Morgunblaðið - 24.08.1963, Side 16

Morgunblaðið - 24.08.1963, Side 16
16 MORCU N BLAÐIÐ Laugardagur 24. ágúst 1963 Þetta _ er hin eftirspurða O D H N E R búðarkassasam- stæða, sem nú er aftur íyrir- liggjandi, og sendist hvert á land sem óskað er. Verð aðeins: Handdrifin 6450,00. Rafmagnsknúin 9300,00. Sendi' . .tanir sem fyrst. umboðið Sisli c7. dofínsen Túngötu 7. Símar 12747 og 16647. 0 Odýro prjónavörurnar Ullarvörubúðin Þingholtsstræti 3. SR. GÍSLI BRYNJÓLFSSON: Bu ER LANDSTOLPI MIKIÐ geta tölur verið kald- ar. Ekkert er eins fjarlægt til- hugalífi unga fólksins eins og þessir nöktu, svörtu leggir talnanna, sem standa í skýrsl- um og skrám og gefa til kynna einhverjar óumflýjan- legar staðreyndir. En þegar til alvöru ævinn- ar kemur og þarf að fara að reikna, þá hafa tölurnar sitt gildi, þá eru þær væntanlega alveg ómissandi. Með tölur má fara á ýmsa vegu. Og því miður er það nú svo, að æði oft eru þær herfilega misnotaðar. Þær eru brúkaðar til að snúa hlutun- um gersamlega við, gera blekkingarnar að sannleika og segja að hreinar staðreynd- ir séu bara ósannindi. — Þeg- ar svona illa og ómannúðlega er farið með tölurnar, þá get- ur maður beinlínis farið að vorkenna þeim. Þá eru þær ekki lengur hreyknir faktor- ar, sem aðrir verða að taka tillit til. Þá eru þær bara stað lausir stafir. Hér skulu nefnd þrjú talnadæmi. Þau eru ekki tekin úr neinni reikningsbók. Þau eru ekki niðurstöður neinna hagfræðinga. Þau eru . tekin úr Hfinu sjálfu. Þess vegna þarf ekki að útskýra þau í löngu máli. Þess vegna komast þau líka öll fyrir í þessari stuttu grein. Þessi dæmi eru öll úr lífi íslenzka bóndans nú á dögum. Þau lýsa búskap hans, afkomu hans, innkaupum hans og framkvæmdum. Fyrsti bóndi: Ég þurfti að fá mér nýjan traktor. Sá, sem ég átti, var orðinn 7 ára. Það var benzín- vél, dýr í rekstri. Og svo get- ur það líka verið alveg nauð- synlegt að hafa tvær vélar, þó búið í rauninni beri það ekki. Alltaf getur vélin bilað um hásláttinn. Og hvar stend ur maður þá, þegar enginn er hesturinn? Svo ég pantaði mér vél. Mér var sagt, að hún mundi kosta ca. 117 þús. krónur. Nú er hún komin og kostar 93 þús. krónur. Síðan ég pantaði hana hefur hún lækkað um 24 þús. Hvað hefur skeð í millitíð- inni? Stjórnarflokkarnir höfðu samþykkt nýja tollskrá þar sem innflutningsgjöld af dráttarvélum lækkuðu niður í 10%. Annar bóndi: Lengi hafði staðið til hjá mér að byggja fjós. Það gamla var góð bygging á sinni tíð en það var orðið bæði lítið og óhentugt. Ég hikaði lengi, því að það var svo mikil óvissa um hvort nokkurt lán fengist. Loks réð st ég í það í fyrra og nú er það komið upp og ég er bú- inn að fá út á það hundrað þúsund króna lán. Það er fylli lega fyrir efninu, býst ég við, annars er ég ekki búinn að taka það allt saman ennþá. Ég þurfti ekki að kaupa aðra vinnu en smíðavinnuna. Við hitt fékk ég hjálp hjá ná- grÖnnunum. Með sama verði og nú er á afurðunum, ætti að vera kleift að standa undir þessu, enda þótt vextirnir séu háir, það er svo mikill munur að fá allt lánið,strax, í stað þess að vera að basla með miklar lausaskuldir. Þriðji bóndi: 1 árslokin 1958 var ég illa Staddur. Ég gat ekki sléttað reikninginn minn í kaupfélag- ^AIIt sem ég sogð/, var: -Auðvitab er Jboð FORMICA,- og sýndi henni vörumerkið.-'' FORMICA launar fyrir sig. Leitið eftir FORMICA vörumerkinu, merkinu, sem tryggir gæðin. Dásamlegt, „praktiskt" og endingargott — FORMICA — ákjósanlegt fyrir heimilið, verzl- anir, banka og opinberar byggingar, allsstaðar þar sem vandað útlit er nauðsyn. Heimtið það bezta í FORMICA. G. ÞOKSTEIIMSSOIM & JOHIMSOIM HF. inu og varð að taka 15 þús. króna víxil. Þó hafði ég ekki lagt í neitt á því ári, ekki keypt neina vél, ekki byggt nokkurn kofa. Síðan er liðið hálft fimmta ár. A þessum tíma hefur hag- ur minn breytzt mikið til batn aðar. Um s.l. áramót átti ég inni í reikningnum mínum á ellefta þúsund kr. Að vísu hef- ur framleiðslan aukist hjá mér þessi ár, búið hefur stækk að og fleira hefur komið til. En mestu munar, að nú fæst það fyrir afurðirnar, sem verðlagsgrundvöllurinn gerir ráð fyrir. ★ Það þarf ekki mikla kúnst til þess að reikna þessi dæmi. Það þarf bara að lesa þau með athygli, hugsa um niður- stöður þeirra og draga af þeim réttar ályktanir. — O Pinulítill eftirmáli handa Guðmundi Jósafatssyni Þessi þáttur hér að fram- an var skrifaður fyrir nokkr- um vikum — alllöngu áður en Guðm. Jósafatsson hóf skrif sín um lánamál bænda og fjárfestingu í landbún- aði. Ég vona að G.J. geti tek- ið þau dæmi, sem þar eru nefnd sem svar til sín þótt óbeint sé. Samt vil ég bæta nokkru við í tilefni af síðan grein G.J. (Tíminn 7. 8.1. Það er mesti misskilningur hjá G.J. að ég hafi ætlað að sanna, að hann „hafi farið með geip eitt“ í fyrri grein sinni. Ég trúi honum vel til þess að hafa skrifað þessar tölur rétt upp úr heimildum, sem hann hefur haft fyrir framan sig. Hitt hlýtur hann að þekkja, bæði af eigin reynslu af kynnum sínum af fjölda bænda, að þeir kom- ast af með minni fjárhæðir til ýmissá framkvæmda, m.a. fjósbygginga, heldur en það kostnaðarverð, sem gefið er upp í opinberum skýrslum, „þegar allt er reiknað“. Það fer eftir ýmsu, aðstöðu á hverjum stað, hagsýni og verk hyggni þeirra, sem fyrir verk inu standa og að því vinna, gagnkvæmri aðstoð, skiptingu milli efnis og vinnu. sem G.J. segir nokkuð breytilega frá ári til árs o.s.frv. Enda telur Guðm. á ein- um stað í grein sinni að þar sé um meðaltölur að ræða, sem að sjálfsögðu hallast á ýmsan hátt. Ennfremur ber svo á hitt að líta, hváð greiðslumögu- leikar bænda hafa vaxið með hækkuðu afurðaverði. Svo mikið er víst, að einmitt á því sviði sem G.J. hefur tek- ið dæmi af, fjósbyggingu, eru framkvæmdir sum síðari ár- in meiri heldur en á þessu ári Guðmundar, 1957. Þá var byggt yfir 2203 kýr en 1961 var byggt yfir 2398 kýr. En nú skulum við koma út úr fjósinu og litast um af bæjarhólnum. Að eyrum berst véladynur hvaðanæva. — Það er ómurinn af „fagnaðarboð- skap viðreisnarinnar" eins og G.J. nefndi grein sína í Tímanum 24. júlí. Allir eru í óðaönn við heyskapinn. Hver bóndi er með sína dráttarvél, margir tvær, sumir þrjár. Ekkert tæki er eins nauðsyn- legt í nútímabúskap eins og dráttarvél, góð, örugg og spar neytin dráttarvél. Hvernig er aðstoð bænda til að afla sér þessara tækja, nú á dögum viðreisnarinnar, síðan stofn- lánadeildin tók til starfa. Lát- um tölurnar tala, bara tvær tölur: Á árinu 1957 keyptu bænd- ur 393 dráttarvélar en á þessu ári verða væntanlega fluttar inn allt að 700 vélar. Ekki er að efa það, að lán stofnlána- deildarinnar hefur gert mörg um bóndanum það kleift að afla sér nú þessara nauðsyn- legu tækja. _ Að lokum þetta: G.J. seg- ist fúslega vilja vinna að end- Framh. á bls. 17 Jónas Thorvald Guðmundsson REYKJAVÍK er að verða það fjölmenn, að það vekúr æ minni athygli, þótt einn og einn af sam- borgurunum hverfi úr hópnum út á hafið mikla. En það eru ekki nema fáir áratugir siðan að segja má, að hver einslakur hafi sett einhvern svip á bæinn, með sinni tilvist, og þannig var það í mín- um augum um Jónas Thorvald Guðmundsson, sem nú hefur ýtt sínum báti úr vör. Já, hann kom einmitt gjarnan í hugann, ef bátur var nefndur því faðir hans var einn þeirra Reykvíkinga þeirra daga, sem átti bát og var sífellt á báti — oft einn á báti með byssur í hendi og hvassan svip. Það var hinn kunni sjósóknari og fugla- skytta Guðmundur frá Helgastöð um, sem batt sína bagga á sinn hátt, fór sínar leiðir og setti sannarlega sinn svip á fábrotið líf bæjarins þá. Kona hans og móðir Jónasar Thorvalds, hét Jó- hanna Gísladóttir og var hin mesta fríðleiks og gæðakona. Hún dó á heimili Jónasar og konu hans fyrir fáum árum. Æskuheimili Jónasar var ná- lægt mótum Grettisgötu og Bar- ónsstígs. Þar stóð hann óft á stétt inni sem unglingur, hár og herða- breiður, bjartur og drengilegur. Og þannig reyndist hann alla æv- ina; hvort sem hann var heima, eða á vinnustað, þá fylgdi honum ávallt bæði styrkur og birta. Hann klæddi ekki hugsanir sín ar í búning ritaðs máls, gjörðist ekki skáld eins og Kristmann bróðir hans. Hann fór troðnar brautir eins og þeir hinir bræður hans tveir: Jón Guðmundsson og Kristinn Guðmundsson, útvarps- virki á Siglufirði — hann vann þessari borg á mestu byltinga- tímunum, sem yfir hana hafa gengið. Hann réðist ungur að ár- um sem verkamaður hjá Reykja- víkurbæ og þar stóð hann trúfast ur í starfi fram á hinzta daginn. Þannig notuðust kraftar þessa atgervis- og drengskaparmanns. Jónas Thorvald eignaðist mikla heimilishamingju. Hann fékk þá konu, sem hann unni og eldur alúðarinnar og kærleikans slokkn aði þar aldrei. Þau giftust, hann og Guðrún Jóhannsdóttir, eftir- lifandi kona hans, þann 1. okt, 1927. Ég kom um skeið oft á heimilið, og ég fór hverju sinni ríkari þaðan brott, svo göfug- mannlega og yndislega sá ég þau bera byrðarnar saman. . Þau eignuðust tvo mannvæn- lega syni, sem nú horfa jafn hug- djarfir fram á veginn og Jónaa Thorvald gjörði í upphafj sinnar ferðar. „Verið karlmannlegir, verið styrkir, allt hjá yður sé í kær- leika gjört“. Þannig kom hann fram gagh- vart oss öllum þessi mæti vinur. Nú er báturinn hans horfinn, eins og báturinn hans Guðmund- ar frá Helgastöðum áður hvarf. Þannig hverfa bátarnir frá osa allir smátt og smátt út á hafið. Garðar Svavarsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.