Morgunblaðið - 10.10.1963, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.10.1963, Blaðsíða 12
12 MORCUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 10. okt. 1963 fttoqpiytfrlftMfr Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. tJtbreiðsiustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Að5,!stræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 80.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 4.00 eintakih. ALÞINGI OG VERK- EFNI ÞESS að Alþing, sem kemur sam- an í dag er fyrsta þing sem háð er eftir að almennar alþingiskosningar fóru fram á síðastl. vori. Tiltölulega litl- ar breytingar urðu á skipan þess frá síðasta kjörtímabili. Sjálfstæðisflokkurinn á þar nú 24 þingmenn og jafn marga og á síðasta kjörtíma- bili, Framsóknarflokkurinn 19 eða tveimur fleiri, Alþýðu- flokkurinn 8 eða einum færri og kommúnistar 9 og einum þingmanni færra en á síðasta kjörtímabili. Stjórnarflokk- arnir, Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn, hafa þannig samtals 32 þingsæti í stað 33 á síðasta kjörtímabili, en stjórnarandstöðuflokkarn- ir, Framsóknarflokkurinn og kommúnistaflokkurinn, 28 í stað 27 á síðasta kjörtímabili. Bak við hina 32 þingmenn stjórnarflokkanna standa um 56% atkvæða í landinu, Að baki stjórnarandstöðuflokk- flokkunum, kommúnista og Framsóknarmanna, standa hinsvegar um 44%. Meiri- hluti Viðreisnarstjórnarinnar meðal þings og þjóðar er þannig traustur. íslenzkir kjósendur lýstu á ótvíræðan hátt yfir fylgi sínu við við- reisnarstefnuna, en höfnuðu hinu algera úrræðaleysi stjórnarandstöðunnar. ★ Mörg verkefni bíða þessa fyrsta þings kjörtímabilsins. Setning fjárlaga verður nú eins og jafnan áður mikið og tímafrekt starf. Ráðstafanir mun einnig verða að gera til þess að stemma stigu fyrir vaxandi dýrtíð og jafnvægis- leysi í efnahagsmálum. Er þar um að ræða mikinn vanda vegna kapphlaups þess sem hafið er milli kaupgjalds og verðlags. En það má ekki henda að upplausnaröflum þjóðfélagsins takist að eyði- leggja hinn mikla árangur, sem náðst hefur með starfi Viðreisnarstjórnarinnar síð- astliðin fjögur ár. Sá meiri- hluti Alþingis, sem styður ríkisstjórnina og markað hef- ur viðreisnarstefnuna hlýtur að taka föstum tökum á þeim vandamálum, sem skap- azt hafa síðustu mánuðina. Tryggja verður áframhald- andi jafnvægi í íslenzk- um efnahagsmálum, vaxandi framleiðslu og umfram allt trú á hinn íslenzka gjald- miðil. Þjóðin verður að geta haldið áfram að vinna og framleiða í skjóli fullvissu um það, að gengi gjaldmiðils- ins sé traust og grundvöllur framleiðslunnar og efnahags- lífsins í heild heilbrigður. Þetta er hið mikla verkefni hins nýkjörna Alþingis, sem hefur störf sín í dag. Viðreisnarstjórnin hefur á liðnu kjörtímabili beitt sér fyrir fjölþættri lagasetningu á svo að segja öllum sviðum þjóðlífsíns. Þessu víðtæka löggjafarstarfi verður haldið áfram. En því aðeins verður mögulegt að halda uppi fram- kvæmdum og framförum, tryggja eðlilega þróun og upp byggingu í landinu að efna- hagsgrundvöllur þjóðfélags- ins sé traustur. FJÖRAR STJÓRN- ARBYLTINGAR Á EINU ÁRI . T ýðræðið hefur löngum staðið völtum fótum í Mið- og Suður-Ameríku. Á þessu ári hafa f jórar stjórnar- byltingar orðið í þessum heimshluta. Hin fyrsta þeirra var gerð í Guatemala í marz, önnur í Equador í júlí, hin þriðja í Dóminikanska lýð- veldinu í september og nú fyrir nokkrum dögum var fjórða stjórnarbyltingin gerð í Honduras. í Honduras hafa oft verið gerðar stjórnarbyltingar áð- ur. Lýðræði landsins hefur verið mjög veikt. Þó er talið að forseti landsins á þessu kjörtímabili, Villeda Morales, hafi stjórnað með skaplegum hætti og stjórnarfar landsins hafi undir forystu háns verið lýðræðislegra en oftast áður. En kjörtímabil hans var að renna út og kosningar áttu að fara fram 13. þessa mán- aðar. Hefur stjórnarbyltingin bersýnilega verið gerð til þess að koma í veg fyrir þær. í mörgum öðrum ríkjum Mið- og Suður-Ameríku sitja veikar stjórnir og lýðræðinu er þar víða mjög ábótavant. Á Kúbu fer harðstjórn komm únista með völd og í Brazilíu hefur óðaverðbólga geisað undanfarin misseri. Ákvað Goulart forseti fyrir skömmu að lýsa yfir neyðarástandi í Brazilíu en féll þó frá því á- f ormrsínu. Bandaríki Norðúr-Ameríku hafa undanfarin ár lagt mikið kapp á að veita nágrönnum sínum í Suður-Ameríku efna- hagslegan stuðning til upp- V-þýzkur eldflaugasér- fræöingur hverfur - :á þriðji, sem „gufar upp“ á rumu ári HORFINN er í Vestur- Þýzkalandi einn kunnasti eldflaugasérfræðingur þar lendur, Eduard von Wint- erfeld. Síðast sást til hans 14: september, nærri Garm isch Partenkirchen, er hann lagði í stutta fjall- göngu frá sumarhúsi sínu. Von Winterfeld er 57 ára og hefur lengstum unnið að smíði stjórntækja fyrir eldflaugar. Óttast yfirvöld í V.-Þýzkalandi, að flugu- menn erlends ríkis hafi rænt honum. Bróðir Wint- erfelds heldur því fram, að sennilega hafi hann verið fluttur til ísraels eða Egyptalands. Winterfeld er þriðji eld- flaugasérfræðingur V.-Þjóð- verja, sem hverfur með dular fullum hætti á rúmu ári. Hin- ir eru Heinz Krug, sem hvarf sporlaust, fyrr á árinu og Wolfgang Pilz, sem saknað — Harmleikur Framh. af bls. 13 -þessa geyma með slöngum við loftrúm í kafbátum, sem fyllzt hafa af sjó, til þess að blása inn í þá lofti og lyfta þeim þannig upp á yfirborðið. En kafarar eru máttvana á meira en nokkur hundruð feta dýpi. Og að því er tekur til viðlegufaera, staðfesti aum- ingja skipstjórinn á björgun- arskipinu Skylark, að hann hefði ekki haft um borð naegi- lega langan festi, til þess að sökkva akkeri niður á botn á þessum slóðum hvað þá meir. „Bjallan" og allur hinn björg- unarbúnaðurinn er gagnslaus neðar en á um 850 feta dýpi — og þennan síðasta dag sinn var kjarnorkukafbátur- inn Thresher staddur 10 sinn- um dýpra. Og enn verra um vik gerði það, að símasambandskerfið við Thresher var gegnum neðansjávarbergmálstaeki, sem komið var fyrir neðan á skipsskrokknum. Það kann að hafa verið vegna þessara ó- fullkomnu móttökutaekja, að síðasta orðsending kafbátsins var rangtúlkuð, er hún heyrð- ist um borð í björgunarskipinu Skylark. Hvað sem því viðvíkur, og byggingar atvinnulífi þeirra og útrýmingu fátæktar og vesaldóms, sem margar þess- ara þjóða hafa búið við. — Kennedy forseti beitti sér fyr ir hinu svokallaða „Fram- farabandalagi“, sem þegar hefur orðið nokkuð ágengt. En öryggisleysið í stjórnar- fari þessara þjóða veldur þeim stöðugt stórfelldum erf- iðleikum, og hindrar framfar- ir og uppbyggingu meðal þeirra. Eduard von Winterfeld var mánuðum saman, en kom síðar fram í Kairó. Leitin að Winterfeld er ein- hver umsvifamesta, sem um getur í Evrópu um langt skeið. Hann er sagður hafa verið að leggja síðustu hönd á mjög þýðingarmikla uppgötvun. Er hvað sem kann að hafa farið á milli skipanna, rangfært eða ekki (mönnum ber ekki sam- an um orðsendingarnar) þá er það algjörlega glatað. 45 milljóna dollara kafbátur var í áhættusamri tilraunasiglingu með 129 manns innanborðs — Qg ekki var fyrir hendi segul- bandstæki um borð í björgun- arskipinu Skylark til að hljóð rita og geyma orðsendingar frá kafbátnum. Loks var samband björgun- arskipsins við land, á þessum tímum einbylgju, mótaðrar öldu og annarrar fullkominn- ar radiotækni, gamaldags loft- skeytasamband ekki ósvipað því, sem loftskeytamaðurinn á Titanic notaði til að kalla á hjálp fyrir 51 ári síðan. Er skipstjórinn á björgunarskip- inu að lokum ákvað að senda skeyti, var loftskeytamaður skipsins um það bil tvær klukkustundir að koma 50 orða skeyti áleiðis. Þegar allt kemur til alls var Skylark ámóta vel útbúið til þessa starfs, eins og maður með fiðrildanet gegn tígris- dýrum. Hróplegasta skyssan undir þessum kringumstæðum hefur ef til vill verið vöntun á segul bandstæki. Segulbönd, sem varðveitt eru í flugturnum hafa komið að miklum notum við rannsóknir á flugslysum. Nú eftir þetta kafbátsslys viðurkenna yfirmenn flotans „við eftirþanka" að segul bandstæki hefði haft mikla þýðingu, og þeir halda því fram, að vafalaust verði slíkur útbúnaður notaður á eftirlits- skipum í framtíðinni. Myndi hafa skýrt hljóðmerkin Segulband hefði ekki getað bjargað Thresher fremur en köfunar-„bjalla“ björgunar- skipsins Skylark gat bjargað skipshöfninni. En ef til vill hefði reynzt kleift að skýr- greina hljóðmerkin frá bátn- það bróðir hans, sem heldur þessu fram, og segir að sjálf- ur hafi Winterfeld haft á orði fyrir skemmstu, að hann héldi, að honum væri daglega veitt eftirför. Vísindamaðurinn var í sum- arleyfi í Garmisch Parten- kirchen, er hann hvarf. Hafði hann farið frá sumarhúsi sínu, og sagðist ætla í stutta fjall- gönguferð. Hann kom aldrei til baka, Hans hefur síðan verið leit- að með sporhundum, auk þess sem leitarmenn hafa m.a. geng ið hæsta fjall Þýzkalands, Zugspitze, 2900 m hátt, til þess að ganga úr skugga um, hvort Winterfeld hefði farizt. Ekk- ert hefur fundizt, sem gefið getur til kynna, hver örlög hans hafa orðið. I síðari heimsstyrjöldinni starfaði Winterfeld fyrir þýzka herinn að smíði eld- flaugastjórnarkerfa. Nú vann hann hjá fyrirtækinu C. Plath í Hamborg. Samstarfs- menn hans þar geta heldur enga skýringu gefið á hvarf- inu. um, og hefðu þau ekki rang- - fæ'rzt, hefði ef til vill verið hægt að komast að því, hvort Thresher sagði „erum áð nálg ast tilraunadýpi", eða „komnir niður fyrir tilraunadýpi“, eða eitthvað annað, er tók til til- raunadýpisins. Það hefði getað skýrt éin- kennileg orðasambönd, sem þrjú vitni minnast að hafa heyrt, svo sem „positive angle" „position angle“ eða „position up angle“, sem þeir, er til kafbáta þekkja, skilja ekki vitund í. Og loks gæti það hafa gefið til kynna, hvers eðlis hljóð voru, sem heyrð- ust í fjarska, er eitt vitnið um borð í Skylark sagði að hefði líkst því, er skip brotna sundur, og önnur hljóð lík þvi, er þrýstilofti er hleypt út. Það er kaldhæðnislegt en til er hljóðritun um slysið en sú segulbandsspóla mun aldrei endurhljóma. Hún er um borð í kjarnorkukafbátnum Thres- her í 8400 feta hafdjúpi 250 mílur frá næstliggjandi landL Bagdad, 4. okt. (NTB): — I tilkynningu, sem íraksstjórn gaf út í dag segir, að hún hafl ákveðið að viðurkenna sjálf- stæði Kuweit, og innan skammn taki þessi tvö lönd upp stjórn- málasamband og skiptist á sendl herrum. Viðræður um þetta mál hafa að undanförnu farið fram milli fulltrúa Kuweit og fraksu Eins og kunnugt er, neitaðl Kassem fyrrverandi forsætisráð herra Iraks að viðurkenna sjálf stæði Kuweit og hélt því fram, að landið væri hluti af írak. 1901 var ástandið í sambúð ríkjannn svo alvarlegt, að stjórn Kuweil bað Breta um hernaðaraðstoð og brezkir hermenn voru sendir til landsins til þess að vernda íbú- ana gegn yfirvofandi árás aI hálfu íraks.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.