Morgunblaðið - 10.10.1963, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.10.1963, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 10. okt. 1963 Ferða- manna- landið ISLAN FYRIR TÍU ÁRUM þótti erlendum ferðaskrifstofum varla ómaksins vert að geta íslands í auglýsingabækling- um, sem dreift var um allan heim. En nú hafa tímarnir breytzt. ísland er farið að laða til sín ferðamenn í svo ríkum mæli að meiriháttar ferðaskrifstofur auglýsa ís- landsferðir og hafa upplýs- ingar um landið á reiðum höndum. Hverju er þetta að þakka? Því er fljótsvarað: bættri gistihúsaaðstöðu, skipu lögðum ferðum víða um land ið og aukinni margþættri fyr irgreiðslu. Hótelstjóri einn hér í borg hefur sagt okkur, að erlendu ferðamönnunum megi skipta í tvo hópæ Hollenzkir stúdentar að hræra sér skyr á tjaldstæðinu við Sundlaug Akureyrar. Ekki óalgeng sjón i. sumrin. — Stúdentarnir heita Kees Pelters og Bram Mabelis, báðir frá Leiden. Þeir leggja stund á dýrafræði og hafa safnað skordýrum, kröbbum og fiskum og athugað lifnaðar- hætti ýmissa fugla, einkum himbrima og fálka. Gengu þvert yfir landið um Gullfoss og Kerl- ingarfjöll og allt til Mývatns. Gestunum fjölgar jafnt og þétt 1) Þá sem koma til að kynnast landi og þjóð. 2) Þá sem stanza á leið- inni yfir Atlantshafið. Fyrri hópurinn hefur hér nokkra viðstöðu, ferðast víða, veiðir lax, skoðar fuglana við Mývatn, dáist að náttúru- fegurðinni og heita vatninu. Síðari hópurinn hefur hér stutta viðkomu. Hvað er eðlilegra en þeir líti hér við á leiðinni milli heimsálfanna, fyrst landið er í alfara flug- leið? Og ekki er verrá að geta sagt nágrönnunum að þeir hafi komið og borðað tómata — jafnvel banana — í gróðurfhúsunum á íslandi. Forráðamenn ferðamála hér eru bjartsýnir á að þennan hóp megi stórauka. Hvað komu margir í sumar? Enn liggja engar fullnaðar tölur fyrir um það, hve marg- ir erlendir ferðamenn hafa gist landið á þessu sumri, en það er mál manna að þeir hafi ekki verið færri en í fyrra. Þá komu, samkvæmt skýrslu útlendingaeftirlítsins 17249 erlendir ferðamenn yfir allt árið. Flestir ferðamanna komu með flugfélögunum tveimur, og farþegaskipunum Gullfossi og Drottningunni, og leggja leið sína um Reykjavík. Meg- inþorri þeirra dvelur á hótel- um í Reykjavík, en slæðing- ur í einkahúsum og farfugla- heimilum. í Reykjavík hafa verið um 550 gistirúm á hótel unum yfir sumarmánuðina (júní—sept.), nýting þeirra er talin vera kringum 90% og 60% af hótelgestum hafa ver- ið útlendingar. Af þessum upplýsingum má draga þann lærdóm, að gistinætur útlend inga í Reykjavík í einn mán- uð hafa verið um 9000, en eins og geta má nærri er við- staða þeirra mjög mislöng, svo erfitt er að segja með vissu hver heildartalan er, en fróðustu menn eru þeirr- ar skoðunar að meðaldvölin á landinu sé ein vika, þar af hálf vika í Reykjavík. ' Á þessu stigi málsins er hægt að setjast niður og reikna út ýmsa hluti og fá fallegar útkomur, t.d. ef við gerum ráð fyrir að hver út- lendingur eyði kr. 350,00 á gistihúsi sínu yfir eina nótt, fáum við rúmar þrjár millj- ónir í aðra hönd á einum mánuði. Þar við bætist ann- ar eyðslueyrir, fargjöld fram og til baka o.s.frv. — En við látum staðar numið með þess ar bollaleggingar og látum hverjum og_ einum eftir að draga sínar ályktanir. En eitt er vert að hafa í huga í sambandi við þetta reikningsdæmi, að hingað kemur fátt sterkríkra manna, sem eys fjármunum á báða bóga. Stærsti hluti ferðamann anna er sæmilega efnað fólk, sem kemur hingað til að kynnast landi og ' þjóð, eins og fyrr er sagt, sem fer upp á fjöll og firnindi i stórum og smáum hópum eða siglir kringum landið á strandferða skipi. Erlendir ferðamenn skjóta upp kollinum á ólík- legustu stöðum og það er ekki óbrigðult að ávarpa ókunnuga á tungu Snorra við úðann frá Gullfossi eða milli trjánna í Hallormsstað, svarið getur allt eins látið framandi í eyr um. Hvert fara þeir? Það forvitnilegasta við hinn aukna ferðamanna- straum til landsins er, hvern ig hann kvíslast frá Reykja- vík. Fyrir rúmum tíu árum var brautin nokkuð bein: gegnum Blönduás til Akur- eyrar, Mývatns og sömu leið til baka. En nú hefur hún bætt við sig mörgum krókum og hliðarvegum: í Borgarnesi reis upp hótel, Bifröst í Borg arfirði tók til starfa og sum- arhótel hófu göngu sína á Laugarvatni, Hallormsstað, á Búðum á Snæfellsnesi, Bjark arlundi, svo eitthvað sé nefnt. (Sjá nánar meðfylgjandi kort, þar sem gististaðir á íslandi eru tilgreindir). Hótelstjórinn í Reynihlíð sagði okkur, að rúmanýting á hótelinu í júlímánuði hefði verið 98,2% og eitthvað svip- uð í ágúst. Væri erfitt að hugsa sér betri nýtingu. í Reynihlíð væru nú 54 gisti- rúm, en auk þess nokkur herbergi til vara í nágrenn- inu. Meðaldvalartími hvers gests væru 2-5 dagar, færi allt upp í þrjá mánuði. Og hvað gera nú gestirnir, með- an þeir dvelja þar? Hótelstjórinn: — Skoða sig um, auðvitað. Hér er margt að sjá: Slútnes, Dimmuborg- ir, og í næsta nágrenni Detti- foss, Ásbyrgi og Askja. Við leigjum út bíla og skipuleggj- um ferðir í Þrengslaborgir, sem eru austanverðu við vatnið. Útlendingum þykir af skaplega ævintýralegt að fara þá leið, eld- og sprengi- gígar til beggja handa, og verður þeim tíðrætt um tunglið á leiðinni. Svo koma hingað margir náttúru- og fuglafræðingar, bæði lærðir. og ólærðir; einnig laxveiði- menn, listamenn og ....... Hljóðið var ekki ósvipað í öðrum þeim hótelstjórum, sem við náðum tali af. Þeir voru ánægðir eftir gott ferða mannasumar. Sum hótelin höfðu þegar lokað, en önnur bjuggust við erlendum ferða- mönnum um nokkurn tíma enn. Samkvæmt fréttum frá Akureyri kom í ljós, að gisti- rúm þar eru um 270, fyrir utan svefnpokarými á Skíða- stöðum og Heimavist M.A., en hótelin þar eru fimm að tölu: Hótel KEA, Hótel Varð- berg, Hótel Akureyri, Skíða- staðir og Heimavist M.A., sem eingöngu starfar yfir sum artímann. Sagði umsjónar- maður þess, að ekki væri fiarri lagi að áætla að um 2000 erlendir ferðamenn hefðu gist í Heimavistinni á þessu sumri. Þetta eru aðeins tvær mynd ir frá rótgrónum ferðamanna stöðum í sumar. En myndirn- ar eru miklu fleiri. Ferða- málasérfræðingar hafa gert athugariir á þvi, hvaða staðir á landinu séu líklegastir til að laða til sín ferðamenn í framtíðinni og ’metkt þá með rauðum hring á landabréfinu. Þeir era í stórum dráttum sem hér segir: Snæfellsnes, Akureyri og nágrenni, Mývatnssveit og nágrenni, Reykjavík og ná- grenni (Gullfoss, Geysir, Þing orðið sjást ekki langborð með einföldum kjötrétti og sæt- súpu; í stað þeirra eru kom- in smáborð og margréttaður matur, sumum smakkast hann vel, öðrum miður, eins og gengur. Nýjan lax og silung kunna þó allir að meta, en margir kvarta undan kaffinu og telja það ódrekandi gutl. Við áttum tal við frú eina, brezka, sem var afskaplega hrifin af morgunverðinum, sem hún fékk á hótelinu sínu. Hún gat valið um marga rétti: skyr, corn-flakes, kex, ost og margt annað góðgæti, og kunni hún sér varla maga mál. Hún sagði, að það væri engin furða, þó íslendingar væru duglegir fyrst þeir borð uðu svona kjarnmikinn mat snemma á morgnana, gætu rekið tvö stór flugfélög án tapreksturs og mörg smærri innanlands. Þetta væri alveg dæmalaust. — Það datt al- veg yfir blessaða frúna, þeg- ar hún komst að því, að dag- legur morgunverður lands- manna er í mörgum tílfellum stór kaffibolli og vínarbrauð, a.m.k. hér í höfuðstaðnum. Hekla og síldin Við spurðumst fyrir um það á ferðaskrifstofu, hvaða nafntogaða staði erlenda ferða langa fýsti helzt að sjá hér á landi. Svarið kom umsvifa- laust: — Hekla. allir spyrja um Heklu og vilja ganga á fjall- ið. Þeir fræknustu klífa tind- inn en þeir takmarkaðri kjósa heldur að fljúga yfir þetta rómaða fjall og gægjast of- an í botnlausan gíginn. Maðurinn á ferðaskrifstof- unni bætti við kíminn á svip:- — Það komu hingað 26 svissneskir fjallgöngumenn í sumar, allir í góðri þjálfun. Bjuggust menn við að þeir hefðu í hyggju að vinna stór- virki hér í fjallgöngum og klífa bratta og illfæra fjalla- tinda. En þeir vildu ekki heyra annað fjall en Heklu nefnt. Scgusagnir herma hins vegar, að þeir hafi gengið á SialufióVlur Húilvílc ,7;'^>rlujJur OtmMÍ St^kki^ótmu^Ý I ^oQrrifdmti HrjlWn _ Alrran.s JZír* ( '-Tfl.la.iif »HV.r.«.r3i UnítiannJ- r,r#5.lf«» Aliwjar Siýlufjöríur jiafi , \ ,\ -íjoríu/' Sauíarltrokur . i.„.„ J Akurtyri £J“Sair / KlnnUij. n ^^4ývítn tteriubreiiorli'ndir S.yiitfjöriur íe>4»rfjbríúrf FÍíWrúil^órÍ.I /Pjúfiwju <Múl»koto 2H,lmyk KirkjuWjar-' \ .. kUu*t<*r 6 " 1 ‘•Vík -/ Vtitmjnn* Gististaðir á íslandi. _ Giitinj alltarii o Sumorjijtihús Aí*luhu> f.i. oj F.A. vellir, Hveragerði, Krýsuvík, Laugarvatn o.fl.) og hálendið. Hvað um matinn? En það er ekki nóg að geta hýst tiltekinn fjölda ferða- manna og sýnt þeim marga og markverða hluti. Maginn er samur við sig og íslenzki maturinn fellur ekki öllum í geð, þó margir eigi erfitt með að átta sig á þeirri stað- reynd hér. Hvernig hafa hót- elin leyst þetta vandamál? Flest hafa reynt að troða meðalveginn, haft alþjóðlega rétti á matseðlinum og ís- lenzku réttina með, svona til bragðbætis. Alþjóðlegri mat- argerð og framreiðsla hans hefur stórfleygt fram á síðari árum segja þeir sem bezt vit hafa á. Máli sínu til stað- reyndar benda þeir á, að nú Lómagnúp í misgripum og ekki uppgötvað að þeir voru á villigötum fyrr en þeir stóðu á tindinum. Svo vilja margir sjá Geysi, en meirihlutinn verður fyrir vonbrigðum. Minnist ég ein* Bandaríkjamanns, sem hróp- aði, þegar sýnt var að bænir viðstaddra og sápumokstur orkuðu ekki að vekja hverinn til lífs: „Þetta grunaði mig alltaf, vélin er biluð.“ — En hvað vilja þeir ekki sjá? spurðum við. — Það undrar mig, hvað erlendir ferðamenn eru af- skiptalausir um síldveiðarnar og sýna enga löngun til að heimsækja síldveiðibæ á þeim tíma, þegar silfrið glitrar í bátum og á bryggjum. Síld- in hefur ekki eins sterk ítök í hugum þessara manna og Framh. á bls. 14. ! 5 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.