Morgunblaðið - 24.08.1963, Side 23

Morgunblaðið - 24.08.1963, Side 23
Laugardagur 24. &gúst 1963 MORCUNBLAÐIÐ 23 Síldaxsoltun á Vopnafiröi 346 hvalir höfðu veiðzt í gœrdag AKRANBSI, 23. ágúst — 346 h.valir eru veiddir núna kl. 18 í kvöld á hvaLbáta hvalstöðvar- innar. Humarveiðin helzt og er enn í góðu gildi. í dag komu 5 bátar inn og öfluðu samtals 6 tonn af humar. Ásbjörn AK var hæst- ur með 4 lestir, Ásmundur 3,5 og Fram 3,5, Bjarni Jóhannes- son 3 og Ólafur Magnússon 2 lestir. Óhemju vinna er við humarinn, sem er að langmestu leyti leyst af hendi af 11—17 ára unglingum. Fjórir síldarbátar lönduðu í dag, alls 2840 tunnum. Höfrung- ur H 900 tunnum, Haraldur 900, Skírnir 600 og Fiskaskagi 440, allt í bræðslu. Aflahæst af línutrillum £ dag var Vonin með f lestir. Einn hinna fjögurra dragnótatrillu- báta vissi ég að fiskaði 1 lest og Seldi í Rykjavík. — Oddur. Öryggisráðið ræðir deilur Israels og Sýrlands New York 23. ágúst (NTB). f KVÖL.D kom öryggisráð Sam- einuðu þjóðanna saman til þess Forsetinn Framh. af bls. 1 ákveðið tíma heimsóknarinn- ar, sem yrði væntanlega um eða upp úr miðjum nóvember mánuði næstkomandi. Hins vegar hefði enn ekki verið opinberlega tilkynnt hvaða daga heimsóknin stæði. Það yrði gert samtímis í Reykja- vík og Lundúnum. Ambassadorinn sagði, að for setinn kæmi í opinbera heim sókn í boði ríkisstjórnarinnar en ekki drottningar. Þetta væri svipuð heimsókn og þegar Kekkonen Finnlands- forseti kom í opinbera heim- sókn til Lundúna. Enn væri ekki búið að á- kveða dagskrá heimsóknar- innar. Að því væri unnið hjá utanríkisráðuncytinu. Telja mætti víst, að forsetinn heim- sækti Elisabetu drottningu, t.d. snæða hjá henni hádegis- verð. Ambassadorinn sagði, að ekki hefði enn verið mikið skrifað um heimsóknina í brezk blöð. Times hefði skrif- að um hana í marzmánuði, þegar hún var tilkynnt, og bent á, að þetta væri kærkom ið tilefni til að undirstrika að búið væri að leysa hin erfiðu deilumái ríkjanna. Það hefðu verið mjög vinsamleg skrif. Að Iokum sagði Henrik Sv. Björnsson, að allt gott væri að frétta af íslendingum í London, þar væri mikið um ferðamenn, einkum skáta þessa dagana, sem væru á heimleið frá Jamboree í Grikklandi og einnig hefði verið í London skátahópur frá Akranesi. — Vilja ekki Framh. af bls. 1 senda fulltrúa til þess að fylgjast með störfum rannsóknarnefndar- innar. Bretar og Filippseyingar hafa nú fallizt á að hver aðili fái að senda fjóra fulltrúa til nýíendanna og með þeim verði fjórir aðstoðarmenn. Vonast stjórnir þessara landa nú til þess, að stjórnir Malaya og Indónesíu geti sætt sig við þennan fjölda fulltrúa. Óvíst er hvenær rannsóknar- nefnd. SÞ lýkur störfum á Borneó, en Abdul Rahman for- saetisráðherra Malaya er þeirrar skoðunar, að ekki sé rétt að stofna Malaysíu fyrr en niður- Stöður nefndarinnar liggi fyrir. Sem áður segir vilja hin ríkin, *em aðild munu eiga að ríkja- sambandinu, ekki fresta stofn- uiunm. að ræða kærur ísraels og Sýr- lands vegna atburðanna á landa mærum ríkjanna að undanförnu. Fyrstur tók til máls fulltrúi ísraels, Michael Comay. Sagði hann, að stjórn landsins væri þess fullviss, að ástandið á land mærunum ógnaði heimsfriðinum. Hann sagði, að með yfirgangi sín um hefðu Sýrlendingar rofið sátt mála Sameinuðu þjóðanna. ísra- elsmenn vildu lifa í sátt og sam- lyndi við Arabaríkin, en ef á landið yrði ráðizt myndi þjóðin sýna, að hún væri fær um að verja hendur sínar. Eftir að Comay hafði lokið máli sínu ákvað öryggisráðið að fresta fundum til þriðjudags, en þá liggja væntanlega fyrir skýrsl ur vopnahlésnefndarinnar um á- standið á landamærunum. Syndið 200 metrana — Úraþjófnaðurinn Framh. af bls. 24 greitt með ávísun, en þó þannig að gefa varð honum til baka í peningum. Mun hann hafa fals- að a.m.k. 15—16 ávísanir. STÚLKAN ÞEKKTI HANN AFTUR. Handtöku piltsins bar þannig að, að afgreiðslustúlka í verzl- un, sem hann hafði greitt með falskri ávísun, sá hann á götu, þekkti hann aftur og gerði lög- reglunni aðvart. Við yfirheyrslur á piltinum hjá rannsóknarlögreglunni beindist grunur að honum um að vera viðriðinn úraþjófnaðinn. Við hús leit heima hjá honum í fyrra- kvöld fundust nokkur úr og í gærmorgun viðurkenndi hann innhrotið. ÞÝFIB UNDIR GÓLF- FJÖLUNUM. Pilturinn vísaði lögreglunni á staðinn, sem hann faldi úrin á, en það var undir gólffjölum í herbergi hans. Þar voru nýju úr- in og armböndin. Úrin, sem voru til viðgerðar, hafði hann hins vegar falið í þröngri gjá við Vatnsvík við Þingvallavatn. Er nokkuð erfitt að komast að gjánni og í henni er um 1% feta vatn. Rannsókn- arlögreglan fór með piltinn í gær til Þingvalla til að sækja úrin og höfðu. þau legið í vatn- inu allan tímann. Búast má við, að þau séu meira eða minna skemmd af þvi að vera í vatn- inu. Allt þýfið til skila Rannsóknarlögreglan telur, að þýfið hafi allt komið til skila. Pilturinn hafði ekki selt neitt af því, að því er hann segir. Hann mun hins vegar hafa haft í huga, að komast til útlanda með úrin og selja þau þar. Hafði komið víðar við Pilturinn viðurkenndi einnig, að hafa stolið úr sýningaglugga hjá Guðmundi Þorsteinssyni, Bankastræti 12, dýrum stein- hring (2,985 kr. virði) og úr glugga Gevafoto við Lækjar- torg tveim kvikmyndatökuvél- um, 8 mm af Carena-gerð. Sam- anlagt verðmæti vélanna er um 20 þúsund krónur. Rannsókn skammt á veg komin Að þvi er Ingólfur Þorsteins- son, varðstjóri hjá rannsóknar- lögreglunni tjáði Morgunblaðinu í gær, er rannsókn málsins enn skammt á veg komin. Sagði hann, að lögreglan hefði ekki áður þurft að hafa afskipti af pilti þessum. Vildi hann ekki láta birta nafn hans að svo stöddu a.m.k. Stjórnmálamenn á Norðurlöndum um fall stjórnar Gerhardsen Spá því, að hin nýja stjórn vsrði ekki lengi við völd Osló, 23. ág. — NTB. HÉR FARA á eftir ummæli stjórnmálamanna í Dan- mörku, Svíþjóð og Finnlandi um fall stjórnar Einars Gerhardsens: Jens Otto Krag, forsætisráð- herra Danmerkur sagði, að fall stjórnar Gerhardsens myndi hafa áhrif á sósíaldemókrata- flokka á Norðurlöndum, og þess yrði sérstaklega minnzt að það var sósíalískur þjóðarflokkur, sem felldi hana. Forsætisráð- herrann hélt áfram: „Við Danir minnumst með þakklæti hinnar jákvæðu afstöðu stjórnar Ger- hardsens til norrænnar sam- vinnu og með aðdáun minn- umst við atorku Halvards Lange er hann kom fram á alþjóða- vettvangi sem fulltrúi þjóðar sinnar“. Utanríkisráðherra Dana, Per Hækkerup, sagði: „Það er skoð- un mín, að afstaða Norðmanna til norrænnar samvinnu breytist ekki, þó ný stjórn taki við völd- um, en ég mun sakna þess að hitta ekki fyrir Halvard Lange, er ég ræði við utanríkisráðherra Noregs.“ Erik Eriksen, fyrrv. forsætis- ráðherra Dana, sagðist gleðjast yfir því, að borgaraflokkar Nor- egs hefðu gleymt gömlum vær- ingum og gengið til samstarfs. Stjórn þeirra yrði ekki sterk í fyrstu, en skrefið, sem stigið hefði verið, væri í rétta átt. Aksel Larsen, formaður Sósíal- íska þjóðarflokksins í Danmörku, kvað augljóst, að stjórn borgara- flokkanna í Noregi yrði ekki lengi við völd. Verkamannaflokk urinn gæti fellt hana hvenær sem væri og þá væri aðeins einn möguleiki, ný stjórn Verka- mannaflokksins. Tage Erlander, forsætisnáð- herra Svíþjóðar sagðist hafa fylgzt furðu lostinn með um- ræðunum um Kings Bay-málið í norska Stórþinginu. Kvaðst hann telja þær hinar furðuleg- ustu, sem farið hefðu fram í þingræðislandi. „Stjórn Ger- hardsens var aðdáunarverð", hélt Erlander áfram, „og síðustu atburðirnir varpa engum skugga á hana í okkar augum. Ger- hardsen hefur verið leiðtogum verkamannaflokka hinna Norður landanna góð, fyrirmynd og óg er sannfærður um, að hann sezt við stjórnvölinn á ný áður en langt um líður.“ Formaður sósíaldemókrata- flokks Finnlands, Rafael Passio, sagði, að hin óvenjulega langa stjórnartíð verkamannaflokksins í Noregi hefði haft í för með sér stjórnmálalegan vöxt og fastmót aða stefnu. Nú benti hins vegar allt til þess, að framundan væri jafnvægisleysi í stjórnmálum landsins. Fullljóst væri, að hin borgaralega stjórn yrði ekki lang líf, og verkamannaflokkurinn tæki við völdum á ný. — S-Viet Nam Framh. af bls. 1 Utanríkisráðherra S.-Viet-Nam, Vu Van Mau, sem sagði af sér í gær í mótmælaskyni við að- gerðir stjórnarinnar, en stjórn- in hefur ekki tekið lausnarbeiðni ráðherrans til greina. Hefur hann nú rakað höfuð sitt að sið Búdda trúarmunka og sótt um leyfi stjómarinnar til að fara píla- grímsferð til Indlands. Tran Choung, sendiherra S.-Viet-Nam í Bandaríkjunum og kona hans, sem er fastafulltrúi lands síns hjá Sameinuðu þjóðunum, báð- ust einnig lausnar í gær í mót mælaskyni. Utanríkisráðuneyti S.-Veit-Nam skýrði frá því 1 kvöld, að lausnarbeiðnir hjón- anna hefðu verið teknar til greina. Sagði talsmaður ráðu- neytisins, að stjórnin hefði sam- þykkt einróma að veita hjón- unum lausn frá störfum, enda væri hún þeirrar skoðunar, að þau hefðu ekki sýnt forseta landsins eins mikla virðingu og skyldan byði þeim. ★ Áreiðanlegar heimildir herma, að óánægja sé mikil meðal em- bættismanna stjórnar S.-Viet- Nam og sumir eru þeirrar skoð unar, að einnig ríki óánægja innan hersins og gera megi ráð fyrir stjórnarbyltingu á næst- unni. í dag mótmæltu stúdentar i Saigon aðgerðum stjórnarinnar, en ekki kom til átaka. Sagt er að margir prófessorar í' Saigon hafi látið af störfum í mótmæla skyni. í Hue sögðu 47 prófess- orar embættum sínum lausum í gær af sömu orsökum og I dag voru 17 þeirra handteknir. ★ Ríkisstjómir Kambodia og Malaya hafa báðar fordæmt að- gerðir stjórnar S.-Viet-Nam. Leiðtogar Búddatrúarmanna í Suður-Kóreu hafa lýst vanþókn un sinni og reynt að fá stjórn landsins til þess að gera slíkt hið sama, en hún hikar við. Náið stjórnmálasamband er milli S.-VietNam og S.-Kóreu. — ísafjarðarkirkja Framh. af bls. 6 Þá barst og frá Kveníélaginu Ósk fagur útsaumaður altaris- bræðrum hennar Ágústi og frú Elísabet Hálfdánardóttur, og Jónsdóttur frá Kirkjubæ, og frá dúkur, saumaður af frú Maríu Ólafi, sem eru sonarsonarböm sr. Hálfdáns prófasts, 28 sálma- bækur og peningagjöf í píanó- sjóð kirkjunnar. Þá gaf Friðrik Bjamason, málarameistari, alla málningu á kirkjuna að utan. Ennfremur bárust blóm og heillaskeyti frá ýmsum. Kirkjunni bárust margar aðrar góðar gjafir í tilefni af aldar- afmælinu. í tilefni af aldarmælinu hefur sr. Sigurður Kristjánsson prófast ur tekið saman bækling, ágrip af sögu kirkjunnar og starfi hennar og jafnframt æviágrip þeirra presta, sem hafa verið þjónandi við kirkjuna þessa öld, en þeir eru: Séra Hálfdán Einarsson, séra Árni Böðvarsson, séra Þor- valdur Jónsson, séra Magnús Jónsson, síðar prófessor, séra Sigurgeir Sigurðsson, síðar biskup íslands, séra Marinó Kristinsson og núverandi sókn- arprestur, séra Sigurður Krist- jánsson prófastur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.