þá ekki fæti fyrir væntanlega borgara- flokkastjórn undir eins og tækifæri gefst? Það er undir öllum kringumstæðum mjög ótraustur grundvöllur, sem hin nýja stjórn yrði að byggja tilveru sína á, og fáir spá henni langlífi. í fréttum í kvöld er getið nokkurra þeirra, sem muni taka sæti í nýju stjórninni. En það er eftirtektarvert, að flest þessara nafna eru lítt kunn almenningi. Það eru ekki framámenn flokkanna á þingi, sem tilnefndir eru, að und- anteknum Lyng sjálfum og Káre Willoch (aðalritara hægriflokksins) og Kjell Bondevik frá kristilega flokkn um. Hinir eru menn, sem litt eða ekki hafa haft sig frammi í stjórnmálum. Stjórnarskipti slík sem þau, er nú Virðast vera í aðsigi, eru sjaldgæfur atburður í Nor- egi. Verkamannaflok-kurinn hefur raunverulega borið á- byrgð á stjórnarathöfninni í 28 ár, eða síðan Johan Ny- gaardsvold tók við stjórn eft- ir vinstriforingjann Joh. Ludv. Mowinkel 25. júní 1935. Nygaardsvold sat við stjórnvölinn í rúm tíu ár, eða til 25. júní 1945, en Einar Ger- hardsen myndaði eins konar bráðabirgðastjórn og síðan hreina flokksstjórn eftir kosn ingarnar þá um haustið. Síð- an hefur hann verið forsæt- isráðherra að undanteknu tímabilinu 19. nóv. 1951 til 22. jan. 1955, er flokksbróðir hans, Oscar Torp, „hafði sæta- skipti“ við hann og var Ger- hardsen Stórþingsforseti þann tíma. Gerhardsen hefur því verið forsætisráðherra í sam- tals 15 ár og hefur enginn haft stjórnarforustu jafn lengi síðan Noregur fékk innlenda konungsstjórn. En margar breytingar og tíð ar hafa orðið á stjórn hans. Ýmsir ráðherrar hans hafa horfið úr sæti (ýmsir þeirra hafa orðið fylkismenn) og aðrir skipt um sæti í stjórn- inni. En einn hefur orðið lang haldbeztur, og það er utan- ríkisráðherrann, Halvard M. Lange. Hann hefur g</,nt em- bætti sínu óslitið síðan hann tók við því af Trygve Lie 2. febrúar 1946, eða yfir 17 ár. Gerhardsensstjórnin biðst væntanlega lausnar föstudag eða laugardag, en nýja stjórn- in mun væntanlega taka við laust eftir helgina. Engu skal spáð um hve mikil þátta- skipti verði í norskri stjórn- málasögu við þessi stjórnar- skipti. fleytt. Fjögur stór myndavéla- bákn voru í salnum og 6—7 kílóvatta ljósmagn upplýsti hann, er Olav Knudson, frum- mælandi stjórnarandstæðinga í hinni sameiginlegu nefnd tók til máls. Hann talaði í nær klukkustund og rakti mis fellur þær á stjórn námanna, sem honum þótti einkum á- mælisverðar, en lagði áherzlu á, að það væri ekki síðasta námuslysið, sem knúð hefði andstöðuflokkana til sóknar- gegn stjórninni, heldur hitt, að stjórnin hefði farið á bak við þingið í málinu og þagað yfir misfellunum, m.a. þegar hún var að biðja þingið um fé til námurekstursins. Og ræðu hans lauk með því, að hann lýsti yfir, fyrir hönd borgaralegu flokkanna: „Reg- eringen har ikke Stortingets tillit!“ (Ríkisstjórnin nýtur ekki trausts Stórþingsins). Framsögumaður meirihluta F.inar Gerhardsen: — Fimm andstöðuflokkar ráða nú meirihluta í Stórþinginu, sagði hann. — Þann meiri- hluta geta þeir notað til þess að fella stjórnina. Hafi þeir þor til þess þá hafa þeir mátt- inn. En dagur kemur eftir þenna, og stjórnarflokkurinn bíður ókvíðinn dóms þjóðar- innar og sögunnar. — Stjórn- arandstaðan hefur afráðið að fella stjórnina á slysi, sem kostaði líf 21 verkamanns, og svo er bætt við eldri slysum, í þeim tilgangi að gera stjórn- ina ábyrga á þeim. Blöðin hafa skrifað um siðferðilegan brest hjá ríkisstjórninni, um óráðvendni, um að hún sýni Stórþinginu lítilsvirðingu. Ég hefði aldrei getað hugsað mér að ég ætti eftir að upplifa nokkuð þessu líkt. Mér hef- ur stundum í einrúmi dottið í hug að ég ætti að hverfa frá þessu öllu. En ég veit vel, mannaflokkurinn myndaði stjórn á ný. Sú ósk hefur heyrzt áður, en var þá svar- að kuldalega. Gerhardsen sagði í ræðu í sumar, að verka mannaflokkurinn vildi sjálfur ráða hvaða menn hann skip- aði í eigin flokksstjórn og tal- aði af lítilsvirðingu um Gust- avsen og stjórnmálabrölt hans. Áður en umræður hófust I morgun kvaddi Einar Ger- hardsen sér hljóðs og lýsti yf- ir því, að ef vantraust yrði samþykkt á stjórnina mundi hún tafarlaust segja af sér. — Þvínæst hófust umræður á ný og var fyrsti ræðumaður Nils Hönsvald, sem er formaður þingsflokks stjórnarinnar. Hann fór víða í ræðu sinni og lagði áherzlu á, að stjórnar- andstæðingar hefðu lengi vilj- að koma fram vantrausti á stjórnina, en aldrei komið sér saman um stefnuskrá fyrr en Þessir þrír nienn eru taldir líklegastir tii að gegna helztu ráðherracmbættum í stjórn borg- araflokkanna í Noregi. Talið frá vinstri: Erling Wikborg, 69 ára, sem er úr Kristilega þjóð- arflokknum, er talinn líklegur utanrikisráðherra; John Lyng, 58 ára, úr jhaldsflokknum, seni forsætisráðherra og Bjarne Lyngstad, 62 ára, úr flokki frjálslyndra, er líklegur varnarmála- ráðherra. — nefndanna var Jakob Remseth (stjórnarflokknum). Hann tók næstur til máls og lagði eink- um áherzlu á hvílík fjarstæða það væri, að lýsa vantrausti á stjórnina. (Þó Kingsbay- námurnar væru reknar af rík- inu, væri ekki hægt að ætlast aðrir meðlimir stjórnarinnar til’að jafnvel þeir ráðherrar, sem málið væri skyldast (iðn- aðar- og héraðsmálaráðherr- arnir) gæti fylgzt með dagleg- um störfum í námum norður á Svalbarða, og því síður að gæti það. Kvað hann aðför stjórnarandstæðinga að Ger- hardsensstjórninni einsdæmi í veraldarsögunni. — Fjöldi manna tók til máls og gerði athugasemdir, og formenn and stöðuflokkanna héldu ræður og var Jon Leirfall (mið- flokknum) einna herskáastur. — Næstur eftir honum tók til máls: að það er engin lausn á mál- inu. Ég get það ekki, hvorki vegna sjálfs mín né vegna nú- verandi og fyrrverandi stétt- arbræðra minna í stjórninni, né vegna flokks míns og þeirr ar verkamannahreyfingar, sem ég hef fylgt alla mína ævi. — Þegar leið að miðnætti var enn þeirri spurningu ósvarað, hvað Finn Gustavsen og sam- herji hans — þeir tveir sem ríða baggamuninn — mundu leggja til málanna. Það var líkast og ræðumannaröðin hefði verið ákveðin af leik- ritahöfundi, sem lætur lausn dramans bíða leikslokanna. En klukkan var ekki slegin tólf þegar Gustavsen hafði til- kynnt, að þeir félagar mundu greiða atkvæði með van- traustinu. En hann bætti því við, að hann óskaði að verka- nú. Og þess vegna væru Sval- barðaslysin notuð sem harla fjarstæð ástæða til þess að fella stjórnina. Umræður hafa haldið áfram í allan dag og ræðumenn far- ið víðar en í gær. M. a. hef- ur verið minnzt á gamalt mál, vopnasöluna til Kúbu, sem stjórnin hlaut ámæli af á sinni tíð. Og yfirleitt hafa umræð- urnar verið eins konar „á- grip af stjórnmálasögu Nor- egs“ eftir stríð og margt verið rifjað upp, sem flestir voru búnir að gleyma. Um klukkan 5 síðdegis voru enn kringum 40 eftir á mæl- endaskrá, svo að vel þarf að halda á spöðunum ef Sval- barðaorustunni á að ljúka á morgun. Stjórnarandstæðingar hafa komið sér saman um að John Lyng (hægri) myndi stjórn eftir Gerhardsen og munu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.