Morgunblaðið - 10.10.1963, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.10.1963, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 10. okt. 1963 BRJÁLAÐA HÚSID O ELIZABETH FERRARS ---__....._ — Það væri ekki úr vegi að koma þessu húsi á geðveikra- hæli, eins og það leggur sig, sagði Toby. — Og þar á ég við húsið sjálft. Ég held, að svona geðveiklun beinlínis vaxi út úr veggjunum. Þeir fóru upp. Georg fylgdí Toby inn í hans eigið svefnher- bergi. Hann gekk að kommóð- unni og benti á hnúðinn á einni skúffunni. — Nú skaltu athuga, hvað gerist þarna bak við hæginda- stólinn. Toby aðgætti það sem var að baki stólnum. Þarna var lítið pappaspjald nælt á stólbakið, og á þvi þrjú göt, þétt saman. Stóllinn stóð svo sem fet frá vegg, beint undan dyrum. Toby hafði tekið eftir þessum dyrum, kvöldinu áður og séð, að þær voru læstar. — Tilbúinn? sagði Georg. — Taktu nú eftir. Hann dró kommóðuskúffuna út, og eitthvað skauzt út um lítið gat á lokuðu hurðinni, og lenti i pappaspjaldinu. Toby æpti upp yfir sig. Þetta var ofurlítil ör úr málmi. Hún lenti í pappanum og hitti næstum eitt gatið, sem á spjaldinu var. Toby leit fyrst á hurðina, síðan á örina og loks á Georg. Georg gerði þýðingarmikla bendingu. Það var greinilegt, að ef pappaspjaldið og stóllinn hefðu ekki verið fyrir, hefði örin lent í breiðum bakhlutanum á Georg. — Gott og vel, sagði Toby og settist á hækjur, — hvernig geng ur þetta fyrir sig? Georg gekk að stólnum og dró örina út. — Komdu með mér inn í næsta herbergi, og þá skal ég sýna þér. Næsta herbergi við Georg, með lokuðu hurðinni á milli, var í rauninni ekki annað en stór skápur, með hillum á öllum veggjum, fullum af myndabók- um, leikföngum, myndum, vegg- skreytingum og hinu og þessu drasli. Georg gekk að læstu hurðinni. Hann beygði sig niður og losaði af henni einhverskonar útbúnað, sem líktist mest krakkabyssu og var að gerð mjög svipuð leik- fangabyssum, sem krakkar nota. Fjöður innan í mjórri pípu, sem hægt að ýta til baka með því að stinga örinni inn í hlaupið og þá hélzt örin föst með haki. Þegar þetta hak var svo losað, þaut örin út úr hlaupinu. Og þarna var hlaupinu stungið inn í gatið á hurðinni. En til þess að hleypa af, var þarna notaður langur vír, sem lá að lokum út um gluggann. Georg sýndi Toby, hvenig vírinn hefði verði leidd- ur út og að lokum inn um annan glugga, sem var einmitt á hans eigin herbergi. — Og kommóðan er einmitt fyrir glugganum. Skilurðu? sagði Georg. Toby leit á leikfangið, hugsi. — Hvernig fannstu þetta? spurði hann. — Litla góða stúlkan sýndi mér það. — Góða! Andstyggðar krakki og kolbiluð á öllum taugum. — Nú, hvað er þetta? sagði Georg. — Okkur kemur aldeilis prýðilega saman. En hún vildi samt ekki segja mér, hver hefði *ett þetta upp, eða hvernig hún hefði fundið það. Hún sagðist aldrei segja frá leyndarmálum. — Og hún vildi heldur ekki segja þér frá þessum með eld- spýturnar í gærkvöldi. Hvað er langt síðan hún sýndi þér þetta? — Það yar rétt áður en þú komst inn. Hún kom skoppandi tii mín og spurði, hvort hún ætti að sýna mér dáíltið. Hún sagði — og Georg sendi Toby augna- tillit, sem beiddist afsökunar — að ef stóllinn væri ekki fyrir, og þú drægír út skúffuna og örin lenti I þér, þá mundirðu breyt- ast í gnú. Toby hleypti brúnum með við bjóðssvip. — Ég var nú einmitt að reyna að muna, Georg, hve nær ég dró síðast út skúffuna. Ég man nú ekki almennilega, hvort ég gerði það í morgun. Ég held, að ég hafi gert það, þó að ég geti ekki munað það alveg fyrir víst, en hitt man ég fyrir víst, að þegar ég fór út í morg- un var þessi stóll ekki fyrir hurð inni. Ég lét flytja hann út að glugga, en einhver hefur komið honum fyrir á sama stað aftur, og það hlýtur að hafa verið gert einhverntíma í morgun. Ég kann ekki almennilega við þennan ná- unga, sem er að æfa ýmsar morð- aðferðir. Þetta með eldspýturn- ar í gær og þetta í dag, að ógleymdum drykkjunum, sem ég held, að hafi verið ein æfingin. Lou blandaði þá, og þeir báru keim af sótthreinsunarmeðali, og litli kallinn á stuttbuxunum segir, að hann hafi smakkað allt, sem í þá var látið, fyrir forvitni sakir, og að ekkert hafi verið við það að athuga, en hann hélt, að þetta hlyti að hafa verið ísnum að kenna. Ég minnist að hafa lesið einhvern reyfara, þar sem einmitt ísinn var eitraður. Ein- hver hérna virðist vera að prófa ýmsar morðaðferðir, og komast að því, hvor þær mundu duga ef til alvörunnar kæmi. — Já, en Tobbi, þessi ör mundi ekki drepa þig, þó að Sunnudaginn 3. febrúar 1963 birti News of the World stóra mynd af Christine Keeler, í ginn andi stellingum, og í engu nema ofur lítilfjörlegum sundfötum. Myndinni fylgdi textinn: „Fyrir- sæta í skothríðarmáli. Christine Keeler hin fagra, tvítuga fyrir- sæta frá London, kemur fram í máli í Old Bailey í þessari viku, þar sem maður er ákærður fyrir að hafa skotið á hana í þeim til- gangi að myrða hana. Hann er þrítugur Vestur-Indíamaður, John Edgecombe, frá Brentford, Middlesex". Ég nefni þessa mynd vegna þess, að flestir, sem hana sjá, munu fara nærri um atvinnu Christine Keeler. En réttarhaldið yfir Edge- combe fór nú samt ekki fram í þessari viku, sem nefnd var. Ekillinn á leiguvagninum hafði orðið veikiir. Föstudaginn 8. fe- brúar 1963, barst lögreglunm læknisvottorð um, að hann væri ófær um að mæta fyrir rétti, og þá var ákveðið að sækja um frest. Fresturinn var veittur þangað til í marzmánuði. Málið kom fyrir rétt 14. marz 1963, en þá var Christine Keeler horfin. En margt hafði gerzt í millitíð- inni. Skothríðin hafði fengið um tal í blöðunum. Margir spáðu, að úr þessu gæti orðið góð saga. Svo varð. 5. kafli. CHRISTINE SEGIR SÖGU SÍNA. Þegar að kvöldi dagsins, sem skothríðin fór fram, sagði Christine Michael Eddowes nokk urn hluta sögu sinnar, en hún virðist ekki hafa borizt út til hún lenti í sitjandanum á þér, nema því aðeins hún væri eitr- uð. — Eitruð? Toby þreif örina af Georg, og athugaði hana vand- lega. Eitthvað brúnt var á odd- inum. Hann stakk örinni í tóm- an eldspýtustokk og setti hann í vasa sinn. — Jæja, það var nú það, sagði Georg, — og finnst mér við ætt- um að fara og þiggja þessa hress ingu, sem sjálfsagt bíður eftir okkur. — Hressingu? sagði Toby. Það var eins og hann væri ekki nærri jafnhrifinn af tilhugsuninni um að fá eitthvað að drekka og endranær. — Mér þætti gaman að vita, hve lengi okkur verður óhætt að neyta þess, sem fram er borið hér. En við skulum koma. — Það var bara eitt enn, Tobbi, sagði Georg. — Segðu mér, hefurðu nokkurntíma heyrt getið um það, sem kallað er „breytingin mikla“? Toby glápti á hann. — Þó það nú væri. Og líka „handan við tjaldið mikla“ og „hinumegin" og allt það. Dauðinn á sér mörg fin nöfn. En hversvegna ertu að forvitnast um það? Ætlarðu að fara að semja grafskrift eftir hana ömmu þína? — Nei, sagði Georg, — ég vildi bara vera viss um, að það er hægt að kalla hann einhverju þessara nafna. Þeir gengu saman niður stig- ann. — Hér kemur Tobías og engill inn hans. Eva leit kring um sig, lítt hrifin á svipinn, þegar þeir almennings fyrir hans milli- göngu. Hún sagði hana síðar í hópum, sem hún komst brátt L (I) Hún segir John Lewis söguna. Um það bil níu dögum eftir skothríðina, 23. desember 1962, var samkvæmi í íbúð stúlku einnar í Rossmore Court. Christ- ine Keeler fór þangað, ásamt Paul Mann. John Lewis fyrrver- andi þingmaður, fór í samkvæm- ið ásamt einum vini sínum. Skot hríðin barst í tal í viðræðunum. Nafn Stephen Wards var nefnt og samstudis rifjuðust upp gaml- ar endurminningar. John Lewis 8 og Stephen Ward höfðu átt í málaferlum, 1954 og ’55 og var grunnt á því góða með þeim. Christine Keeler talaði um, hvað hún kviði fyrir að vera kölluð sem vitni; John Lewis sagði, að hún yrði að fá einhvern fyrir sig og benti henni á lögfræðing. Hann hafði mikinn áhuga á sögu hennar og næstu tvær eða þrjár vikurnar gerði hann mikið til að hitta hana og fá fleira að vita. Hún sagði honum frá sambandi sínu við Profumo og bréfunum, sem hann hefði skrifað sér. Hún sagði honum einnig, að Ward hefði beðið sig að ná í upplýs- ingar hjá Profumo, viðvíkjandi því, hvenær Bandaríkjamenn mundu afhenda Þjóðverjum kjarnorkusprengjur. félagar komu út í garðinn, og hellti í glös handa þeim. Þarna var flest fólkið saman komið og allir með glös. En þeg- ar Eva nálgaðist með sitt glasið í hvorri hendi, greip Max Potter annað úr hendi hennar, svo að hún varð að fylla það þriðja. Hún tautaði, þreytulega: — Hvað ætli þú sért búin að drekka mörg, Max? — Það veit ég ekki fremur en þú, sagði hann með ánægjubrosi. — Þetta er dásamleg tilfinn- ing. Ég er eitthvað svo dásam- lega hress í dag. Ég hef verið að sulla í mig hálfan morguninn og nú fyrst er ég farinn að verða var við það. Stóra krakkaand- litið Ijómaði við Georg, sem hann virtist vera orðinn eitthvað svo hrifinn af. — Þægileg tilfinn- ing, þegar maður byrjar að finna á sér. Ekki sízt þegar maður er orðinn vonlaus um það. Eg vildi að þú ættir svolítið af spænsku konjaki, Eva. Það er nú drykkur, sem vert er um að tala. Þjónn- inn, sem kom mér upp á það John Lewis varð þegar ljóst mikilvægi þessa máls, frá örygg- is sjónarmiði séð. Hann sagði hr. George Wigg, þingmanni, frá öllu saman, og eftir það hafði hann stöðugt upplýsingasam- band við Wigg um allt, sem gerð ist. Þeir töluðu saman næstum daglega. John Lewis var svo áhugasamur um þetta, að í marz 1963, kom hann sér upp eigin spæjara til að njósna um málið — það var blaðamaður, sem dvaldi langstundum í íbúð Step- hen Wards. (n) Hún segir þaS hlöðunum. Næstir á sviðið (eftir að hafa sveimað þar í kring allan tím- ann) komu blaðamennirnir. Christine Keeler sagði Paul Mann sögu sína. Paul Mann var ungur maður, 26 ára gamall, og hafði verið í Cliveden, helgina góðu. Á þessum tíma (desember 1962) vann hann hjá skyrtuverk- smiðju í Manchester, en kom oft til London um helgar. Hann virð- ist einnig hafa átt kunningja í hópi blaðamanna. Hann var kunningi bæði Stephen Wards og Christine Keeler. Annar kunn- ingi Keelers var kona að nafni Nina Gadd, sem stundaði blaða- mennsku án fastrar vistar. Það virðist hafa verið mest fyrir til- verknað þessara tveggja að sag- an komst í hámæli. Þau bentu henni á, að til væru blöð, sem mundu kaupa söguna, en aðeins tveir væntanlegir kaupendur voru nefndir við hana, News of the World og Sunday Pictorial. Hún kom sér í samband við bæði til að prófa, hvort þeirra vildi borga betur. fyrst, spurði mig hvort mér fynd ist það ekki vera fullt af áfengi. Mér fannst það ve lað orði komizt Fullt af áfengi. Það var vel sagt. Hann var orðinn loðmæltur. — Jæja, þú mátt ekki gleyma, að þú ert með bíl, Max, og að hún dóttir mín á að fara með þér. Eva skellti í sig úr glasinu og lét svo fallast í stól. — Hún Vanessa? spurði frú Fry hvasst. Svo sneri hún sér að Max Potter, og stóri, útsaum- aði hatturinn á henni vaggaði til beggja hliða. — Ætlið þér að fara með barnið í bílnum með yður prófessor Potter? Hann leit til hennar og lyfti glasinu. — Já, frú Fry, ég ætla að fara með þetta hræðilega barn með mér í bílnum. En hún þarf ekki að skemma hann neitt. Mér hefur aldrei tekizt það sjálf- um. Alltaf gengur hann, hvað sem veltist. Og hvað meira er hægt að heimta af einum bíl? Það geri ég að minnsta kosti ekki. Þér skiljið . . einu sinni fékk ég taugaáfall. . , Christine lét blöðin keppa um kaupin. Þegar Sunday Pictorial bauð henni þúsund pund, fór hún beint til News of the World til að láta það bjóða betur. En talsmaður blaðsins sagði við hana: „Þú getur farið fjandans til. Ég tek ekki þátt í neinum niðurboðssölum“. Því hreppti Sunday Pictorial hnossið. Hinn 22. janúar 1963 fór hún í skrif- stofu blaðsins og undirritaði skil orðsbundinn samning um að selja því söguna fyrir 1000 pund, þar af 200 áttu að greiðast strax en afgangurinn við útkomu. Hún sagði svo söguna í aðalatriðum og gaf henni aukinn lit með því að segja frá margbreyttu lífi sínu — með ríkum mönnum í háura stöðum og með svertingjum í lág um. Hún sagði frá sambandi sínu við Profumo og Ivanov. Hún lagði fram bréf Profumos dags. 9. ágúst, 1961 (,,Elsku“-bréfið) sem sönnun þess, að hún segði satt. Blaðið lét ljósmynda það og kom því fyrir í járnskápnura sínum. Næstu dagana rituðu blaða- menn niður sögu hennar í smá- atriðum og þá sagði hún frétta- mönnunum (sem hún hafði ekki sagt þeim áður), að Ward hefði beðið hana að ná í upplýsingar hjá Profumo um það, hvenær Bandaríkjamenn ætluðu að af- henda Þjóðverjum kjamavopa. Blaðamenn komu fljótt auga 4 það, hversu mjög þessi „njósna- þáttur" mundi krydda söguna. Skýrsla Dennings um Profumo-málið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.