Morgunblaðið - 08.09.1963, Page 12

Morgunblaðið - 08.09.1963, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 8. sept. 1963 Otgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnasen frá Vigur Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðs.lstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 80.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 4.00 eintakib. TRAUSTUR FJÁR- HAGUR BÚNAÐAR- BANKANS 17'ommúnistar hafa, eins og kunnugt er, gert hinn svo kallaða „Þjóðvarnarflokk“, sem sálaðist raunar fyrir nokkrum árum, að hjáleigu sinni. Þessi hjáleiga kommún- ista heldur úti blaði, sem und- anfarið hefur hert verulega allskonar rógskrif um menn og málefni. Nú síðast hefur hjálendublað kommúnista hafið stórfelldar árásir og róg skrif um Búnaðarbanka ís- lands. Er þar reynt að valda bankanum tjóni með því að halda því fram, að fjárhagur bankans sé hinn bágbornasti og einstakar deildir hans jafn vel gjaldþrota. Bankastjórar Búnaðarbank ans birtu í gær hér í blaðinu greinargerð, þar sem gerð er ítarleg grein fyrir fjárhag bankans. Sannast af henni eins greinilega og á verður kosið, að Búnaðarbankinn hef ur á undanförnum árum ver- ið í stöðugum vexti. Hann hef ur notið vaxandi trausts við-' skiptamanna sinna og fjárhag ur hans er um þes'sar mundir mjög traustur og starfsemi hans fjölbreyttari en nokkru sinni fyrr. Um þetta farast bankastjórunum m.a. orð á þessa leið: „Vöxtur bankans hefur ver ið mjög mikill undanfarin ár og er þar ekki um neina bráða birgðaþróun að ræða. Heild- arinnstæður hafa verið sem hér segir: í árslok 1959 317,5 millj. kr. — 1960 363,0 — — . — 1961 453,7 — — — 1962 590,8 — —“ Af þessum upplýsingum er það m.a. auðsætt, að því fer víðs fjarri að fjárhagur Bún- aðarbandans hangi á horrim. Það er líka vitað og almennt viðurkennt, að bankinn nýtur almennra vinsælda viðskipta- manna sinna, og að stjórn hans hefur mótazt af sann- gimi og reglusemi. Lánasjóðir landbúnaðarins innan bankans áttu að vísu við verulega erfiðleika að etja fyrir nokkrum árum, en fram úr þeim vandkvæðum hefur verið ráðið með myndun hinn ar nýju Stofnlánadeildar land búnaðarins, sem tryggðir hafa verið öruggir tekjustofn- ar. Hefur hin nýja stofnlána- deild nú reynzt fær um að standa að verulegu leyti und- ir þörf landbúnaðarins, og verður vafalaust haldið áfram að efla hana til þess að sinna sínu mikilvæga hlutverki í þágu íslenzkra sveita og land- búnaðar. Það er vissulega illt verk, þegar þjóðnytjastofnanir eru ausnar auri og svívirðingum af óábyrgum lausungarlýð. — Hjálenda kommúnista mun hvorki afla sér trausts né vin- sælda með rógskrifunum um Búnaðarbankann. Hann mun halda áfram að eflast og verða færari um að gegna hinu mik ilvæga hlutverki sínu í þágu bænda og viðskiptalífsins í landinu. VERÐBÓLGU- HÆTTA ¥Tm það þarf enginn hugs- ^ andi maður á íslandi að fara í grafgötur um þessar mundir, að veruleg hætta á nýrri verðbólguöldu vofir yfir þjóðinni. Hinar miklu hækk- anir kaupgjalds og verðlags hafa skapað þessa hættu. — Gífurleg eftirspurn eftir vinnuafli hefur hækkað kaup" gjaldið miklu meira en samið hefur verið um á pappírnum. ^Enda þótt veruleg fram- leiðsluaukning hafi orðið und anfarið, má telja víst, að hún standi ekki undir hinum miklu kauphækkunum. Hætt- an á verðbólgu og hallarek'stri er því augljós. Hér verður að drepa við fótum. Þjóðin lýsti í kosning- unum i sl. vori yfir ótvíræðu trausti sínti á viðreisnar- og jafnvægisstefnunni. íslending ar vilja ekki nýja gengisfell- ingu eða nýja verðbólguöldu. Þess vegna er óhjákvæmilegt að þjóðin geri sér nú Ijósa þá hættu, sem yfir henni vofir. Hún má ekki fórría því mikla sem áunnizt hefur með við- reisnarstefnunni á altari verð bólgunnar. — Það má ekki henda — og það mun ekki henda, ef þjóðin og forystu- menn hennar þekkja sinn vitj unartíma. SKÓLARNIR OG SLYSAHÆTTAN CJkólarnir eru að byrja. Þús- ^ undir af yngstu borgur- um þjóðfélagsins taka skóla- töskuna sína og leggja af stað í skólann sinn. Þar bíða þeirra hin venjulegu verkefni, nám og starf. Það er sérstök á- stæða til þess nú, þegar slysa- faraldur virðist ganga yfir, að minna á nauðsyn þess að skól- arnir kenni börnunum um- Heimili hennar er fangelsi en þó er hún meðal hinna lánsamaGp HELEN Joseph er 58 ára brezk kona, búsett í Suður- Afríku. Hún er fædd í Sussex í Englandi en fluttist þaðan ung. Um margra ára skeið hef ur hún verið í hópi leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Suður- Afríku, meðal þeirra, sem bar- izt hafa gegn stefnu stjórnar- innar um aðskilnað kynþátt- anna — hinni svonefndu Apartheid-stefnu. Á árunum 1956—61 var hún í fangelsi ásamt fjölda manna, er sakaðir voru um andróður gegn stjórninni. Hún var þá svo lánsöm að lenda í hópi þeirra, er ekki fengu dóm, en skömmu síðar var hún dæmd í stofufangelsi. Samkvæmt því fær hún að stunda vinnu sína, hún er félagsmálafulltrúi hjá verkalýðsfélagi einu, en verð- ur að vera komin heim til sín kl. 18.30 virka daga, nema laugardaga kl. 14.30. Á sunnu- dögum má hún ekki fara út úr garði sínum og enginn má 1-úmsækja hana. Daglega verður hún að koma til skrán- ingar hjá lögreglunni. Hún má ekki taka þátt í fundum eða samræðum fólks á vinnustað og ekkert sem hún skrifar, má birtast í S- Afríku. - Hér fer á eftir í lauslegri þýðingu frásögn Helen Joseph af því lífi, sem hún nú lifir — frásögn, sém laumað var úr landi. • Níu mánuðir liðnir af sextán Níu mánuðir eru þegar liðnir af þeim sextán, sem ég hef verið dæmd til þess að vera í stofufangelsi 12 klukku stundir dag hvern. Fljótt á lit- ið lifi ég eðlilegu lífi. Ég fæ að vinna eins og aðrir, en boð- in og bönnin ná þá til vinnu- staðarins. Þar eru tvær mann- eskjur, sem ég má ekki tala við. Þær eru að vísu ekki í stofufangelsi, en þeim hefur verið bannað að taka þátt í fundum, bannað að halda ræður og- að fara inn á viss svæði. Fyrir nokkrum mánuðum unnum við saman að stjórn- málastarfsemi, unnum saman í skrifstofunni og vörðum frí- stundum okkar saman. Önnur þeirra sat við hlið mér á á- kærubekknum fyrir nokkrum árum — við vorum ákærði nr. 1 og ákærði nr. 2. Nú um- göngumst við í þögn. Á vinnustað má ég hvorki taka þátt í fundum né sam- ræðum starfsfólksins. Ég má ekki skrifa undir bréf eða til- kynningar, því ekkert, sem ber nafn mitt, má birtast í þessu landi. Jafnvel það eitt að leggja bílnum mínum, er veigamikið atriði í þessari nýju tilveru. Hann verður allt af að vera til taks, svo að ég komist tímanlega á lögreglu- stöðina til skráningar, um há- degisbilið é hverjum degi. Ég hef þegar orðið að skrifa nafn mitt í doðrantinn þeirra 240 sinnum og á það eftir 1200 sinnum. Það getur haft alvar- legar afleiðingar að gleyma Helen Joseph innan við rimlahliðið að garði sínum. þessu,-eitt sinn kom ég nokkr- um klukkustundum of seint á lögreglustöðina og hlaut fyrir það skilorðsbundinn, eins árs fangelsisdóm. Þar sem ég er einbúi, hefur jafnan verið lítil regla á inn- kaupum á mínu heimili, en nú verð ég að gæta þess að verða ekki matarlaus, einkum um helgar, þegar ég má alls ekki fara út úr garðinum. Ef í nauð rekur, get ég hringt í kunn- ingja mína og beðið þá að út- vega mér það, sem ég þarfn- ast. Þeir geta rétt mér það yfir hliðið, en þeir mega ekki staldra við til að spjalla við mig, það væri tilsvarandi „gestakomu", sem er bönnuð næstu fimm árin. • Vaknaði við fótatak í garðinum í upphafi hélt ég, að áður en langt um liði, myndi ég fara að hata húsið mitt og garðinn. Svo fór þó alls ekki. Mér þykir vænt um það og nú nýt ég þess að vinna í garðin- um, enda get ég þá veifað til vina og kunningja, sem fram hjá fara. Nágrannarnir eru ýmist vingjarnlegir, þó venju- lega hræddir, eða fjandsam- legir og viðra sig upp við lög- regluþjónana, sem gera sér tíðum ferðir um götuna. Senni lega þætti mér ekki svo mikils vert að hafa garðinn, ef ekki vopnum. væru í honum þessi stóru tré, sem verja mig að nokkru fyrir forvitnum augum. Á tímabilinu kl. 17—18.30 daglega má ég fara í heim- sóknir til vina minna — þó að sjálfsögðu aðeins þeirra, sem ekki eru á „svörtum lista“ hjá stjórninni. Leyfið er rýmra á laugardögum, því að þá get ég farið eftir heimsóknina á lög- reglustöðina og verið til 14.30. En það er eins gott að gleyma sér ekki, því að ósjaldan standa leynilögreglumenn ut- an við hús mitt til þess að fylgjast með því, að ég komi heim á tilskildum tíma. Ég get ekki kvartað undan því, að lögreglan vanræki mig, því að húsið er undir stöðugri gæzlu. Fyrst í stað voru lög- reglumenn vanir að berja að dyrum til þess að aðgæta hvort ég væri heima og stund- um leituðu þeir í húsinu að gestum. Það hafa þeir hvorugt gert síðustu mánuðina, en tvisvar sinnum hef ég vaknað um miðja nótt við umgang úti í garðinum og séð bjarm- ann af vasaljósi á svefnher- bergisglugganum. í bæði skipt in beið ég eftirvæntingarfull eftir því að barið yrði að dyr- um. Það hefði getað þýtt hús- leit, yfirheyrslur, fangelsun — eða eitthvaö ennþá verra, annað eins hefur gerzt. En fótatakið hljóðnaði, bíldyrum var skellt og vél ræst. Síðan varð allt kyrrt aftur og ég sofnaði. • Hvers vegna ekki að fara? Þrátt fyrir þetta er ég mjög lánsöm, því að Johannes Vorster, dómsmálaráðherra, hefur fundið upp á margfalt verri aðgerðum gegn fólki, sem hann telur „hættulegt“ stjórninni, en vogar ekki, af ýmsum ástæðum, að draga fyr ir rétt. Það er þriggja mánaða varðhald án yfirheyrslu og það má framlengja aftur og aftur. Ég fæ þó enn að búa heima og vinna og nóg er við tímann að gera, ég hef reynd- ar alls ekki tíma til þess að sinna öllu sem ég vildi. En þeirra vina minna, sem mér er bannað að umgangast sakna ég mjög. Stundum spyrja menn: Hvers vegna ertu kyrr í Suð- ur-Afríku? Þessi spurning vek ur jafnan furðu mína, því að það virðist svo augljóst hve mikilvægt það er að vera kyrr. Það er nauðsynlegt að reyna a^ koma þessari ríkisstjórn í skilning um að hún geti ekki hrætt alla. Fólkið hé'rna verð- ur að sjá og skilja, að við meintum það, sem við sögðum á frelsisþinginu árið 1955, að við myndum berjast allt okk- ar líf, ef þyrfti, hlið við hlið, Framhald á bls. 23 ferðarreglur og vari þau við slysahættunni. Hver einasti kennari verður að kenna börnunum að forðast þær hættur, sem eru á vegi þeirra. Skólinn verður að hjálpa heimilunum til þess að bægja slysahættunni frá hinum ungu vegfarendum. Slys eru alltaf sorgleg og hafa í för með sér tjón og ógæfu. En þegar lítil börn farast eða slasast í umferðarslysum er sú ógæfa þyngri en tárum taki. Þess vegna verður aldrei nógsamlega brýnt fyrir heim- ilum og skóla að kenna börn- unum umferðarreglur og vara þau við þeirri hættu, sem vof- ir yfir þeim við hvert fótmál í hinni trylltu umfertV»-ös nú- tíma borgarlífs.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.