Morgunblaðið - 03.10.1963, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.10.1963, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLADID Fimmtudagur 3. okt. 1963 Grasuppskera held■ ur betri en / fyrra Korn lélega þroskað BLAÐIÐ ÁTTI í gær tal við Jóhann Franksson framkvæmda stjóra heymjöls- og komræktar búsins á Stórólfsvelli í Rangár- vallasýslu. Honum sagðist svo frá: — Við höfum í sumar fram- leitt 385 tonn af grasmjöli og 140 tonn af þurrheyi. í fyrra voru hinsvegar framleidd 400 tonn af heymjöli en ekkert þurr hey. Framleiðsla þessi var í sumar á sömu landstærð og í fyrra utan hvað þá var fyrsta árs nýrækt á allstórum hluta landsins og arður af því landi betri í ár. Grassprettan í sumar var frem ur léleg, einkum var háarsprett- an til lítils gagns. Er hér því sömu sögu að segja og annars staðar á landinu. Alls voru 150 ha. lands undir grasi. Korni var sáð í vor á 120 ha. lands og þar af á um 100 ha. byggi, þremur tegunðum, Herta, Mary og Union, en höfrum á 20 ha. Kornið er linþroskað og er nú verið að skera það upp og þurrka. Tölur um uppskeru liggja ekki fyrir enn, en við ger um ráð fyrir að fáist um 10 tunn ur af ha. sagði Jóhann að lok- um. Kornuppskeran verður Iéleg því talið er að 15 tunnur þurfi af ha. til að svari kostnaði og 20 tunnur til að mæta lélegum ár- um. Reikningsaðferð fliótlegri en vélar f GÆR komu út nokkrar bækur á vegum bókaútgáfunnar Leift- urs. Ein þeirra „Hraðreikningur" kynnir nýja reikningsaðferð, Trachtenberg-aðferðina, sem vak ið hefur geysilega athygli. Með Trachtenberg-aðferðinni er hægt að margfalda saman margra stafa tölur án þess að kunna margföldunartöfluna. Er fullyrt, að margfalda megi 10 stafa tölu ineð 4 stafa tölu á einni mínútu. Bandaríska stórblaðið Life, sem út kom 29. júlí í sumar, eyðir hálfri annarri blaðsíðu til þess að kynna lesendum sínum undraaðferð Trachtenbergs. Þar segir meðal annars: „Nú geta menn reiknað hraðar en vélar. Það, sem áður var þraut, er nú leikur. Þessi undraverði snilling- Hættulegt lyf? Jóhannesborg, 30. sept. NTB ÖNAFNGREINDUR vísindamað- ur í Jóhannesarborg segir að lyf nokkurt, mjög áþekkt lyfinu Thalidomide, ógni nú lífi hundr uða ófæddra s-afrískra barna, þar sem mæður þeirra hafi not- að lyf þetta yfir meðgöngutím- ann. Vísindamaðurinn upplýsir, að lyfið hafi fengizt án lyfseðils í átta ár og verði engar breyt- ingar gerðar á þeirri tilhögun fyrr en í ijós kemur, hvort það hefur skaðleg áhrif. Segir hann þetta í raun og veru þýða að verið sé að nota börn sem til- raunadýr. ur, höfundur bókarinnar, hefur lifað mikinn hluta ævi sinnar i fangelsum Nazista og Rússa, en er nú fyrir skömmu látinn í Sviss. Þegar hann var að glíma við lausnir þessarar reikningsað- ferðar, varð hann að rita dæmin með blóðugum nöglunum á gólí og veggi fangaklefans“. Reikningsbækur með aðferð Trachtenbergs eru nú prentaðar í milljónum eintaka í Bandaríkj- unum, Englandi, Frakklandi, Þýzkalandi, á Norðurlöndum og um allan heim. í Danmörku komu sjö útgáfur af „Hraðreikn- Glæsilegt skip til Hafnarfjarðar Hafnarfirði — Aðfaranótt þriðjudags kom hingað nýr bátur — Faxi — sem er eign Einars Þorgilssonar & Co. Hann er 212 smálestir og hinn glæsilegasti í hvívetna. Var hann smíðaður í Brattvág í Noregi. Hingað heim sigldi honum Bjarni Árnason en skipstjóri verður Björn Þor- finnsson, sem verið hefir með Fák. 1. vélstjóri er Magnús Kristjánsson, en hann fylgd- ist með smíði bátsins síðustu fjóra mánuðina. í Faxa GK 44 er 450 hest- afla Storkvél (hollenzk) og er ganghraði rúmar 10 mílur. Hann er búinn öllum full- komnustu siglinga- og fiski- leitartækjum. Vistarverur eru sérlega vel úr garði gerðar, frammi í tveir tveggja manna klefar og einn þriggja og aftur í eins manns klefar. Er allur frágangur eins og bezt verður á kosið og Faxi eitt glæsilegasta fiskiskip, sem smíðað hefir verið fyrir íslendinga. — G.E. ingi“ á tveimur mánuðum. Aðrar bókanna eru „Ást til sölu“, skáldsaga eftir Ingibjörgu Jónsdóttur, „Síðustu sporin“, ferðasaga og ljóð eftir Finnboga J. Arndal, „Sagnir um slysfarir í Skefilsstaðahreppi 1800—1950“, eftir Ludvig R. Kemp, „Vigfús Árnason og afkomendur hans“ ættartal skráð af Jóhanni Eiríks syni, „Zorro berst fyrir frelsinu“, eftir Walt Disney, „Fjársjóður sjóræningjanna", eftir Henri Vernes, „Kim og stúlkan í töfra- kistunni", eftir Jens J. Holm, og „Kata og Pétur“, eftir Thomas Michael. Einnig kom út bækling- urinn „Iceland’s Unique History and Cultura“, eftir Hannes Jóns- son, félagsfræðing, og loks Staf- rófskver, eftir Egil Þorláksson. Gunnar Einarsson, forstjóri Leifturs, skýrði fréttamönnum svo frá í gær, að væntanlegar séu á næstunni tvær bækur, sem Steinunn S. Briem hefur þýtt. Eru það „Fullnuminn vestan- hafs“, eftir Cyril Scott, og „Ástir leikkonu“ (Theatre) eftir Willi- am Sommerset Maugham. • ÖKUMENN OG SÓL- GLERAUGU Eiginkona leigubílstjóra hringdi til Velvakanda í vik- unni og gerði það að tillögu sinni, að allir ökumenn væru skyldaðir til að aka með sól- gleraugu. Kvað hún hörmulegt til þess að vita, að æ ofan í æ mætti lesa í blöðunum frásagn- ir af árekstrum og slysförum, „af því bílstjórinn var blindað- ur af sól“, nú síðast þegar ekið var á stúlku á Mýrargötunni og hún stórslösuð. Eiginkonan sagði: — Á mánudag urðu 18 á- rekstrar á götum Reykjavíkur, enda göturnar eins og silfur á að líta. Enginn hefur það góða sjón, að hann geti treyst á hana, hvernig sem skyggni er. Því ætti að gera að lögum, að allir beri sólgleraugu við akstur í sólskini, og þá er að sjálfsögðu sá maður í órétti, sem veldur slysi „sökum sólblindu" gler- augnalaus. Slysaorsakirnar eru nógu margar að sólblindunni frátekinni, og hana er hægt að lækna með góðum gleraugum með slípuðu gleri, og enginn ætti að láta það læknislyf vanta í bifreið sína. Eiginkonan sagði ennfremur, að margir leigu- og strætis- vagnabílstj órar hefðu það fyrir venju að aka aldrei gleraugna- lausir, en nokkrir létu sig það engu skipta. • MINJASAFNIÐ Á AKUREYRI „Kæri Velvakandi!“ Þegar ég sá minnzt á Akur- eyri í einu „hundabréfinu“ hjá þér, datt mér í hug að minnast á smá-atriði frá Akureyrardvöl minni í sumar, sem var ekki nema einn dagur. Ég varð ekki fyrir árás hunds í Kringlumýri, eins og bréfritarinn (eiga Ak- ureyringar nú Kringlumýri líka, eins og við Reykvíking- ar?) Ég hafði því miður ekki tíma til þess að dveljast i þess- um fallega bæ nema einn dag. Langaði mig til þess að skoða Minjasafnið, og þegar ég sá hvatningarorð til ferðamanna í auglýsingu utan á Hótel KEA um að heimsækja safnið, og að opnunartíminn hentaði mér, tók ég ákvörðun. Rölti ég því af stað, en safnið er langt frá miðbænum, syðst í útjaðri bæj- arins. Ég er þarna ókunnugur, en fékk greinargóðar upplýsing ar og ekki er villugjarnt á leið- inni: blátt strik inn með firðin- um. Eftir 20 mín. — 30 mín. göngu fann ég safngarðinn. Hliðið var opið, ég gekk inn og prílaði upp á háan hól með minn þunga skrokk og veika hjarta. Þar stóð safnhúsið. En viti menn! Er þá ekki miði á hurðinni: Lokað í dag! Ég mátti því brötla til baka og iðraði þess sáran að hafa ekki varið þessum tíma til einhvers ann- ars, því að þessa leið fer maður og sér hvort eð er frá og til flugvallarins. Hefði nú ekki verið hægt, ferðamönnum tii hægðarauka, að auglýsa lokun- ina t.d. á hvatningarseðlinum I glugganum hjá KEA? — Sá, sem var að flýta sér“. • KVIKMYNDIN UM OSCAR WILDE Háskólabíó virðist nú hafa hætt sýningum á hinni frábæru verðlaunamynd (Oscars-verð- launin) um Oscar Wilde. Var hún þó ekki sýnd nema tólf sinnum alls, þ.e. tvisvar á dag í fjóra daga og einu sinni á dag í aðra fjóra. Velvakanda hafa borizt bréf, þar sem hann er beðinn að koma þeirri beiðni áleiðis til for ráðamanna Háskólabíós, að myndin verði sýnd a.m.k. eitt kvöld enn. Þessum tilmælum er hér með komið á framfæri. ---- ÞURRHLÖDUR ERU ENDINGARBEZXAR BRÆÐURNIR ORMSSON hí. Vesturgötu 3. Simi 11467.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.