Morgunblaðið - 10.10.1963, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.10.1963, Blaðsíða 1
24 síður Bandaríkin selja Rússum milljónir tonna af hveiti Kennedy á blaðamannafundi í gær Washington 9. okt. — AP. KENNEDY, Bandaríkjaforseti, lýsti því yfir á blaðamannafundi hér í kvöld, að Bandaríkjastjórn mundi leyfa einkafyrirtaekjum, sem verzla með kornvörur, að eelja nokkrar milljónir tonna af bandarísku hveiti til Sovétríkj- anna og A-Evrópu. Sagði hann að leyft yrði að selja hveiti fyrir nm 250 milljónir dollara, og yrði það selt á gildandi heimsmarkaðs verði. Forsetinn sagði að Sovét- ríkin vildu kaupa nokkrar milljónir tonna af umframbirgð- um Bandaríkjanna af hveiti, til útskipunar á naestu mánuðum, og bætti því við að Sovétríkin hefðu 1 Stífla Kuala brast Lumpur Kuala Lumpur, 9. okt. — • AP — NTB: — A.m.k. fimm manns létu lífið í flóði í Kuala Lumpur í morgun er 3Mi meters há stífla brast i borginni vegna feiknlegrar mons únrigningar. Var flóðbylgjan, sem myndaðist, 2% meter á hæð, *leit upp tré og eyðilagði bygg- ingar. Um 1000 manns flúðu heim ili sín vegna flóðsins. einnig sýnt áhuga á að kaupa fóðurkorn. Sagði forsetinn að hann teldi að stjórnin ætti ekki að banna viðskipti einkafyrir- tækja við Sovétríkin, svo fremi greitt væri í reiðufé eða gulli. Forsetinn sagði að fé það, sem kæmi fyrir hveitið, svo og auknar tekjur skipafélaga, sem flytja hveitið, mundi auka tekj- ur Bandaríkjamanna og draga úr hinum óhagstæða verzlunar- jöfnuði. „Bandaríkin hafa ávallt orðið við beiðnum þeirra, sem á matvælum hafa þurft að halda, með þeim skilyrðum að matvæl- in færu þangað, sem þau áttu að fara, og þeir sem fengju þau, vissu hvaðan þau voru komin“, sagði Kennedy. Bætti hann við að þessum skilyrðum mundi verða fullnægt. Forsetinn sagði, að það væri fásinna að stöðva sölur á banda- rísku hveiti þar sem vinveitt ríki gætu keypt það, malað og flutt.síðan sjálf til kommúnista- ríkjanna. Forsetinn sagði að á undan- förnum vikum hefðu bandamenn Bandaríkjanna selt um 10 millj. tonna af hveiti til kommúnista- ríkjanna. Hveitisala Bandaríkj- anna mundi verða til þess að draga úr spennu í heiminum. sagði hann að lokum að hveiti- salan þýddi þó ekki neina stefnu breytingu Bandaríkjanna varð- andi verzlun við Sovétríkin. Verzlunarblað eitt í Kanada tilkynnti í dag að Tékkóslóvakíá hafi gert samning um kaup á 1,500,000 sckkjum af hveiti í Kanada fyrir nær 3 milljónir dollara. Hailsham lávarðui — á miklu fylgi að fagna Richard A. Butler — talinn líklegastur Kúba hafnar aöstoð Bandaríkjamanna Fellibylurinn „Flóra" heldur norður Atlantshaf Miami, Florida, 9. okt. — — NTB: — Kúbustjórn hafnaði í dag tilboði bandaríska Rauða Krossins um uðstoð vegna náttúruhamfar- anna, sem urðu á eynni, er felli bylurinn „Flora“ fór þar um. í yfirlýsingu, sem lesin var í út- varp í Havana í dag var sagt að „við höfnum þessu hræsniboði Frakkar búa þotur atóm- sprengjum París 9. okt. - AP-NTB. i 1 GÓÐAR heimildir í París skýrðu frá því í dag að Frakkar hefðu þegar hafið að búa Mirage-sprengjuþotur sínar kjarnorkusprengjum. Hyggjast Frakkar alls smíða 50 slíkar þotur, og munu nokkrar þeirrar þegar tilbún- ar, en ekki hefur fengizt frá því skýrt hve margar. Ekki hafa heldur fengizt upplýs- ingar um hve margar af þess- um flugvélum hafi nú verið búnar kjarnorkusprengjum. þeirra, sem róa að því öllum árum að steypa okkur í glötun og beita til þess ofbeldi og verzl- unarbanni". — Fellibylurinn „Flora“ berst nú norðaustur At- lantshaf og segja bandarískir veð urfræðingar að draga muni úr ofsa bylsins, er hann kemst í kaid ara loftslag, og muni hann eyðast þar. Eftir að hafa ætt yfir Vestur- Indíur síðan á laugardag, frá Tobago, um Jamaica, Haiti og Kúbu, fór „Flora“ um nokkurn hluta Bahamaeyja í morgun en jók síðan hraðann og stefndi norðaustur Atlantshaf. Eru því Bandaríkin úr hættu að þessu sinni. Upplýst er á Haiti að fellibylur inn hafi verið sá versti, sem þar hefur geisað svo menn viti. For- sætisráðherra landsins sagði í út varpsræðu á þriðjudagskvöld að margir bæir á suðurströnd Haiti séu gjörsamlega lagðir í rúst. Sjálfboðaliðar og Rauði Kross- inn vinna nú að því að koma matvælum og aðstoð til fólks, sem innilokað er vegna hamfar- anna. Síðustu fregnir frá Kúbu herma að 19 manns hafi farizt og yfir 70 sé saknað í þeim tveim ur héruðum, sem verst urðu úti. Fidel Castro, fonsætisráðherra, er sjálfur sagður stjórna björgun ar- og hj álparstarfinu á Kúbu. Macmillan siúkur: Butler eða Hailsham ta!d- ir líklegustu eftirmenn Þó ekki vitað hvort MacMillan tekur við embætti á ný — skorinn upp í dag Blackpool, 9. okt. (AP-NTB) Fulltrúar á þingi brezkra íhaldsmanna í Blackpool gáfu í dag greinilega til kynna að þeir myndu styðja Richard A. Butler í emhætti forsætisráðherra, láti Macmillan af því emb- ætti. Kom þetta fram er Butler var boðið að flytja ávarp það, sem ráðgert hafði verið að Macmillan flytti sjálfur á flokksþing- inu á laugardag, en for- sætisráðherrann var skyndi lega fluttur í sjúkrahús á þriðjudag, og verður skor- inn upp við blöðruháls- kirtilsbólgu í dag. Hefur Macmillan farið þess á leit við Butler, varaforsætis- ráðherra, að hami gegni embætti hans á meðan hann er veikur. Fregnin um veikindi for- sætisráðherrans kom eins og þruma úr heiðskíru lofti yfir þá 4,000 fulltrúa, sem saman voru komnir í Blackpool á þriðjudag, til þess að taka þátt í flokksþingi íhaldsmanna. — Fyrr um daginn hafði Mac- millan haldið ráðuneytisfund, og minntist þá ekkert á veik- indi sín. Við nána samstarfs- Harold Macmillan — veiktist skyndilega menn sína hafði hann einnig sagt, að hann mundi sjálfur ávarpa flokksþingið á laugar- dag. Er því talið að veikindi forsætisráðherrans hafi borið brátt að, en hann liggur nú í Edward VII sjúkrahúsinu í London. Var hann sagður all- þjáður í gær, en læknar full- yrða að hann muni ná heilsu aftur. >eir menn, sem skornir séu upp við sjúkdómi þessum, nái yfirleitt fullri heilsu á ný. Ljóst er, engu að síður, að Macmillan verður frá störfum í nokkrar vikur. Er tíðindin spurðust til Blackpool, virtust margir í- haldsmenn þeirrar skoðunar að nú hlyti brátt að ljúka ferli Macmillans sém for- sætisráðherra. Aðrir minntust hinsvegar hinnar frægu þraut seigju forsætisráðhérrans, bæði í heilsufarslegu og stjórn málalegu tilliti. Væri því ekki loku fyrir það skotið að „Sup- er-Mac“ kynni enn einu sinni að rísa sem klettur úr hafinu. Bent er á, að fáum klukku- stundum áður en forsætisráð- herrann veiktist, hafi hann til kynnt nánustu samstarfsmönn um sínum, að hann mundi verða í fararbroddi í þing- kosningunum á næsta ári. Flokksþing íhaldsmanna hófst í Blackpool í morgun með því að prestur flutti bæn fyrir Macmillan og bað Guð gefa honum góðan bata. Var síðan lesinn boðskapur frá for sætisráðherranum, þar sem hann segir að þetta flokksþing muni leggja grundvöllinn að sigri flokksins í væntanlegum þingkosningum, á sama hátt og flokksþingin 1954 og 1958. Fögnuðu þingfulltruar boð- Framh. á bls. 3 Adenauer í kveðju- heimsókn í Berlín Hélt síðasta ráðuneYtisíundinn 1 gær Bonn og Berlín, 9. okt. NTB: Konrad Adenauer, kanzlari V- Þýzkalands, hélt í morgun síð- asta ráðuneytisfund sinn að við- stöddum nær öllum ráðherrum v-þýzku stjórnarinnar, en Aden- auer lætur af embætti á fimmtu- dag eftir að hafa gegnt kanzlara- embættinu í 14 ár. Fjöldi blaða- og sjónvarpsmanna var viðstadd ur er Adenauer gekki inn í fund arsalinn í fylgd með Ludwig Er- hard, sem við embætti hans mun taka. Á ráðuneytisfundinum kvaddi Adenauer ráðherrana við hátíðlega athöfn. Síðar um dag- inn flaug hann til BerÚnar í jveggja daga kveðjuheimsókn. Á ráðuneytisfundinum í morg- un var m.a. fjallað um efnahags ástandið í Sovétríkjunum og NATO. Adenauer hefur verið fylgjándi þeirri skoðun að vest- ræn lönd eigi ekki að láta komm únistaríkjunum í té aðstoð, nema með ákveðnum skilyrðum. Adenauer kom með banda- rískri herflugvél til Tempelhof- flugvallar í Berlín siðdegis í dag. A móti honum tók Willy Brandt, borgarstjóri V-Berlínar. í kvöld átti Adenauer fund með hernáms stjórum þríveldanna í V-Berlín, svo og fulltrúum kaþólsku og mótmælendakirknanna í borg- inni. Á morgun, fimmtudag, verður hann gerður að heiðursborgara V-Berlinar við hátiðlega athöín.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.