Morgunblaðið - 10.10.1963, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.10.1963, Blaðsíða 14
14 MORCUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 10. okt. 1963 Systir okkar GUÐBÚN E. WAAGE frá Litla-Kroppi, lézt á sjúkradeild Hrafnistu þriðjudaginn 8. okt. sl. — Jarðarförin verður auglýst síðar. Ingibjörg E. Waage, Jóna E. Waage, Guðmtmdur E. Waage. Sonur minn INGIBJÖBN EGGEBTSSON andaðist 4. þessa mánaðar. Eggert Bjarnason. Eiginmaður minn, faðir okkar og sonur TYBFINGUB M. I>ÓBÐABSON stöðvarstjóri, lézt í Landakotsspítaia þriðjudaginn 8. október. Fyrir hönd aðstandenda. Úlla Ásbjörnsdóttir. Elskulegur sonur okkar HALLDÓB MAGNÚS sem lézt af slysförum 27. sept. sl. verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 11. okt. kl. 2 s.d. Marta Jóhannesdóttir, Guðjón Karlsson. Útför föður okkar JÓNS Þ. BENEDIKTSSONAB fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 11. október kl. 3 síðdegis. — Blóm vinsamlegast afþökkuð. Börn hins látna. Útför sonar okkar SNORRA ÁSKELSSONAR prentara, Ljósheimum 12, Reykjavík, sem lézt 1. október s.l. verður gerð frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 10. október kl. 10,30 árdegis. Athöfninni verður útvarpað. Fyrir hönd vandamanna. Guðrún Kristjánsdóttir, Áskell Snorrason. Utför SIGFÚSAR ÞÓRÐARSONAR Hraunkoti, Hafnarfirði, fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 11. október kl. 2 e.h. Fyrir hönd aðstandenda. Margrét Magnúsdóttir, Guðlaugur Þorsteinsson, Útför ÖNNU DAGBJARTSDÓTTUR Suður-vík, fer fram laugardaginn 12. október og hefst með hús- kveðju að heimili hennar, Suður-vík kl. 2. Jón Halldórsson og frændsystkin. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hluttekningu við fráfall og jarðarför móður okkar og tengdamóður BJARGAR GUNNARSDÓTTUR Þórdís Jónsdóttir, Rósa Árnadóttir, Guðrún Jónsdóttir, Sigurjón Jónsson, Gunnar Jónsson. Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem vottuðu okkur samúð og hlýhug eða veittu beina hjálp við andlát og útför HAUKS EIRÍKSSONAR blaðamanns. Sérstaklega þökkum við samstarfsmönnum hans við Morgunblaðið og Filharmoníukórnúm. Ennfremur stú- dentum frá M.A. 1950 þeirra mikla framlag, svo og mörgum einstaklingum sem ekki eru nafngreindir. Guð blessi líf og starf ykkar allra. Eiríkur Stefánsson, Þórný Þórarinsdóttir og börn. Hjartans þakkir færum við öllum þeim er sýndu okkur samúð við hið sviplega fráfall sonar okkar GUÐMUNDAR BRYNJÓLFSSONAR frá Ormsstöðum. Guð blessi ykkur öll. Guðlaug Eiríksdóttir, Brynjólfur Guðmundsson. Þakka öllum hjartanlega sem gerðu mér 80 ára af- mælisdaginn ógleymanlegan. Guðmundur Guðmundsson, Núpi, Fljótshlíð. Þakka af alhug mér auðsýndan vinarhug á 60 ára afmæli mínu 15. septembeif s.l. Sérstaklega þakka ég starfsbræðrum mínum og systrum á Pósthúsinu fyrir þeirra höfðinglegu gjöf. Guð blessi ykkur öll. Bjarni Þóroddsson. Þakka heimsóknir og hlýjar kveðjur á áttræðisaf- mæli mínu 5. október. Hjálmar Pétursson, Eiliheimilinu Grund. Auglýsing um skoðun reiðhjóla með hjálparvél í lögsagnarumdœmi Reykjavíkur Aðalskoðun reiðhjóla með hjálparvél fer fram í bif- reiðaeftirliti ríkisins, Borgartúni 7, sem hér segir: 10. okt R-1 til R-200 11. — R-201 — R-400 14. — R-401 — R-500 15. — R-501 — R-600 16. — R-601 R-700 17. — R-701 — R-800 18. — R-801 — R-900 21. — R-901 — R-1000 með hjálparvél, sem eru í notk- Fimmtudaginn Föstudaginn Mánudaginn Þriðjudaginn Miðvikudaginn Fimmtudaginn Föstudaginn Mánudaginn un hér í borginni, en skrásett í öðrum umdæmmn, fer fram sömu daga. Sýna ber skilríki fyrir því, að lögboðin vátrygg- ing fyrir hvert reiðhjól sé í gildi. Athygli skal vakin á því, að vátryggingariðgjald ökumanna ber að greiða við skoðun. Vanræki einhver að koma reiðhjóli til skoðunar á réttum degi, verður hann látinn sæta sektum sam kvæmt umferðarlögum og hjólið tekið úr umferð, hvar sem til þess næst. Þetta tilkynnist öllum, sem hlut eiga að máli. ... .Lögreglustjórinn í Reykjavík, 8. október 1963. Sendisveinar óskast, hálían eða allan daginn. FÖNIX, Suðurgötu 10 Sendisveinn óskast hálfan eða allan daginn. Upplýsingar gefnar að Skúlagötu 4. Atvinnudeild Háskólans SKRIFSTOfUSTABf Sendistörf fyrir eldri menn Viljum ráða strax 2—3 eldri menn, sem vildu taka að sér ýmis sendistörf. Notkun reiðhjóls er nauðsynleg í starfinu. Nánari upplýsingar gefur Starfsmanna- hald SÍS, Sambandshúsinu. STARFSMANNAHALD Utzon setnr npp skrifstofu hér DÖNSKU netaverksmiðjurnar N. T. Utzon, sem selt hafa net til íslenzkra fiskiskipa á undan- förnum árum, hafa nú sett upp eigin skrifstofu í Reykjavík og er ætlunin að auka með þessu inn- flutning á dönskum netum til íslands. Skrifstofan er að Tún- götu 8 og forstöðumaður hennar og sölustjóri Utzon hér á landi er John Henning Jörgensen. —- Sagði hann í viðtali við MbL að fyrirtækið Netjamenn h.f. á Dalvík hefði haft umboð fyrir verksmiðjurnar síðan fyrir stríð en verksmiðjur þessar voru stofn settar árið 1879. Utzon verksmiðjurnar flytja út net, ekki aðeins til Norðurlanda heldur og til Kanada, Suður- Ameríkulanda og fleiri landa og eru með stærstu verksmiðjum Danmerkur. Jörgensen hefir að undanförnu ferðazt um landið og selt net til vetrarvertíðarinnar. Gull íslands í bók o" á kvik- mynd FRANSKA dagblaðið Le Figaro skýrir frá því að kvikmyndatöku maðurinn Samivel sé kominn heim til Saint-Paul á Miðjarðar- hafströndinni úr ferðalagi og hafi í pússi sínu nýja kvikmynd, sem hann muni sýna eins og sínar fyrri myndir í myndaflokknum „Kynning á heiminum“. En bók um efnið verður undanfari myndarinnar. Bæði kvikmyndin og bókin eiga að heita „Gull ís- lands“. — Þetta á ekki að tákna málm- inn, sem ber þetta nafn, segir höfundurinn til skýringar, held- ur fjársjóð hinnar miklu ein- veru, poesíuna, sem hvílir yfir landslaginu. Þessi titill á líka við hina siðferðilegu og fagurfræði- legu fjársjóði, sem gnægð er af I landi, þar sem þátttaka í menn- ingarverðmætum er svo algeng. Hver maður í hverri einustu f jöl- skyldu þekkir íslendingasögurn- ar eins og fingur handa sinna, eins og aðrir þekkja Biblíuna, kafla fyirr kafla. Sögurnar segja frá dáðum, sem vekja upp liðna tið, en varpa einnig ljóma á nútíma ísland. — Gestunum . . „ Framh. af bls. 10 Islendinga sjálfra, helztu eru það Norðmenn, sem spyrja um síld. Aftur á móti vilja margir komast á lax- og sil- ungsveiðar og eru öldungis hissa á hve erfitt er að fá leyfi til þess háttar veiða. Hvað segja þeir á kveðjustund? Um hvað tala svo þessir menn, þegar þeir kveðja? I heild bera þeir landinu góða sögu, en kveðjurnar eru jafn- margar hausunum. En algeng ustu umræðuefnin eru: hin skjótu veðrabrigði, jarðhitinn Og gróðurhúsin, næturlífið og hinar björtu nætur, íslenzku vegirnir (sem eru ævintýra- legir en töfrandi á sinn hátt), gestrisni eyjaskeggja og hressilegt viðmót, hve langt sé milli bóndabæja, töfrandi landslag, litadýrð og .... og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.