Morgunblaðið - 18.09.1963, Page 24
Auglysingarábffa
Utarihussaugtysmciar
aliskonarskilti ofl
EKKI hefur enn tekizt samkomu
lag um verðlagsgrundvöll land-
búnaðarafurða á fundum sex-
anannanefndarinnar. Enn ber
mikið í milli sjónarmiða fram-
Jeiðenda og neytenda og mun nú
Drakk
formalín
KLUKKAN 12,45 í gær var
lögreglan kvödd að rannsókn-
arstofum Fiskifélags íslands
við Skúlagötu, en þar hafði
forfallinn drykkjumaður kom
izt yfir formalinvökva og
drukkið. Er vökvi þessi hið
mesta eitur og var farið með
manninn þegar í stað í Slysa-
várðstofuna, þar sem dælt
var upp úr honum. Var hann
síðan fluttur í Landspítalann.
yfirnefnd ákveða verðlagsgrund-
völlinn. — 1 yfirnefndinni eiga
sæti þrír menn, þeir Gunnar
Guðbjörnsson, fulltrúi framleið-
enda, Sæmundur Ólafsson, full-
trúi neytenda, og Klemenz
Tryggvason, hagstofustjóri, er
kallar nefndina saman.
Mun yfirnefndin greiða at
kvæði um ágreiningsatriði sex-
mannanefndarinnar og er ' ú
skurðar hennar að vænta næstu
daga. Mun sexmannanefndin þá
ókveða skiptingu útgjaldaupp
hæða á einstakar afurðir og á-
kveða vinnslu- og dreifingar-
kostnað.
HINN nýi sendiherra Argentínu,
herra José Rodolfo Antonio
Saravia afhenti í dag forseta ís-
lands trúnaðarbréf sitt við há-
tíðlega athöfn á Bessastöðum, að
viðstöddum utanríkisráðherra.
Reykjavík, 12. sept. 1963.
Skrifstofa forseta íslands.
Kunar Guðrnundsson
lögregluþjónn
Rússnesko
skipið með
slcsoðnn mnnn
EINS og skýrt var frá í Mbl.
í gær var talið að rússneskt
skip væri í nauðum statt á haf
inu langt sunnan íslands, og
væri farþegaskipið „Empress-
of Britain“ á leið til aðstoð-
ar. Fregnir voru mjög óljósar
af atburði þessum vegna fjar-
lægða, en samkvæmt einka-
skeyti til Mbl. í gær var hér
um að ræða rússneskan tog-
ara, Svetskaja Rodina, en
einn skipsmanna hafði skorizt
illa á hendi. Herskip frá
bandarísku Strandgæzlunni,
sem var að veðurathugunar
störfum, heyrði neyðarkall
skipsins, og beindi „Empress
of Britannia" á staðinn. Fóru
iæknar um borð í togarann og
gerðu að meiðsium rússneska
sjómannsins.
Á æfingu Gísls. Frá vinstri. Arnar Jónsson, Helga Valtýsdóttir, Valur Gíslason, Thomas Mac-
Anna og Herdis Þorvaldsdóttir.
Gísl“ fr umsýnt
LEIKRITIÐ Gísl (Hostage) eftir
Brendan Behan verður frum-
sýnt í Þjóðleikhúsinu næstkom-
andi laugardag. írskur leikstjóri,
Tomas MacAnna, frá Abbey
leikhúsinu hefur verið ráðinn tíl
að setja Gíslinn á svið. MacAnna
er þaulkunnugur Behan og verk-
um hans.
Aðalhlutverkin leika Helga
Valtýsdóttir og Valur Gíslason,
en alls eru leikendur 16 auk
9 aukaleikara. Aðstoðarleikstjóri
er Baldvin Halldórsson. Þýðing-
una gerði Jónas Árnason eftir
tveim textum, sem notaðir voru
á sýningum í London, en nokkr-
ar breytingar hafa verið gerðar
á leikritinu síðan það var frum-
sýnt á keltnesku í Dublin.
Tveir nýir leikarar á A-samning
Þjóðleikhússtjóri, Guðlaugur
Jón Sig urbjörnsson til
Stokkhólmsóperunnar
JÓN Sigurbjörnsson, leikari
og söngvari, hefur verið ráð-
inn til að syngja við Stokk-
hólmsóperuna frá næstu ára-
mótum. Fer hann með hlut-
verk í óperunum Aida, Tann-
háuser og Brúðkaup Figaros.
Jón er staddur erlendis um
þessar mundir, en eiginkona
hans, Þóra Friðriksdóttir, leik
kona, tjáði blaðinu í gær, að
Jón hefði hringt til hennar
frá Stokkhólmi á laugardag-
inn og sagt henni þessar frétt
ir. Er hér um að ræða árs-
samning við óperuna.
Jón Sigurbjörnsson fór með
I fyrsta skipti, sea ég hef
ekki getað eit uppi ökuf ant
hlutverk Ferraudos í II Trova
tore i Þjóðleikhúsinu í vor, en
Lars Runsten frá Stokkhólms
Rósinkranz, skýrði fréttamönn-
um svo frá í gær, að tveir leki-
arar hafi verið ráðnir til Þjóð-
leikhússins á svokölluðum A-
samningi. Eru það Helga Valtýs-
dóttir og Benedikt Árnason.
Helga hefur leikið nokkur stór
hlutverk í Þjóðleikhúsinu, t. d.
í Djúpið blátt, Skálholt og Ætlar
konan að deyja, en aldrei verið
þar fastráðin. Benedikt hefur
sett mörg leikrit á svið í Þjóð-
leikhúsinu, en hefur að undan-
förnu unnið við leikstjórn í Dan-
mörku.
Minningarathöfn
um Benedikt
Bjarklind
MINNINGARATHÖFN um Bene-
dikt S. Bjarklind, stórtemplar,
sem lézt í Kaupmannahöfn 6. þ.
m., fer fram í Dómkirkjunni á
morgun, fimmtudag, og hefst kl.
10.30. Athöfninni verður útvarp-
að. —
Rúnar Guðmundsson, lögregluþjónn,
segir frá hœttulegum eltingarleik
■
LÖGREGLAN í Reykjavík
komst í kast við einn versta
ökuníðing, sem sögur fara af
hér á landi, aðfaranótt sunnu
dags. Ók hann svo hratt, að
lögreglan komst ekki einu
sinni svo nærri að hún sæi
númerið. Næsta kvöld var
ökuníðingurinn þó handtek-
inn.
Eltingarleikurinn hófst í
hjarta borgarinnar, á Hverfis
götu. Sá er ók lögreglubílnum
var Rúnar Guðmundsson.
Morgunblaðið hefur beðið
hann að skýra fra eftirförinni
um nóttina. Rúnari sagðist
svo frá:
— Við vorum þrír að fara
út í kall um kl. 2 aðfaranótt
" sunnudags í einum lögreglu-
bílnum og ætluðum að beygja
suður Lækjargötu.
— Sáum við þá lítinn Skoda
sportbíl bláleitan, aka á ofsa-
hraða úr Lækjargötu og upp
Hverfisgötu, án þess að hugsa
um rétt annarra bila.
— Ég ók lögreglubílnum og
ákváðum við að halda strax
á eftir Skodabílnum og ók ég
eins hratt og billinn komst
upp Hverfisgötu. Sett var á
rautt ljós og „sírena“. Héldum
við að ökuþórinn myndi
stanza við það eins og menn
gera yfirleitt, en svo fór ekki.
— Þess í stað jók Skoda-
billinn hraðann enn og var
sýnilegt, að hann ætlaði að
„stinga af“. Hófst eltingarleik-
urinn nú fyrir alvöru. Skoda-
bílinn beygði upp Barónsstíg
án þess að draga verulega
úr hraðanum og vorum við
nú komnir allnálægt, en þó
ekki nægilega til að geta séð
númerið. Ekið var svo niður
Laugaveg og niður Frakka-
stíg. Hvein og söng í hjólbörð
unum á gatnamótunum og var
Skodabíllinn eins og blátt
strik.
— Við Frakkastig er blint
horn og stöðvunarskylda en
ökuþórinn lét sig það engu
skipta. Var guð^ mildi, að
ekki skyldi neinn bill koma
eftir Hverfisgötunni, þegar sá
blái geystist inn á hana aft-
ur.
— Eftir Hverfisgötu var ek-
ið á ofsahraða og sýndi mæl-
irinn hja okkur 100 km. hraða.
Framh. á bls. 23
óperunni annaðist þá leik-
stjórn. Vildi hann fá Jón til
að syngja fyrir forstöðumenn
Stokkhólmsóperunnar sem og
Jón gerði nú á dögunum.
Frá Svíþjóð heldur Jón
Sigurbjörnsson suður til Köln
ar, en honum bauðst þýzkur
styrkur til að taka þar þátt
í söngmóti.
Sýningii Nínu
lýkur í kvöld
ii YFIRLITSSYNINGUNNI á lista-
verkum Nínu Tryggvadóttur lýk
ur kl. 10 í kvöld. Sýningin hefur
nú staðið í 17 daga. Átti hennl
að ljúka sl. sunnudagskvöld, en
vegna mikillar aðsóknar var hún
framlengd um þrjá daga. Megnið
af þeim málverkum, sem voru
til sölu, hefur selzt og geysimikil
aðsókn hefur verið að sýning-
unni.
HERAÐSMOT
í Bolungarvík, sunnud. 22. sept.
HÉRAÐSMÓT Sjálfstæðismanna í Norður-ísafjarðarsýsla
verður haldið í Bolungarvík sunnudaginn 22. sept. kl. 9 síðd.
Ingólfur Jónsson, landbún-
aðarráðherra og Sigurður
Bjarnason, alþingismaður,
nZ gÆÍ Til skemmtunar verður
L einsöngur og tvísöngur. —
i Flytjendur verða óperusöngv-
■ ararnir Kristinn Hallsson og
■Bt |gj Sigurveig Hjaltested, undir-
leik annast Skúli Halldórsson,
píanóleikari. — Ennfremur
skemmtir Brynjólfur Jóhann-
esson, leikari.
Dansleikur verður um kvöldið.
Sigurður
Bjarnason
Ingólfur
Jónsson
Yfirnefnd sker úr
um ágreiningsatriði