Morgunblaðið - 08.09.1963, Síða 24

Morgunblaðið - 08.09.1963, Síða 24
▼ TVÖFALT k-.EINANGRUNAHGLER /Uara reynsla hérlendis ANSSONsCO HF 193. tbl. — Sunnudagur 8. september 1963 HARKREM Fyrstu sjúklingarnir 'fluttir á handlækninga- deild nýja landsspítalans í GÆR voru fyrstu sjúkling arnir fluttir í nýju álmuna á Landsspítalanum, og verða nú um helgina fluttir þangað 13 sjúklingar. Það er handlækn ingadeildin sem hefur fengið nýja hjúkrunareiningu á 4. hæð í nýja spítalanum. Fréttamnaður Mbl. leit þar inn í gær og hitti að máli dr. Friðrik Einarsson, skurðlækni og frk. Jóhönnu Björnsdóttur, yfirhjúkrunarkonu. Dr. Frið rik sagði að tilbúnar væru fleiri sjúkrastofur, í allt fyrir 25 sjúklinga, en ekki væri hægt að flytja í þær vegna starfsfólksleysis fyrr en sum arfríin væru búin. Skortur er á hjúkrunarkonum og hefur| 10 rúma deild verið lokað gamla spítalanum meðan sum | arfríin eru, *svo í bili eykst : ekki mkiið rými fyrir sjúkl- inga. En það lagast fljótlega. Nýja álman í spítalanum er| mjög skemmtileg, björt og vel | útbúin. Það eru eins, tveggja' og þriggja manna herbergi handlaugar í hverju, innan- gengt á salemi og i eins manns herbergjunum gert ráð fyrir að hægt sé að hafa einka || síma. Einnig er sérstakur síma klefi fyrir sjúklinga og snotur setustofa, búin nýtízku hús-s gögnum. Vinnuaðstaða fyrir starfs- Jóhanna Bjömsdóttir, yfirhjúkrunarkona, svarar sjúklingi í sima, án þess að þurfa að fara inn til hans, til að vita hvað hann vilL Dr. Friðrik Einarsson og Jóhanna Bjömsdóttir yfirhjúkrunarkona hjá fyrstu sjúklingunum, Sem fluttir voru í nýju álmuna, Jóni Þorsteinssyni frá Vopnafirði og Guðmundi SigurðssynL fólk er mjög góð Sérstakt her bergi er til að búa sjúkfinga á skurðborðið, rúmum má aka fram á ganginn meðan búið er um, rúmgott baðherbergi er þar, einnig svokallað „skol“ með steriliserandi suðupotti og öðrum góðum tækjum, eld hús, vaktherbergi með síma tækjum, sem hægt er að tala við sjúklingana gegnum án þess að fara til þeirra, her- bergi fyrir kandidata til að taka við sjúklingum, línher- bergi, ræstiklefar o. s. frv. Þau dr. Friðrik og yfirhjúkr unarkonan kváðust mjög á- nægð með að vera húin að fá þessa nýju sjúkraálmu. 13 sjúklingar verða fluttir þang að nú um helgina og síðan fleiri er sumarleyfum lýkur. Læknir og hjúkrunarkona á leið eftir ganginum í hinni nýju álmu handlækningadeildar, sem er bjartur og með góðri loft ræstingu . — Ljósm. Mbl.: Sv. Þorm. Stýrimenn og vel- stjórar samþykktu Atkvæði ótalin hjá hásetum ATKVÆÐI hafa verið talin í Stýrimannafélagi íslands og Vél- stjórafélagi íslands um far- mannasamningana, sem samn- ingaefndir félaganna undirrituðu með fyrirvara 1. sept. Samning- amir voru samþykktir í báðum félögunum. Atkvæði í Sjómannafélagi Reykjavíkur um farmannasamn- ingana verða sennilega talin í dag. í gær var enn beðið eftir sím- Frásögn af landsleiknum á þriðjudag VEGNA vinutíma í prentsmiðj um á sumrin fer sunnudagsblað Mbl. í prentun fyrir kl. 4 á laug ardögum. Af þeim sökum verður frásögn og myndir af landsleikn- um við Englendinra að bíða til þriöjudags. skeytum frá atkvæðagreiðslu farmanna á hafi úti. — Verkfall hófst ekki á kaupskipaflotanum í gær, eins og sums staðar hafði komið fram, t. d. sigldi ms Gull- foss héðan kl. 15. Stækkun hafin á Iðn- skólabyggingunni Til aukningar á verklegu námi iðnnema Dr. Hans Lenz farinn DR. HANS LENZ, vísindamála- ráðherra Vestur-Þýzkalands, sem dvalizt hefur hér á landi sl. viku, fór til Þýzkalands í gær- morgun. Happdrættisbíll HAPPDRÆTTISBÍLL Krabba- meinsfélags íslands hefur enn ekki verið sóttur. Dregið var í bappdrættinu 20. ágúst, Og kom vinningurinn á nr. 11.656, seldan miða. Vinningshafi er beðinn að vitja bílsns hið fyrsta. STÆKKUN á húsnæði Iðnskól- ans í Reykjavík stendur fyrir dyrum. Byggingarframkvæmd- um er skipt í tvo áfanga, og eykst húsrými skólans þegar þeim er lokið um 400 ferm. Þeg ar er byrjað á fyrri áfanganum, sem er bygging ætluð fyrir verk lega kennslu er gengur norð- vestur úr gamla skólahúsinu með fram Frakkastígnum og tengd því með lítilli millibyggingu. Voru sprengingar og gröftur fyrir rúmlega þá álmu boðið út og samið við Véltækni h.f., sem hafði lægsta tilboð, liðlega 900 þús. kr. Er stefnt að því að fyrsti hlutinn, skólaverkstæði fyrir málmiðnaðarmenn, verði komið í notkun 1. september 1964. Mbl. átti í gær tal við Þór Sandholt, skólastjóra, um þessar nýbyggingar. Sagði hann að mik- ill áhugi væri fyrir möguleik- um til aukins verklegs náms í skólanum. Þegar Iðnskólinn byrjaði fyrir nærfellt 20 árum var hann einkafyrirtæki, rek- i inn af Iðnaðarmannafélaginu í Reykjavík með styrk og var hlut verk hans eingöngu að kenna iðnnemum hin bóklegu fræði, en verklega námið fór fram hjá meistara. Nú hefur orðið sívaxandi þörf fyrir að kenna nemum meira á verklega svið- inu í skólanum. Að undanförnu hefur verið rekin þar verklegur prentaraskóli, sérstök smíðaverk stæði og sérstakur málaraskóli með verklegu námi. Er ætlunin að efla þetta verklega nám í Iðnskólanum og til þess þarf aukið húsnæði. Hefur því verið farið fram á að fá að breyta upphaflegum áætlunum um samkomusal á norðvesturhluta lóðarinnar í vinnustofur og skóla verkstæði, og hefur verið unn- ið að þesum breytingum hjá ríkis- og bæjaryfirvöldum, sem nú reka skólann. Vélaverkstæði fyrir málmiðnað, trésmiði o.fl. Byggingarframkvæmdum Iðn- skólans er skipt í þrjá áfanga. Gamla skólahúsið er þá talið fyrsti áfangi, annar verður það hús við Frakkastíginn, sem nú er hafin bygging á og þriðji áfangi er framhald af þeirri byggingu til norðvesturs, en ekki er hægt að halda lengra áfrgm í bili með bygginguna þar eð Listvinafélagshúsið er fyrir og auk þess þykir heppi- legra að byggja í tveimur áföng um. Sú bygging, sem nú er hafin, er rúmlega helmingur af allri viðbyggingunni og verður hún kjallari og ein hæð. í kjallar- anum á að vera verkstæði fyrir málmiðnaðarmenn, á hæðinni verkstæði fyrir txésmíðavélar og í lítilli viðbót við svokallaða I miðálmu skólans eru vinnustof- ur fyrir ýmsar aðra greinar, Er, sem fyrr er sagt, stefnt að því að skólaverkstæðið fyr- ir málmiðnaðarmennina verði | komið í notkun 1964 og hitt sið- an eftir því sem tök verða á.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.