Morgunblaðið - 21.09.1963, Side 6

Morgunblaðið - 21.09.1963, Side 6
ö MORCUN BLAÐIÐ I^augardagur 21. sept. 1963 Jorgen Bukdahl: Á kveðjustund FLUGVÉLIN tekur sprett úti á flugvelli. Og brátt erum vér komin á loftsins vegu. Neð- an við oss þenur Reykjavík sig í allar átti. Ég horfi um öxl og ég sé háskólann og Hótel Sögu böðuð í sól. Vér fljúgum ekki mjög hátt og margt ber fyrir augu, bændabýli, grænar lend- ur og silfurglitrandi vötn. Þarna er Eyrarbakki og til vinstri Mos fell og Vörðufell og dálítill skín- andi hvítur blettur. Það hlýtur að vera dómkirkjan í Skálholti. Fram undan er Hekla með gris- prjónaða snæhettu á höfði, Oddi Fljótshlíð , Eyjafjallajökull og Vestmannaeyjar. Og svo fljúg- um vér út yfir Atlantshafið, á leið til Björgvinjar. Lengi sjáum vér hinn skínandi hjálm Vatna- jökuls. En svo hverfur hann líka og þá er ísland horfið sýnum, og neðan við oss er aðeins haf- ið, vinur og óvinur landsins um þúsund ár...... Flugvélin haggast ekki. Ég nota tímann til þess að skrifa þeim, sem ég á þakkir að inna, og ég dreg saman í huganum at- burði seinustu daga á þessu ey- landi, sem ég hafði haldið að ég mundi aldrei sjá framar. En Morgunblaðið réði.... Helzti atburðurinn var auð- vitað vígsla hinnar nýju Skál- holtskirkju. Það er hulinn kraft- ur í nafninu Skálholt, það hefi ég fundið mörg ár, en íslend- ingar sjálfir um tvær aldir. Fyr- ir fimm eða sex árum kom ég að Skálholti, sem þá var í nið- urníðslu. Þar stóð þá lítil timb- urkirkja og á orgel hennar lék ég sálumessu fyrir Jón Arason, sem hér lauk sínu umbrotamikla lífi. (Hverjir sem dómar kunna að vera um hinn herskáa bisk- up, þá verður líf mannanna smátt gagnvart veldi dauðans). Já, Skálholt var í niðurníðslu, en landslagið var hið sama eins og þegar það var menningarmið stöð landsins. Hér blöstu við Mosfell og Vörðufell, Hvítá skammt undan, hér niðaði blær í grænu grasi og sólin skein á landið. Ég minntist þess, sem Kamban segir í bók sinni um Skálholt: „Og guð leit yfir land- ið, og sjá, á þessum stað var sól án forsælu í allar áttir. Og guð gerði Skálholt að fyrsta vígi kirkju sinnar á íslandi“. Kamb- an þekkti ég, hann var einþykk- ur og þver, en flestum viðkvæm- ari, bæði raunsær og hugsær. Og í bókinni um Skálholt kemur hans eigið skaplyndi að nokkru fram í lýsingunni á Brynjólfi biskupi..... Skálholt í niðurníðslu! Mun nokkuru sinni risa hér dóm- kirkja aftur og setia sinn svip á landslagið eins og áður, allt frá dögum ísleifs og Gissurar. Hér var eitt sinn bókasafn Brynj ólfs biskups og þar voru 14 skinnbækur: • Sæmundaredda, Flateyjarbók o.s.frv. Munu þær nokkurn tíma koma heim aft- ur? Um það gat enginn sagt neitt fyrir 5-6 árum .... Mér var þungt í skapi, er ég gekk um hinn forna minninga- stað, þar sem skuggar aldanna lögðust á sál mína. Aldrei hafði ísland staðið mér svo hjarta nær þjóðin, sem hafði glatað frelsi og gullöld, var hrakin og hrjáð af eldgosum, drepsóttum og ein okun, varnarlaus þjóð undir er- lendu valdi. Og þó bjargaði hún lar.dinu þegar komið var á yztu nöf, fet fyrir fet mjökuðu kyn- slóðirnar sér frá Ginnungagapi tortímingarinnar. Og þá var hið gamla Skálholt þeim sem viti, von og draumur ... Þessar hugrenningar á rúst- um Skálholts hafa fylgt mér síðan. En nú auðnaðist mér að koma til íslands aftur og fá að sjá dómkirkjuna endurreista. Aftur setti hún sinn svip á um- hverfið og klukknahljómur barst yfir tún og mýrar, engjar og ána hvítu. Draumur íslenzku þjóðarinn- ar hafði rætzt, og þrátt fyrir stór viðri streymdi fólk til kirkjunn- ar úr öllum áttum. Einföld og látlaus var vígslan, en vegna gest anna bar hún svip af veizlu, þar sem ísland gekk jafnrétthátt á bekk með hinum frjálsu Norð- urlöndum. Látlaus og virðuleg var veizl- an um kvöldið í Valhöll á Þing- völlum, þar sem höfuðborgin Reykjavík fagnaði endurreisn hins gamla höfuðstaðar landsins. En undir þeirri veizlu sóttu á mig sömu hugsanirnar og þeg- ar ég skoðaði hið niðurnídda Skálholt fyrir 5-6 árum, end- urminning um þjóðina á hörm ungaárunum. í dag hafði ég hitt afkomendur hennar, þeir voru margir komnir hingað um óravegu til þess að sjá með eig- in augum að draumur kynslóð- anna hafa rætzt. Þessa minntist ég í stuttri ræðu yfir borðum. Sumir misskildu víst það, sem ég sagði um „fólk- utan vébanda“. Ég átti auðvitað ekki við það fólk, sem ekki komst í kirkju þegar vígslan fór fram. Ég átti við þúsundir hinna nafnlausu frá hörmunga- • Pípur og píputóbak „Pípukóngur" skrifar: „Þrátt fyrir frjálsan innflutn ing, vantar enn hér í búðir flest það, sem pípureykingamenn þurfa á að halda. Alls konar smágræjur, sem hér er of langt upp að telja, sjást aldrei hér í verzlunum, þegar ilndan eru skildir pípuskafar og pípu- hreinsarar. Hinir síðarnefndu hafa oftast verið lélegir, of mjóir. Af því, sem forfallnir pípureykingamenn vildu gjam- árunum, sem börðust fyrir til- veru þjóðarinnar, og þeirra skyldi minnzt hér á Þingvöllum. Það var fólkið frá dögum Hall- gríms Péturssonar og Jóns Vída- líns, allt fram á daga Bjarna, Jónasar og Jóns Sigurðssonar, þegar aftur tók að birta í lofti. Saga þessi hafði orðið mér hug- stæðust og hana þekkti ég bezt. Auðvitað var óþarfi að minna Is- lendinga á þessa sögu, en þarna voru viðstaddir norrænir frænd- ur, sem mér þótti nauðsyn til bera að fengi svipmynd af Is- landi eins og það var áður, þeg- ar kvöldvakan var allt í senn: sagnfræðaskóli, guðsdýrkun og lífakkeri framtíðarvonanna. Það an er komin endurreisn Skál- holts. Það var hvasst og svalt á vígsludaginn. Þar var fjöldi fólks og bíla. Og það var eins og ég gæti ekki komizt í sam- band við staðinn og kirkjuna. Nokkmm dögum seinna fór ég svo um söguslóðir Njálu — kom meðal annars að Keldum, og því gleymi ég aldrei. Og svo lagði ég leið mína að Sálholts- kirkju til þess að kveðja ísland þar. Liðið var á dag og heiður him inn. Nú var Skálholt ekki leng- ur í eyði, en þar var -.þögul kyrrð og enginn maður. Sólar- birtan lék um tún og kirkju og hana bar við loft. Og nú fékk hún mál, nú er ég stóð frammi fyrir henai auglitis, lín- urnar í henni og jafnvægi turns og múra. Ég hafði hugsað um það árum saman hvernig Skálholtskirkja ætti að vera. Vér vissum hvern- ig kirkja Brynjólfs var, en þá trékirkju mátti ekki hafa að fyr irmynd. En það mátti heldur ekki vera „nýtízku“ kirkja, eins og þessi skammt frá Hótel Sögu. Dómkirkja skyldi það vera, en yfirlætislaus, ekki útflúruð, en hafa þó á sér musterissvip. Hún átti að vera arftaki allra þeirra kirkna, er þarna höfðu staðið an fá hér, má t. d. nefna vökva, til þess að pússa pípurnar upp úr að utan, og vökva, til þess að hreinsa þær úr að innan. Þá má nefna einokunina, sem er hér á tóbaksvörum. Ekki eru fluttar inn nema fáar píputó- bakstegundir, því að ríkisein- okunin vill ekki standa í því að kynna nýjar tegundir, eins og innflytjendur og umboðs- menn mundu að sjálfsögðu gera, væri þessi innflutningur frjáls. — Það er því ekki að Jörgen Bukdahl fyrrum. Slíkt virtist óleysanleg þraut. Og þó var þrautin leyst með víðsýni og svip af norskum steinkirkjum frá miðöldum og ef til vill dönskum (þegar lit- ið er á turninn). En lausnin var þó algjörlega sjálfstæð og frum leg. Hún hæfði staðnum og sam- rýmdist umhverfinu. Og sem ég horfði á hana fannst mér að hún hefði ekki getað verið öðruvísi: formfögur og einföld, fagurt samræmi í öllum línum —• reisn turnsins, sem virðist með hógværum hátignarsvip — spretta upp úr langskipi og þverskipi. Þarna gnæfir hann og hlustar með hljómgáttum aft ur í aldir og fram í tímann og það er eins og hann sé túlkur milli fortíðar og framtíðar. Og honum ná ekki skuggar liðinna alda. Frá hnígandi sól bárust geisl- ar í gegnum hinar litskreyttu rúður glugganna. Það var eins og þögnin í kirkjunni væri þrunginn af minningum liðinna alda. Þarna var prédikunarstóll Brynjólfs biskups og altarið, sem hann hafði svo oft staðið hjá. Það var eins og hann hefði sjálf ur flutzt hingað frá sinni óþekktu gröf, og endurheimt furða, þótt þeir, sem reykja pípu hér á landi, reyki flestir súrar óþverrapípur, misjafn- lega illa hreinsaðar og með alls konar þriðja flokks tóbaki í kónginum". • Hver á að borga símtölin „Símnotandi* skrifar: „Hver á að borga símann, þegar maður hringir fimm sinnum í sama númerið og fær alltaf vitlaust númer? kirkju sína. Já, og upp rifjast orð Prédikarans: Kasta þú brauði þínu í vatnið og muntu finna það löngu síðar. — Ef til vill hefir Brynjólfur lagt út af þessum texta, á þeim árum þeg ar brauðið var dýrt á íslandi. Ef til vill hefir hann lagt sína eigin merkingu í þessi orð þann ig: Það skal — þrátt fyrir allt! Kristilegt og veraldlegt viðhorf í senn. ísland skal vera frjálst! Hann hafði sjálfur staðið í Kópavogi, umkringdur vopnuð- um hermönnum Bjelkes . . . Ég kvaddi ísland í hinni ný- reistu kirkju hans. Birtan á gluggunum dvínaði og það varð skuggsýnt hið efra í kirkjunni. Ég gekk út traðirnar. Nú var blæalogn og ekki bærðist gras- strá. Þöglar grafir, minningar í mold. Skálholt! Skláholt! Hér hafði Brynjólfur líka geng ið, oftast með harm í hjarta. Hér hafði hann orkt Ijóð sín tii Guðsmóður: Ad beatam virgin- em. Handritið er enn í Kaup- mannahöfn. En það kemur einn- ig heim. Kaþólska og mótmælendatrú! Löngu eftir siðaskiptin sendu íslendingar bænir sínar enn til hinnar heilögu Mariu. Hin blá- klædda Guðsmóðir hélt verndar hönd sinni yfir þessari ey á ysta hjara veraldar. Hún átti sína kapellu í gömlu dómkirkj- unni, og þangað leitaði Brynj- ólfur oft í raunum sínum út af einkadóttur sinni Ragnheiði og Daða Halldórssyni. Þau höfðu leynzt út um bjartar vornætur, þegar grasið var vott af dögg, og horft til himins frá þeim stað er nú stend ég. Syndsam- leg ást! Hvað vitum vér, en hér hafa þau sent bænir sínar til Guðsmóður. Ég hafði með mér kvæði til hennar, er Daði hafði orkt, til þess að lesa það hér: Guðs almáttugs dóttir dýr, drottning himnum á, brúðurin heilags anda hýr honum búandi hjá, að Jesú æðsta ein Móðir glæsta. Svo er stundin komin til að kveðja ísland hér, þar sem dóm- kirkjan hefur sig í hæðir yfir skuggum gamalla grafa. Ég ek fram hjá aftökustað Jóns Ara- sonar, yfir Brúará. Þar sný ég mér í sætinu og það seinasta sem ég sé er dómkirkjuturninn, sem ber hátt við bleikan kvöld- himin. Ég lenti í þessu um daginn. Fimm sinnum í röð fékk ég vitlaust númer. Þá hringdi ég í 03, til þess að spyrja, hvort rétta 'númerið væri bilað, og því stimplaðist inn á annað. í stað þess að ná í símastúlkuna í 03 fékk ég samband við tvo aðra, sem voru líka að ná í 03. Ræddum við þrír saman um þetta óviðunandi ástand, unz símastúlkan greip fram í og bað okkur að tala við sig 1 réttri röð! Þegar við kvörtuð- um, sagði hún: Ja, þarna sjáið þið, hvað mikið er að gera á símanum! Allt í lagi, álagið er mikið, en er það réttlátt, að símnot- andinn þurfi að borga þessar aukahringingar mínar, sem urðu sex alls með viðtalinu við 03“.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.