Morgunblaðið - 18.09.1963, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 18. sept. 1963
Leiguhílstjóri kærir lög-
regluvarðstjóra
Vegna meints höfuðhöggs - Varðstjór-
inn segir jboð uppspuna oð hann
hafi barið bilstjórann
LEIGUBÍLSTJÓRI einn hefur
kært til Sakadóms Reykjavíkur
vegna höggs, sem hann telur sig
hafa orðið fyrir af hendi Sigurð-
ar Ágústssonar, varðstjóra í um-
ferðarlögreglunni, sl. laugardags
morgun á Hverfisgötu, er til
deUu kom á milli þeirra vegna
stöðu leigubílsins vinstra megin
götunnar, en þar er ólöglegt að
leggja bílum. Telur leigubílstjór-
iinn að Sigurður hafi barið sig
undir stýri. Sigurður Ágústsson
*. heldur því hins vegar fram, í
viðtali við Mbl., að maðurinn
hafi þráfaldlega neitað að flytja
bilinn eða víkja úr sæti þannig
að Sigurður gæti sjálfur flutt
hann. Segir Sigurður þá að hann
hafi ýtt á öxl mannsins, en hend-
in runnið af henni, og sektarbók,
sem í henni var, hafi skollið á
kinn mannsins. Kveður Sigurður
það algjör ósannindi að hann
hafi greitt bilstjóranum höfuð-
högg.
Framburður bílstjórans
Samkvæmt því, sem fram mun
hafa komið af framburði leigu-
bílstjórans, Kjartans Pálssonar,
var á laugardagsmorguninn pant
aður bíll frá Steindóri að hár-
greiðslustofu einni hér í bæ, og
fór Kjartan þangað. Þar tók hann
konu upp í bílinn og ók henni í
hús á Laugavegi og sótti nokkur
hárgreiðslutæki. Var síðan ekið
aftur að hárgreiðslustofunni, og
bar Kjartan tækin þangað inn.
Segist Kjartan síðan hafa sezt
upp í bíl sinn og beðið eftir kon-
unni, sem sagt hefði að hún
mundi koma að vörmu spori. Seg-
ir Kjartan siðan að þar hafi bor-
ið að Sigurð Ágústsson, og hafi
hann skipað sér að fara tafar-
laust burtu með bílinn. Kjartan
kveðst þá hafa sagt honum að
hann biði eftir farþega, sem væri
í þann veg að koma, en ekkert
bílastæði væri laust í nágrenn-
inu. Síðan hafi Sigurður sezt
upp í bílinn og sagzt sjálfur
mundi færa hann ef Kjartan
gerði það ekki. Drap þá Kjartan
á bílnum, en segir að Sigurður
hafi ræst hann aftur. Segir Kjart-
an að Sigurður hafi síðan greitt
sér þungt höfuðhögg, og kastað
sér út, ekið bílnum burtu og læst
honum. Fór Kjartan þá á slysa-
varðstofuna og fékk vottorð um
að bólga væri á kinn hans og
gagnauga. Hefur hann kært mál-
ið eins og fyrr greinir.
IJmmæli Sigurðar
Ágústssonar
Mbl. átti í gær tal við Sigurð
Ágústsson, og bað hann segja
sína hlið á málinu. Sagðist hon-
um svo frá:
„Á laugardagsmorguninn var
ég einn á ferð í lögreglubíl um
** Hverfisgötu. Við húsið nr. 37 á
Hverfisgötu, á horni Klapparstígs
sá ég hvar stóð mannlaus leigu-
bíll á vinstri vegarbrún, að
nokkru leyti upp á gangstétt, en
þarna er að sjálfsögðu ólöglegt
að leggja, og sjaldgæft að lög-
reglan sjái bílum þannig lagt á
þessum stað.
Hinu megin götunnar stóð röð
ökutækja við stöðumæla, og ut-
an á þeirri röð var ólöglega lagt
stórum vörubíl, skáhallt frá leigu
bilnum, og lokuðu þessir tveir
' bilar götunni svo að mér tókst
naumlega að koma lögreglubíln-
um á milli þeirra. Ók ég síðan
inn^ Hverfisgötu þar til ég fann
stæði, og gekk til baka til þess
að leysa þennan umferðarhnút.
Er ég kom á staðinn, var leigu-
bíllinn enn mannlaus, svo ég
svipaðist um eftir bílstjóranum í
nágrenninu, en sá engan, sem ég
taldi líklegan. Tók ég þá að
skrifa sektarmiða, og var að því
er út snaraðist leigubílstjórinn og
sezt inn í bílinn. Kallaði hann
til mín á ferðinni hæðnisorð á
þann veg, að mér mundi ekki
takast að gera mér mat úr eþssu,
því að hann hafi verið að af-
greiða bílinn þarna. Kallaði bíl-
stjórinn mig m.a. helvítis fífl,
sem alltaf væri á eftir ökumöxm-
um, og léti þá aldrei í friði. Ég
gekk þá til og settist í framsætið
við hlið ökumanns, og bað hann
um að aka af stað og leggja bíln-
um þar sem rýmra væri, því að
ætti eftir að ljúka við að skrifa
sektarmiðann, og fá fyllri upplýs-
ingar um hvernig á því stæði að
billinn hefði verið þarna mann-
laus. Bílstjórinn neitaði að aka
af stað. Ég ítrekaði þá fyrirskip-
un mína, en hann neitaði eigi að
síður. Sagði ég honum þá að hann
yrði að fara úr bílnum og ég
mundi færa hann sjálfur, en
þessu neitaði hann einnig.
Ætlaði bílstjórinn síðan að
taka lykilinn úr bílnum, en ég
varð fyrri til og náði honum.
Þar sem maðurinn sýndi ekkert
fararsnið á sér úr bílnum, reyndi
ég að ýta honum til hliðar og
ítrekaði enn skipunina um að
hann yrði að fara frá.
Höndin skrapp af öxlinni
Ég var með bíllykilinn í ann-
ari hendi en sektarbókina í hinni.
— Ég ýtti ennþá ákveðið á öxl
mannsins, en hann var í þunnri
peysu. Rann hendin til á peys-
unni þannig að sektarbókin skall
á kinn mannsins. Ég neita því
algjörlega og ákveðið að ég hafi
barið manninn.
Þrátt fyrir þetta hreyfði bíl-
stjórinn sig ekki úr bílnum, og
fór ég þá út til þess að kalla.á
vegfacanda til þess að yrði vitni
að því að maðurinn neitaði að
hlýða, en í því vindur bílstjórinn
sér út og hrópar til vegfarand-
ans: — Sástu þegar hann sló
mig!
Þegar bílstjórinn snaraðist út
sá ég mér leik á borði, settist inn
í bílinn, og ók honum á brott á
bílastæði. Síðan kom ég til baka
og fór að huga að vörubílnum,
sem enn stóð þarna ólöglega.
Settist ég upp í hann og tók að
skrifa sektarmiða. Kom þá leigu-
bílstjórinn aftur að, og jós yfir
mig formælingum og heitingum,
og eru að því tvö vitni. Litlu síð-
ar bar að ökumann vörubílsins
og ók ég é brott með honum.
Bílinn afhenti ég síðan eig-
anda, Bifreiðastöð Steindórs,"
sagði Sigurður Ágústsson að lok-
UM TVÖ-LEYTIÐ í fyrrinótt
fékk Reykjavíkurtogarinn
Hallveig Fróffadóttir tundur-
dufl í vörpuna, þar sem skip-
iff var aff veiffum út af Staf-
Tundurdufl í vörpuna
nesl. Vissu skipsmenn ekki
fyrr til en dufliff skall á þil-
fariff. Skipiff, sem hafffi ver-
iff tæpan hálfan mánuff á veiff
um, hélt þegar til Reykjavík-
ur og kom hingaff á ytri höfn
ina í morgun. Þar kom eftir-
litsmaffur landhelgisgæzlunn-
ar, Gunnar Gíslason, um borð
og tók við tundurduflinu til
að gera þaff óvirkt. Var þaff
þýzkt, orffiff slitið sem skilj-
anlegt er, en samt var skotið
enn heilt.
Halldór Ingi Hallgrímsson, .
sem var skipstjóri á Hall-
veigu Fróffadóttur í þessari
ferð, tjáffi blaðinu í gær aff
mikil hætta stafaði af þess-
um tuflum og ekki um ann-
aff gera en aff halda strax
til hafnar, þegar þau kæmu
meff í vörpunni.
Myndin sýnir Gunnar Gisla
son hjá tundurduflinu. er
hann gerffi óvirkt i gær.
(Ljósm. Sv. Þ.)
Hægt aö verzla í hverju hverfi til
kl. 10 á kvöldin nema á hátíöum
Tillögur um breytingar opnunartíma
tyrir borgarstjórn á fimmtudag
TILLÖGUR þeirra Páls Líndals I breyttan lokunartíma sölubúða
og Sigurðar Magnússonar um' í Reykjavík koma fyrir bæjar-
Hugðist skjóta veiðibjöllur
með rifflinum
Æskulýðsfylkingarmaður
hrækti á bifreið Johnsons
f GÆRMORGUN ynrheyrffi rann
sóknarlögreglan mann þann, sem
um hádegisbiliff á mánudag var
handtekinn á Lækjartorgi með
sjálfvirkan (automatiskan) riffil
í poka um þaff leyti aff Lyndon
B. Johnson, varaforseti, dvaldist
i Stjórnarráffinu. Beindist athygli
lögreglunnar aff manninum er
hann gekk að bíl varaforsetans
og hrækti á hann. Maffur þessi
er meðlimur hinnar svonefndu
„Æskulýðshreyfingar" kommún-
ista og frá Akranesi.
Maðurinn er 26 ára gamall,
og fékk hann byssuna hjá lög-
regluhni á Akranesi 5. septem-
ber sl. undir því yfirskini að
hann ætlaði að nota hana til
þess að skjóta veiðibjöllur. Hef-
ur byssan verið i vörziu Akranes
lögreglunnar í nokkur ár, og
sagði piltur þessi við yfirheyrslu
að strákar hefðu stolið henni, en
lögreglan tekið byssuna af þeim.
Mun hún ættuð úr flaki banda-
rískrar herflugvélar, sem rakst á
Akrafjall fyrir allmörgum árum,
með þeim afleiðingum að allir
sem í henni voru fórust.
Tilefni þess að pilturinn fékk
byssuna lánaða var eins og fyrr
greint er að hann hygðist skjóta
með henni veiðibjöllur, en hann
hefur unnið ásamt öðrum manni
á vegum bæjarstjórans á Akra-
nesi við að útrýma veiðibjölium,
refum og minkum.
Pilturinn fékk eitt skot með
byssunni, en hún er af hlaup-
vidd 3Ö. Með hliðsjón af þessu
skoti keypti hann sSotfæri i Goða
borg í Reykjavík fyrir 1050 krón
ur og fór með skotin að Hvols-
læk í Hálsasveit, þar sem hann
hefur unnið að undanförnu. Eru
skotin þar ennþá, og ekkert skot
var í fórum mannsins er hann
var handtekinn á Lækjartorgi.
Pilturinn bar við yfirheyrzlu
í gær að Akraneslögreglan hefði
tjáð sér að byssan færi ekki al-
veg rétt með, og hefði hann
einnig talið sig sjá að sigti henn-
ar væri skakkt. Hafi hann því
farið með byssuna til Reykjavík-
ur á mánudag til þess að tala
við afgréiðslumann í Goðaborg
um viðgerð. Ekki kvaðst hann
hafa komið með byssuna á Lækj-
artorg í sambandi við komu vara
forsetans, en lét þess hinsvegar
getið við yfirheyrsluna að hann
væri „mjög mótfallinn dvöl
bandaríska varnarliðsins hér á
landi“ og ekki getað stillt sig
um að hrækja á bandaríska fán-
ann á bíl Johnsons varaforseta til
þess að láta andúð sína í ljósi!
Kvaðst hann einning hafa haft
í hyggju að skipa sér síðar um
daginn í hóp þann, sem stóð und-
ir mótmælaveifum við Hótel
Sögu. Ekki varð þó af því af
eðlilegum ástæðum, því piltur
var sottur í gæzlu.
stjórnarfund næstk. fimmtudag
og verða til annarrar umræðu
og væntanlega afgreiddar. Hafa
þeir lagt fram breytingartillögur
á upphaflegu tillögunum með til
liti til umsagna bæjarfulltrúa og
eru enn aff vinna úr tillögum
sem fram hafa komið. Var um
þetta bæjarráðsfundur í gær. Þá
hefur veriff afhentur bunki af
undirskriftum, sem safnaff hefur
veriff af þeim sem reka kvöldsöl-
ur, þar sem mótmælt er „þjón-
ustuskeringu viff almenning“.
Þar sem nú er orðið erfitt að
átta sig á hvað í rauninni er um
að ræða í þeim tillögum, sem
Iagðar verða fyrir bæjarstjórn,
áttu þeir Páll og Sigurður tal
við fréttamenn í gær, og skýrðu
málið að nokkru. Af þeim skýr-
ingum sem hér fara á eftir sést
að lagt er til að hægt sé í hverju
hverfi að komast í búðir, sem
verði opnar á víxl, til kl. 10 á
hverju kvöldi nema á stórhátíð-
um og þá fá nær allan varning.
Og telja þeir að með því sé hag
neytenda betur borigð, en þó
þeir geti fengið sumar vörur um
lúgu til kl. 11.30. Aftur á móti
verði allri sölu hætt þá nema
í biðskýlum strætisvagna, sem
vegna þjónustu sinnar verðl
opin til kl. 1.30. Fer hér á eftir
greinargerð þeirra:
ÖUum verzlunum leyfff
opnun til kl. 10
„í ýmsum blaðagreinum und-
anfarna daga, þar sem gagnrýnd
ar eru tillögur þær um afgreiðsiu
tíma verzlana í Reykjavík o. fL,
Framh. á bls. 15.