Morgunblaðið - 18.09.1963, Síða 8

Morgunblaðið - 18.09.1963, Síða 8
8 MOaoIÐ Miðvikudagur 18. sept. 1963 Sr. Finnur Tulinius sjötugur SÍRA Finnur er íslenzlcur í föð- urætt. Það ætti vel við að vagga hans hefði verið á íslandi. En þó að hann fæddist í öðru landi hefir hann ávallt getað sagt: „Svo traust við ísland mig tengja bönd, ei trúrri binda son við móð- ur“. Sterk eru böndin, sem halda honum fast við föðurlandið. Til góðra á hann að telja. Margir eru þeir, sem muna hinn dugmikla, sístarfandi atorku- mann, sem var stórvirkur braut- ryðjandi í öllu, sem hann tók sér fyrir hendur. Þannig var Þórar- inn Erlendur Tulinius, faðir síra Finns. Má rekja ætt síra Finns til síra Þórarins Erlendssonar að Hofi í Álftafirði. Var síra Þórar- inn um nokkurt skeið aldursfor- seti lærðra manna á íslandi, enda varð hann 98 ára. Síra Finnur fæddist í Kaup- mannahöfn 18. sept. 1893, og hlaut hið bezta uppeldi hjá for- eldrum sínum. Thor E. Tulinius og frú Helgu, er ættuð var frá Árósum. Stúdentsprófi lauk hann 1912, og á námsárunum stundaði hann kennslustörf af miklum Hafnarfjörður Kona óskast annan hvern dag. — Stuttar vaktir. Brauðstofan, Reykjavíkurvegi 16. AfgreiBslustúlka Stúlka óskast til afgreiðslustarfa í skóverzlun. — Upplýsingar um aldur, menntun og fyrri störf, sendist afgr. Mbl,- fyrir 21. þ.m., merkt: „Skó- verzlun — 5222“. HATT KAUP Stúlkur vanar afgreiðslu óskast strax. Upplýsing- ar í síma 19457. „ÞÖLL“ auglýsir Heitar pylsur, tóbak, öl, sælgæti, ís, ávextir í úr- vali o. m. fl. Þ Ö L L , Veltusundi 3, gengt Hótel íslands-bifreiðastæðinu. Jítlcis Copco Loftþjöppur og hverskonar loftverkfæri fyrirliggjandi eða útveguð með stuttum fyrirvara. Einkaumboð fyrir: JltlasCopcc LAIMÐSSMIÐJAIM Sími 20680 áhuga, og er hann tók embættis- próf, hafði hann þegar stofnað æskulýðsskóla, er bar nafn hans. Veitti hann skólanum forstöðu um allmörg ár, og gekk að því starfi með miklum dugnaði. Sóknarprestur hefur hann verið síðastliðin 24 ár, og margir eru þeir íslendingar, sem kannast við hinn brosandi prest, sem fagn- andi tekur á móti íslendingum, er þeir láta hann gifta sig og skíra börnin, og margar minning- arræður hefir hann flutt um látna íslendinga. Þá heyrist ís- lenzkan og þá er hlustað eftir tónunum, er íslenzki þjóðsöngur- inn beinir huganum heim. Síra Finnur og frú Úlla, kona hans, hafa fagnað mörgum héðan að heiman. Það er öllum kunn- ugt, að síra Finnur er prestur Is- lendinga á danskri grund. Síra Finnur lætur sér ekki nægja að heyra eða lesa um ís- land. Oftsinnis hafa hin ágætu hjón og dætur þeirra komið hing- að. Auðvitað var síra Finnur á Skálholtshátíðinni í sumar. Skál- holti hefir hann sýnt mikla vin- áttu og lengi mun nafn hans geymast vegna þeirrar íslands- vináttu, sem gjafir hans bera vitni um. Er hægt að hugsa sér betri landkynni en síra Finn? Hann talar oft um ísland, og segir iðu- lega nákvæmar fréttir af starfi íslenzku kirkjunnar. Margar bæk ur hefir hann ritað og víða má sjá í ritum hans, að það er horv- um sönn nautn að hylla ísland. Það er því eðlilegt, að hann og hin ágæta kona hans eigi marga vini hér heima, og margir eru þeir, sem með þakklæti hafa hlustað á hinar bjartsýnu, hvetj- andi ræður hans. Að verðleikum hefir. hann verið sæmdur ís- lenzku heiðursmerki, og margir munu ásamt mér telja hann bæði danskan og íslenzkan prest. Nýlega hefir síra Finnur látið af embætti, og búa þau hjónin nú í Gersonsvej 26, Hellerup. Frá mér og heimili mínu ber- ast þakklátar kveðjur til hinna tryggu vina. Það veit ég með vissu, að margir íslendingar hugsa með þakklæti um hið ó- metanlega starf, er síra Finnur hefir af hendi leyst íslandi til heilla. Sönn farsæld fylgi hollvini Is- lands. Bj. J. Veitingaskálinn v/ð Hvitárbrú Heitur matur allan daginn. Tökum á móti terðahópum Vinsamlegast pantið með fyr- irvara. — Simstöðin opin kl. 8-24. Óska eftir láni til 8—9 ára 50—60 þús. kr. Góð fasteign í Miðbænum í veði. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir kl. 12 á laugardag, merkt: „3244“. 4ra herb. hœð til sölu við Laugarásveg. MÁLFLUTNINGS- og FASTEIGNASTOFA Agnar Gústafsson, hrl. Björn Pétursson, fasteignaviðskipti. Austurstræti 14, símar 22870 og 17994. Utan skrifstofutíma 35455. Atvinna Kona, sem er vön að smyrja brauð óskast, einnig drengur til sendiferða og annarra starfa á aldrin- um Í2—16 ára. lippl. á skrifstofu Sæla - café Brautarholti 22 í dag og næstu daga frá kl. 10—12 fyrir hádegi og kl. 2—5 eftir hádegi. 5 herb. íbúð við Álftröð í Kópavogi til sölu. Stór lóð. Bílskúrs- réttindi. — Laus strax. — Uppl. á skrifstofu EINARS SIGURÐSSONAR, Ingólfsstræti 4. — Sími 16767. Heimasími kl. 7—8: 35993. Röskur sendisveifin óskast nú þegar hálfan eða allan daginn. ORKA hf. Laugavegi 178. Verkamenn óskasf Verkamenn óskast í fasta vinnu. Uppl. hjá verk- stjóranum : síma 15212. LÝSI ht. Vigfús Guðbrandssson & Co hf. Vesturgötu 4. • Klæðskerar hinna vandiátu. Fataefni TOREADOR-efnin eftirsóttu nýkomin. Fáein sýnishorn í glugga V. B. K.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.