Morgunblaðið - 10.10.1963, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.10.1963, Blaðsíða 23
Fimmtudagur 10. okt. 1963 MORGUNBLAÐIÐ 23 js Prentvilla í fyrirsögn 1 fyrirsögn í blaðinu í gær | um graskögglaverksmiðju í , Gunnarsholti féll niður staf- ur, sem gerði undirfyrirsögn villandi. Átti að standa að graskögglar verksmiðjunnar I væru auðflutt vara, að sjálf- sögðu ekki aðflutt, þar sem ^ kögglarnir eru framleiddir J úr grasi í GunnarsholtL Á mánudagsnótt var brotist inn í verkamannaskýlið á Bása- skersbryggju í Vestmannaeyj- um og stolið þar 50 lengjum af sigarettum og sælgæti. Er mál- ið í rannsókn hjá lögreglunni í Eyjum, en ekki fyllilega upp- lýst enn. — Á 14. jbús. börn Framh. af bls. 8 og þriðji í röðinni er Vogaskól- inn með 540 nemendur á gagn- fræðastigi. Að barnaskólanum meðtöldum er Vogaskólinn þó fjölmennasti skóli borgarinnar með samtals 1522 nemendur. Barnaskólarnir eru 13 talsins. Fjölmennastur þeirra er Breiða- gerðisskóli með 1425 börn, þá Melaskóli með 1130 börn, og Austurbæjarskóli með 1060 börn. Samkvæmt því, sem áður var sagt, er nú samanlagður nem- endafjöldi barna- og gagnfræða- skóla Reykjavíkur 13.330, og heildaraukningin frá síðasta skólaári 370 nemendur. Samtals eru nú bekkjadeild- irnar 492. Þrísetningu í barnaskólunum er nú að heita má útrýmt. í að- eins eina stofu er nú þrísett vegna þrengsla, en í tveimur eða þremur stofum til viðbótar starfa þó 3 bekkjadeildir af hagræð- ingarástæðum. Ef litið er 5 ár til baka, til haustsins 1958, var þrísetning í barnaskólunum í 60 stofum, eða í 35% af almennum kennslustofum. Þá hefur einnig miðað vel áfram í gagnfræðaskólunum. Einsetningartakmarkinu er þar náð í nokkrum skólum. í fjöl- mennasta skólanum, Hagaskóla, sem hefur 23 bekkjardeildir, er nú einsett. Ennfremur í Gagn- fræðaskólanum við Vonarstræti og Gagnfræðaskóla Austurbæj- ar, auk Kvennaskólans, sem ætíð hefur verið einsettur. Þá er og að mestu einsett í Gagn- fræðaskóla Vesturbæjar og Gagnfræðadeild Langholtsskóla. Á gagnfræðastiginu er því ein- eett samtals í 60 stofur. Þá er það í fyrsta sinn nú, að skólahverfi barnaskólanna og unglingastigsins eru hin sömu, og klofna því barnaprófshóparn- ir ekkL heldur flytjast í heilu lagi, hver í sinn gagnfræðastigs- skóla, sem ýmist er þá til húsa á sama stað og barnaskólinn eða á öðrum stað í gagnfræðaskóla. Þá raeddi fraeðslustjóri fram- kvæmdir í skólabyggingum. Alftamýrarskóli: Framkvæmd- lr hófust í marz. Þar verða nýj- vngar, sem fróðlegt verður að vita hvernig reynast. Hlíðaskóli: 3. áfanga lokið og bætast við 12 kennslustofur. Langholtsskóli: Viðbót að verða lokið og koma þar 8 kennslustofur til viðbótar. Réttarholtsskóli: Búið að bjóða út byggingu íþróttahúss og fram- kvæmdir að hefjast. Gagnfræðaskóli verknáms: ____ Bráðlega verður boðinn út 1. áfangi og á að verða búinn næsta baust Rjúpurnar í Hrísey eru eins og heimagangar, eða hænsn í húsagarðinum. Hér sitja þær á borð- stokki gamals báts og láta sér hvergi bregða þótt fólk og fénaður komi nærri þeim. Rjúpnaveiöimenn gætu unniö Náttúrugripasafninu ómetanlegt gagn í GÆR kvaddi dr. Finnur Guðmundcson, forstöðumaður Náttúrugripasafnsins, blaða- menn á sinn fund og skýrði frá nýjum áfanga er safnið er að leggja út í, í sambandi við rannsókn á rjúpnastofninum. Um þessar mundir er verið að senda skýrsluform til sýslu- manna, bæjarfógeta, lögreglu- stjóra og hreppstjóra, sem ætlaðar eru fyrir veiðimenn að fylla út. Ekki er hægt að krefja veiðimenn um að þeir fylli út skýrslur þessar, en það er ein- læg von Náttúrugripasafnsins að þeir bregðist vel við og geri það, svo mjög sem þetta er þýðingarmikið fyrir þær rannsóknir, sem fram fara á viðkomu og lifnaðarháttum rjúpnastofnsins hér á landi, sagði dr. Finnur. Skýrslurnar verður farið með sem algert trúnaðarmál. Veiðimenn eru vinsamlegast beðnir að athuga gaumgæfi- lega hvort rjúpur, sem þeir skjóta, kunni að vera merkt- ar, annað hvort með fóthring eða nælu framan á vængbarði. Náttúrugripasafninu er mjög umhugað um að fá merkta fugla og mun greiða fullt verð fyrir þá og þurfa að fylgja þeim upplýsingar um veiði- stað og tíma. Auk þess sem skýrslurnar fást hjá fyrrgreindum embætt ismönnum verða þær til af- hendingar hjá öllum þeim verzlunum á landinu, sem skotfæri selja. Er með þessu reynt að tryggja að öllum veiðimönnum verði þessar skýrslur aðgengilegar. — Það er afar þýðingar- mikið að fá þessar upplýsing- ar, sagði dr. Finnur. Ýmsir þættir þeirrar rannsóknar, sem fram fara hér á landi á lifnaðarhætti rjúpunnar er ó- mögulegt að framkvæma nema í samvinnu við almenn- ing. Það er nú ekki vitað hve margir stunda rjúpnaveiðar og ekki hve mikið er veitt, en til eru útflutningsskýrslur um rjúpu allt frá 1860 til 1940. Var mest flutt út til Danmerk- ur. Útflutningur á rjúpum varð mestur um 1920, en þá voru flutt út hartnær 400 þús. stykki. En það er fleira en veiði- skýrslur, sem almenningur getur hjálpað til við rannsókn á rjúpunni. Þeir geta aðstoð- að við merkingar og ennfrem- ur gert hreiðurkort, þ.e. gefið upplýsingar um staði þá er rjúpan velur sér fyrir hreið- ur sín. Þessi samvinna við al- menning er annar aðalþáttur rannsóknanna. Hinn þáttur- inn er á hendi fuglafræðinga. Og hér á landi hefur Hrísey verið valin sem rannsóknar- stöð. Þar hefur rjúpa ekki verið skotin um tugi ára, enda er hún þar svo spök að hún gengur um líkt og hænsni. Þar er fylgzt með rjúpna- stofninum allt árið um kring svo sem kostur er, en rjúpan hverfur þó til Eyjafjarðar- fjalla um vetur. í vor var fylgst með 53 rjúpupörum, þær merktar og jafnvel eins- konar aktygi sett á eina og var hún því auðþekkt í all- mikilli fjarlægð. Svipaðar rannsóknir á lifn- aðarhætti rjúpunnar fara um þessar mundir fram í Skot- landi og á Nýfundnalandi, enn fremur í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi, svo og í Alaska. Þessar rannsóknir eru ekki skipulagðar í heild undir einn hatt, en rannsakendur hafa samstarf sín á milli. I Skot- landi eru 6 fastráðnir menn sem eingöngu vinna að þess- um rannsóknum. Það hefur hvergi tekizt að safna skýrslum um rjúpna- veiðar, svo forráðamenn Nátt- úrugripasafnsins gera sér að líkindum ekki háar vonir um árangurinn hér. Hér er þó að- staðan hvað bezt og með góðu samstarfi við almenning ætti að takast að vinna hér sama verk og a.m.k. 3 fastráðnir menn vinna í Skotlandi. Von- andi er að veiðimenn bregðist vel við og geri Náttúrugripa- safninu þennan greiða, sem þeim sjálfum er næsta auð- veldur en safninu til ómetan- legs gagns. Þessi rjúpa hefur verið klædd „aktygjum“, svo hana má kenna í talsverðri f jarlægð. Hlíðarskóli: 3. áfanga lokið og hefir verið tekin í notkun fyrr á þessu ári. Um næstu mánaðamót hafa þá komið til notkunar 27 nýjar kennslustofur í borginni. Fræðslustjóri drap á í sam- bandi við viðhald og nýbygging- ar að nauðsyn bæri til að kven- fólki væri bannað að ganga á stálhælum í skólunum, því tjón af þeim næmi tugum þúsunda. - í tillögum til nýbygginga hefði verið lagt til að byggja þrjá heimavistarskóla í bænum og einn á Úlfljótsvatni til að taka við þeim borgarnemendum, sem ekki gætu fengið rúm í heima- vistarskólum landsins en vildu þangað fara. Þá gat hann aukinnar starf- semi og starfskrafta fræðslu- skrifstofu borgarinnar, m. a. að ráðinn hefði verið skólafulitrúi Ragnar Georgsson fyrrum skóla- stjóri. Síðan rakti hann mjög nýti- legt starf hinnar ráðgefandi sál- fræðideildar skólanna, sem mundi komin yfir byrjunar- örðugleikana. Næst skýrði fræðslustjóri frá Maðurinn minn og faðir okkar JÓN PÉTURSSON vigtarmaður, Vesturgötu 77, Akranesi, andaðist á sjúkrahúsi Akraness, þann 9. okt. sl. Guðrún Jóhannesdóttir og börn. skólastjóranámskeiði þar sem fræðslustjórar frá Noregi og Danmörku höfðu kennt og hald- ið fyrirlestra, einnig frá kenn- arafundum á vegum námstjóra. Tungumálakennsla var næsta umræðuefnið og notaði fræðslu- stjóri tækifærið til að bjóða vel- komna hingað til lands ungfrú Sharon Kotohevar, sem kenna mun börnum ensku og hingað er komin á vegum Fullbright-stofn unarinnar. Ungfrú Kots/hevar var gestur fundarins. Þá gat hann einnig unglingakennslu tveggja danskra kennara sem myndu verða hér í vetur. Að síðustu ræddi hann sam- starf Æskulýðsráðs og unglinga- deilda skólanna á sviði félags- mála og tómstundaiðju. Fræðslustjóri lauk máli sínu með því að ræða hið mikla gildi góðra kennara fyrir eitt þjóð- félag og vonaðist til góðrar og skilningsríkrar samivinnu við blöð og útvarp. orúuntiíatiit) Morgunblaðið vantar nú þegar duglega krakka, unglinga eða eldra fólk til blaðadreifingar víðs vegar í Reykjavík. í þessi hverfi í Austurbænum: HVERFISGATA innanverð - neðsf - SIGTÚN LAUG AVEGINN Ennfremur í þessi hverfi: KLEIFARVEG - LAUGARÁSVEG - FÁLKAGÖTU —HÁVALLAGÖT U

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.